Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 38
70 ára á laugardag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20. ágúst 2010 föstudagur Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal Jón Kristján fæddist á Nesi á Bíldudal og ólst upp á Bíldudal. Hann stund- aði nám við Barnaskóla Bíldudals og lauk þaðan fullnaðarprófi. Jón starfaði í Matvælaiðjunni á Bíldudal á árunum 1954-70, var um- sjónarmaður Bíldudalskirkju á ár- unum 1958-95 og umsjónarmaður kirkjugarðs Bíldudals 1967-95. Hann var húsamálari á Bíldudal 1970-95 og starfaði við rækjuvinnslu hjá Rækju- veri hf. á Bíldudal á árunum 1984-99. Þá starfaði Jón við enduruppbygg- ingu á kirkjugörðum víða um land í mörg sumur frá 1989. Jón hefur sungið í Kirkjukór Bíldudalskirkju frá 1954 og verið ein- söngvari með kirkjukórnum frá 1968. Hann söng með hljómsveitinni Fac- on á Bíldudal á árunum 1960-70 og hefur sungið með ýmsum hljóm- sveitum í Reykjavík, einkum með hljómsveit Jóns Sigurðssonar frá 1970 en auk þess með Hauki Morth- ens og hljómsveit hans. Þá hljóp hann stundum í skarðið fyrir Ragnar Bjarnason á Mímisbar á Hótel Sögu. Jón söng inn á hljómplötu með Facon 1969 og einsöngsplatan „Ljúf- þýtt lag“ með honum var gefin út 1983. Hann söng inn á danslaga- keppnisplötu Hótel Borgar 1986 og gaf út hljómdisk 1998 með öllum lögum sem hann hafði þá sungið inn á plötur auk nýrra laga. Hann gaf út sólódiskinn Haustlauf árið 2003 í út- setningu Þóris Baldurssonar. Jón hefur sungið með ýmsum hljómsveitum í gegnum árin, hvort heldur sem er á Bíldudal eða á höf- uðborgarsvæðinu. Jón var frístundamálari um skeið og hélt þá samsýningar með þeim bræðrum Óskari og Hafliða Magn- ússonum á Bíldudal 1979 og 1980 og einkasýningu á Bíldudal 1987. Hann stóð fyrir því, ásamt Magnúsi Björns- syni, þáverandi oddvita Bíldudals- hrepps, að reistur var minnisvarði af Guðmundi Thorsteinssyni „Mugg“ á Bíldudal 1981, svo og að láta reisa stóran minnisvarða 1987 um sjó- slys í Arnarfirði og einnig Þormóðs- slysið 1943. Jón stóð fyrir því að reisa minnisvarða um Samúel Jónsson, al- þýðulistamann í Selárdal, 1978, og að reistur var blágrýtisvarði, árið 1984, til minningar um að 100 ár voru liðin frá fæðingu Samúels. Hann var í sókn- arnefnd Bíldudalskirkju 1978-94 og formaður Kirkjukórs Bíldudalskirkju til 1986. Jón opnaði tónlistarsafnið Mel- ódíur minninganna á Bíldudal, þann 17.6. árið 2000 og hefur safnið verið starfrækt síðan. Jón hefur komið fram í ýmsum sjónvarpsþáttur, s.s. í þáttaröðinni Fólkið í landinu, 1989, Milli himins og jarðar, 2001, og þættinum Sjálf- stætt fólk, 2006. Árið 2008 komu út endurminningar Jóns Kr., Melódíur minninganna, skráðar af Hafliða Ma- gússyni. Fjölskylda Systir Jóns, sammæðra, er Fjóla El- eseusdóttir, f. 27.6.1926, fyrrv. starfs- maður Kjötiðnaðarstöðvar Sam- bandsins á Kirkjusandi í Reykjavík, gift Baldri Ásgeirssyni, fyrrv. starfs- manni Kjötiðnaðarstöðvarinnar og á hún eina dóttur, Svölu. Foreldrar Jóns voru: Ólafur Jó- hann Kristjánsson, f. 18.6. 