Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 2
Ráðin til Íslandsbanka n Sigríður Olgeirsdóttir, nýráðinn fram- kvæmdastjóri rekstrar- og upplýs- ingatæknisviðs Íslandsbanka, hefur nú störf hjá sama banka og þurfti að afskrifa rúman milljarð króna vegna gjaldþrots fyrirtækis sem hún stjórnaði fyrir bankahrun. Um er að ræða Humac ehf., umboðsfyrir- tæki Apple á Norðurlöndum, sem Baugur átti stóran hlut í og hið sama átti við um sjálfan bankann sem lánaði fyrirtækinu. Sigríður tók við starfi forstjóra hjá Hum- ac í september 2007 er þáverandi forstjóri, Bjarni Ákason, hætti störfum og seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Humac seldi Apple-vörur á Norðurlöndunum og rak þá 19 verslanir í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Starfsmenn fyrirtækisins voru þegar best lét um 200 talsins. Skömmu eftir bankahrunið, rúmu ári eftir að Sigríður settist í forstjórastólinn, blasti við gjaldþrot með skuldum upp á rúman milljarð króna. MyRtuR á heiMili sÍnu n Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði á sunnudaginn. Morðingjans er enn leitað. Lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu stað- festi strax að um manndráp væri að ræða en vildi að öðru leyti ekki ræða málið frekar. Nokkrir voru handteknir á fyrstu dögum rann- sóknarinnar, en enginn hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðahald. Tæknideild lögreglunnar rannsakaði vett- vang glæpsins á sunnudag, en nágrannar Hannesar urðu ekki varir við neinar manna- ferðir eða læti við heimili hins látna. „Við höfum ekki nokkra hugmynd um hvað gerð- ist. Við urðum ekki vör við neitt og höfum ekki orðið vör við óeðlilegar mannaferðir. Þetta er auðvitað mikill harm- leikur og okkur nágrönnunum er mjög brugðið,“ var haft eftir einum ná- granna Hannesar Þórs. GuðRún ebba á fund kiRkjuRáðs n „Þetta var mikill léttir, ég finn að þessu fylgir mikið frelsi,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem var skyndi- lega boðuð á fund kirkjuráðs á þriðjudag, klukkan þrjú. Hún fór á fundinn ásamt þeim Sólveigu Önnu Bóasdóttur og Sigfinni Þor- leifssyni sem voru henni til halds og trausts. „Kirkjuráð hlýddi á frásögn mína þar sem ég lýsti reynslu minni af föður mínum. Ég ítrekaði mikilvægi þess að allir starfsmenn kirkjunnar sem starfa með börnum og ungl- ingum fái fræðslu um kynferðisofbeldi. Ég ítrekaði líka mikilvægi þess að kirkjan taki skýra afstöðu með þolendum kynferðis- ofbeldis. Þetta var eitthvað sem ég var ákveðin í að gera. Það skipti mig afar miklu að geta fylgt þessu eftir á vettvangi kirkjunnar. Mér fannst það mjög mikilvægt að kirkjuráð fengi að heyra mína sögu. Eins og komið hefur fram þá vildi ég líka að komið yrði í veg fyrir að þetta gæti gerst aftur, að kynferð- isbrotamenn gætu komist til æðstu metorða.“ Faðir Guðrúnar Ebbu var Ól- afur Skúlason sem var sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi á meðan hann var biskup. 