Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur ÞAÐ ERU SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN! A N T O N & B E R G U R Ashtanga vinyasa yoga ~ Yogaflæði ~ Mjúkt hatha yoga ~ Yoga Arts ~ Free Flow ~ Matar ÆÐI/Yoga flæði Erlendir gestakennarar – Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna – Hámark 20 manns í tíma Kennarar í yoga shala hafa alþjóðleg kennararéttindi í yoga og áralanga reynslu sem iðkendur og kennarar Stundarskráin er á netinu www.yogashala.is / Yogashala, Engjateig 5, 2. hæð, s. 553 0203 reykjavík Frír prufu tími Frábær gestakennari í vetur ~ María Lawino Um einn fimmti af fiskveiðikvóta Bakkfirðinga var seldur á einu bretti með útgerðarfélaginu Gullbrandi í fyrra. Félagið og kvóti þess voru seld yfir til Storms Seafood á Álftanesi í júlí í fyrra. Stormur Seafood hefur verið til umræðu í fjölmiðlum vegna eign- arhluts kínversks félags í því. Steindór Sigurgeirsson var gerður að stjórnar- formanni Gullbrands en er auk þess stjórnarformaður Storms Seafood. Brynhildur Óladóttir, sóknarprestur á Skeggjastöðum, vottaði söluna á fyr- irtækinu og eigum þess yfir til Storms Seafood. Erfði fyrirtækið Halldór Njálsson fór með stjórn út- gerðarfyrirtækisins sem móðir hans hafði erft þegar faðir Halldórs, Njáll Halldórsson, féll frá. Halldór fór með sölu félagsins, meðal annars fyrir hönd móður sinnar. Brynhildur Óladótt- ir, sóknarprestur á Skeggjastöðum í Bakkafirði og eiginkona Halldórs, vott- aði söluna á sínum tíma. Salan fór í gegnum kvótamiðlun Landssambands íslenskra útvegs- manna. Kvótamiðlunin greiddi selj- anda kaupverðið og fékk í kjölfarið greidda þóknun þegar Fiskistofa hafði flutt aflaheimildir milli félaganna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna, samdi þingskjalið sem var gert milli kaupanda og seljanda. Halldór segist ekki hafa vitað hver ætti Storm Seafood þegar Gullbrand- ur var selt og að hann hafi enga skoð- un á því. Hann segir að fyrirtækið hafi verið selt vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um að innkalla afla- heimildir. Hann segist vita til þess að nokkur fyrirtæki í nágrenninu hafi gert hið sama. Þetta hafi verið venjuleg við- skipti á markaði þar sem Stormur Sea- food hafi sýnt fyrirtækinu áhuga. „Það hafa fjölmargir selt frá sér kvóta vegna hótana um að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Þá verða smærri aðilar hræddir og selja frá sér,“ segir Halldór. Stórt skarð í útgerðina Sá 68 tonna kvóti sem seldur var með Gullbrandi jafngildir um 17,4 prósent- um af heildaraflaheimildum Bakka- fjarðar á síðasta ári. Þær voru um 390 þorskígildistonn á síðasta ári sam- kvæmt vef Fiskistofu. Sé aðeins tekið mið af þeim þorskkvóta sem seldur var, nam hann rúmum 19 prósentum af heildaraflaheimildum í þorski á Bakkafirði. Ef sama hlutfall kvóta yrði selt úr aflamiklum sveitarfélögum eins og Vestmannaeyjum eða Grindavík er ljóst að þau yrðu fyrir miklum skakka- föllum. Þetta jafngildir því að um tvö þúsund tonn yrðu seld frá Vest- mannaeyjum og um 2.700 tonn frá Grindavík. Fjárfestingin könnuð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur gagnrýnt opinberlega að erlendir aðilar skuli eiga svo stóran hlut í íslensku sjávar- útvegsfyrirtæki. Viðskiptaráðuneytið hefur vísað málefnum Storms Sea- food til nefndar um erlenda fjárfest- ingu sem mun úrskurða í málinu, en sjávarútvegsráðuneytið hafði áður vísað málinu til viðskiptaráðuneyt- isins. Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu má beinn og óbeinn eign- arhlutur erlendra aðila í sjávarútvegs- fyrirtæki ekki vera meiri en 49 pró- sent. Stormur Seafood hafði sjálft fengið lögfræðistofuna Logos til að meta sér- staklega hvort eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu væri í samræmi við lög og komist að því að svo hefði verið. Kínverska félagið, Nautilius Fis- heries, á 43,25 prósenta eignarhlut í Stormi í gegnum 25 prósenta hlut í tveimur eignarhaldsfélögum sem eru Austmenn og Skiphóll. Starfaði í Hong Kong Steindór er framkvæmdastjóri Nauti- lus Equity Holding í Hong Kong. Steindór hafði unnið fyrir Sæplast á Asíumarkaði á skrifstofu fyrirtækisins í Hong Kong. Hann kom meðal ann- ars að opnun söluskrifstofu Sæplasts í Ho Chi Minh í Víetnam árið 2003. Stormur Seafood á um 1.300 tonna kvóta en stefnir í að stækka hann frek- ar, eða upp í 2.500 tonn. Félagið ger- ir út tvö skip, dragnótarskipið Storm KE-1 og Blíðu KE-17. Steindór á fé- lagið ásamt Jason Holroyd Whittle en þeir keyptu það í fyrra. Hann er talinn tengjast fjórðu ríkustu fjölskyldu Asíu. Um einn fimmti af fiskveiðikvóta Bakkafjarðar var seldur í fyrra til Storms Seafood, sem er að 43 prósentum í eigu kínversks félags. Nefnd um erlenda fjárfestingu fer nú yfir lögmæti fjárfestingar kínverska félagsins í Stormi Sea- food. Félagið á nú 1.300 tonna kvóta en stefnir á að eignast 2.500 tonn. Sóknarpresturinn á Bakkafirði vottaði söluna. SóknarpreSturinn vottaði kvótaSölu RóbERt HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Það hafa fjöl-margir selt frá sér kvóta vegna hótana um að breyta fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Vottaði söluna á kvótanum BrynhildurÓladóttir, sóknarpresturáSkeggjastöðum,vottaðisölunaá fyrirtækinuogeigumþessyfirtilStormsSeafood. mynd VEFSVæði langanESbyggðaR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.