Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Page 38
70 ára á laugardag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20. ágúst 2010 föstudagur Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal Jón Kristján fæddist á Nesi á Bíldudal og ólst upp á Bíldudal. Hann stund- aði nám við Barnaskóla Bíldudals og lauk þaðan fullnaðarprófi. Jón starfaði í Matvælaiðjunni á Bíldudal á árunum 1954-70, var um- sjónarmaður Bíldudalskirkju á ár- unum 1958-95 og umsjónarmaður kirkjugarðs Bíldudals 1967-95. Hann var húsamálari á Bíldudal 1970-95 og starfaði við rækjuvinnslu hjá Rækju- veri hf. á Bíldudal á árunum 1984-99. Þá starfaði Jón við enduruppbygg- ingu á kirkjugörðum víða um land í mörg sumur frá 1989. Jón hefur sungið í Kirkjukór Bíldudalskirkju frá 1954 og verið ein- söngvari með kirkjukórnum frá 1968. Hann söng með hljómsveitinni Fac- on á Bíldudal á árunum 1960-70 og hefur sungið með ýmsum hljóm- sveitum í Reykjavík, einkum með hljómsveit Jóns Sigurðssonar frá 1970 en auk þess með Hauki Morth- ens og hljómsveit hans. Þá hljóp hann stundum í skarðið fyrir Ragnar Bjarnason á Mímisbar á Hótel Sögu. Jón söng inn á hljómplötu með Facon 1969 og einsöngsplatan „Ljúf- þýtt lag“ með honum var gefin út 1983. Hann söng inn á danslaga- keppnisplötu Hótel Borgar 1986 og gaf út hljómdisk 1998 með öllum lögum sem hann hafði þá sungið inn á plötur auk nýrra laga. Hann gaf út sólódiskinn Haustlauf árið 2003 í út- setningu Þóris Baldurssonar. Jón hefur sungið með ýmsum hljómsveitum í gegnum árin, hvort heldur sem er á Bíldudal eða á höf- uðborgarsvæðinu. Jón var frístundamálari um skeið og hélt þá samsýningar með þeim bræðrum Óskari og Hafliða Magn- ússonum á Bíldudal 1979 og 1980 og einkasýningu á Bíldudal 1987. Hann stóð fyrir því, ásamt Magnúsi Björns- syni, þáverandi oddvita Bíldudals- hrepps, að reistur var minnisvarði af Guðmundi Thorsteinssyni „Mugg“ á Bíldudal 1981, svo og að láta reisa stóran minnisvarða 1987 um sjó- slys í Arnarfirði og einnig Þormóðs- slysið 1943. Jón stóð fyrir því að reisa minnisvarða um Samúel Jónsson, al- þýðulistamann í Selárdal, 1978, og að reistur var blágrýtisvarði, árið 1984, til minningar um að 100 ár voru liðin frá fæðingu Samúels. Hann var í sókn- arnefnd Bíldudalskirkju 1978-94 og formaður Kirkjukórs Bíldudalskirkju til 1986. Jón opnaði tónlistarsafnið Mel- ódíur minninganna á Bíldudal, þann 17.6. árið 2000 og hefur safnið verið starfrækt síðan. Jón hefur komið fram í ýmsum sjónvarpsþáttur, s.s. í þáttaröðinni Fólkið í landinu, 1989, Milli himins og jarðar, 2001, og þættinum Sjálf- stætt fólk, 2006. Árið 2008 komu út endurminningar Jóns Kr., Melódíur minninganna, skráðar af Hafliða Ma- gússyni. Fjölskylda Systir Jóns, sammæðra, er Fjóla El- eseusdóttir, f. 27.6.1926, fyrrv. starfs- maður Kjötiðnaðarstöðvar Sam- bandsins á Kirkjusandi í Reykjavík, gift Baldri Ásgeirssyni, fyrrv. starfs- manni Kjötiðnaðarstöðvarinnar og á hún eina dóttur, Svölu. Foreldrar Jóns voru: Ólafur Jó- hann Kristjánsson, f. 18.6. 