Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 8
8 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur
FU
RS
TY
NJ
AN
Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell
Hnífaparatöskur
f/12m. 72 hlutir
margar
gerðir
Hitaföt - margar gerðir
Líttu á www.tk.is
ÍTALSKUR KRISTALL
K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði
Verum vinir á
- mikið úrval
RÚMFÖT
afsláttur
Fallegar
gjafir
Strætisvagnabílstjórar á höfuðborgarsvæðinu eru ósáttir við stjórnendur Strætós bs.
Ástæðan er sú að undanfarin ár hafa þeir ekki fengið úthlutað sérstökum skóm fyrir akst-
urinn líkt og venja er. Þeir eru líka ósáttir við að fá ekki kynningu á nýjum leiðum sem
teknar verða í notkun eftir helgi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast óánægjuna.
strætóbílstjórar
vilja fá nýja skó
„Hér fá menn ekki skó til að vinna
í. Það er mjög slæmt og bílstjórarnir
eru almennt mjög ósáttir,“ segir Ing-
unn Guðnadóttir, trúnaðarmaður
vagnstjóra hjá Strætó bs. Skórnir sem
Ingunn vísar til eru sérstakir aksturs-
skór sem vagnstjórar hafa fengið
hingað til en er nú synjað um af hálfu
fyrirtækisins.
Einkennisfatnaður vagnstjóra er í
eigu Strætó bs. en Ingunn segir það
ritað niður á blað hvað felist í þeim
einkennisfatnaði sem bílstjórar eigi
að fá frá fyrirtækinu. Hún segir skó
þar á meðal. „Að fá skó er ekki bund-
ið í kjarasamninga en ég er með það
uppáskrifað hvaða fatnað við eigum
að fá frá fyrirtækinu. Skór eru þar á
meðal og við eigum að fá þá annað
hvert ár. Þá fáum við bara ekki þrátt
fyrir sterkar kröfur í þá veru.“
Góðir skór
„Við sitjum við keyrslu allan daginn
og það hefur mikið að segja í hvern-
ig skóm við erum. Þeir þurfa einnig
að duga vel á veturna. Þetta hafa ver-
ið þokkalega góðir skór sem við höf-
um fengið hérna en nú fáum við ekki
neitt og höfum ekki fengið lengi,“
bætir Ingunn við.
Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., telur fyrirtækið
veita afar vel þegar kemur að ein-
kennisfatnaði bílstjóra og bendir á
að fatnaðurinn sé rándýr. Hann seg-
ir vandamálið hjá sér frekar vera að
fá bílstjóra til að klæðast fatnaðn-
um. „Við útvegum vinnufatnað eft-
ir ákveðnum reglum. Þetta eru mjög
dýrir skór sem menn fá úthlutað á
ákveðnum fresti, þegar menn þurfa.
Við erum í meiri vandræðum með að
fá menn til að vera í fatnaðnum en
við höfum vissulega hert okkar regl-
ur í kreppunni. Það er nokkuð ljóst
að fólk fær þann fatnað sem það þarf
og við viljum meina að við veitum
vel,“ segir Reynir.
Rata ekki
Ingunn bendir einnig á óánægju bíl-
stjóra með að hafa ekki fengið svig-
rúm til að kynna sér nýjar leiðir sem
taka á í notkun eftir helgi. Hún seg-
ir bílstjórana ekki rata vel um bæina
sem leiðirnar liggja um. „Ég get
staðfest það að bílstjórar eru mjög
óánægðir og óöruggir með þetta. Við
erum að taka við leiðum í Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði sem við röt-
um ekkert um og fáum bara einhver
útprentuð línurit til að læra. Síðan
eigum við bara að kíkja á þetta í eigin
frítíma og enginn vilji virðist vera til
að kynna nýju leiðirnar fyrir bílstjór-
um,“ segir Ingunn.
„Fyrst bað ég um að við fengj-
um sérstaka kynningu á leiðunum.
Mér finnst það bara svo sjálfsagður
hlutur. Síðan stakk ég upp á því að
menn fengju borgað fyrir að kynna
sér leiðirnar sjálfir en það fékkst ekki.