2 3 1 Sjálfstæðismenn í borginni lögðu til að borgin myndi láta útbúa vefsjá fyrir Reykjavíkurborg með gagnvirku hjólakorti af borginni. Samkvæmt hugmyndinni mætti einnig bæta þar inn öruggum gönguleiðum fyrir skólabörn í borginni. Ævar Arnfjörð Bjarmason, þáttakandi í OpenStreet- Map verkefninu, segir vefsjána vera í raun og veru til nú þegar. „Eina vinnan sem þyrfti að leggast í yrði að flytja kortagögn Reykjavíkur inn í OpenStreetMap-grunninn. Það yrði einhver vinna sem líkast til yrði unnin í sjálfboðavinnu,“ segir Ævar í samtali við DV. Hann segir það eina sem vanti séu upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Aðspurður hvaða upplýsingar vanti segir hann þær vera gögn sem til eru í landsupplýs- ingakerfi Reykjavíkurborgar (LUKR) og sjást í Borgarvefsjá, til dæm- is vektorgögn af vegum og stígum í Reykjavík auk gagna um viðkomandi vegi, til að mynda hvort þeir séu mal- bikaðir, hver hámarkshraðinn sé og svo framvegis. Sjálfboðaliðar færa upplýsingar inn í OpenStreetMap-grunninn og svipar gagnagrunninum því til opnu alfræðibókarinnar Wikipediu, sem flestir þekkja, að mörgu leyti. Gagna- grunnurinn er í sjálfu sér ekki vefsjá en getur þó alveg nýst þannig. Ævar og Björvin Ragnarsson, sem einnig er sjálfboðaliði Open- StreetMap, eru um þessar mund- ir að vinna að vefsíðunni hjolavef- sja.is, sem unnin er eftir gögnum úr OpenStreetMap gagnagrunninum, og hyggjast þeir færa borginni vef- inn að gjöf á næsta fundi Umhverf- is- og skipulagsráðs. „Það verður svo í þess valdi hvort það kýs að styðja við framtakið með því að leggja fram kortagögn undir frjálsu leyfi sem við og aðrir getum notað í þetta og önn- ur framsækin verkefni,“ segir Ævar. 4 fréttir 16. ágúst 2010 mánudagur Gylfi skýrir mál sitt Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, fer yfir viðbrögð og meðferð á lögfræðiálitum um gengistryggingu íslenskra lána á þingflokksfundi beggja stjórnar- flokkanna í dag. Lögfræðingur í efnhags- og viðskiptaráðuneyt- inu komst að þeirri niðurstöðu að gengistrygging íslenskra lána væru ólögleg í fyrra. Sömuleiðis töldu lög- menn Lex lánin ólögleg í áliti sem var unnið fyrir Seðlabankann í fyrra. Gylfi svaraði fyrirspurn Ragnheið- ar Ríkharðsdóttur á Alþingi í fyrra um þessi lán en svör Gylfa eru talin ótrúverð í ljósi þessar upplýsinga. Gylfi telur sig ekki hafa logið að Al- þingi en segir svör sín þó hafa mátt vera skýrari. Þingmenn Hreyfing- arinnar hafa krafist afsagnar Gylfa sem sjálfur hefur neitað því að hann muni segja af sér. Hætta á eðjuflóði Aukin hætta er á eðjuflóðum vatns og ösku í ánum sem renna frá Eyja- fjallajökli vegna mikillar úrkomu í dag. Veðurstofa Íslands segir úr- komubelti fara yfir jökulinn í dag þar sem aska er mikil. Umferð um jökul- inn og hlíðar hans er bönnuð og er sérstaklega varað við umferð um gil- in. Vegfarendur á Suðurlandsvegi á þjóðvegi eitt eru beðnir að sýna að- gát sem og vegfarendur í Þórsmörk. Formaður synti Drangeyjarsund Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, synti Drang- eyjarsund um helgina. Með Sig- urjóni synti Sarah Jane Caird sem áður hefur synt Grettissund. Feyk- ir greinir frá þessu. Sigurjón synti sundið á tveimur klukkustundum og fimm mínútum. Sigurjón er vanur sjósundmaður og var meðal efstu manna í sjósundkeppni á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið var á Akureyri. Sigríður Olgeirsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, stýrði fyrir-tækinu Humac