Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Síða 55
föstudagur 2. júlí 2010 55 Dómararnir hafa verið mikið í umræðunni á HM en stór mistök þeirra hafa haft áhrif á nokkra leiki. Fjórir dómarar, þar af tveir af þeim allra bestu, voru sendir heim. Við reifum hér mistök fjórmenning- anna og kynnum aðra fjóra sem koma sterklega til greina til að dæma sjálfan úrslitaleikinn. sendir heim Dómarar roberto rosetti - Ítalía Aldur: 42 ára Á FIFA-lista síðan 2002 Einn allra besti dómari heims sem dæmdi úrslitaleikinn á EM fyrir tveimur árum. Hann var má segja flaggaður út úr keppninni, það er að aðstoðardóm- ari hans gerði herfileg mistök. Hann lét mark Carlosar Tevez standa gegn Mexíkó í 16 liða úrslitunum þrátt fyrir að Tevez væri kolrangstæður. Hann var það rangstæður að Rosetti hefði auðveldlega getið gripið í taumana sjálfur. Rosetti er mikill Ítali og faðmar og kyssir aðstoðarmenn sína grimmt fyrir og eftir leiki. Það hefur þó enginn fengið faðmlag þegar hann heyrði að hann væri sendur heim með skít og skömm. SENDIr HEIm Jorge Larrionda - Úrúgvæ Aldur: 42 ára Á FIFA-lista síðan 1998 Það var auðvitað ekkert annað hægt en að senda Larrionda heim eftir markið sem aldrei varð í viðureign Englands og Þýska- lands. Boltinn hjá Frank Lampard var það langt inni að Larrionda hefði auðveldlega getað dæmt markið sjálfur. Brottreksturinn er mikið áfall fyrir Larrionda sem er af mörgum talinn besti dómari heims. Hann hafði átt frábæra keppni fram að þessum mistökum og hefði án nokkurs vafa komið til greina til að dæma úrslitaleikinn. stephane Lannoy - frakkland Aldur: 41 árs Á FIFA-lista síðan 2006 Stundum missa menn einfaldlega tök á leiknum. Það gerði Frakkinn Stephane Lannoy svo sannarlega í riðlakeppninni þegar hann flautaði leik Brasilíu og Fílabeinsstrandarinn- ar. Allt ætlaði upp úr að sjóða í end- ann þegar hann gaf Kaka glórulaust rautt spjald þegar einn leikmaður Fílabeinsstrandarinanr hljóp á hann viljandi og greip um höfuð sér. Það sem meira er sást á upptökum að Lannoy sá aldrei hvað gerðist. Því var ekki annað hægt að gera en að senda Frakkann heim sem stóð sig vægast sagt illa á mótinu. Koman Coulibaly - malí Aldur: 39 ára Á FIFA-lista síðan 1999 Koman Coulibaly er einn af þeim dómurum sem hefði aldrei átt að dæma á HM, slakur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hann var sendur heim eftir að hafa dæmt löglegt mark af Bandaríkjunum í leik þeirra gegn Slóvenum. Aukaspyrna barst þá inn á teiginn undir lok leiks og ríghéldu fjórir Slóvenar í Bandaríkja- menn og hefði með ströngum dómi verið hægt að velja sér mann til að dæma víti á. Bandaríkin skoruðu eftir aukaspyrnuna en Coulibaly ákvað að dæma á Bandaríkjamenn. Og fyrir það auk heilt yfir daprar frammistöðu á HM var hann sendur heim. GÆTU FarIÐ aLLa LEIÐ howard Webb - england Aldur: 38 ára Á FIFA-lista síðan 2005 Þennan mann þekkja Íslendingar vel úr ensku úrvalsdeildinni. Uppgangur Howards Webb hefur verið hraður undanfarin ár og er hann talinn einn albesti dómari heims. Mistök línuvarðar hans urðu til þess að þeir urðu sendir heim af EM 2008 en nú er annað uppi á teningnum. Webb dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skiptið í maí og svo gæti auðveldlega farið að hann dæmi úrslitaleikinn ár, sérstaklega þar sem England er farið heim. Sérstaklega eru yfirmenn dómaramála hrifnir af fyrsta aðstoðardómara hans sem er talinn sá besti í heimi í dag. ravshan irmatov - Úsbekistan Aldur: 32 ára Á FIFA-lista síðan 2003 Það kom mikið á óvart þegar þessi ungi Úsbeki dæmdi opnunarleikinn á mótinu. Hann hefur dæmt þrjá leiki til þessa, alla fullkomlega, og er að sanna sig sem einn allra besti dómari heims. Hann dæmdi úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða fyrir tveimur árum og hefur verið valinn besti dómari Asíu tvö undanfarin ár. Verði miðað eingöngu við frammistöðu á mótinu á Irmatov meira en góðan möguleika á að fá úrslitaleikinn. Hann hefur þó aldurinn á móti sér því afar sjaldgæft er að svo ungur maður dæmi úrslitaleik HM. Hann var til dæmist yngsti maðurinn til að dæma opnunarleikinn síðan 1934. héctor Baldassi - argentína Aldur: 44 ára Á FIFA-lista síðan 2000 Baldassi hefur verið einn allra besti dómarinn á mótinu og varla stigið feilspor. Hann er margreyndur og alveg að komast á aldur í dómgæslunni en þetta verður hans síð- asta heimsmeistarakeppni. Það eina sem gæti verið í vegi hans er að Argentínumaður dæmdi síðasta úrslitaleik á HM. Auðvitað ætti það ekki að skipta máli en eins og með staðsetningar á mótinu sjálfu verðu að skipta verkefnum sanngjarnt á milli manna. Baldassi á úrslitaleikinn þó svo sannarlega skilið miðað við frammistöðuna til þessa. frank de Bleeckere - Belgía Aldur: 44 ára Á FIFA-lista síðan 1998 Belginn Frank De Bleeckere hefur verið besti dómarinn á mótinu til þessa og átti mikinn mögu- leika á úrslitaleiknum. Hann er þó líklega kominn aftast í röðina af fjórmenningunum sem taldir eru hér upp eftir flautukonsertinn í leik Japan og Paragvæ í 16 liða úrslitum. Þar stöðvaði hann leik- inn allt of mikið en síðan er bara spurning hvort dómaranefndin túlki þetta sem „einn af þessum leikjum“ eða hvort hann hefði getað gert betur. Bleeckere hefur verið fastagestur í stórleikjum Meistaradeildarinnar og er ásamt Webb eina von Evrópu í dómaramálum á HM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.