1898, d. 5.6. 1943, sjómaður í Flatey og síðar á Bíldudal, og k.h., Sigurósk Sigurðar- dóttir, f. 4. 12. 1900, d. 29. 3. 1964, hús- móðir. Fósturfaðir Jóns var Hallgrímur Ottósson, f. 22.7. 1905, d. 12.1. 1989, sjómaður og bóndi á Bíldudal. Ætt Ólafur var sonur Kristjáns, sjómanns í Flatey á Breiðafirði, bróður Her- manns, föður Jens, skólasjóra, skálds og fræðimanns á Bíldudal. Kristj- án var sonur Jóns, formanns í Flat- ey Jónssonar. Móðir Ólafs var Björg Jörgensdóttir Maul. Móðir Siguróskar Sigurðardóttur var Ólína Guðmunds- dóttir frá Kirkjubóli í Mosdal í Arnar- firði. Jón verður staddur í Reykjavík á afmælisdaginn. Hann heldur afmæl- istónleika í FÍH-salnum, Rauðagerði 27, laugardaginn 25.9. n.k.. Þar mun koma fram fjöldi landsþekktra söngv- ara og tónlistarmanna. Miðar verða seldir við innganginn. 70 ára á sunnudag Sigríður fæddist í Torfabæ í Sel- vogi í Árnessýslu og ólst þar upp. Hún útskrifaðist frá Leiklist- arskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968, lauk starfsleikninámi frá Kennaraháskóla Íslands 1988, lauk kennaraprófi frá Kennara- háskóla Íslands 1991 og hefur sótt fjölda námskeiða í leiklist, leikstjórn og sérkennslu. Sigríður var dagskrárgerðar- maður hjá Ríkisútvarpinu um árabil og sá aðallega um barna- efni. Hún kenndi leiklist í Haga- skóla árum saman og kenndi börnum í Kramhúsinu og í leik- skólanum Listakoti leiklist. Sigríður rak einnig leiklistar- skóla barnanna á Fríkirkjuvegi 11 og átti þátt í stofnun barna- leikhússins Leikfélag Hafnar- fjarðar, unglingaleikhópsins Veit mamma hvað ég vil, Snúðs og Snældu sem er Leikfélag eldri borgara. Að auki stofnaði Sigríður leik- hópinn Perluna sem skipaður er fullorðnu, þroskaheftu fólki. Perlan starfar enn af fullum krafti und- ir stjórn Sigríðar en hópurinn er nýkominn úr leikferð á listahá- tíð fatlaðra í Washington DC í Bandaríkjunum. Sigríður kenndi leikræna tjáningu á fjölskyldunámskeið- um SÁÁ um árabil. Hún hefur kennt fólki á öllum aldri leik- ræna tjáningu hérlendis og víða erlendis og tekið þátt í sam- vinnuverkefnum ýmissa þjóða á sviði leiklistar. Einnig hefur hún leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Kópavogs, og í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Sigríður hefur gefið út nokkr- ar barnabækur og skrifað fjölda handrita fyrir ýmsa leikhópa og leikstýrt þeim. Þá hefur hún að auki bæði samið og leikstýrt fyrir sjónvarp. Hún kennir nú hjá full- orðinsfræðslu fatlaðra í Reykja- vík. Þá má geta þess að Sigríð- ur hefur verið, ásamt fleirum, kirkjuvörður við Strandakirkju um langt árabil. Fjölskylda Sigríður giftist 23.8. 1963 Jóni L. Arnalds, f. 28.1.1935, hæsta- réttarlögmanni. Hann er sonur Guðrúnar Laxdal og Sigurðar Arnalds. Sigríður og Jón skildu árið 1990. Börn Sigríðar og Jóns eru Ey- þór Arnalds, f. 24.11.1964, for- maður bæjarráðs í Árborg og framkvæmdastjóri en kona hans er Una Dagmar Ólafsdóttir hús- móðir en Eyþór á fjögur börn; Bergljót Arnalds, f. 15.10. 