Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 48
48 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 20. ágúst 2010 föstudagur fleiri hjarta- áföll í kulda Tengsl eru á milli kónandi veðurs og hækkunar á tíðni hjartaáfalla, samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Rannsóknin var byggð á veðurfræði- legum upplýsingum og meira en 84 þúsund komum á sjúkrahús vegna hjartaáfalla í Englandi og Wales á árunum 2003 til 2006. Þar kemur í ljós að ef kólnar í veðri um eina gráðu fjölgar komum hjartasjúklinga á sjúkrahús um 2 prósent. „Sú tala hljómar sakleysislega,“ segir vísinda- maðurinn Krishnan Bhaskaran sem stóð að rannsókninni. „En veðrið snertir okkur öll og hjartaáföll eru algeng svo þessi 2 prósent eru 200 hjartaáföll á hverja gráðu í Bret- landi.“ Niðurstöðurnar voru birtar í netriti British Medical Journal en tekið var tillit til breytna sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna – meng- unar, sjúkrasögu og veðurfars. „Við getum ekki stjórnað veðrinu en við getum gripið til aðgerða til að verja okkur, til dæmis að klæða okkur vel þegar kalt er í veðri.“ stress hefur áhrif á frjósemi Andlegt álag hefur áhrif á frjó- semi kvenna. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við Oxford-háskóla. Niðurstöðurnar sýndu fram á að konur með mik- ið magn af efninu alpha-amyl- ase í blóðinu voru ólíklegri til að verða barnshafandi en þær sem voru með lítið magn af því í blóðinu. Alpha-amylase finnst í munnvatni og hefur verið not- að um árabil til að skoða áhrif líkamlegs og andlegs álags á líkamann. Fylgst var með 274 breskum konum á aldrinum 18 til 40 ára sem voru að reyna að verða barnshafandi en áttu ekki við ófrjósemisvandamál að stríða. „Niðurstöðurnar ýta undir þær hugmyndir að konur finni fyrir auknu andlegu álagi eftir nokkrar misheppnaðar tilraun- ir til að verða barnshafandi og það minnki líkurnar á getnaði og verði að nokkurs konar víta- hring,“ segir dr. Buck Louis, sem stóð að rannsókninni. feitir framleiða minna sæði Of feitir ungir menn hafa minna sæðismagn en jafnaldrar þeirra sem eru í kjörþyngd. Þetta kem- ur fram í nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Fertility and Sterility en rannsóknin er viðbót við fjölda annarra rannsókna sem sýna fram á tengsl offitu og sæðismagns. Sæðismagn feitra er ekki aðeins minna heldur er hreyfanleiki sæðisins minni auk þess sem sæði of feitra manna syndir síður beint áfram heldur frekar án stefnu. Aldur er einnig mikilvæg breyta þegar kemur að sæðismagni en eldri menn mæl- ast með minna magn sæðis en þeir sem yngri eru og þeir mæl- ast einnig feitari. Vísindamenn segja niðurstöðurnar ekki gefa til kynna hvort offita hafi það mikil áhrif að frjósemi manna skaðist. Gott samband við pabba getur skipt sköpum: góðir pabbar, minna stress Í nýrri rannsókn, sem greint var frá á ráðstefnu American Psycho- logical Association, kemur í ljós að karlmenn sem hafa átt jákvæð og uppbyggileg samskipti við föð- ur sinn eru betur búnir til að tak- ast á við daglegt stress en þeir sem minnast ekki föður síns á jákvæð- an máta. „Það mikilvægasta sem við lærum af þessari rannsókn er að láta feður vita hversu þýðing- armiklir þeir eru í uppvextinum,“ segir Melanie Mallers frá ríkishá- skóla Kaliforníu. Vísindamenn tóku viðtöl við 912 konur og menn sem voru spurð út í samband sitt við foreldra sína í æsku. Karlmenn sem sögðust hafa átt slæmt sam- band við feður sína mældust mun líklegri til að eiga í vandræðum með daglegt líf en það sama átti ekki við