Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Qupperneq 52
52 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR „Ekki svo slæmt hjá ökumanni númer tvö,“ sagði Ástralinn Mark Webber kaldhæðinn í talstöðina þegar liðstjóri Red Bull, Christi- an Horner, óskaði honum til ham- ingju með að hafa unnið á Silver- stone. Webber vann ekki bara Silverstone-kappaksturinn um síðustu helgi, hann rústaði hon- um. Hann hóf leik annar á ráslínu á eftir liðsfélaga sínum, Sebasti- an Vettel, sem var með framvæng undir bílnum sem Webber átti að vera með. Við litla hrifningu Ástralans var ný gerð framvængs sem hann átti að vera með sett- ur undir bíl Vettels því hann hafði skemmt sinn í tímatökum. Webber var mjög ósáttur með hvernig var komið fram við hann en nú hafa málin verið leyst hjá liðinu. Forystusauðurinn hefur forgang Fyrir keppnina í Bretlandi síðasta sunnudag var Sebastian Vettel í öðru sæti í stigakeppni ökumanna og Webber í því fjórða. „Auðvit- að skil ég að lið sem er í barátt- unni um sigur á öllum vígstöðvum verði á einhverjum tímapunkti að hugsa betur um þann ökumann sem er ofar í stigakeppninni þeg- ar það er bara til nóg af hlutum til að þjóna einum bíl. Þetta var út- skýrt fyrir okkur í verksmiðjunni í vikunni þar sem við hreinsuðum loftið. Það er nú alveg klárt mál að sá ökumaður sem er með fleiri stig fær forgang komi þessi óvenjulega staða upp aftur,“ segir Webber sem var þó ekki svona rólegur um síð- ustu helgi. „Málin voru ekki útskýrð fyrir okkur fyrr en svo seint á laugar- dagskvöldinu. Þess vegna tók ég pirringinn minn með mér inn í keppnina því ég, eins og allir aðrir ökumenn á brautinni, vildi vinna kappaksturinn. Sebastian fékk framvænginn og þannig er það bara,“ segir hann. Engin fýla Ástralinn geðþekki hefur gert það öllum ljóst að þetta leiðindaatvik hefur ekki skaðað samband hans við liðstjóra Red Bull, Christian Horner, né liðsfélaga sinn, Sebasti- an Vettel. Allir eru þeir ákveðnir í að standa sig vel um aðra helgi þegar Þýskalands-kappaksturinn fer fram en Red Bull-menn þurfa nauðsynlega góð úrslit til að koma sér nær McLaren-mönnum. „Ég og Christian Horner höfum þekkt hvorn annan í mörg ár. Við erum vinir og á milli okkar ríkir gagnkvæm virðing. Það samband helst alveg sama hvað við segj- um og gerum á keppnisdegi. Við gerum mikið saman, við skoðum til dæmis mikið GP3-liðið okkar og reynum að finna þar unga og efnilega ökumenn. Red Bull hefur framleitt handa okkur frábæran bíl og gert það á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Webber. „Það eru meira en fimm hundr- uð mann sem vinna í Red Bull- verksmiðjunni í Milton Keynes og ég veit að hver einn og einasti af þeim tekur hæðir og lægðir okkar Sebastians inn á sig yfir allt tíma- bilið. Stuðningurinn sem við tveir fáum er ótrúlegur og eftir sigurinn minn síðast hélt Christian veglegt partí til að þakka öllum fyrir vinn- una þar sem tímabilið er nú hálfn- að,“ segir Webber sem mærir liðs- félaga sinn, Sebastian Vettel. „Ég veit að ég er með frábæran ökumann sem liðsfélaga og þannig vil ég hafa það. Við deilum upplýs- ingum á milli okkar og hjálpumst að til að verða betri. Ég og Vettel erum ekki óvinir, við erum bara tveir ökumenn sem ætla sér sigur og reynum að gera það sem er best fyrir okkur og liðið. Það er afskap- lega einfalt mál,“ segir Mark Webb- er. Allt varð vitlaust í herbúðum Red Bull-liðsins í Formúlu 1 um síðustu helgi vegna framvængs. Einn slíkur var tekinn undan bíl Marks Webber og settur undir bíl Sebastians Vettel við litla hrifningu þess fyrrnefnda. Webber vann keppnina á Silverstone og lét menn heyra það en nú hafa málin verið útkljáð. FRAMVÆNGS- DEILUNNI LOKIÐ TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is STIGAKEPPNI ÖKUMANNA ÖKUMAÐUR STIG 1. Lewis Hamilton, McLaren 145 2. Jenson Button, McLaren 133 3. Mark Webber, Red Bull 128 4. Sebastian Vettel, Red Bull 121 5. Fernando Alonso, Ferrari 96 6. Nico Rosberg, Mercedes 89 7. Robert Kubica, Renault 83 8. Felipe Massa, Ferrari 67 9. M. Schumacher, Mercedes 36 10. Adrian Sutil, Force India 35 STIGAKEPPNI BÍLASMIÐA LIÐ STIG 1. McLaren 278 2. Red Bull 249 3. Ferrari 163 4. Mercedes 125 5. Renault 89 6. Force India 47 7. Williams 31 8. Sauber 16 9. Toro Rosso 12 10. Hispania 0 11. Lotus 0 12. Virgin 0 STAÐAN Snilld Webber var annar á ráslínu en tók fram úr Vettel í fyrstu beygju og stakk svo af. Númer eitt Sebastian Vettel lætur fólk vita að hann var fremstur á ráspól. Sáttur og sæll Webber var heldur betur kátur með að landa sigri á Silver stone eftir allt ruglið með framvæng- inn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.