ehf., umboðsfyrirtæki Apple á Norðurlöndunum, í gjaldþrot árið 2008. Baugur átti þá stóran hlut í fyrirtækinu og líka í bankanum sem lánaði. Hún hefur nú verið ráðin til bankans sem þurfti að afskrifa yfir milljarð í skuldir. Sigríður Olgeirsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- og upp- lýsingatæknisviðs Íslandsbanka, hef- ur nú störf hjá sama banka og þurfti að afskrifa rúman milljarð króna vegna gjaldþrots fyrirtækis sem hún stjórnaði fyrir bankahrun. Um er að ræða Humac ehf., umboðsfyrirtæki Apple á Norðurlöndum, sem Baugur átti stóran hlut í og hið sama átti við um sjálfan bankann sem lánaði fyr- irtækinu. Sigríður tók við starfi forstjóra hjá Humac í september 2007 er þáver- andi forstjóri, Bjarni Ákason, hætti störfum og seldi hlut sinn í fyrir- tækinu. Humac seldi Apple-vörur á Norðurlöndunum og rak þá 19 versl- anir á Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Starfsmenn fyrir- tækisins voru þegar best lét um 200 talsins. Skömmu eftir bankahrun- ið rúmu ári eftir að Sigríður settist í forstjórastólinn blasti við gjaldþrot með skuldum upp á rúman milljarð króna. Skuldirnar eftir Stærsti kröfuhafi fyrirtækisins á þessum tíma var Glitnir en Baugur átti þá stóran hlut í bankanum sem lánaði Humac fjármuni til rekstrar- ins. Baugur átti á sama tíma stóran hlut, 29 prósent, í fyrirtækinu sjálfu í gegnum Stoðir Invest, sem var að mestu í eigu Gaums sem aftur var að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Jón Ásgeir sat því eftir með gjaldþrot Humac í annarri hönd og milljarðs kröfur Glitnis í hinni höndinni. Eins og frægt er orðið þarf Jón Ásgeir nú að verjast fyrir erlendum dómstól- um eftir að slitastjórn Glitnis stefndi honum og fjölda annarra fyrrverandi eigenda og stjórnenda bankans. Það beið stjórnenda nýja Glitn- is, sem nú heitir Íslandsbanki, að af- skrifa hinar miklu skuldir félagsins eftir að skiptastjóri þrotabús Humac seldi verslanirnar 19 út úr búinu, til áðurnefnds Bjarna Ákasonar, fyrr- verandi forstjóra og eigenda fyrir- tækisins. Skuldir Humac fylgdu ekki með í kaupunum og því lágu þær eft- ir í þrotabúinu sem var í kjöltu bank- ans. Farsæll ferill Sigríður hefur átt langan feril innan hugbúnaðargeirans síðustu tvo ára- tugi þar sem hún starfaði meðal ann- ars sem forstöðumaður hugbúnaðar- sviðs Tæknivals, framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss, framkvæmda- stjóri Ax Business Intelligence í Dan- mörku og sem sérfræðingur á yfir- skrifstofu Símans. Sigríður lauk námi sem kerfisfræðingur frá Óðinsvéum í Danmörku og Endurmenntunar- deild Háskóla Íslands. Síðar lauk hún MBA-gráðu í alþjóðastjórnun frá Há- skólanum í Reykjavík. Sjálf leggur Sigríður áherslu á að Humac hafi verið skuldsett þeg- ar hún kom þangað inn til að reyna að bjarga félaginu. Hún segir gjald- þrotið hafa verið vonbrigði. „Ég var hjá þessu félagi og var fyrst og fremst ráðin út af reynslu minni í að snúa rekstri til hins betra. Mér hafði tekist að gera það annars staðar en þarna kannski taldi ég mig vera í betri stöðu hvað varðar eigendur fyrirtæksins, sem bakhjarla. Í ofanálag fór gengið að falla og svo kom hrunið. Þannig að þetta félag var ekki ólíkt öðrum fyrirtækjum sem