Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Síða 49
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is TÆKNI 49
APPLE
SVARAR
GAGN-
RÝNI UM
IPHONE 4
Apple-fyrirtækið heldur blaða-
mannafund í dag vegna stórfelldr-
ar gagnrýni sem upp hefur komið
vegna iPhone 4. Fyrstu vikuna eft-
ir að snjallsíminn kom á markað
var allt útlit fyrir að sölumet yrðu
slegin en um 1,7 milljón síma
seldust fyrstu þrjá dagana. Fljót-
lega fór þó að bera á kvörtunum
vegna loftnets símans og fyrirtæk-
ið gaf út yfirlýsingu fyrir hálfum
mánuði þar sem því var lýst yfir að
um hugbúnaðarvillu væri að ræða
sem fólst í því að síminn sýndi
rangar upplýsingar um styrk teng-
ingar. Vandræði fyrirtækisins hóf-
ust síðan fyrir alvöru á mánudag
eftir að Consumer Reports, ein
virtustu samtök á sviði neytenda-
mála í Bandaríkjunum, drógu í efa
þessa yfirlýsingu Apple, en sam-
tökin segja að samkvæmt sínum
prófunum sé loftnetsgallinn vél-
búnaðarlegs eðlis.
Það er heldur óvenjulegt að stofnun
sem kostuð er af almenningi hasli
sér völl í leikjaiðnaðinum en NASA
vill vekja áhuga almennings á geim-
ferðaáætlun Bandaríkjanna og auka
jafnframt aðsókn bandarískra ung-
menna í vísindatengt nám.
Bandaríska geimferðastofnunin,
NASA, hefur í samvinnu við leikja-
framleiðendurna Army Game Sudio
og Virtual Heroes sent frá sér tölvu-
leikinn Moonbase Alpha, en eins og
nafnið gefur kannski til kynna gerist
leikurinn á tunglinu. Verkefni þess
sem spilar leikinn er að bregðast við
þeim aðstæðum sem skapast þeg-
ar loftsteinar eyðileggja að stórum
hluta bækistöð NASA á tunglinu en
leikurinn á að gerast í náinni framtíð.
Fræðsla og skemmtun
Ástæða þess að NASA sækir nú inn á
leikjamarkaðinn er fyrst og fremst sú
að vekja áhuga almennings á geim-
ferðaáætlun Bandaríkjanna og er
Moonbase Alpha aðeins fyrsti leik-
urinn af fleirum sem gefinn verður
út undir merkjum NASA’s Learning
Technologies.
Skortur á fólki
David Laughlin, verkefnisstjóri
NASA’s Learning Technologies,
vonast einnig til að leikurinn leiði
til þess að fleiri ungmenni leggi
fyrir sig nám sem tengist vísind-
um, tækni, verkfræði og stærð-
fræði en hann telur að Bandarík-
in standi frammi fyrir verulegri
kreppu vegna skorts á vel mennt-
uðu fólki í þessum greinum. Stofn-
unin sjálf verði óstarfhæf þegar
á líði takist ekki að stemma stigu
við síminnkandi nemendafjölda í
þessum greinum.
Frítt á Steam
Moonbase Alpha er hægt að sækja
frítt á leikjasíðuna Steam (http://
store.steampowered.com/) en leik-
inn er aðeins hægt að spila á Wind-
ows-stýrikerfinu eins og er.
Lágmarkskröfur vél-
og hugbúnaðar
Stýrikerfi: Win XP SP3
Örgjörvi: 2.0+ GHZ Single Core
Minni: 2 GB
Skjákort: NVIDIA 7000-series eða
ATI Radeon X1900
DirectX®: DirectX 9.0c
Diskpláss: 2 GB
Hljóð: DirectX 9.0c eða sambærilegt
palli@dv.is
Tvær milljónir Suður-Kóreumanna þjást af leikja- og netfíkn:
Fíkn sem hefur leitt til dauða
Suður-Kóreu mætti kalla eitt best
tengda ríki jarðarinnar, í þeim
skilningi að 90 prósent heim-
ila landsmanna eru tengd há-
hraðanetum. Í landinu er einnig
að finna um 22 þúsund svokölluð
„PC Bang”, eða netkaffi, þar sem
ungmenni landsins safnast saman
eftir vinnu og spila sýndarleiki á
netinu. Tölvu- og netleikjaiðnaður
gegnir stóru hlutverki í lífi lands-
manna en neikvæðar afleiðingar
þessa hafa orðið þess valdandi að
stjórnvöld veita nú hundruðum
milljóna króna í ráðgjöf og fyrir-
byggjandi aðgerðir gegn leikja- og
netfíkn. Talið er að um tvær millj-
ónir Suður-Kóreumanna þurfi á
verulegri hjálp að halda vegna
leikja- og netfíknar en alvarleg
dæmi um þá firringu sem getur
verið fylgifiskur fíknarinnar hafa
leitað reglulega í heimsfréttirnar
undanfarna mánuði og ár.
Á síðasta ári kom sem dæmi
upp mál þar sem foreldrar voru
fundin sek um að hafa svelt þriggja
mánaða barn sitt til dauða en hjú-
in eyddu allt að tólf tímum á degi
hverjum á netkaffi þar sem þau
hjálpuðust að við að ala upp sýnd-
arbarn í netleiknum Prius Online.
Á meðan sýndarbarnið Anima óx
og öðlaðist töfrakrafta fyrir tilstilli
foreldranna í netheimum, tærðist
hið raunverulega barn upp heima
fyrir vegna næringarskorts sem að
lokum leiddi það til dauða.
NASA
MEÐ TÖLVULEIK
TÆKNI Á
FORNUM
SLÓÐUM
Google-fyrirtækið fjármagnar þessa
dagana nokkur rannsóknarverkefni
sem miða að því að tengja saman
bókmenntaverk, tungumál og land-
svæði. Takmarkið er að almenningur
geti í náinni framtíð notað Goog-
le Earth með þeim hætti að kalla
fram sögulegar upplýsingar og bók-
menntaverk sem tengjast þeim stað
eða landsvæði sem verið er að skoða
þá stundina. Kærkomin búbót fyrir
þá sem ferðast um áhugaverð land-
svæði mannkynssögunnar.
LÍFIÐ Á
DEGI
Breski leikstjórinn Ridley Scott, sem á
að baki kvikmyndir eins og Blade
Runner, Alien og Gladiator, er með
frekar óvenjulegt verkefni í farteskinu
þessa dagana en ásamt leikstjóran-
um Kevin Macdonald sem leikstýrði
kvikmyndinni State of Play ætlar
hann að setja saman nokkurs konar
tímahylki í formi heimildamyndar
um einn dag úr lífi fólks hvaðanæva
úr veröldinni. Myndin, sem ber heitið
Life in a Day, er samstarfsverkefni
þeirra félaga við myndskeiðssíðuna
YouTube, en ætlunin er að fá
almenning til að kvikmynda brot úr
eigin lífi þann 24. júlí næstkomandi
og hlaða því upp á YouTube. Þeir
félagar munu síðan velja úr því efni
sem inn kemur og mynda úr því eina
heild sem síðan verður frumsýnd á
Sundance-kvikmyndahátíðinni í
janúar 2011.
Prius Online Sýndarbarnið Anima vex
og dafnar eftir því sem lengra líður á
leikinn.
Moonbase Alpha Skæðadrífa loftsteina fellur á geimstöð NASA á tunglinu.