Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 22
22 viðtal 20. ágúst 2010 föstudagur Runólfur Ágústsson varð áberandi í þjóð-lífinu þegar hann tók við Samvinnuháskól-anum á Bifröst und- ir lok tíunda áratugarins, gerði hann að viðskiptaháskóla og síðar að við- urkenndri menntastofnun á háskóla- stigi. Runólfur segir samfélagið hafa verið gott við hann til þessa. Eftir langt og stundum einmanalegt ferðalag um Ástralíu og endurmat á tilverunni langaði hann til að bjóða samfélaginu krafta sína á erfiðum tímum. Hann spyr sig hvort ekki sé ónauðsynlegt að verja nærri 30 milljörðum í atvinnu- leysisbætur á ári þegar veita mætti því fé um aðra farvegi til að mennta fólk í atvinnuleit. „Er það ekki bein og arð- bær fjárfesting fyrir samfélagið,“ spyr Runólfur sem tók þátt í að skipuleggja nám fyrir 3.000 atvinnulaus ung- menni eftir bankahrunið. Eins og fram hefur komið var Run- ólfur skipaður umboðsmaður skuld- ara og sat í embætti einn dag eft- ir að fjármál hans komust í hámæli. Ásta Sigrún Helgadóttir lögfræðingur hreppti stöðuna eftir að félagsmála- ráðherra sá sér ekki fært að styðja Runólf til verkefnisins. Aðstaða í boði bankanna? „Ég veit ekkert hvað tekur við nú. Það hlýtur að vera einhver sem vill fá þokkalega röskan mann í vinnu. Í mínu lífi hefur það verið þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðr- ar. Af hverju sótti ég um starf umboðs- manns skuldara? Ég skal segja það alveg heiðarlega. Þegar ég kom að at- vinnuleysismálunum í fyrra gerði ég það heiðarlega og af einlægni á þeirri forsendu að ég vildi leggja eitthvað af mörkum fyrir samfélagið. Ég hafði fjárfest, ég hafði grætt og ég hafði tap- að. Ég hafði árum saman verið mjög hátt launaður. Þetta var partur af nið- urstöðunni sem ég komst að um sjálf- an mig þegar ég ók um eyðimerkur Ástralíu. Ég endurmat líf mitt. Ég vildi gefa eitthvað til baka til samfélagsins. Það menntaði mig og það var gott og gjöfult. Nú er komið að því að endur- gjalda hugsaði ég. Ég tók til dæmis þá ákvörðun þegar ég var spurður um launakröfur að mér dygði jafngildi at- vinnuleysisbóta við að stýra verkefn- inu í sex mánuði. Það eru rúmar 149 þúsund krónur á mánuði. Þegar staða umboðsmanns skuldara losnaði taldi ég mig einnig geta gert gagn á þeim vettvangi. Forveri hennar, Ráðgjaf- arstofa um fjármál heimilanna, var lömuð. Þarna eru um 850 mál sem bíða afgreiðslu og þúsundir mála að bætast við. Ég tel mig kunna að byggja upp starfhæfar einingar hratt og ör- ugglega. Ég var metinn hæfastur sam- kvæmt óháðu mati. Eftir á að hyggja held ég að ráðherrann hefði átt að segja sig frá þessu og láta einhvern annan ráða í þetta. En þetta var hans ákvörðun og hún var klaufaleg. Ég er þannig gerður að ég tek þann slag sem kemur og reyni að vinna hann. Eftir örlagaríkt símtal við Árna Pál var ljóst að ég naut ekki stuðnings hans leng- ur og hann óskaði eftir því að ég viki til hliðar þótt hann hafi reynt að draga úr þeim ummælum sjálfur. En svona var þetta. Það hefði verið fáránlegt að hanga á þessu. Það kom mér á óvart þennan hálfa dag sem ég var inni á skrifstofunni (Ráðgjafarstofu heimil- anna), að frétta að þarna inni voru all- ir munir að láni frá bönkunum. Stóll- inn var frá Arion, skrifborðið frá Glitni og uppi á vegg hjá forstjóranum hékk málverk í eigu eins bankanna. Þetta fannst mér ekki vera við hæfi. Auðvit- að vissi ég að slagurinn yrði við bank- ana. Ég sagði líka frá fyrsta degi að ég ætlaði að taka þann slag. Ég ætlaði mér að gera það og vinna fyrir skuld- arana. Það var engin tilviljun að þess- ar upplýsingar um fjármál mín láku til DV innan úr bankakerfinu. Ég reyni að vera einlægur og heiðarlegur í því sem ég geri.