1898, d. 5.6. 1943, sjómaður í Flatey og síðar á Bíldudal, og k.h., Sigurósk Sigurðar- dóttir, f. 4. 12. 1900, d. 29. 3. 1964, hús- móðir. Fósturfaðir Jóns var Hallgrímur Ottósson, f. 22.7. 1905, d. 12.1. 1989, sjómaður og bóndi á Bíldudal. Ætt Ólafur var sonur Kristjáns, sjómanns í Flatey á Breiðafirði, bróður Her- manns, föður Jens, skólasjóra, skálds og fræðimanns á Bíldudal. Kristj- án var sonur Jóns, formanns í Flat- ey Jónssonar. Móðir Ólafs var Björg Jörgensdóttir Maul. Móðir Siguróskar Sigurðardóttur var Ólína Guðmunds- dóttir frá Kirkjubóli í Mosdal í Arnar- firði. Jón verður staddur í Reykjavík á afmælisdaginn. Hann heldur afmæl- istónleika í FÍH-salnum, Rauðagerði 27, laugardaginn 25.9. n.k.. Þar mun koma fram fjöldi landsþekktra söngv- ara og tónlistarmanna. Miðar verða seldir við innganginn. 70 ára á sunnudag Sigríður fæddist í Torfabæ í Sel- vogi í Árnessýslu og ólst þar upp. Hún útskrifaðist frá Leiklist- arskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968, lauk starfsleikninámi frá Kennaraháskóla Íslands 1988, lauk kennaraprófi frá Kennara- háskóla Íslands 1991 og hefur sótt fjölda námskeiða í leiklist, leikstjórn og sérkennslu. Sigríður var dagskrárgerðar- maður hjá Ríkisútvarpinu um árabil og sá aðallega um barna- efni. Hún kenndi leiklist í Haga- skóla árum saman og kenndi börnum í Kramhúsinu og í leik- skólanum Listakoti leiklist. Sigríður rak einnig leiklistar- skóla barnanna á Fríkirkjuvegi 11 og átti þátt í stofnun barna- leikhússins Leikfélag Hafnar- fjarðar, unglingaleikhópsins Veit mamma hvað ég vil, Snúðs og Snældu sem er Leikfélag eldri borgara. Að auki stofnaði Sigríður leik- hópinn Perluna sem skipaður er fullorðnu, þroskaheftu fólki. Perlan starfar enn af fullum krafti und- ir stjórn Sigríðar en hópurinn er nýkominn úr leikferð á listahá- tíð fatlaðra í Washington DC í Bandaríkjunum. Sigríður kenndi leikræna tjáningu á fjölskyldunámskeið- um SÁÁ um árabil. Hún hefur kennt fólki á öllum aldri leik- ræna tjáningu hérlendis og víða erlendis og tekið þátt í sam- vinnuverkefnum ýmissa þjóða á sviði leiklistar. Einnig hefur hún leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Kópavogs, og í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Sigríður hefur gefið út nokkr- ar barnabækur og skrifað fjölda handrita fyrir ýmsa leikhópa og leikstýrt þeim. Þá hefur hún að auki bæði samið og leikstýrt fyrir sjónvarp. Hún kennir nú hjá full- orðinsfræðslu fatlaðra í Reykja- vík. Þá má geta þess að Sigríð- ur hefur verið, ásamt fleirum, kirkjuvörður við Strandakirkju um langt árabil. Fjölskylda Sigríður giftist 23.8. 1963 Jóni L. Arnalds, f. 28.1.1935, hæsta- réttarlögmanni. Hann er sonur Guðrúnar Laxdal og Sigurðar Arnalds. Sigríður og Jón skildu árið 1990. Börn Sigríðar og Jóns eru Ey- þór Arnalds, f. 24.11.1964, for- maður bæjarráðs í Árborg og framkvæmdastjóri en kona hans er Una Dagmar Ólafsdóttir hús- móðir en Eyþór á fjögur börn; Bergljót Arnalds, f. 15.10. 