einfaldlega þoldu ekki hrunið,“ segir Sigríður. „Sjálf skuldsetti ég ekki félag- ið, það var skuldsett þegar ég kom. Bankinn hefur ekki þurft að afskrifa neitt vegna mín persónulega. Sem slíkt var verkefnið spennandi en það ræður enginn við neitt eins og hrunið sem varð. Að sjálfsögðu voru það vonbrigði að félagið hafi endað í gjaldþroti. Ég á langan og góðan starfsferil að baki, með mikla reynslu í rekstri, en fyrir mig persónulega er aldrei gaman að hafa gjaldþrot á feril skránni. “ Hún nýtur að sjálfsögðu fyllsta trausts innan bankans. trauSti haFSteinSSOn blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Langur ferill Sigríðurhefursjálflengi starfaðinnanhugbúnaðargeiransen starfaðifráseptember2007tilbanka- hrunssemforstjóriHumac. nýráðin Umnæstumánaðarmóthefur SigríðurstörfhjáÍslandsbanka,sama bankanumogþurftiaðafskrifayfir milljarðískuldirvegnalánatilfyrirtækis semhúnstjórnaðiáður. Ráðin til banka eFtiR aFskRiFtiR hólavefsjá Skjámyndafhjólavefsjáaf Reykjavíksemþegareraðgengilegá netinu Sjálfstæðismenn í borginni vilja hjólavefsjá: Hjólavefsjánúþegartil MYRTUR HEIMA HJÁ SÉR HARMLEIKUR Í HAFNARFIRÐI: MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 16. – 17. ÁGÚST 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 93. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n RÍKIÐ TAPAR MILLJÖRÐUM n „HÉLT ÉG VÆRI ORÐIN GEÐVEIK.“ n BJÓ Í STÓRU EINBÝLISHÚSI n LÝST SEM LJÚFLINGI n NÁGRANNAR URÐU EINSKIS VARIR LÖGLEG LYF SEM TAKA STJÓRNINA ÓDÝRAST HJÁ GRIFFLI FRÉTTIR n NAUÐGANAFARALDUR: ORGANISTI LÝSIR MISGJÖRÐUM BISKUPSINS FJÓRUM NAUÐGAÐ Á SAMA STAÐNUM FRÉTTIR n NÚVERANDI BISKUPI YFIRSÁST BRÉFIÐ BENZÓ-LYF FÆRA FÓLK ÚR KVÍÐA Í FÍKN: ÞETTA ER MAÐURINN SEM VILL SJÓVÁ NEYTENDUR KETTLINGUR UNDIR HÚDDI n LÝST EFTIR EIGANDA 12 leiðir TIL AÐ MÆTA ÓÞEKKT miðvikudagur 18. ágúst 2010 fréttir 13 ÁTTA INNB OT Á DAG 6. janúar Ófagrir tÓnar Snemma á árinu 2009 var kvartað til lögreglu vegna hávaða í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Er lögregla kom á staðinn komst hún að því að hávaðinn kom frá heimili miðaldra karlmanns sem var að spila ölvaður á píanóið sitt. Maðurinn var það ölvaður, og hljóðfæraleikurinn í samræmi við það, að lögregla sá þann kost vænstan að biðja hann að hætta spilamennskunni. 14. janúar JÓlatré á bíl nágrannans Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nágrannadeilu í höfuðborginni er tilkynnt var að karlmaður hafði hent jólatré sínu niður af svölum og ofan á bíl nágranna síns. Viðkomandi höfðu átt í deilum um nokkurt skeið og grunsemdir lögreglumanna sneru að því að atvikið væri liður í þeirri deilu. 27. janúar brutust inn í hesthús Tvær konur voru handteknar af lög- reglunni fyrir að brjótast inn í fjölda hesthúsa á höfuðborgarsvæðinu. Við húsleitir hjá þeim fundust yfir þrjátíu stolnir hnakkar ásamt öðrum hlutum úr hesthúsunum. 21. september festust í lyftu Sjö ungir karlmenn festust í lyftu í fjölbýlishúsi í miðborginni og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að koma þeim til aðstoðar. Mennirnir voru allir ölvaðir og kom síðar í ljós að burðarþol lyftunnar miðaðist við sex menn. 12. október ungur á rúntinum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkuð ungan ökumann í bíltúr í Kópavogi í október. Sá reyndist aðeins fjórtán ára gamall og hafði hann tekið bíl foreldranna í leyfisleysi. 