“ Hröð uppbygging Eftir laganám hóf Runólfur störf hjá sýslumanninum í Borgarnesi. Fljót- lega var hann einnig byrjaður að kenna lögfræði við Samvinnuháskól- ann á Bifröst; þótti það skemmtilegra en að gera fjárnám hjá fólki. Hann var orðinn rektor skólans árið 1998 sem síðar varð einn af háskólum þjóðar- innar. „Mitt fyrsta verk sem rektors var að fara á fund menntamálaráðherra sem þá var Björn Bjarnason. Ég lagði fyrir hann mínar áætlanir og spurði hann hvort ég nyti stuðnings hans til verka. Hann kvað já við og okkur gekk ágætlega að vinna saman. Ég var þekktur róttæklingur og hann hægri- maður. Við náðum góðu samstarfi um uppbygginguna og Björn á mik- inn hlut þar að máli. Hann hafði mjög skýra sýn á menntamálin. Mér finnst hvorki Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir né Katrín Jakobsdóttir standa honum jafnfætis varðandi mennta- mál þjóðarinnar sem á þessum tím- um eru einn mikilvægasti málaflokk- urinn. Björn var eiginlega jafn góður menntamálaráðherra og hann var vondur dómsmálaráðherra. Það var ekkert gróðafyrirtæki að reka há- skóla á Bifröst. Þegar ég skilaði þar mínu verki voru þar á áttunda hundr- að nemendur sem stunduðu nám í þremur deildum bæði í grunnnámi og á meistarastigi.“ Fólk tekur sprett með mér Löngu síðar komu upp ýmis mál þar sem einkamál Runólfs urðu að fjöl- miðalefni .„Þau mál voru mér erfið- ari en það mál sem ég hef nú farið í gegn um varðandi stöðu umboðs- manns skuldara. Þessi slagur nú snýst um ákveðið samfélagsástand. Ann- ars vegar ástand sem ég tók þátt í árið 2007, sem eftir á að hyggja var ekki skynsamlegt, hvorki peningalega né á annan hátt. Hins vegar þveröfugt ástand sem nú ríkir. Enginn var mað- ur með mönnum nema hann hefði mjög mikið handa á milli og ham- ingjan var mæld í peningum. Ég hafði fest aleiguna í Háskólavöllum á Suð- urnesjum. Ég var ráðinn þangað sem verkefnisstjóri af aðilum sem stofn- uðu Háskólavelli og Keili. Eiginlega var sagt við mig: „Komdu og reyndu að gera eitthvað úr þessari herstöð með okkur.“ Ég fékk að hluta laun fyr- ir vinnuna, sem ég lagði sem hluta- fé í Háskólavelli með láni frá Spari- sjóði Mýrarsýslu, alls um 50 milljónir króna og veðsetti allt mitt. Þetta lán hef ég löngu greitt til baka. Við settum okkur það markmið að vera komnir með 500 nemendur innan fimm ára. Við stefndum að því að íbúar yrðu að minnsta kosti 1.500 innan fimm ára og að fjárhagur Keilis yrði trygg- ur. Þetta gekk afar vel og við náðum markmiðum okkar á tveimur árum. Fyrstu nemendurnir fluttu inn í ág- úst 2007. Margrét Pála Ólafsdóttir tók að sér að setja á fót leikskóla og svona vannst þetta. Í lok annars starfsársins – og hafði ég þá verið þarna í nærri þrjú ár – voru nemendur á sjötta hundrað, íbúar um 2.000 og Keil- ir var það árið rekinn með 200 millj- óna króna afgangi. Þá sagði ég við sjálfan mig: „Nú er komið nóg, ég er góður í að byggja upp.