Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 46
46 útlit umsjón: IndIana Ása HreInsdóttIr indiana@dv.is 20. ágúst 2010 föstudagur
Tískumerkið Donna Karan á 25
ára afmæli í haust. Donna Faske,
sem seinna varð að tískumógúln-
um Donnu Karan, fæddist árið 1949
í Queens í New York. Strax í æsku
virtist framtíð hennar ráðin en fað-
ir hennar starfaði sem klæðskeri og
mamma hennar var fyrirsæta. Eftir
útskrift frá Parson’s School of Design
hóf hún sinn eigin feril sem hönnuð-
ur hjá Anne Klein.
Árið 1985 stofnaði Donna Kar-
an sitt eigið fyrirtæki, Donna Karan
New York. DKNY-línan kom á mark-
að árið 1988 og sló í gegn hjá ungum
nútímalegum konum en innblástur-
inn er hún talin hafa sótt til unglings-
dóttur sinnar. Sjálf segist Donna ekki
hanna föt með módel í huga held-
ur konur eins og hana sjálfa og þess
vegna máti hún sjálf öll föt áður en
þau fara í sölu.
Árið 1997 steig Donna til
hliðar sem forstjóri fyrirtæk-
isins en situr þó enn í stjórn
þess auk þess að vera yfir-
hönnuður. John Idol, sem
áður starfaði hjá Polo Ralph
Lauren, er nú forstjóri veldis
Donnu Karan. Donna Karan
hefur mikinn áhuga á austur-
lenskri heimsspeki og íhugun
sem þykir speglast í einfaldri
hönnun hennar. Eftir 25 ára
velgengni er Donna Karan án
efa eitt stærsta nafnið í tísku-
heiminum.
„Þetta ár er búið að vera ótrúlega
skemmtilegt ferðalag og það hef-
ur verið gaman að finna hversu vel
hefur verið tekið í markaðinn,“ segir
Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður
og ein af þeim sem stendur að Pop-
Up verzlun en markaðurinn á eins
árs afmæli þessa dagana.
„Við sjáum sömu andlitin aftur og
aftur auk þess sem það bætast allt-
af ný við og það er svo gaman að sjá
hvað þessi hópur er fjölbreyttur, fólk
er að koma alls staðar að,“ segir Guð-
björg og bætir við að þau hafi enda
ávallt leitast við að bjóða upp á sem
fjölbreyttasta hönnun. „Til að byrja
með vorum við bara vinir og kunn-
ingjar, fólk sem þekktist úr Listahá-
skólanum. En eftir því sem áhuginn
jókst vildum við hafa sem flesta með
og þá stækkaði markaðurinn jafnt og
þétt. Við fögnum fjölbreytileikanum
en höldum gæðastandarnum háum.“
snýst um samhjálp
Guðbjörg segir velgengnina til-
komna af ýmsum ástæðum. „Í dag
vilja æ fleiri styðja við íslenska fram-
leiðslu og það fólk sem er nógu hug-
rakkt til að takast á við þá áskorun
sem felst í því að starfa í viðskiptum á
þessum erfiðu tímum. Það þarf mikla
útsjónarsemi og skapandi hugsjón til
að lifa af á markaðnum. Upphaflega
fórum við af stað til að skapa okkar
eigin vettvang til að selja vörur okkar
vegna lítils framboðs af búðum eftir
efnahagshrunið. Við lítum samt alls
ekki svo á að við séum í samkeppni
við verslanirnar og margir af þeim
hönnuðum sem selja hjá okkur eru
líka inni í verslununum. Á PopUp
gefst fólki tækifæri til að hitta hönn-
uðina sjálfa og sjá nýjasta nýtt og
jafnvel það sem hefur ekki ennþá rat-
að í verslanir og þess vegna lítum við
á þetta sem hálfgerðan prufu-mark-
að, til að sjá hvaða vörur eru að virka
og hverjar ekki.“
Guðbjörg segir PopUp snúast um
samhjálp. „Í stað þess að vera í sam-
keppni þá vinnum við saman. Við
erum svo fá og það hentar okkur því
betur en ef hver og einn væri í sínu
horni. Við viljum byggja upp sterk-
an tískuiðnað á Íslandi á markaði þar
sem ríkir bjartsýni og samstaða. Hver
og einn hönnuður á sinn kúnna- og
markhóp og þegar einhver kemur af
því að hann fílar ákveðið merki kík-
ir hann á hina hönnuðina í leiðinni
og kynnist þannig hönnun sem hann
hefði annars ekki vitað af. Það er það
sem er svo sniðugt við PopUp.“
Gríðarleg atvinnusköpun
Guðbjörg og Þórey Björk sem hafa
rekið markaðinn frá upphafi vinna
nú að framtíðarstefnu PopUp í sam-
starfi við Hugmyndahús háskólan-
anna „Við viljum halda áfram að vera
stuðningur við hönnuði og aðstoða
þá við að koma sér fyrir á markaðn-
um. Árangurinn hefur verið frábær
og það eru ótrúlega margir hönnuð-
ir sem voru lítið starfandi og nánast
óþekktir áður en þeir tóku þátt í Pop-
Up en eru nú vel sýnilegir. Ég held að
um 30 hönnuðir hafi allt í allt tekið
þátt og ef helmingnum af þeim tekst
að komast á klakstig og verða að al-
vöru fyrirtæki þá er um gríðarlega at-
vinnusköpun að ræða.“
Eins árs afmæli PopUp verður
haldið í Hjartagarðinum við Lauga-
veg 21 á laugardaginn frá 12.00-
17.00.