9. desember Keyrði á strætÓ Í desember var fólksbíl ekið inn í strætisvagn á Suðurlandsbraut. Ökumaður og farþegar bílsins slösuð- ust lítillega auk þess sem bíllinn skemmdist mikið við áreksturinn. 21. desember bJörguðu álft Lögreglan var fengin til að leysa óvenjulegt vandamál í Kópavogs- lauginni þar sem álft hafði fengið sér sundsprett. Starfsmenn sáu enga aðra leið færa en að kalla til lögreglu til að fjarlægja fuglinn úr lauginni. ÓlíK útKöll „Þetta var mikill léttir, ég finn að þessu fylgir mikið frelsi,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem var skyndilega boð- uð á fund kirkjuráðs í gær, þriðjudag, klukkan þrjú. Hún fór á fundinn ásamt þeim Sólveigu Önnu Bóasdóttur og Sigfinni Þorleifssyni sem voru henni til halds og trausts. „Kirkjuráð hlýddi á frásögn mína þar sem ég lýsti reynslu minni af föður mínum. Ég ítrekaði mikilvægi þess að allir starfsmenn kirkjunnar sem starfa með börnum og unglingum fái fræðslu um kynferðis- ofbeldi. Ég ítrekaði líka mikilvægi þess að kirkjan taki skýra afstöðu með þol- endum kynferðisofbeldis. Þetta var eitthvað sem ég var ákveðin í að gera. Það skipti mig afar miklu að geta fylgt þessu eftir á vettvangi kirkjunnar. Mér fannst það mjög mikilvægt að kirkju- ráð fengi að heyra mína sögu. Eins og komið hefur fram þá vildi ég líka að komið yrði í veg fyrir að þetta gæti gerst aftur, að kynferðisbrotamenn gætu komist til æðstu metorða.“ Fað- ir Guðrúnar Ebbu var Ólafur Skúla- son sem sætti ásökunum um að hafa beitt kynferðisofbeldi á meðan hann var biskup. kirkjan tekur afstöðu gegn kynferðisofbeldi Fundurinn hófst á því að biskup kynnti fyrir Guðrúnu Ebbu hvað kirkjan hefði gert til að berjast gegn kynferðisofbeldi á síðustu árum. Eftir fundi Guðrúnar Ebbu og Sigrúnar Pálínu Ingvarsdótt- ur með biskupi fyrir rúmu ári baðst hann afsökunar á kynferðisofbeldi innan kirkjunnar. Þá voru reglur hertar og nýjar siðareglur starfsmanna sam- þykktar á kirkjuþingi. Áður en barna- starfið hefst í haust á að fá undirskrif- að samþykki frá öllum starfsmönnum fyrir skimun. „Það er algjörlega skýrt og kirkjan hefur ítrekað reynt að sýna það að hún hefur tekið skýra afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Kirkjan styður þolendur kynferðisofbeldis og þá sem vinna gegn því. Hún styður alla sem vinna að því að auka vitundarvakningu samfélagsins fyrir kynferðisofbeldi. Það er alveg skýrt að allir starfsmenn kirkjunnar hafa tilkynningaskyldu til barnaverndar. Kirkjuráð og biskup vilja að kirkjan sé öruggur staður og það sé skýrt að tekið verði á svona mál- um á öllum stöðum innan kirkjunnar. Við reynum að gera allt til að uppræta ofbeldi. Við erum ekki páfinn en kyn- ferðisofbeldi er synd.