“ Ég er ekki góð- ur í því að halda í horfinu. Mér lætur líka vel að laða að mér gott fólk sem er til í að hlaupa með mér, en ég geri mjög miklar kröfur. Eins og góður vin- ur minn frá Bifröst, Gunnar Ólafur Haraldsson, sagði varðandi Bifrastar- málin: „Þú baðst okkur um að hlaupa með þér 5 þúsund metra hlaup. Svo þegar við komum í mark segir þú að við eigum að halda áfram og hlaupa maraþon.“ Ég þreyti gjarnan af mér samstarfsfólk á nokkurra ára tíma- bili. Þegar markmiðum Keilis var náð fannst mér því ágætt að stíga til hlið- ar,“ segir Runólfur. Að bæta samfélagið „Mig langaði til að ferðast og skrifa bók. Ég fór til Ástralíu, leigði mér bíl og ók þvert yfir álfuna aleinn. Það var á tímum afar einmanalegt. Ég ók einn yfir eyðimörk sem þótti alveg galið að gera. Menn fara gjarnan á mörg- um bílum og með gervihnattarsíma. Ég var einn og símalaus á gömlum Pajero-jeppa. Þetta heppnaðist og ég skrifaði bók sem ég kallaði „Enginn ræður för“ og vona að lesendum hafi líkað. Eftir þetta fór ég til starfa fyrir Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra. Við þekkjumst eins og fram hefur komið. Hann bað mig að koma að greiningu á aðstæðum ungra atvinnuleitenda. Ég var þar í starfshópi með Gesti Guð- mundssyni félagsfræðingi og fleir- um. Niðurstöðurnar voru sláandi. Við sáum skýrast að þróunin virtist sam- bærileg því sem gerðist í kreppunni í Finnlandi á tíunda áratugnum. Þar urðu margir árgangar utanveltu í skólakerfinu og áttu erfitt uppdráttar í atvinnulífinu. Þetta fólk datt út um og upp úr tvítugu og fótaði sig ekki í samfélaginu. Þetta unga fólk fór á at- vinnuleysisbætur og síðar örorkubæt- ur. Við skoðuðum þetta hér. Í ljós kom að meðal atvinnulausra ungmenna ríkti vonleysi og depurð. Þau snéru sólarhringnum við. En þau upplifðu stöðu sína bærilega í fjárhagslegu til- liti, fengu kannski 100 til 150 þúsund krónur á mánuði í atvinnuleysisbæt- ur og bjuggu flest heima hjá foreldr- um sínum. Í kjölfarið lögðum við fram skýrslu sem kom út í nóvember í fyrra. Mér var falið að þróa aðferðir til þess að sporna við þessari þróun. Samþykkt var til dæmis á fjárlögum að færa 1,2 milljarða króna úr bóta- hluta atvinnuleysistryggingasjóðs yfir í úrræðafé. Fyrir það gátum við farið út í skólana og bókstaflega keypt pláss fyrir þessi ungmenni. Um þrjú þús- und hafa nýtt þessi úrræði og 90 pró- sent þeirra eru virk. Þetta skiptir miklu máli. Um 200 til 300 fóru á mettíma inn í almennu framhaldsskólana. Þar stóðu tveir skólar sig sérstaklega vel. Menntaskólinn í Kópavogi tók nema inn í þjónanám sem er hagnýtt og næg eftirspurn eftir þjónum á vinnumark- aði. Fisktækniskólinn á Suðurnesjum tók í samstarfi við Fjölbrautaskólann þar við 30 strákum sem enduðu í at- vinnu sem lýtur að fiskveiðum og fisk- vinnslu. Þetta eru aðeins fáein dæmi. Niðurstöðurnar nú í vor voru þær að um 75 prósent þeirra ungmenna sem nýttu sér þessa leið stóðu sig og luku námi með fullnægjandi árangri. Þetta unga fólk þurfti bara að fá tækifæri. Þetta er verkefni sem ég er gríðarlega stoltur af.