Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Qupperneq 38
70 ára á föstudag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur Kristín Laufey Ingólfsdóttir húsmóðir í reykjavík Kristín Laufey fæddist í Stykkis- hólmi en ólst upp í Reykjavík. Hún var í Miðbæjarskólanum og stund- aði nám við húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn veturinn 1930-31. Kristín Laufey starfaði m.a. við saltfisksbreiðslu áður en hún gifti sig en þó lengst af hjá Ársæli Árna- syni, bókbindara og bókaútgefanda í Reykjavík. Hún var síðan búsett með manni sínum í Færeyjum á árunum 1933-45 og var síðan hús- móðir á fjölmennu heimili þeirra í Vesturbænum í Reykjavík. Kristín Laufey vann mikið að málefnum andlega fatlaðra hér á landi, var einn af stofnendum Styrktarfélags vangefinna og einn helsti hvatamaður að stofnun Bjarkaráss á sínum tíma. Fjölskylda Kristín Laufey giftist 1932 Marg- eiri S. Sigurjónssyni, f. 22.11. 1907, d. 1.11. 1987, forstjóra G. Helgason og Melsted og síðar forstjóra Stein- varar hf. í Reykjavík frá 1960. For- eldrar Margeirs voru Sigurjón Jó- hannsson, söðlasmiður og bólstrari í Hafnarfirði, og k.h., Margrét Þor- leifsdóttir húsmóðir. Börn Kristínar og Margeirs eru Margrét, f. 22.5. 1933, fyrrv. full- trúi í Reykjavík, ekkja eftir Gissur Jóel Gissurarson skrifstofumann en börn þeirra eru Ívar, útgefandi í Reykjavík, Margeir matvælafræð- ingur, Snorri viðskiptafræðingur, Laufey þroskaþjálfi, Lilja þroska- þjálfi, og Ingólfur matvælafræðing- ur; Lilja, f. 5.5. 1936, búsett að Bergi í Reykholtsdal, ekkja eftir Flosa Ól- afsson, leikara og rithöfund en son- ur þeirra er Ólafur, hljóðfæraleikari og tónlistarkennari; Guðjón Sigur- geir, f. 6.3. 1942, forstjóri, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Margréti Jónsdóttur snyrtifræðingi en börn þeirra eru Ragnheiður snyrtifræð- ingur, Þorsteinn, viðskiptafræðing- ur og framkvæmdastjóri, Kristín Laufey, viðskiptafræðingur í Lond- on, Árni verkfræðingur í Noregi, og Daði hagfræðingur; Ingólfur, f. 4.5. 1948, sagnfræðingur og rit- höfundur í Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Jónasdóttur lækni og er son- ur þeirra Jónas Margeir laganemi en börn Ingólfs og fyrri konu hans eru Lilja, kvikmyndamaður í Nor- egi, og Daníel læknanemi; Sigur- jón, f. 8.3. 1953, d. 4.9. 1953; Óskar Helgi, f. 11.6. 1954, starfsmaður við Ás en kona hans er Jóhanna Magn- úsdóttir. Systkini Kristínar Laufeyjar: Oddfríður Ingibjörg, f. 25.6. 1908, d. 23.3. 1995, húsmóðir í Reykja- vík og um skeið á Sauðárkróki; Elín Fanney, f. 15.9. 1912, d. 20.1. 2000, húsmóðir í Reykjavík; Örn, f. 21.3. 1917, d. 3.11. 1922; Hrefna Sólveig, f. 19.9. 1921, d. 17.11. 1946; Erna, f. 9.5. 1924, nú látin, lengst af hús- móðir á Long Island í Bandaríkjun- um; Dóra María, f. 20.10. 1926, hús- móðir í Reykjavík. Foreldrar Kristínar Laufeyj- ar voru Ingólfur Daðason, f. 22.12. 1886, d. 24.6. 1947, verkamaður og verkstjóri í Reykjavík, og k.h., Lilja Halldórsdóttir, f. 7.6. 1881, d. 6.11. 1956, húsmóðir. Ætt Ingólfur var bróðir Guðmundar, b. á Ósi á Skógarströnd en hann varð hundrað og fimm ára, og bróð- ir Ingibjargar, húsmóður í Stykk- ishólmi en hún varð hundrað og þriggja ára, auk þess sem maður hennar, Sigurður hreppstjóri varð hundrað og fjögurra ára. Ingólfur var sonur Daða, b. á Setbergi, bróð- ur Kristjáns, afa Sigfúsar Daðason- ar skálds. Daði var sonur Daníels, b. í Litla-Langadal, bróður Þorbjarg- ar, langömmu Guðbergs, föður Þóris rithöfundar. Daníel var son- ur Sigurðar, b. í Litla-Langadal á Skógarströnd Sigurðssonar, skálds og hreppstjóra þar