Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 46
NAFN OG ALDUR? „Jón Örn Loðmfjörð, 26 ára.“ ATVINNA? „Góð hugmynd.“ HJÚSKAPARSTAÐA? „Nei.“ FJÖLDI BARNA? „Engin.“ HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR? „Já, já, ég átti kött. Móðir mín heldur því enn fram að hann hafi fengið gott heimili í einhverri sveit sem ég þekki ekki.“ HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST? „Veit það ekki. Ég rambaði inn á einhvern bar um daginn og hrópaði „Spilið eitthvað íslenskt!“ og gekk út aftur.“ HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN? „Á gamals aldri var ég handtekinn fyrir að standa á milli lögreglumanns og ungs manns sem kastaði klósettpappír inná borgarráðsfund. Ég kynntist sálfræðitaktík íslensku lögreglunnar þar sem henni tókst að fá mig til að játa aðild að þessum hryðju- verk. Ég sver þó í dag að ég er saklaus, þennan klós- ettpapír hafði ég aldrei séð áður.“ HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU? „Búrkan mín. Hún minnir mig á uppruna minn.“ HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN? „Er alltaf í megrun – misáhrifamikilli þó.“ HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL- UM? „Mér skilst á öllum að ég sé frekar óskipulagður, svo líklega ekki.“ TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF? „Mér finnst það alveg frekar spennandi konsept að minnsta kosti. En nei, samt ekki.“ NÝLEGT PRAKKARASTRIK? „Ég braust nýlega inn á Facebook-síðu blaðamanns og lét hann lofa bókina mína.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST? „Mér hefur alltaf verið líkt við Davíð Oddsson og Jesú. Ég held það sé ekki ósanngjarn samanburður.“ ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA? „Ég á það til að birtast á forsíðum dagblaða án þess að hafa komið nálægt atburðinum. Stundum held ég að ljósmyndarar og blaðamenn hafi messíasar- komplexa fyrir mína hönd.“ Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI? „Á að halda partíunum gangandi?“ HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN? „Lítill bar með einu borði og einum útikamar ein- hvers staðar í Bytom í Póllandi.“ HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ HAFA HALDIÐ UPP Á? „Íslenska þjóðsönginn þegar ég var í skátunum. Það er tímabil sem ég ræði ekki.“ HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR? „Eitthvað sem kemur mér á óvart. Aftur og aftur. Mismunandi hvað það er.“ TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA? „Að geta kannski einn daginn sagt sannleikann - stoltur.“ HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFT- UR? „Ég get ekki horft á kvikmyndir. Ég verð órólegur eða sofna.“ HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR? „Reglulega í kaffibolla af frænkum mínum. Einu sinni af Þórhalli miðli, hann sagði mér að stóra ást- in væri nær en mig grunaði. Ég gekk út skelkaður og hef ekki þorað að nálgast þann mann aftur.“ SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI? „Já, já. En ég kann ekkert.“ VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? „Alveg sama. Ég er hvorki þjóðernissinni né hald- inn einhverjum rómantískum hugmyndum um Evrópu.“ HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU? „Náttúruauðlindir, hagvöxtur og velferð.“ HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MYNDIR ÞÚ VILJA HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ? „Ég er til í að tala við alla. Ég er meira „picky“ á hverja ég fer í sleik við.“ HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF HVERJU? „Steinar Braga. Ég heillast af brosinu hans.“ HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ AÐ SOFA? „Ég hef vanið mig á að sofna útfrá því sem ég er að gera hverju sinni. Svo það getur verið hvað sem er. Verst þykir mér þó að sofna þegar ég er að reykja. Ég vakna svo skelkaður daginn eftir og svo ánægður með að vera á lífi.“ HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI? „Meiri umræða, fleiri spurningar í þessum dúr og Latibær.“ Jón Örn Loðmfjörð sendi nýverið frá sér ljóðabókina Gengismunur sem byggð er á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann kynntist sálfræðitaktík lögreglunnar þegar hann játaði saklaus aðild að klósettpappírskasti og hræðist mest að sofna reykjandi. GEKK ÚT AF MIÐILSFUNDI 46 HIN HLIÐIN 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - KOMDU Í ÁSKRIFT! 512 70 00 dv.is/askrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.