indiana@dv.is
Markaðir á
Menningar-
nótt
Á laugardaginn, sjálfa Menningar-
nótt, verður nóg um að vera fyrir
tískuþyrsta Íslendinga því fatamark-
aðir munu spretta upp um allan bæ.
Árs afmæli PopUp fer fram í Hjarta-
garðinum en auk þess mun leikkon-
an unga Ólöf Jara Skagfjörð og vin-
konur hennar selja gersemar sínar
í Kolaportinu. Í boði verða fallegir
kjólar, pils, jakkar, gallabuxur, guð-
dómlegir skór og margt fleira. Fyrstir
koma fyrstir fá.
Annar áhugaverður markað-
ur, sem einnig verður á laugardag-
inn, verður haldinn við Njálsgötu
36. Þar ætla Áróra Eir Traustadóttir
og félagar að hreinsa til úr skápum,
hirslum og geymslum. Lagerinn úr
hinni goðsagnakenndu verslun Hjá
Báru verður líka seldur ásamt öðru
óséðu hnossi auk girnilegra múffa
sem seðja hungrið á meðan verið er
að gramsa.
Enn einn áhugaverður mark-
aður, sem haldinn verður á Menn-
ingarnótt, er „vintage“-fatamarkað-
ur blaðakonunnar Brynju Bjarkar
Harðardóttur og vinkvenna hennar.
Þær stöllur ætla að tæma fataskápa
sína af pelsum, skarti, blúndum og
leðri og lofa ósiðlega lágu verði. Sá
markaður verður haldinn í portinu
við Sandholtbakarí við Laugaveg
38b.
Í dag er áhugaverður markaður
þar sem gestir og gangandi geta nælt
í gersemar frá Miu Miu, Marc Jacobs,
Tsumori Chisato, Sonju Rykel, Vivi-
enne Westwood, Topshop, Zara og
margt, margt fleira. Þessi markaður
verður á Laugarvegi 40a, við hliðina
á Rossopomodoro. Markaðurinn
verður opinn föstudag kl. 17.00-
20.00 á annarri hæð og á laugardag
frá 12.00-15.00 í portinu.
Bloggað
uM fallega
Muni
Norðlenska listakonan Auður
Skúla, eða Auskula eins og hún
kallar sig heldur úti skemmti-
legu og fræðandi bloggi um fal-
lega muni og innanhúshönnun
á slóðinni www.whendecorat-
ing.blogspot.com. Á síðunni er
að finna hugrenningar Auðar,
myndir af listaverkum hennar og
ýmsu fallegu dóti sem hefur orðið
á hennar vegi. Sannarlegur fagur-
keri þarna á ferð og vel þess virði
að kíkja í heimsókn á bloggið og
njóta myndanna.
Tuttugu og fimm ára afmæli tískuveldis:
donna Karan 25 ára
tískuhönnuður Framtíð
Donnu var fljótt ráðin en hún er
barn klæðskera og fyrirsætu.
PopUp verzlun á eins árs afmæli þessa dagana. Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður
og ein af þeim sem hefur rekið markaðinn frá upphafi segir velgengnina ótrúlega en
PopUp byrjaði sem félagsskapur nokkurra vina og kunningja úr Listaháskólanum. Í
dag hafa 30 hönnuðir selt sína vöru á þessum skemmtilegu mörkuðum.
ótrúleg velgengni Guðbjörg jakobs-
dóttir og Þórey Björk Halldórsdóttir hafa
rekið markaðinn frá upphafi, en Popup
vinnur nú að framtíðarstefnu sinni í sam-
starfi við Hugmyndahús Háskólanna.
Mynd sIGtryGGur arI
Við fögnum fjöl-breytileikanum
en höldum gæðastand-
arnum háum.
eins árs afMæli
M
yn
d
s
IG
tr
yG
G
u
r
a
rI