1968, rithöfundur og leikkona, gift Páli Ásgeiri Davíðssyni lögfræðingi og á hún tvö börn. Systkini Sigríðar eru Ingibjörg Eyþórsdóttir, f. 14.5. 1936, hús- freyja að Kaldaðarnesi í Flóa; Ey- dís Eyþórsdóttir, f. 2.10. 1937, d. 2.4. 2010, var gjaldkeri í Reykja- vík; Þórður Eyþórsson, f. 24.8. 1943, fyrrv. deildarstjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, búsettur í Kópavogi. Bróðir Sigríðar, sammæðra, er Guðmundur Pétursson, f. 8.2. 1933, læknir í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru Eyþór Þórðarson, f. 20.3. 1898, d. 6.10. 1988, bóndi í Torfabæ, Selvogi og verkamaður í Reykjavík og Bergljót Guðmundsdóttir, f. 18.2. 1906, d. 19.6. 1980, húsfreyja og barnakennari. Þau bjuggu í Selvogi og í Reykjavík. Sigríður Eyþórsdóttir framhaldsskólakennari og leikari 30 ára á föstudag Hlynur fæddist á Hornafirði og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar en er nú búsettur í Kópavogi. Hann var Grunnskóla Hornafjarðar, lauk grunnskólaprófum frá Öldutúns- skóla og stundaði nám við Flens- borg um skeið. Hlynur vann í humri og síld á unglingsárunum á Hornafirði, starfaði hjá verksmiðju BYKO í Njarðvík um tveggja ára skeið, starfaði hjá glugga- og hurðar- smiðjunni SB í Hafnarfirði, hóf síð- an störf hjá Bónus þar sem hann vann fyrst á lager en varð síðar verslunarstjóri. Hann var síðan lagermaður hjá BYKO í Breiddinni en hefur verið sölumaður hjá Múr- búðinni sl. fjögur ár. Fjölskylda Kona Hlyns er Magnea Dröfn Jóns- dóttir, f. 25.12. 1977, húsmóðir. Synir Hlyns og Magneu eru Sigurður Friðrik Hlynsson, f. 3.12. 2000; Kristján Hlynsson, f. 16.4. 2004. Systkini Hlyns eru Erling Jó- hannsson, f. 3.6. 1973, sölumaður hjá Poulsen; Berglind Snorradótt- ir, f. 9.10. 1970, grunnskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Hlyns eru Jóhann Arngrímur Guðmundsson, f. 28.5. 1953, bifreiðastjóri, búsettur í Hafnarfirði, og Katrín Ingibergs- dóttir, f. 29.5. 1954, stuðningsfull- trúi við grunnskóla í Hafnarfirði. Hlynur Jóhannsson sölumaður hjá múrBúðinni Hulda Guðmundsdóttir fyrrv. leiðBeinandi Hulda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk unglingaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Hringbraut 1954, var við nám í Húsmæðraskól- anum að Laugarvatni veturinn 1958- 59, lauk einkaritaraprófi Pitman‘s frá Málaskólanum Mími árið 1977, tók þátt í starfi ITC-deildarinnar Korpu í Mosfellsbæ 1994-97 auk þess sem hún sótti fjölda námskeiða, m.a. í glerlist og ýmiss konar handmennt. Hulda starfaði í verksmiðjunni Vífllfelli við Hofsvallagötu 1954-60, var um tíma baðvörður við Íþrótta- hús Jóns Þorsteinssonar að Lind- argötu 7, var starfsstúlka á heima- vistarskólanum Jaðri, starfaði við símavörslu hjá Borgarbílastöðinni, var þerna á Hamrafellinu, bifreiða- stjóri hjá Ritsímanum, stundaði skrif- stofustörf á Kirkjusandi og hjá Húsa- smiðnum ehf. og var aðstoðarstúlka við mötuneyti Rannsóknastofnana í Keldnaholti. Hún var síðan leiðbein- andi í almennri handavinnu og gler- list fyrir aldraða hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur á árunum 1996-2010. Fjölskylda Maður Huldu er Örn Guðmunds- son, f. 4.7. 