Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 40
Bogi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Skerjafirðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1954, stundaði framhalds- nám í lögfræði í Þýskalandi og Sviss 1954-56, öðlaðist hdl.-rétt- indi 1958 og hrl.-réttindi 1968. Bogi var lögfræðingur hjá bandarísku verktökunum Met- calf, Hamilton, Smith & Beck Co. á Keflavíkurflugvelli 1954, lög- fræðngur hjá Útvegsbanka Íslands í Reykjavík 1956-88 og starfrækti síðan eigin lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1988. Bogi sat í stjórn Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, 1951-52 og var fulltrúi þess í Stúdentaráði Háskóla Íslands og gjaldkeri þess 1952-53. Hann gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, sat í stjórn Félags sjálfstæðis- manna í Hlíða- og Holtahverfi frá stofnun þess 1969 og var formaður þess um skeið frá 1981, sat í stjórn landsmálafélagsins Varðar 1978- 81 og var í stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík frá 1981. Þá sat hann m.a. í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar um skeið frá 1990. Fjölskylda Bogi kvæntist 20.8. 1960 Sigrúnu Sigurþórsdóttur, f. 20.8. 1935, hús- freyju. Foreldrar Sigrúnar voru Sigurþór Jónsson, f. 23.11. 1890, d. 5.9. 1959, úrsmiður í Reykjavík, og k.h., Stefanía Árnadóttir, f. 12.7. 1906, d. 28.10. 1992, húsmóðir. Synir Boga og Sigrúnar eru Sig- urþór, f. 23.11. 1961, búsettur í Reykjavík; Benedikt, f. 30.3. 1965, lögfræðingur í Reykjavík, kvæntur Úllu Káradóttur, f. 29.5. 1968, og eru börn þeirra Þuríður, f. 12.2. 1994, Bogi, f. 12.7. 1997, Kári Steinn, f. 9.8. 2000, og Sigrún, f. 20.12. 2004. Bræður Boga: Gunnar Ingi- marsson, f. 2.12. 1923, fyrrv. stór- kaupmaður, búsettur á Seltjarn- arnesi, kvæntur Kirsten Larsen Ingimarsson og eiga þau þrjú börn á lífi, Kristján, Helga og Ásu; Ingi- mar Ingimarsson, f. 28.5. 1925, d. 16.12. 1998, flugumsjónarmaður hjá Flugleiðum, var kvæntur Sól- veigu Geirsdóttur og eignuðust þau þrjú börn, Geir, Ingimar Örn og Auði. Foreldrar Boga voru Ingimar Brynjólfsson, f. 19.8. 1892, d. 25.12. 1976, stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h., Herborg Theodóra Guð- mundsdóttir, f. 6.2. 1901, d. 5.12. 1996, húsfreyja. Ætt Ingimar var bróðir Jóns Jóhanns, b. á Ólafsvöllum, Péturs, ljósmynd- ara í Reykjavík, og Boga, sýslu- manns á Blönduósi. Ingimar var sonur Brynjólfs, pr. á Ólafsvöllum, bróður Péturs, pr. á Kálfafellsstað í Suðursveit, föður Jóns, prófasts þar, föður Einars Guðna, sóknar- prests þar. Brynjólfur var einnig bróðir Jarþrúðar, konu Hannesar Þorsteinssonar ritstjóra, og bróðir Jóhönnu Soffíu, móður Páls Agn- ars, fyrrv. yfirdýralæknis, og Zóp- hóníasar skipulagsstjóra. Meðal hálfsystkina Brynjólfs, samfeðra, voru Þóra, kona Jóns Magnússon- ar forsætisráðherra, Arndís, móð- ir Ásu Guðmundsdóttur Wright, Sturla kaupmaður, og Friðrik, guð- fræðingur og kaupmaður, faðir Sturlu, erfðafræðings og vistfræð- ings. Brynjólfur var sonur Jóns dómstjóra, bróður Péturs biskups og Brynjólfs Fjölnismanns. Jón var sonur