“ Háskólarnir ekki vandamál... Þetta verkefni þarf að þróa áfram að mati Runólfs. „Það er alveg galið að greiða fólki 27 milljarða króna í at- vinnuleysisbætur á ári fyrir að vera heima og gera ekki neitt. Ég er ekki að tala um að fólk eigi ekki að fá bæt- ur missi það vinnuna. Það á að nota þetta fé til að skapa fólki ný tækifæri í lífinu. Við erum núna að skera nið- ur menntakerfið. Hættulegast er að skera niður háskólakerfið. Það er mjög sveigjanlegt og í grunninn mjög gott. Sú skemmdarverkastarfsemi sem hinn vinstrigræni menntamála- ráðherra virðist ætla að fara í þar er þjóðhagslega stórhættuleg. Stundum er sagt að við séum með allt of marga háskóla. Það er ekki þannig. Hér eru 7 háskólar. Í Bandaríkjunum eru fjög- ur- til sexþúsund skólar á háskólastigi sem er svipað hlutfall og hér miðað við höfðatölu. Í Japan eru hlutfallslega fleiri háskólar en hér á landi. Vandinn er ekki fjöldi háskólanna. Vandinn er niðurskurðurinn innan þeirra. Samt er þetta eitt ódýrasta háskólakerfi í Evrópu miðað við landsframleiðslu. Á þessum þrengingartímum eigum við að efla háskólakerfið og nota það hugvit og mannafla, sem hrakist hef- ur af vinnumarkaði, og beita okkur fyrir því að veita fólki tækifæri til end- urmenntunar. Þegar kreppunni linn- ir efir tvö til þrjú ár verður það fólk að útskrifast og verður til í slaginn. Þarna vantar stefnumörkun og skýra sýn sem þessi ríkisstjórn virðist því miður ekki hafa. Vandinn í menntakerfinu er ekki háskólarnir heldur framhalds- skólarnir. ... heldur framhaldsskólarnir Við erum með mesta brottfall í Evr- ópu út úr framhaldsskólum, milli 30 og 40 prósent. Það er eitthvað veru- lega mikið að. Brottfall drengja er óvenju hátt og við útskrifum nema seinna en aðrar þjóðir úr fram- haldsskólum. Við búum við dýrt og lélegt framhaldsskólakerfi. Allt of stór hópur sem kemur í framhalds- skólana bíður skipbrot. Ég hef lengi verið talsmaður frumgreinadeilda. Þetta eru námsbrautir fyrir þá sem eru orðnir 24 ára og féllu af ýmsum ástæðum úr framhaldsskólunum. Þetta nám var til í Tækniskólanum og á Bifröst og hefur eflst mikið á und- anförnum árum. Meðalaldur í þess- um deildum er yfir þrítugt. Þessar deildir eru þrjár á landinu; á Bifröst, við HÍ og hjá Keili. Það er mjög stór hópur hér á landi sem horfið hef- ur úr framhaldsskóla sem fær þarna annað tækifæri. Það var gerð könnun sem að þessu lýtur á meðal nema í HÍ síðastliðið vor. Spurt var hvernig þeir teldu að viðkomandi framhaldsskóli hefði undirbúið þá undir framhalds- nám. Í fyrstu þremur sætunum voru Menntaskólinn á Akureyri, Mennta- skólinn í Reykjavík og Menntaskól- opn st aðRaR Þegar einar dyr lokast Nafn Runólfs Ágústssonar lögfræðings hefur verið áberandi í fjölmiðlum að und- anförnu. Hann sótti um starf umboðsmanns skuldara, var metinn hæfastur umsækjenda, en missti stuðning Árna Páls Árnasonar fé- lagsmálaráðherra efir að umræða um skuldir runólfs urðu að umræðuefni í fjölmiðlum. Í samtali við Jóhann Hauksson segir hann mikil vægasta samfélagslega verkefnið í mótlæti kreppunnar felast í að styðja og bæta menntakerfið. fyrsta hreina vinstristjórn lýð- veldisins sé hins vegar sundruð og verklítil. Á þessum þreng-ingartímum eigum við að efla há- skólakerfið og nota það hugvit og mannafla, sem hrakist hefur af vinnumarkaði, og beita okkur fyrir því að veita fólki tækifæri til endur- menntunar. Pólitískur Forkur „Ástandið hjá VG er slíkt að flokkurinn getur ekki stjórnað alveg burtséð frá stefnu hans.“ mynd sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.