“ sárt að hlusta á þjáningar annarra Aðspurður segir Kristján að fund- urinn í dag hafi verið langur og strangur en góður. „Það var mjög gott að fá Guð- rúnu Ebbu á okkar fund. Hennar erindi var skýrt, hún vildi segja sína sögu. Það var gott að hún gat gert það fyrst hún vildi það. Hún var búin að láta vita af því áður um hvað hún vildi tala. Í kirkjuráði sitja tveir prestar, biskup og tveir leikmenn og skrifstofustjóri Biskupsstofu, sem er líka prestur. Við höfum heyrt fólk lýsa þjáningum sínum áður. Sá sársauki sem ég finn til þegar ég hlusta á hana lýsa reynslu sinni er ekkert sem skiptir máli. Hann er heldur ekk- ert í samanburði við þjáningu þeirra kvenna og barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sérstaklega ef um börn er að ræða sem alast jafnvel upp við ofbeldi og eiga alltaf von á því. Það er slæm staða þegar sálarlíf barns og ungl- ings er skaðað vegna kynferðisofbeld- is eða annars konar ofbeldis. Guðrún Ebba sagði töluvert frá starfi sínu með Blátt áfram og Stígamótum og ég var ánægður að heyra af því. Hún er þol- endum kynferðisofbeldis til uppörv- unar og hvatningar.“ biskup ætlar að geyma þetta í hjarta sínu Eftir að Guðrún Ebba lauk máli sínu spurði hún hvort einhver vildi spyrja einhvers. Þá tók Karl Sigurbjörnsson biskup til máls og sagðist myndu geyma þessa reynslu í hjarta sínu og þakkaði henni fyrir. Þar með var fund- inum lokið. Sól- veig Anna segir að það hafi kom- ið sér á óvart hvað Guðrún Ebba fékk lítil viðbrögð við máli sínu. „Henni var sýnd virðing, það horfðu allir á hana af athygli allan tímann á meðan hún var að tala. Hún bauð upp á spurning- ar en enginn vildi spyrja neins. Biskup sagði að hann myndi íhuga orð henn- ar. Ég veit það ekki, ég átti von á því að hún fengi einhverja stund á eftir þar sem fólk gæti talað saman. Þegar hún var búin að tjá sig var þetta bara búið. En ég er rosalega ánægð fyrir hennar hönd að þetta sé búið. Hún gerði þetta af mikilli reisn. Það er búið að vera aðdáunarvert að fylgjast með henni. Guðrún Ebba er yndisleg kona sem reynir að snúa erfiðri lífsreynslu upp í eitthvað jákvætt. Hún er sterk fyrir- mynd. Hún hefur sýnt mikinn styrk sem mun hafa áhrif langt fram í tím- ann. Það þarf kjark til þess að gera þetta og enn meiri kjark verandi sú sem hún er.“ málinu lokið Áður en Guðrún Ebba kvaddi, um hálftíma eftir að fundurinn hófst, faðmaði Halldór Gunnarsson sókn- arprestur í Holti hana að sér. Sig- rún Pálína hefur lýst yfir sérstöku þakklæti í hans garð fyrir stuðning- inn sem hann sýndi henni. „Það var kannski ekki alveg mér að þakka. Móðir mín sagði mér frá ákveðnum atburðum sem vörðuðu Ólaf sem ég trúði ekki á sínum tíma. Það var mjög erfitt og hún misvirti það við mig að ég skyldi ekki trúa henni. Þannig að þegar þessi mál komu upp síðar varð það kannski til þess að ég brást öðru- vísi við en aðrir. En Guðrún Ebba hafði fullkomin stuðning allra í kirkjuráði og það ríkti mikil einlægni á fundinum. Og ég verð að segja að frá því að þessi mál komu upp hefur margt gerst. Það má ekki gleyma því að Ólafur Skúlason varð að segja af sér. Það var margt gert í framhaldinu, eins og að stofna fag- ráðið. Ég tel að kirkjan sé að bregðast einarðlega og ákveðið við því að berj- ast gegn kynferðisofbeldi. En núna tel ég að þessu máli sé lokið. Kirkjan hef- ur tekið á móti þessu fólki og komið til móts við það með þeim hætti að ég sé ekki hvernig væri hægt að gera betur.