Péturs, prófasts á Víðivöll- um Péturssonar, og Þóru Brynj- ólfsdóttur, gullsmiðs á Þrastar- stöðum Halldórssonar, biskups á Hólum Brynjólfssonar. Móðir Brynjólfs Jónssonar var Jóhanna Bogadóttir, fræðimanns á Stað- arfelli Benediktssonar, ættföður Staðarfellsættar. Móðir Boga var Hildur, systir Gunnlaugs, föður Þóreyjar, ættmóður Thoroddsen- sættar, móður Jóns Thoroddsens skálds. Hildur var dóttir Magnúsar, prests á Höskuldsstöðum, Péturs- sonar, b. á Stóru-Brekku í Fljótum, Þorsteinssonar, b. á Stóru-Brekku, Eiríkssonar, ættföður Stóru- Brekkuættarinnar. Móðir Hild- ar var Ásgerður Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis. Móðir Jóhönnu var Jarþrúður Jónsdóttir, prests í Holti í Önundarfirði, bróður Árna, föður Valgerðar, ættmóður Briem- ættarinnar. Jón var sonur Sigurðar, prófasts í Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar, bróður Steingríms, föð- ur Jóns eldprests. Móðir Jarþrúð- ar var Sólveig Ólafsdóttir, lögsagn- ara á Eyri í Skutulsfirði, Jónssonar, ættföður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Ingimars var Ingunn, systir Valgerðar, ömmu Ólafs Ket- ilssonar langferðabílstjóra. Ingunn var dóttir Eyjólfs, b. í Vælugerði í Flóa Gestssonar. Móðir Eyjólfs var Valgerður Þorkelsdóttir, systir Sig- ríðar, langömmu Nínu Sæmunds- dóttur myndlistarmanns. Systkini Herborgar Theod- óru voru Guðmundur og Viktoría. Herborg Theodóra var dóttir Guð- mundar, b. á Krossi á Skarðsströnd og síðar sjómanns og vinnumanns í Flatey Guðmundssonar, vinnu- manns á Kóngsbakka í Helgafells- sveit Þorsteinssonar, b. á Vala- björgum, Árnabotni og Undirtúni í Helgafellssveit Jónsonar. Móð- ir Guðmundar á Kóngsbakka var Sigríður Sumarliðadóttir. Móð- ir Guðmundar á Krossi var Kristj- ana Jónsdóttir, b. í Seljum og síðar í Drápuhlíð í Helgafellssveit Stein- dórssonar, og Margrétar Jónsdótt- ur. Móðir Herborgar Theodóru var Ólöf, systir Guðrúnar, hús- freyju á Hópi, ömmu Eggerts Thorberg, múrara og ættfræðings, eiginmanns Hólmfríðar Gísladótt- ur, ættgreinis og fyrrv. formanns Ættfræðifélagsins. Ólöf var dótt- ir Helga, b. og sjómanns í Rima- búð í Eyrarsveit Helgasonar, b. á Hnausum í Eyrarsveit Helgason- ar, á Rifi Helgasonar, á Hellnafelli í Eyrarsveit Steindórssonar, sýslu- manns í Hnappadalssýslu Helga- sonar. Móðir Helga í Rimabúð var Þorkatla Bjarnadóttir, b. í Neðri- Lág Kárasonar. Móðir Þorkötlu var Sæunn Jónsdóttir, b. á Harrastöð- um í Miðdölum Jónssonar, og Ing- veldar Einarsdóttur, pr. í Hvammi í Hvammssveit Þórðarsonar, próf- asts þar Þórðarsonar. Móðir Óla- far var Margrét Sigurðardóttir, b. í Suðurbúð Sigurðssonar, og Guð- rúnar Jónasdóttur, formanns í Pumpu í Eyrarsveit Sigurðssonar. Bogi var jarðsunginn frá Há- teigskirkju sl. þriðjudag. andlát Bogi Ingimarsson hæstaréttarlögmaður í reykjavík Alfreð Andrésson gamanleikari - f. 21.8. 1908, d. 24.12. 1955 Alfred var sonur Andrésar Nielsen, verkamanns í Reykjavík, og konu hans, Guðnýjar Jósefsdóttur, frá Uppsölum í Flóa. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1927 og starfaði síðan sem verslunar- maður í Reykjavík, lengst af hjá O. Johnson og Kaaber. Þá dvaldi hann við leiklistarnám í Danmörku árið 1947. Alfred kom fyrst fram í litlu þjónshlutverki í Októberdegi í Iðnó 1931 og á næsta leikári var hann orðin fullgildur leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann var auk þess eftirsóttur á skemmt- anir af ýmsu tagi enda frábær húmoristi, var ein helsta stjarnan í revíum Reykjavíkur Annáls og Fjalakattarins á fjórða og fimmta áratugnum og stofnaði síðan og rak Bláu stjörnuna í Sjálfstæðis- húsinu (nú NASA) ásamt Indriða Waage og Haraldi Á. Sigurðssyni, öðru gamanleikjaséníi. Alfred er í hópi okkar snjöll- ustu gamanleikara og margir sem muna eftir honum á sviði telja að enn hafi enginn skákað honum. Hann hafði bjarta og hljómmikla rödd, afar skýran framburð, stór- fengleg svipbrigði, lipran limaburð og góða söngrödd. Hann þótti snillingur í túlkun umkomuleys- ingja sem voru leiksoppar ann- arra. Margir eldri borgarar muna eflaust eftir Alfreð úr verkum á borð við Mann og konu, Pilt og stúlku, Eftirlitsmanninn og Grænu lyftuna. Alfreð var kvæntur leikkonunni Ingu Þórðardóttur og eignuðust þau eina dóttur, Lailu. Hann lést langt fyrir aldur fram og var allri þjóðinni harmdauði. Fæddur 16. 6. 1929 - Dáinn 4. 8. 2010 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Þegar andlát ber að www.utfarir.is - utfarir@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 40 minning 20. ágúst 2010 föstudagur Dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur - f. 22.8. 1917, d. 5.7. 1987 Selma Jónsdóttir fæddist í Borg- arnesi, dóttir Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Björnsdóttur frá Svarfhóli. Að loknu verslunarskólaprófi stundaði Selma nám í Hamborg og Heidelberg, nam listasögu og lauk prófum frá háskólanum í Berkeley í Kaliforníu 1942, lauk BA-prófi í listasögu frá Barnard College við Columbia-háskól- ann í New York 1944, og var þar með fyrst Íslendinga til að ljúka BA-prófi í listasögu, stundaði framhaldsnám við Columbia-há- skólann 1944-45 og við War- burg Institute við Lundúnarhá- skóla 1946-48, og lauk MA-prófi í listasögu við Columbia-háskól- ann 1949. Þá varði hún doktors- ritgerð við Háskóla Íslands 1960, fyrst kvenna. Doktorsritgerðin fjallaði um Flatatungufjalir og er talin hafa brotið blað í rannsókn- um á íslenskri listfræði. Einnig má nefna að fyrsta grein Selmu sem birtist á prenti var í tímaritinu Art Bulletin árið 1950 og þótti mjög merkt framlag til rannsókna á enskri rómanskri list. Selma var ráðin á Listasafn Ís- lands árið 1950, skipuð forstöðu- maður þess árið 1953 og veitti því forstöðu til æviloka. Selma var gift dr.phil. Sigurði Helga Péturssyni gerlafræðingi. Systkini Selmu voru Björn Jóns- son, hagfræðingur og bankafull- trúi, Guðrún Jónsdóttir , ritari hjá utanríkisráðuneytinu og hjá for- seta Íslands, og Halldór Jónsson, arkitekt og mikill áhrifamaður í íslensku viðskiptalífi sem stjórnar- formaður ýmissa helstu fyrirtækja landsins. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað merkir íslendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.