Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 14
14 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykja- vík, HR, hefur verið rekinn úr starfi við skólann. Ástæðuna telur hann vera þá að stjórnendum hafi þótt hann of „óþægilegur“ vegna gagn- rýni hans á stefnu og stjórn skólans. Það var 15. júní síðastliðinn sem Ein- ar fékk uppsagnarbréfið í hendur en daginn áður var hann beðinn um að skila inn bókalista fyrir komandi vet- ur í þeim námskeiðum sem hann átti að kenna. Vikurnar þar á undan hafði Einar undirbúið sig á svipaðan hátt fyrir komandi skólavetur. Fyrir vikið kom brottreksturinn honum á óvart þótt hann hefði undir niðri bú- ist við honum um nokkurt skeið þar sem hann hafði lengi deilt á stefnu skólans og stjórnendur. Í samtali við DV segist hann ekki hafa áhyggjur af eigin framtíð heldur framtíð HR, framtíð rannsóknarstarfs á háskóla- stigi og framtíð íslensks háskólastarfs almennt. Slakir skólar „Ég hef ekki áhyggjur af minni eigin framtíð, ég hef þær aldrei og verð ekki á flæðiskeri staddur með að finna mér vinnu. Íslenskir háskólar eru því miður óralangt frá því að vera frambærilegir á alþjóðlegum vett- vangi og það vita allir sem hafa inn- sýn í alþjóðlegt háskólastarf. Það sem verra er að þótt HR og HÍ eigi talsvert af öflugu rannsóknafólki er forysta skólanna ekki að vinna mark- visst að því að komast í þá átt,“ segir Einar. Í gegnum störf sín hjá HR hefur Einar hlotið tvo svokallaða Öndveg- isstyrki hérlendis, mikilvæga þriggja ára styrki til rannsóknarverkefnis sem hann leiðir. Einar lauk doktors- prófi í stærðfræði frá Tækniháskól- anum í Massachusetts, MIT, í Banda- ríkjunum árið 1992, vann lengi sem prófessor við Tækniháskólann Chal- mers í Gautaborg og réð sig síðan til starfa við Háskólann í Reykjavík árið 2005 vegna fyrirheita um kraftmikla uppbyggingu rannsóknarstarfs við HR. Það þótti Einari spennandi en í dag lítur hann vonsviknum augum á hvernig málin þróuðust. „Það er ekki aðeins verið að segja mér upp, og eyðileggja rannsóknarhóp minn, heldur líka fleira fólki úr kjarnastarf- seminni og leggja niður Kennslu- fræði- og lýðheilsudeild skólans, sem hefur staðið sig best allra deilda í rannsóknum, samkvæmt mati skól- ans sjálfs. Mér sýnast stjórnendur al- farið vera að bakka með þá stefnu að byggja upp öflugt rannsóknarstarf við skólann,“ segir hann. Ráðherra á að bregðast við Einar staðfestir að hann hafi leitað til ráðherra vegna málsins og á næst- unni ætli hann að leita til Vísinda- og tækniráðs sem og Samstarfsnefnd- ar háskólastigsins. „Ég er búinn að senda ráðherra erindi varðandi nið- urlagningu BS-námsins í stærðfræði og rannsóknarhóps míns við HR. Ég mun einnig fljótlega senda erindi til ráðherra sem snýst bæði um þá stað- reynd að verið sé að eyðileggja mik- ið af bestu rannsóknarstarfseminni í HR og brjóta gegn akademísku frelsi til gagnrýni. Ég tel að ráðuneytið, sem æðsta vald í menntamálum á Íslandi, eigi að gera eitthvað í þessu máli. Það er síðan Vísinda- og tækni- TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „REKINN FYRIR AÐ RÍFA KJAFT“ Prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík, Einar Steingrímsson, telur sig hafa valdið stjórnendum skólans það miklum óþægindum að þeir hafi rekið hann. Hann hefur lengi deilt á stjórnendur fyrir að fjarlægjast háleit markmið um eflingu rannsóknarstarfs en vegna þeirra fyrirheita ákvað hann að ráða sig til starfa við skólann. Hann útilokar ekki málsókn vegna brottrekstrarins og hefur þegar leitað til menntamálaráðherra. Reif kjaft EinarsegisthafakomiðtilÍslandsvegnafagurra fyrirheitaumuppbyggingurannsóknarstarfsviðHR.Þegar stjórnendurhafilítiðsemekkertfylgtþvíeftirfórhannað rífakjaftogtelursighafaveriðrekinnfyrirvikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.