Daðasonar, b. á Leiti á Skógarströnd Hannes- sonar. Móðir Sigurðar Sigurðsson- ar var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. á Setbergi Vigfússonar. Bróðir Þor- bjargar var Sigurður stúdent, lang- afi Elíasar, afa Elíasar Snælands Jónssonar, rithöfundar og fyrrv. rit- stjóra. Sigurður var einnig langafi Steinunnar, ömmu Þorsteins Jóns- sonar ættfræðings. Móðir Daníels var Ingibjörg Daðadóttir, systir Sig- urðar skálds. Móðir Ingólfs var María, en hún varð hundrað og sex ára. María var systir skáldkvennanna Her- dísar og Ólínu. María var dótt- ir Andrésar, formanns í Skáleyj- um Andréssonar, frá Hellissandi Björnssonar. Móðir Andrésar for- manns var Guðrún Einarsdóttir, systir Þóru, móður Matthíasar Jo- chumssonar skálds, og systir séra Guðmundar á Kvennabrekku þar sem María ólst upp, föður Theod- óru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds. Önnur dóttir Guðmundar og uppeldissyst- ir Maríu var Ásthildur, kona Péturs Jens Thorsteinssonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Bíldudal, móð- ir Muggs og Katrínar Thorsteinsson Briem, móður Péturs sendiherra. Móðir Maríu var Sesselja Jónsdótt- ir frá Djúpadal, systir Sigríðar, móð- ur Björns Jónssonar, ráðherra og ritstjóra, föður Sveins Björnssonar forseta, og Ólafs, stofnanda og rit- stjóra Morgunblaðsins. Lilja var dóttir Halldórs, b. í Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, bróð- ur Kristjáns, föður Stefáns, föð- ur Alexanders alþm. og Guðbjarts, föður Gunnars, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda. Halldór var sonur Guðmundar, b. í Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, bróður Guðnýjar, langömmu Theodóru, ömmu Helga Ólafssonar stórmeist- ara. Systir Guðmundar var Elín, langamma Helgu, móður Svavars Gests og ömmu Vilborgar Harðar- dóttur blaðamanns, móður Marð- ar Árnasonar, fyrrv. alþm. Þá var Elín langamma Þórðar Kárasonar fræðimanns. Bróðir Guðmundar var Jóhannes, langafi Guðmundar J. verkalýðsleiðtoga. Guðmundur var sonur Þórðar, ættföður Hjarðar- fellsættar Jónssonar. Móðir Lilju var Elín Bárðar- dóttur, b. á Flesjustöðum í Kol- beinsstaðahreppi Sigurðssonar og Solveigar, systur Ragnheiðar, ömmu Jóhanns Gunnars Sigurðs- sonar skálds og Guðríðar, lang- ömmu Björgvins, föður Ellerts B. Schram, fyrrv. ritstjóra DV, forseta ÍSÍ og alþm. Solveig var dóttir Árna, b. á Borg Jónssonar og Guðríðar Kársdóttur b. í Munaðarnesi Ólafs- sonar, bróður Vigdísar, langömmu Þorbjargar, móður Ólafs Thors for- sætisráðherra. Kristín Laufey mun taka á móti vinum og ættingjum í Akoges-saln- um, Lágmúla 4, á 3. hæð (sami inn- gangur og Úrval Útsýn), föstudag- inn 2.7. kl. 16.00-19.00. 100 ára á föstudag Anna fæddist í Reykjavík 2 júlí 1940. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1953- 57. Anna starfaði við verslunar- störf hjá Bókabúð Máls og menn- ingar frá 1957. Hún var fram- kvæmdastjóri Bókaverslunar Snæbjarnar Jónssonar 1986-89, sem þá var í eigu Máls og menn- ingar, deildarstjóri og síðan versl- unarstjóri í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, en starfar nú í Safnbúð Þjóðminja- safnsins. Anna hefur setið i stjórn Máls og menningar frá 1974, sat í stjórn og varastjórn Kínverska menning- arfélagsins, hefur gegnt nefnd- arstörfum á vegum Norræna fé- lagsins, verið námskeiðsstjóri á íslenskunámskeiðum fyrir Norð- urkollubúa, sat í stjórn Félags Framnesfara 1980-82, var þar formaður 1982-84, í stjórn Ís- lensk-sænska félagsins 1984-90, í varastjórn og aðalstjórn Reykja- víkurdeildar Norræna félagsins, í stjórn og fulltrúaráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar