Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 52
52 úttekt 2. júlí 2010 föstudagur Ný hjúskap- arlög tóku gildi þann 27. júní á alþjóðlegum mannrétt- indabar- áttudegi samkyn- hneigðra en með lögunum er Ísland kom- ið á fremsta bekk í bar- áttunni fyrir réttindum samkyn- hneigðra. DV heyrði í nokkrum samkyn- hneigðum pörum sem öllum líst vel á nýju lögin og ætla sum hver að nota tækifærið og ganga upp að altar- inu. indiana@dv.is Mannréttindi fyrir alla Knattspyrnukonurnar Ólína Viðarsdóttir og Edda Garð- arsdóttir búa í Svíþjóð. Ólína segir Íslendinga komna mun lengra á veg í málefnum samkynhneigðra en Svíar og Ameríkanar. Vonandi giftum við okkur „Þetta er alveg frábært og gerir það enn frekar að verkum að það er dýrmætt að geta kallað sig Íslending,“ segir Ólína Viðarsdóttir knattspyrnukona en hún og sambýliskona hennar, Edda Garð- arsdóttir sem einnig er knattspyrnu- kona, búa saman í Svíþjóð. Ólína seg- ir Íslendinga koma mun lengra á veg en Svíar í málefnum samkynhneigðra. „Þegar maður býr í öðru landi finnur maður hvað við höfum það gott heima. Við bjuggum líka í Bandaríkjunum og Íslendingar eru komnir miklu lengra en Ameríkanarnir.“ Ólína og Edda kynntust í gegnum fótboltann og hafa verið saman í átta ár. Aðspurð hvort þær séu á leiðinni upp að altarinu segir Ólína það ekki á dagskránni í nánustu framtíð. „Við erum trúlofaðar og vonandi giftum við okkur einn daginn og þá förum við heim til Íslands og nýtum okkur þessi réttindi,“ segir hún og bætir við að þær hafi ekki gert upp hug sinn um það hvort um kirkjubrúðkaup verði að ræða. „Við erum í rauninni ekki búnar að ræða um smáatriðin, eins og hvort við giftum okkur í kirkju, enda skiptir það okkur ekki svo miklu máli. En ég veit að það er stórt atriði fyrir marga aðra svo þetta er mikilvægt skref.“ Ólína og Edda eru báðar í íslenska landsliðinu og því fyrirmyndir krakka og unglinga. „Það er alltaf erfitt að stíga þetta skref, að koma út úr skápn- um, og þora að standa og sýna hver maður er. Þess vegna er mikilvægt að við sem knattspyrnukonur séum sýni- legar fyrir unga krakka svo þeir sjái að samkynhneigðir eru bara ósköp venjulegt fólk eins og allir aðrir,“ segir hún að lokum. Trúlofaðar Ólína og Edda eru búnar að vera saman í átta ár og gera sér grein fyrir því að þær eru börnum og unglingum mikilvæg fyrirmynd. Hörður Torfason horfir glaður til baka en segir að það hefði verið erfitt að vita að það tæki 40 ár að fá almenn mannréttindi. Ekki á leið upp að altarinu „Þessi lög eru okkur öllum til sóma, svo einfalt er það. Þetta gefur manni von um að baráttan skili sér þótt það taki tíma,“ segir Hörður Torfason, söngvasmiður og mannréttindabar- áttumaður, um nýju hjúskaparlögin. „Þegar ég byrjaði mína baráttu upp úr 1970 trúði ég að þetta væri hægt, öðruvísi hefði ég ekki farið af stað. Í dag horfi ég glaður til baka, að hafa byrjað svona snemma í þessari bar- áttu, en á sínum tíma hefði verið erf- itt að vita að það tæki 40 ár.“ Hörður og sambýlismaður hans hafa búið saman í á annan ára- tug en aðspurður segir Hörður þá ekki á leiðinni upp að altarinu. „Við erum í staðfestri sambúð og það tel ég nægja. Við þurfum ekki að gifta okkur fyrir einum eða neinum guði enda erum við frekar siðfræðilega og heimspekilega þenkjandi en trú- arlega. Fyrir mig snýst hjónabandið fyrst og fremst um fjárhagslegt ör- yggi og það höfum við haft í mörg ár,“ segir hann og bætir við að það öryggi hafi gjörbreytt þeirra lífi. „Við höfðum búið saman í mörg ár áður en við létum staðfesta sambúð okk- ar og fundum báðir hvað líf okkar breyttist til hins betra við að finna þetta öryggi. Ég viðurkenni að ég rækta mína trú en þarf ekki að vera í trúfélagi til þess. Nú vil ég bara halda áfram og berjast fyrir aðskiln- aði ríkis og kirkju. Það verður að ger- ast og mun takast einn daginn.“ Baráttumaður Hörður og maki hans Massimo hafa búið saman í á annan áratug og ætla að láta staðfesta sambúð nægja. „Þessi lög skipta sköpum fyrir fjöl- skyldu eins og okkar og samfélagið í heild sinni,“ segir Kristín Þórisdóttir, betur þekkt sem Kidda rokk. Kidda og kona hennar, Ína Björk Hannesdóttir, hafa verið í staðfestri sambúð í sjö ár og eiga saman tvö börn auk þess sem Ína á barn úr fyrra sambandi. „Það var mjög stórt skref þegar okkur var heimilað að ganga í staðfesta sambúð en með þessum nýju lögum höfum við fengum full mannréttindi. Nú eig- um við að geta ættleitt, eignast börn og gift okkur í kirkju eða hjá fógeta og erum komin með sömu mannréttindi og aðrir og það skiptir öllu máli í bar- áttu gegn fordómum. Núna megum við giftast og bara þau orð hafa áhrif á allt kerfið. Á öllum umsóknum hefur t.d. hingað til staðið „nafn móður“ og „nafn föður“ en hefur nú verði breytt í „foreldri 1“ og „foreldri 2“.“ Kidda segir Íslendinga víðsýnni í þessum málum en margar aðrar þjóðir. „Íslendingar eru gott fólk sem vill hafa mannréttindi í lagi, annars hefði þetta aldrei gengið í gegn. Við þurfum að passa að sofna ekki á verð- inum og megum ekki gleyma heild- arsögunni og hvernig við komumst á þennan stað. Það hefur margt gerst á stuttum tíma og það eru ekki nema 40 ár síðan Hörður Torfason var grýtt- ur fyrir að koma út úr skápnum. Páll Óskar er líka frábær fyrirmynd sem tók slaginn fyrir okkur sem komu á eftir og ef það væri ekki fyrir fólk eins og þá og hugsjónapólitíkusa, líkt og Guðrúnu Ögmundsdóttur, værum við ekki komin svona langt. Samfé- lagið allt nýtur góðs af, sama hvort við erum gay eða straight, það er gott að lifa í þannig samfélagi að þú getir komið hreint fram og sagt hvernig þér líður án þess að vera dæmdur fyrir.“ Kidda og Ína hafa verið saman Kristín Þórisdóttir og Ína Björk Hannesdóttir eiga þrjú börn og hafa verið í staðfestri sambúð í sjö ár. Aldrei að vita nema ég biðji hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.