um konurnar. Flestir aðspurðir sögðust hafa átt í betra sambandi við móð- ur sína en föður í æsku auk þess sem þeir þátttakendur sem sögð- ust hafa átt góð samskipti við báða foreldra mældust með minna and- legt álag en hinir sem greindu frá slæmu eða litlu sambandi. Mallers segir aðra karlmenn í lífi drengja geta haft mikil áhrif. „Jákvæð fyr- irmynd af sama kyni skiptir afar miklu máli,“ segir hún og bætir við að vonandi fái niðurstöðurnar hljómgrunn meðal feðra. Feðgar Góðir feður eru mikilvæg vörn gegn stressi. Kynntust í ræktinni Kærustuparið heiðrún sigurðardóttir og ólafur Örn ólafsson starfa bæði sem einkaþjálfarar hjá sömu líkamsræktarstöðinni. Parið á í engum vandræðum með að vinna saman enda æfa þau líka saman. Heiðrún mætir auk þess reglulega í tabata- tíma kærastans en tabata er nýjasta æðið í líkamsræktinni. „Líkamsræktin leiddi okkur sam- an,“ segir fit ness-drottningin og einkaþjálfarinn Heiðrún Sigurðar- dóttir um sig og kærastann, einka- þjálfarann Ólaf Örn Ólafsson, en parið starfar saman í Sporthús- inu. Heiðrún segir lítið mál að starfa með sínum heittelskaða þótt þau séu bæði að þjálfa á sama stað og tíma. Hún viðurkennir að líf þeirra snúist mikið um líkams- rækt. „Þetta er bara eins og þetta á að vera. Við lifum og hrærumst í þessu allan daginn, vinnum sam- an, þjálfum saman og svo er ég dugleg að mæta í tímana hans. Óli er að kenna tabata sem er það nýj- asta í ræktinni og hefur algjörlega slegið í gegn. Tabata er er ótrú- lega skemmtileg brennsla sem er byggð upp á 4 mínútna lotum, þú vinnur í 20 sekúndur og hvílir í 10. Þótt það hafi verið steikjandi sól og hiti úti í sumar er búið að vera fullt út úr dyrum í þessum tímum svo tabata er komið til að vera,“ segir Heiðrún og bætir við að hún hafi notað tímana sem brennslu fyrir komandi mót. „Þetta er svo fjölbreytt og skemmtilegt svo ég er nánast hætt að stíga á hlaupa- brettið.“ Ólafur Örn vakti athygli í flottri auglýsingu Sporthússins þar sem hann kom fram með beran stæltan afturendann. „Þessi auglýsing hef- ur skapað honum flott nafn í rækt- inni. Nú er hann ekki kall- aður annað en Stjörnubossi,“ segir Heiðrún hlæj- andi. Aðspurð um mót framundan segist hún varla þora að minnast á þau. „Ég er að meta stöðuna en ég missti af síðustu tveimur mót- um, annars vegar vegna bílslyss og hins vegar vegna öskufalls, svo ég veit ekki hvort ég eigi að hafa eitthvað hátt um mótin, af ótta við að koma einhverjum hamför- um af stað,“ segir hún brosandi en Heiðrún slasaðist á baki í bílslysi sem hún lenti í í fyrra. „Æfingarn- ar halda mér í lagi. Ef ég slaka á í ræktinni fer ég að stífna svo þetta heldur mér við efnið.“ Hugrún segir Íslendinga farna að streyma inn í ræktina eftir sum- arið. „Strax eftir verslunarmanna- helgi fann maður fyrir fjölgun. Fólk er farið að huga að haustinu og vill fara að vinna í sumarsynd- unum,“ segir hún en bætir við að sjálf hafi hún haldið sér í formi í sumar. „Ég reyni að vera í formi allt árið um kring enda alltaf að keppa annað slagið. Þetta er fyrir löngu orðinn lífstíll hjá mér og ég gæti ekki hugsað mér lífið öðru- vísi,“ segir Heiðrún og bætir við að lokum að fitness-búðir fyrir stelpur séu fyrirhugaðar í haust. „Þær verða fyrir konur sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref í fitnessinu. Fólk verður bara að vera duglegt að fylgjast með á Facebook.“ indiana@dv.is Æfingarnar halda mér í lagi. Ef ég slaka á í rækt- inni fer ég að stífna svo þetta heldur mér við efnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.