frá 1990, í stjórn Bok og Bibliotek i Gauta- borg frá 1990-96, varamaður í stjórn Norræna hússins 1991-93, og í stjórn Sænsk-íslenska sam- vinnusjóðsins 2003 -2009. Anna hlaut heiðursverðlaun Norræna félagsins, Peruna, í mars 2010, en það var í fyrsta sinn sem Peran var veitt. Hún verður veitt árlega á degi Norðurlanda, 23. mars, einstaklingi sem hefur af hugsjón og óeigingirni unnið að því að styrkja tengsl norrænna þjóða. Anna var sæmd riddara- krossi Hvítu rósar Finnlands 1989, sænsku Norðurstjörnunni 1995 og riddarakrossi og íslensku fálka- orðunni 1998 fyrir störf að félags- og menningarmálum. Fjölskylda Eiginmaður Önnu var Halldór Jónsson, f. 8.2. 1932, ökukenn- ari frá Ísafirði. Þau skildu. Hann var sonur Jóns Valdimarssonar, f. 10.7.1900, d. 31.5. 1988, vélsmiðs, og Sigríðar Ásgeirsdóttur, f. 7.9. 1903, d. 14.5. 1981, gullsmiðs. Börn Önnu og Halldórs: Einar Halldórsson, f. 7.5. 1957, verktaki á Ísafirði; Jón Sigurður Halldórs- son, f. 27.7. 1958, d. 17.4. 1991, framkvæmdastjóri í Reykjavík, en sambýliskona hans var Lou- ise Dahl; Gunnar Þorsteinn Hall- dórsson, f. 9.4. 1960, sendikennari í íslensku við Sorbonne-háskóla í París, var kvæntur Eddu Péturs- dóttur; Fríður María Halldórs- dóttir, f. 15.12. 1963, íþróttakenn- ari við MR í Reykjavik, en maður hennar er Þórður Ingi Marelsson framkvæmdastjóri. Foreldrar Önnu voru Ein- ar Andrésson, f. 30.5. 1904, d. 13.4. 1975, umboðsmaður Máls og menningar, og Jófríður Guð- mundsdóttir, f. 19.8. 1902, d. 4.7.1980, húsmóðir. Ætt Einar var bróðir Kristins E. Andr- éssonar mag.art. og framkvæmda- stjóra Heimskringlu og Máls og menningar, og bróðir Kristjáns (samfeðra) framkvæmdastjóra og bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, föður Loga verkfræðings, Maríu, leik- listarstjóra Ríkisútvarpsins, og Bergljótar Soffíu bókmenntafræð- ings. Einar var sonur Andrésar, síð- ar verslunarmanns á Drangsnesi,  og b. á Helgustöðum í Reyðarfirði Runólfssonar vinnumanns. Móðir Andrésar Runólfssonar var Kristín Árnadóttir. Móðir Einars og Krist- ins var Maria Elísabet Beck, dótt- ir Nielsar Richards Beck, beyk- is og verslunarmanns á Eskifirði, bróður Hans Beck, hreppstjóra á Sómastöðum, afa Eysteins Jóns- sonar, fjármálaráðherra og for- manns Framsóknarflokksins, og dr. Jakobs, sóknarprests í Hall- grímskirkju, föður Þórs veður- fræðings og rithöfundanna Svövu og Jökuls, föður rithöfundanna Elísabetar, Illuga og Hrafns. Niels Richard var sonur Christens Ni- elsens Beck, faktors á Eskifirði og kaupmanns í Vejle, og Elísabetar Beck, systur, samfeðra, Þórarins, b. á Krossi, afa Finns listmálara og Ríkharðs myndskera Jónssona. Elísabet var dóttir Richards Long, verslunarstjóra á Eskifirði og ætt- föður Longættar. Móðir Maríu Elísabetar var Soffía Þorvalds- dóttir, b. í Naustum Jónssonar. Jófríður var dóttir Guðmund- ar, b. á Helgavatni í Þverárhlíð Sigurðssonar, b. í Höll, bróður Þórdísar, langömmu Þorsteins frá Hamri, föður Kolbeins blaða- manns og séra Þóris Jökuls. Sig- urður var sonur Þorbjörns, b. á Helgavatni Sigurðssonar, og Mar- grétar Halldórsdóttur, fróða á Ás- bjarnarstöðum Pálssonar, langafa Jóns, föður Halldórs stjórnarfor- manns, föður Garðars, arkitekts og fyrrv. húsameistara ríkisins. Móðir Jófríðar var Anna Ás- mundsdóttir, b. á Höfða i Þverár- hlíð Einarssonar, b. á Einifelli Ey- vindssonar. Anna tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Esjugrund 48, á Kjal- arnesi, laugardaginn 3. júlí, kl. 16.00-20.00. Anna Einarsdóttir fyrrv. verslunarstjóri máls og menningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.