Þá stakk ég upp á því að í fyrstu ferð-
unum fengjum við leiðsögumann en
það fáum við heldur ekki. Bílstjór-
arnir eru mjög óánægðir með þetta.“
Tíðkast ekki
Reynir kannast við óánægju nokk-
urra bílstjóra vegna þess að kynning
hafi ekki átt sér stað. Hann treystir á
fagmennsku bílstjóra sinna og ótt-
ast aðspurður ekki að nokkur þeirra
komi til með að villast á nýju leiðun-
um. „Bílstjórarnir hafa fengið kynn-
ingu á þessu í einhverjum bútum og
þeir hafa nú haft mjög langan tíma
til að kynna sér leiðirnar og fara yfir
þetta. Það hefur í rauninni alltaf ver-
ið þannig að menn kynni sér þetta
sjálfir og það hefur ekki tíðkast að
kalla alla starfsmenn saman á kynn-
ingu,“ segir Reynir.
„Ég veit ekki betur en búið sé að
fara yfir þetta með þeim sem eiga
vaktirnar til að byrja með. Bílstjór-
arnir eru fagmenn í þessum bransa
og þeir eru mjög fljótir að tileinka sér
nýjungar. Ég treysti á þeirra fagkunn-
áttu og þá grundvallarfærni sem þeir
hafa út frá réttindum sínum. Að taka
alla starfsmenn í kynningu kost-
ar eina milljón og það finnst mér
of mikið í lagt með þannig séð tak-
mörkuðum árangri.“
TRausTi hafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Við sitjum við keyrslu allan
daginn og það hefur
mikið að segja í hvernig
skóm við erum.
Vilja kynningu BílstjórarhjáStrætóbs.vilja
fákynninguánýjumleiðumenslíkthefur
ekkitíðkastsegirframkvæmdastjórinn.Hann
treystiráfagkunnáttubílstjórasinna.
Vilja samninga-
leiðina
n Þess er skammt að bíða að nefnd
Jóns Bjarnasonar, sem fæst við að
endurskoða
kvótakerfið,
skili niðurstöðu
sinni. Athygli
vakti frétt DV í
vikunni um tvær
nýjar tillög-
ur um breyt-
ingar á kvóta-
kerfinu. Önnur
þeirra kallast samningaleiðin, en
hin tilboðsleiðin. Á fundi nefndar-
innar fyrir helgi óskaði Guðbjart-
ur hannesson eftir því að nefnd-
armenn upplýstu hvora tillöguna
þeir styddu. DV hefur hlerað að yfir-
gnæfandi stuðningur hafi verið við
samningaleiðina. Þar með virðist
endanlega ljóst að tilboðsleiðin, sem
byggist á fyrningu kvótans úr hönd-
um útvegsmanna, er úr sögunni.
Eftir er að sjá hvort útgerðarmenn
styðji til enda að ákvæði um þjóðar-
eign auðlinda verði fest í sessi líkt og
samingaleiðin kveður á um.
Fátækur háskóla-
maður
n Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur var spurður á Rás 2 í vikunni
um firnahá mánaðarlaun sín sam-
kvæmt álagningarskrám. Fram
kemur þar að
laun hans hafi
verið 14 til 15
hundruð þús-
und á mánuði í
fyrra. Guðmund-
ur kvaðst hafa
kreist þennan
sparnað und-
an blóðugum
nöglunum um
langt árabil. Svo kæmi Skattman
og legði hátekjuskatt á sparnaðinn
með þeim afleiðingum að fjölmiðlar
flokkuðu hann sem hátekjumann.
Hið sanna væri að mánaðarlaun-
in væru liðlega þriðjungur áður-
nefndrar upphæðar. Guðmundur
telur eðlilegast að lífeyrissparnaður
af þessum toga sé skattlagður strax
og fé er lagt til hliðar og sparendur
séu þá lausir við skattinn upp frá
því.
kasta grjóti úr
glerhúsi
n Kristinn h. Gunnarsson, fyrrver-
andi alþingismaður, kemur Gylfa
Magnússyni til varnar í gengis-
lánamálinu í
pistli á vefsíðu
sinni. Telur
hann ómak-
lega að honum
vegið og bendir
á að alvarleg-
ustu glöpin hafi
verið framin árið
2008, fyrir hrun,
þegar mikilvægum upplýsingum
var haldið frá þjóðinni. „Það voru
forystumenn Sjálfstæðisflokksins
sem stóðu fyrir þessari leynd og
brugðust þingi og þjóð. Einn þeirra
var dómsmálaráðherrann Björn
Bjarnason og annar var formaður
utanríkismálanefndar Bjarni Bene-
diktsson. Mennirnir sem nú vega að
viðskiptaráðherra fyrir smámuni í
samanburði við afglöpin sem unnin
voru á árinu 2008.“
sandkorn