1968, rithöfundur og leikkona, gift Páli Ásgeiri Davíðssyni lögfræðingi og á hún tvö börn. Systkini Sigríðar eru Ingibjörg Eyþórsdóttir, f. 14.5. 1936, hús- freyja að Kaldaðarnesi í Flóa; Ey- dís Eyþórsdóttir, f. 2.10. 1937, d. 2.4. 2010, var gjaldkeri í Reykja- vík; Þórður Eyþórsson, f. 24.8. 1943, fyrrv. deildarstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, búsettur í Kópavogi. Bróðir Sigríðar, sammæðra, er Guðmundur Pétursson, f. 8.2. 1933, læknir í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru Eyþór Þórðarson, f. 20.3. 1898, d. 6.10. 1988, bóndi í Torfabæ, Selvogi og verkamaður í Reykjavík og Bergljót Guðmundsdóttir, f. 18.2. 1906, d. 19.6. 1980, húsfreyja og barnakennari. Þau bjuggu í Selvogi og í Reykjavík. Sigríður Eyþórsdóttir framhaldsskólakennari og leikari 30 ára á föstudag Hlynur fæddist á Hornafirði og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar en er nú búsettur í Kópavogi. Hann var Grunnskóla Hornafjarðar, lauk grunnskólaprófum frá Öldutúns- skóla og stundaði nám við Flens- borg um skeið. Hlynur vann í humri og síld á unglingsárunum á Hornafirði, starfaði hjá verksmiðju BYKO í Njarðvík um tveggja ára skeið, starfaði hjá glugga- og hurðar- smiðjunni SB í Hafnarfirði, hóf síð- an störf hjá Bónus þar sem hann vann fyrst á lager en varð síðar verslunarstjóri. Hann var síðan lagermaður hjá BYKO í Breiddinni en hefur verið sölumaður hjá Múr- búðinni sl. fjögur ár. Fjölskylda Kona Hlyns er Magnea Dröfn Jóns- dóttir, f. 25.12. 1977, húsmóðir. Synir Hlyns og Magneu eru Sigurður Friðrik Hlynsson, f. 3.12. 2000; Kristján Hlynsson, f. 16.4. 2004. Systkini Hlyns eru Erling Jó- hannsson, f. 3.6. 1973, sölumaður hjá Poulsen; Berglind Snorradótt- ir, f. 9.10. 1970, grunnskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Hlyns eru Jóhann Arngrímur Guðmundsson, f. 28.5. 1953, bifreiðastjóri, búsettur í Hafnarfirði, og Katrín Ingibergs- dóttir, f. 29.5. 1954, stuðningsfull- trúi við grunnskóla í Hafnarfirði. Hlynur Jóhannsson sölumaður hjá múrBúðinni Hulda Guðmundsdóttir fyrrv. leiðBeinandi Hulda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk unglingaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Hringbraut 1954, var við nám í Húsmæðraskól- anum að Laugarvatni veturinn 1958- 59, lauk einkaritaraprófi Pitman‘s frá Málaskólanum Mími árið 1977, tók þátt í starfi ITC-deildarinnar Korpu í Mosfellsbæ 1994-97 auk þess sem hún sótti fjölda námskeiða, m.a. í glerlist og ýmiss konar handmennt. Hulda starfaði í verksmiðjunni Vífllfelli við Hofsvallagötu 1954-60, var um tíma baðvörður við Íþrótta- hús Jóns Þorsteinssonar að Lind- argötu 7, var starfsstúlka á heima- vistarskólanum Jaðri, starfaði við símavörslu hjá Borgarbílastöðinni, var þerna á Hamrafellinu, bifreiða- stjóri hjá Ritsímanum, stundaði skrif- stofustörf á Kirkjusandi og hjá Húsa- smiðnum ehf. og var aðstoðarstúlka við mötuneyti Rannsóknastofnana í Keldnaholti. Hún var síðan leiðbein- andi í almennri handavinnu og gler- list fyrir aldraða hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur á árunum 1996-2010. Fjölskylda Maður Huldu er Örn Guðmunds- son, f. 4.7. 