“ Kristján tekur undir það að málinu sé nú lokið. Áður en Guðrún Ebba kvaddi hóp- inn tóku prestarnir í hönd hennar og þökkuðu henni fyrir. „Ég hældi henni fyrir það að hafa stigið þetta skref. Hún Guðrún Ebba er mikill skörungur,“ segir Kristján. Guðrún ebba ólafsdóttir fékk áheyrn hjá kirkjuráði í gær. Þar sagði hún sögu sína sem karl sigurbjörnsson biskup sagðist ætla að geyma í hjarta sínu. Í kjölfarið upp-lifði hún mikinn létti og frelsi. Kirkjuráð telur að þar með sé málinu lokið. LýsTI ReyNsLu sINNI Af föðuR síNum Fimm kynferðisbrotamál hafa borist fagráði kirkjunnar frá stofnun ráðsins árið 1999. mál Gunnars björnssonar Nú hefur fagráðið upplýst um öll mál sem því hafa borist. Tvö mál sem vörðuðu unglinga voru tilkynnt strax til viðkomandi barnaverndaryfirvalda. Ákært var í öðru málinu en viðkomandi sýknaður af ákæru fyrir dómi. Það var mál Gunnars Björnssonar, þáverandi sóknarprests á Selfossi. Eftir sýknudóminn var málið tekið upp innan kirkjunnar og því vísað til úrskurðarnefndar. Gunnar var síðan færður úr starfi sóknarprests í framhaldi af því. „Biskup greip inn í þrátt fyrir sýknudóm og gerði ríkari kröfu en dómsvöld,“ segir Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjum. óvelkomin snerting prests Í hinu tilvikinu sem vísað var til barnaverndaryfirvalda og varðar samskipti leiðtoga og unglinga í æskulýðsstarfi var viðkomandi vikið úr starfi á grundvelli siðareglna kirkjunnar og reglna æskulýðsstarfsins um samskipti leiðtoga við börn og unglinga. Kristján segir að ekki hafi verið gefin út ákæra í þessu máli þar sem yfirvöld töldu ekki ástæðu til þess, hvorki var um kynferðislega áreitni eða ofbeldi að ræða. Þrjú mál hafa borist frá fullorðnum einstaklingum. Þeim hefur verið veitt ráðgjöf og stuðningur. „Þær kusu að kæra ekki málin en samskiptin voru óviðeigandi,“ segir Kristján. „Þær kusu að fara hvorki með mál sín fyrir dómstóla né senda þau til úrskurð-arnefndar kirkjunnar. Þetta eru um tuttugu ára gömul mál. En þriðja málið er varðar fullorðinn einstakling var þegar prestur gerði sig sekan um óvelkomna snertingu. Kynferðisbrot innan KirKJunnar inGibjörG döGG kjartansdóttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is kvenskörungur Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sýnt mikið hug- rekki og mikinn styrk í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Þakkaði Guðrúnu ebbu fyrir Karl Sigur- björnsson biskup kynnti aðgerðir kirkjunnar fyrir Guðrúnu Ebbu í gær áður en hann hlýddi á sögu hennar á fundi kirkjuráðs. Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Þingmaðurinn Árni Johnsen hafði ekki tilskilin leyfi hjá Vestmannaeyjabæ fyrir efnistöku á sex stórum móbergs- hellum við Klaufina í Eyjum. Hellurnar voru teknar með traktor og fundust fyrir framan heimili Árna. Forsvarsmaður Náttúru- stofu Suðurlands segir þetta náttúruspjöll. Framkvæmdasvið bæjarins er með málið í vinnslu. hitt málið 2 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur TÓK HELLUR Í LEYFISLEYSI Sex stórar móbergshellur voru teknar í leyfisleysi af barðinu ofan við Klauf- ina í Vestmannaeyjum á dögunum. Hellurnar standa nú á vörubrettum við heimili þingmannsins Árna John- sen. Framkvæmdaleyfi þarf frá bæn- um fyrir svona efnistöku, nokkuð sem yfirmaður umhverfis- og