Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Qupperneq 49
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is TÆKNI 49 APPLE SVARAR GAGN- RÝNI UM IPHONE 4 Apple-fyrirtækið heldur blaða- mannafund í dag vegna stórfelldr- ar gagnrýni sem upp hefur komið vegna iPhone 4. Fyrstu vikuna eft- ir að snjallsíminn kom á markað var allt útlit fyrir að sölumet yrðu slegin en um 1,7 milljón síma seldust fyrstu þrjá dagana. Fljót- lega fór þó að bera á kvörtunum vegna loftnets símans og fyrirtæk- ið gaf út yfirlýsingu fyrir hálfum mánuði þar sem því var lýst yfir að um hugbúnaðarvillu væri að ræða sem fólst í því að síminn sýndi rangar upplýsingar um styrk teng- ingar. Vandræði fyrirtækisins hóf- ust síðan fyrir alvöru á mánudag eftir að Consumer Reports, ein virtustu samtök á sviði neytenda- mála í Bandaríkjunum, drógu í efa þessa yfirlýsingu Apple, en sam- tökin segja að samkvæmt sínum prófunum sé loftnetsgallinn vél- búnaðarlegs eðlis. Það er heldur óvenjulegt að stofnun sem kostuð er af almenningi hasli sér völl í leikjaiðnaðinum en NASA vill vekja áhuga almennings á geim- ferðaáætlun Bandaríkjanna og auka jafnframt aðsókn bandarískra ung- menna í vísindatengt nám. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur í samvinnu við leikja- framleiðendurna Army Game Sudio og Virtual Heroes sent frá sér tölvu- leikinn Moonbase Alpha, en eins og nafnið gefur kannski til kynna gerist leikurinn á tunglinu. Verkefni þess sem spilar leikinn er að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast þeg- ar loftsteinar eyðileggja að stórum hluta bækistöð NASA á tunglinu en leikurinn á að gerast í náinni framtíð. Fræðsla og skemmtun Ástæða þess að NASA sækir nú inn á leikjamarkaðinn er fyrst og fremst sú að vekja áhuga almennings á geim- ferðaáætlun Bandaríkjanna og er Moonbase Alpha aðeins fyrsti leik- urinn af fleirum sem gefinn verður út undir merkjum NASA’s Learning Technologies. Skortur á fólki David Laughlin, verkefnisstjóri NASA’s Learning Technologies, vonast einnig til að leikurinn leiði til þess að fleiri ungmenni leggi fyrir sig nám sem tengist vísind- um, tækni, verkfræði og stærð- fræði en hann telur að Bandarík- in standi frammi fyrir verulegri kreppu vegna skorts á vel mennt- uðu fólki í þessum greinum. Stofn- unin sjálf verði óstarfhæf þegar á líði takist ekki að stemma stigu við síminnkandi nemendafjölda í þessum greinum. Frítt á Steam Moonbase Alpha er hægt að sækja frítt á leikjasíðuna Steam (http:// store.steampowered.com/) en leik- inn er aðeins hægt að spila á Wind- ows-stýrikerfinu eins og er. Lágmarkskröfur vél- og hugbúnaðar Stýrikerfi: Win XP SP3 Örgjörvi: 2.0+ GHZ Single Core Minni: 2 GB Skjákort: NVIDIA 7000-series eða ATI Radeon X1900 DirectX®: DirectX 9.0c Diskpláss: 2 GB Hljóð: DirectX 9.0c eða sambærilegt palli@dv.is Tvær milljónir Suður-Kóreumanna þjást af leikja- og netfíkn: Fíkn sem hefur leitt til dauða Suður-Kóreu mætti kalla eitt best tengda ríki jarðarinnar, í þeim skilningi að 90 prósent heim- ila landsmanna eru tengd há- hraðanetum. Í landinu er einnig að finna um 22 þúsund svokölluð „PC Bang”, eða netkaffi, þar sem ungmenni landsins safnast saman eftir vinnu og spila sýndarleiki á netinu. Tölvu- og netleikjaiðnaður gegnir stóru hlutverki í lífi lands- manna en neikvæðar afleiðingar þessa hafa orðið þess valdandi að stjórnvöld veita nú hundruðum milljóna króna í ráðgjöf og fyrir- byggjandi aðgerðir gegn leikja- og netfíkn. Talið er að um tvær millj- ónir Suður-Kóreumanna þurfi á verulegri hjálp að halda vegna leikja- og netfíknar en alvarleg dæmi um þá firringu sem getur verið fylgifiskur fíknarinnar hafa leitað reglulega í heimsfréttirnar undanfarna mánuði og ár. Á síðasta ári kom sem dæmi upp mál þar sem foreldrar voru fundin sek um að hafa svelt þriggja mánaða barn sitt til dauða en hjú- in eyddu allt að tólf tímum á degi hverjum á netkaffi þar sem þau hjálpuðust að við að ala upp sýnd- arbarn í netleiknum Prius Online. Á meðan sýndarbarnið Anima óx og öðlaðist töfrakrafta fyrir tilstilli foreldranna í netheimum, tærðist hið raunverulega barn upp heima fyrir vegna næringarskorts sem að lokum leiddi það til dauða. NASA MEÐ TÖLVULEIK TÆKNI Á FORNUM SLÓÐUM Google-fyrirtækið fjármagnar þessa dagana nokkur rannsóknarverkefni sem miða að því að tengja saman bókmenntaverk, tungumál og land- svæði. Takmarkið er að almenningur geti í náinni framtíð notað Goog- le Earth með þeim hætti að kalla fram sögulegar upplýsingar og bók- menntaverk sem tengjast þeim stað eða landsvæði sem verið er að skoða þá stundina. Kærkomin búbót fyrir þá sem ferðast um áhugaverð land- svæði mannkynssögunnar. LÍFIÐ Á DEGI Breski leikstjórinn Ridley Scott, sem á að baki kvikmyndir eins og Blade Runner, Alien og Gladiator, er með frekar óvenjulegt verkefni í farteskinu þessa dagana en ásamt leikstjóran- um Kevin Macdonald sem leikstýrði kvikmyndinni State of Play ætlar hann að setja saman nokkurs konar tímahylki í formi heimildamyndar um einn dag úr lífi fólks hvaðanæva úr veröldinni. Myndin, sem ber heitið Life in a Day, er samstarfsverkefni þeirra félaga við myndskeiðssíðuna YouTube, en ætlunin er að fá almenning til að kvikmynda brot úr eigin lífi þann 24. júlí næstkomandi og hlaða því upp á YouTube. Þeir félagar munu síðan velja úr því efni sem inn kemur og mynda úr því eina heild sem síðan verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar 2011. Prius Online Sýndarbarnið Anima vex og dafnar eftir því sem lengra líður á leikinn. Moonbase Alpha Skæðadrífa loftsteina fellur á geimstöð NASA á tunglinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.