1939, húsasmíðameistari í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guð- rún Oddsdóttir, f. 19.6. 1909, d. 9.7. 1999, húsmóðir frá Lækjarbug, Brim- ilsvöllum í Fróðárhreppi og Guð- mundur H. Helgason, f. 14.8. 1907, d. 6.9. 1996, sjómaður frá Ólafsvík. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Synir Huldu eru Páll Melsteð Rík- harðsson, f. 6.7. 1966, doktor í við- skiptafræði, búsettur í Kaupmanna- höfn en eiginkona hans er Jennifer Kricker, doktor í lífeðlisfræði, en börn hans eru Jóhanna, Emma, Jósefína Hulda og Alexander Leslie; Þór Mel- steð Steindórsson, f. 12.5. 1972, kvik- myndagerðarmaður og kerfisfræð- ingur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hálfbróðir Huldu, sammæðra, er Svavar Guðni Svavarsson, f. 21.1. 1934, fyrrv. múrarameistari, búsettur í Reykjavík en börn hans eru Svavar Valur, Sigríður og Ásta Kristín. Móðir Huldu var Sigríður Ólafs- dóttir, f.. 27.4. 1912 að Garðstóðum í Ögurhreppi, d. 25.3.1978, húsmóðir. Faðir Huldu var Guðmundur Páls- son, f. 8.6. 1910 á Ísafirði, fyrsti vél- stjóri á bv. Sviða frá Hafnarfirði er fórst með allri áhöfn 2.12. 1941 við Snæfellsnes. Seinni maður Sigríðar og fóstur- faðir Huldu var Páll Melsteð Ólafs- son, f. 28.6.1907, d. 5.2.1992, múrara- meistari í Reykjavík. Hann var son- ur Ingibjargar Sveinbjarnardóttur frá Vogalæk á Mýrum og Ólafs Jens Sig- urðssonar sjómanns. Ætt Móðir Sigríðar var Sólveig Guð- mundsdóttir, Egilssonar, bónda í Efstadal í Ögursókn, Guðmundssonar á Laugabóli í Laugardal og Þorbjarg- ar Jónsdóttur Egilssonar, bónda að Laugalandi í Skjaldfannardal, og Re- bekku Hallsdóttur. Móðir Sólveigar og kona Guðmundar Egilssonar var Margrét Jónsdóttir Jónssonar og Mar- grétar Ólafsdóttur í Lágadal. Faðir Sig- ríðar var Ólafur Kr. Ólason trésmiður, Ólafssonar, vinnumanns á Hjöllum í Skötufirði, Jónssonar á Breiðaból- stað í Dölum. Móðir Ólafs var Guð- ríður Bjarnadóttir, f. að Eiríksstöð- um í Laugardal í Ögurhreppi. Móðir Guðmundar var Pálína Jónsdóttir, f. á Minni-Vatnsleysu í Kálfatjarnarsókn, Gíslasonar og Guðbjargar Eiríksdótt- ur, ættaðrar úr Njarðvík. Móðir Pálínu var Ingibjörg Einarsdóttir Guðmunds- sonar og Steinunnar Sigurðardóttur í Vesturkoti í Ólafsvallasókn á Skeiðum. Foreldrar Guðmundar voru Páll Ein- arsson í Hvassahrauni í Kálfatjarna- sókn, Þorlákssonar frá Neðradal í Biskupstungum og Ingibjörg Pálsdótt- ir í Hvassahrauni. Hulda býður til afmælisveislu síð- ar. 70 ára á laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.