1939, húsasmíðameistari í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guð- rún Oddsdóttir, f. 19.6. 1909, d. 9.7. 1999, húsmóðir frá Lækjarbug, Brim- ilsvöllum í Fróðárhreppi og Guð- mundur H. Helgason, f. 14.8. 1907, d. 6.9. 1996, sjómaður frá Ólafsvík. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Synir Huldu eru Páll Melsteð Rík- harðsson, f. 6.7. 1966, doktor í við- skiptafræði, búsettur í Kaupmanna- höfn en eiginkona hans er Jennifer Kricker, doktor í lífeðlisfræði, en börn hans eru Jóhanna, Emma, Jósefína Hulda og Alexander Leslie; Þór Mel- steð Steindórsson, f. 12.5. 1972, kvik- myndagerðarmaður og kerfisfræð- ingur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hálfbróðir Huldu, sammæðra, er Svavar Guðni Svavarsson, f. 21.1. 1934, fyrrv. múrarameistari, búsettur í Reykjavík en börn hans eru Svavar Valur, Sigríður og Ásta Kristín. Móðir Huldu var Sigríður Ólafs- dóttir, f.. 27.4. 1912 að Garðstóðum í Ögurhreppi, d. 25.3.1978, húsmóðir. Faðir Huldu var Guðmundur Páls- son, f. 8.6. 1910 á Ísafirði, fyrsti vél- stjóri á bv. Sviða frá Hafnarfirði er fórst með allri áhöfn 2.12. 1941 við Snæfellsnes. Seinni maður Sigríðar og fóstur- faðir Huldu var Páll Melsteð Ólafs- son, f. 28.6.1907, d. 5.2.1992, múrara- meistari í Reykjavík. Hann var son- ur Ingibjargar Sveinbjarnardóttur frá Vogalæk á Mýrum og Ólafs Jens Sig- urðssonar sjómanns. Ætt Móðir Sigríðar var Sólveig Guð- mundsdóttir, Egilssonar, bónda í Efstadal í Ögursókn, Guðmundssonar á Laugabóli í Laugardal og Þorbjarg- ar Jónsdóttur Egilssonar, bónda að Laugalandi í Skjaldfannardal, og Re- bekku Hallsdóttur. Móðir Sólveigar og kona Guðmundar Egilssonar var Margrét Jónsdóttir Jónssonar og Mar- grétar Ólafsdóttur í Lágadal. Faðir Sig- ríðar var Ólafur Kr. Ólason trésmiður, Ólafssonar, vinnumanns á Hjöllum í Skötufirði, Jónssonar á Breiðaból- stað í Dölum. Móðir Ólafs var Guð- ríður Bjarnadóttir, f. að Eiríksstöð- um í Laugardal í Ögurhreppi. Móðir Guðmundar var Pálína Jónsdóttir, f. á Minni-Vatnsleysu í Kálfatjarnarsókn, Gíslasonar og Guðbjargar Eiríksdótt- ur, ættaðrar úr Njarðvík. Móðir Pálínu var Ingibjörg Einarsdóttir Guðmunds- sonar og Steinunnar Sigurðardóttur í Vesturkoti í Ólafsvallasókn á Skeiðum. Foreldrar Guðmundar voru Páll Ein- arsson í Hvassahrauni í Kálfatjarna- sókn, Þorlákssonar frá Neðradal í Biskupstungum og Ingibjörg Pálsdótt- ir í Hvassahrauni. Hulda býður til afmælisveislu síð- ar. 70 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.