fram- kvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fullyrðir við DV að Árni hafi ekki afl- að sér. Teknar með traktor Það voru Eyjafréttir sem upphaflega vöktu athygli á málinu í blaði sínu í gær en í samtali við DV segir Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Suðurlands, að ef allir ætli að fara að haga sér svona verði lítið eftir af Heimaey. Traktor með göffl- um hafi verið ekið utan vegar til að nálgast hellurnar í fjörunni og þær settar á vörubretti og síðan ekið af vettvangi að heimili Árna. Hann seg- ir að þrátt fyrir að ekki sé um neinar merkar náttúruminjar að ræða sé um að ræða spjöll í leyfisleysi sem hafi af- leiðingar í för með sér. Árni fékk ekki leyfi Ingvar segir að á svæðinu sé laus gjóska. Efsta lagið er móberg. Þegar rofnar undan móberginu brotnar það í hellur sem koma í veg fyrir að meira fjúki undan. „Mér sýnist sem lausu hellurn- ar hafi verið teknar í þessu tilfelli en ekki meira brotið niður af hellunni. En það verður til þess að það grefst ennþá meira undan og brotnar meira af þessu. Auk þess sem þarna var um utanvegaakstur að ræða,“ segir Ingvar sem kveðst hafa kannað mál- ið hjá bænum og fengið þau svör að þar kannaðist enginn við að leyfi hefði verið veitt fyrir efnistökunni. Það staðfestir Ólafur Snorrason, yfir- maður umhverfis- og framkvæmda- sviðs Vestmannaeyjabæjar, í samtali við DV. „Ég kannast ekki við það að þessi aðili hafi haft leyfi og þetta mál er í vinnslu hjá okkur hérna á fram- kvæmdasviði.“ Ólafur segir ýmis lög og reglur gilda um mál sem þessi og eftir þeim verði unnið, aðspurður hvort einhver viðurlög séu við broti gegn reglunum. Aðspurður hvort bærinn hefði haft samband við Árna vegna málsins segir Ólafur svo ekki vera. Málið færi sína leið í kerfinu þar til Árni fengi sent erindi frá bæjarfé- laginu þar sem hann fengi tækifæri til að svara fyrir sig. Árni helluleggur Árni Johnsen hefur staðið í fram- kvæmdum við heimili sitt að Höfða- bóli þar sem menn höfðu upp á vöru- brettunum með móbergshellunum. Þingmaðurinn hefur verið að grafa niður gám við Höfðaból sem hann ætlar víst að nota sem geymslu og hafði hugsað sér að raða móbergs- hellunum við þann gám. „Það er bara svona mulningur við veginn,“ seg- ir Árni um móbergshellurnar sem hann viðurkennir að hafa tekið. „Ég tók nokkrar hellur já. Menn hafa tek- ið þarna smá hellur. Þetta eru bara brot sem liggja þarna í reiðileysi. Þetta er ekki í tengslum við þetta,“ segir Árni. Hann segist að öðru leyti hafa lítið um þetta mál að segja. Að- spurður hvort honum hafi þótt í lagi að taka þessar hellur segir Árni: „Ég tók þarna nokkur hellur já, í góðri trú um að það væri ekkert athugavert við það.“ Ef Árni verður beðinn um að skila hellunum segir hann það hið minnsta mál. „Já ekkert vandamál. Ef það kemur eitthvað vandamál upp þá bara leysum við það.“ Ég kannast ekki við það að þessi aðili hafi haft leyfi og þetta mál er í vinnslu hjá okkur Þingmaðurinn Árni Johnsen Tók sex stórar móbergshellur og flutti að heimili sínu án þess að hafa framkvæmdaleyfi frá Vestmannaeyjabæ. Mynd: Rakel Ósk siguRðaRdÓTTiR siguRðuR Mikael JÓnsson ogbiRgiR olgeiRsson blaðamenn skrifa: mikael@dv.is og birgir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.