Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 SPORT 53 Bandaríkjaferðir knattspyrnustjarna Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry samdi í vikunni við bandaríska MLS-liðið New York Red Bulls. Henry er þó ekki fyrsta stjarnan sem ákveður að reyna fyrir sér í Ameríkunni eins og sést hér. WALTER ZENGA ÍTALÍU Tímabil í MLS: 2 (1997 - 1999). Leikir: 47 (0 mörk). Lið: New England Revolution. n Einn allra besti markvörður sögunnar, Ítalinn Walter Zenga, fór 39 ára gamall í tvö ár í MLS- deildina. Hann lék með New England Revolution og tók svo við liðinu sem þjálfari eftir að ferlinum lauk. Koma Zenga var mikill hvalreki fyrir deildina en hann átti magnað met frá HM á Ítalíu árið 1990 þar sem hann hélt hreinu í 518 mínútur. Met sem Svisslendingar slógu í Suður-Afríku. LOTHAR MATTHÄUS ÞÝSKALANDI Tímabil í MLS: 1 (2000). Leikir: 16 (0 mörk). Lið: New York/New Jersey MetroStars. n Það verður seint sagt að Matthäus hafi átt sín bestu ár í MLS-deildinni en koma þessa fyrrum besta leikmanns heims gerði mikið fyrir deildina. Matthäus lék aðeins 16 leiki með New York/New Jersey MetroStars sem heitir New York Red Bulls í dag, einmitt liðið sem Thierry Henry var að semja við. Leikirnir 16 sem Matthäus lék í MLS-deildinni voru hans síðustu á ferlinum enda var hann 39 ára þegar hann samdi við liðið. ROBERTO DONADONI ÍTALÍU Tímabil í MLS: 1 (1996 - 1997). Leikir: 49 (6 mörk). Lið: New York/New Jersey MetroStars. n Ítalinn Roberto Donadoni fór tiltölulega snemma til Bandaríkjanna eða aðeins 33 ára gamall. Fyrir hafði hann verið lykilmaður í einu sigursælasta liði sögunnar, AC Milan, á árunum 1986-1996. Donadoni gerði ágæta hluti í New York en fór eftir eitt tímabil aftur heim til Mílanó. Hann endaði síðan ferilinn hjá Al-Ittihad í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann var nýlega rekinn sem þjálfari Napoli. DENILSON BRASILÍU Tímabil í MLS: 1 (2007). Leikir: 11 (2 mörk). Lið: FC Dallas. n Aðeins 21 árs gamall var Denilson orðinn dýrasti leikmaður heims þegar Real Betis keypti hann á metfé. Eins og allir knattspyrnuunnendur vita varð ekkert úr þessu mikla efni sem hefur reikað um á milli liða síðustu árin. Hann lék ellefu leiki með FC Dallas í MLS-deildinni og skoraði tvö mörk. Helst verður hans þó minnst í Dallas sem Brassans sem aldrei gaf boltann. CARLOS VALDERRAMA KÓLUMBÍU Tímabil í MLS: 6 (1996 - 2002). Leikir: 175 (14 mörk). Lið: Tampa Bay Mutiny, Miami Fusion og Colorado Rapids. n Kólumbíumaðurinn hárprúði var mættur 35 ára gamall í MLS-deildina og stóð sig afar vel. Hann lék með þremur liðum í deildinni og skilaði fínu starfi hjá þeim öllum. Hann hljóp aldrei á vellinum þegar hann var kominn til Bandaríkjanna enda orðinn gamall og lúinn. Hann kunni þó fótbolta og dældi lúxussendingum á félaga sína út um allan völl. Hann á einmitt ennþá metið yfir flestar stoðsendingar í deildinni. YOURI DJORKAEFF FRAKKLANDI Tímabil í MLS: 2 (2005 - 2006). Leikir: 45 (12 mörk). Lið: New York/New Jersey MetroStars. n „Snákurinn“ eins og Djorkaeff var ávallt kallaður endaði eins og margar aðrar stjörnur feril sinn í New York en Metrostars voru ávallt duglegir við að landa stórum nöfnum eins og sést á þessum lista. Djorkaeff var ein af þeim tilraunum sem heppn- aðist. Hann lék 45 leiki fyrir félagið á tveimur árum og skoraði í þeim tólf mörk. Djorkaeff fékk MVP-verðlaunin hjá liðinu fyrir síðara árið sitt áður en meiðsli neyddu hann til að hætta. HRISTO STOICHKOV BÚLGARÍU Tímabil í MLS: 3 (2000 - 2003). Leikir: 72 (22 mörk). Lið: Chicago Fire og DC United. n Búlgarinn magnaði endaði feril sinn í Bandaríkj- unum, nánar til tekið í Chicago og Washington. Hann er auðvitað einn af þeim bestu sem spilað hefur leikinn og leiddi Búlgaríu meðal annars til fjórða sætis á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Sto- ichkov gerði fína hluti í MLS-deildinni og verður aldrei sakaður um að hafa ekki klárað verkefni sín af heilum hug. Í seinni tíð hefur Stoichkov meðal annars þjálfað búlgarska landsliðið. DAVID BECKHAM ENGLANDI Tímabil í MLS: 3 (2007 - ?). Leikir: 41 (7 mörk). Lið: Los Angeles Galaxy. n Nýjasta og án efa skærasta ofurstjarnan sem fengin var í MLS-deildina er auðvitað sjálfur David Beckham. Einn síns liðs tókst honum að rífa upp áhuga á fótbolta í Bandaríkjunum en þó kannski ekki jafnmikið og hann vildi sjálfur. Hann hefur síðustu tvö árin verið lánaður til AC Milan sem hefur fallið í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönn- um Galaxy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.