Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 26
Björgvin Björgvinsson hefur þurft að láta af störfum sem yfirmaður kynferðisbrota-deildar lögreglunnar eftir að
hann benti á að fólk bæri sjálft tölu-
verða ábyrgð á því að vera nauðgað.
Björgvin er hlaðinn reynslu og veit eflaust hvað hann er að tala um. Hann vill meina að fólk kalli yfir sig nauðgun
með því að drekka mikið áfengi og
fara í miðbæinn. Því það kemur í ljós
að margar nauðganir eiga sér stað í
miðbænum og fórnarlömbin eru oft
ölvuð. Í samtali við DV tók Björgvin
kvenþjóðina í kennslustund og benti
á hvernig mætti forðast aðstæður sem
leiða til nauðgunar. „Vandamálið
felst meðal annars í því að fólk leitar
ekki inn á við og sér ekki að það er að
setja sjálft sig í hættu með drykkju
og dópneyslu. Oftar en ekki eru þessi
mál tengd mikilli áfengisnotkun og
ekki á ábyrgð neins nema viðkom-
andi sem er útsettur fyrir því að lenda
í einhverjum vandræðum. Það er erf-
itt hvað það er algengt að fólk bendir
alltaf á einhverja aðra og reynir að
koma ábyrgðina yfir á þá,“ útskýrði
Björgvin.
Björgvin er hins vegar svo skammsýnn að hann bendir ekki á fjölmörg önnur atriði sem fólk getur gert til að forð-
ast nauðgun. Þröngar buxur eru til
dæmis víða taldar nauðgunarvaldur
og var meðal annars tekið tillit til hve
aðskornar buxur fórnarlambs nauðg-
unar voru í ítölsku nauðgunarmáli
fyrir ekki svo mörgum árum. Og kon-
ur sem eru aðlaðandi í klæðaburði og
fasi eru líklegri en aðrar til að vekja
athygli nauðgara. Með því að klæðast
pokafötum og takmarka salernisferð-
ir gætu þær auðveldlega aukið öryggi
sitt.
Flestar nauðgarnir eiga sér stað eftir klukkan átta á kvöldin. Það er því borðleggjandi að konur sem vilja ekki verða fyr-
ir nauðgun hljóta að halda sig heima
eftir klukkan átta. Annars eru þær út-
settar fyrir því að lenda í vandræðum.
Þekking á forvörnum nauð-gana er óvíða jafn rík og í arabaheiminum. Þar er þess gætt að konur fari aldrei út
einar síns liðs og bjóði aldrei hætt-
unni heim með því að sýna af sér of
góðan þokka. Ef kona þarf, af ein-
hverjum vel rökstuddum ástæðum,
að fara úr húsi, fer hún undantekn-
ingalaust í fylgd karlmanns sem hún
þekkir. Þá er hún klædd í búrku sem
hylur kvenlegar útlínur hennar sem
tryllt gætu nauðgara. Hversu langt
kona gengur í því að hylja búk sinn
er hennar mál. Hún hlýtur að axla
þá ábyrgð sjálf og horfa í eigin barm.
En ef hún sér móta fyrir eigin barmi
er hún vafalaust of ögrandi í klæða-
burði og býður hættunni heim. Þess
ber að geta að mjög fáar nauðgarnir
eru tilkynntar í arabaheiminum og
má eflaust þakka fyrrnefndu átaki
til verndar konum fyrir aðsteðjandi
ógnum.
Sjálfsgagnrýni er sérstaklega mikilvæg. Lögreglan getur ekki endalaust axlað ábyrgð á þeim vandræðum sem borg-
arar koma sér í. Það er til dæmis vitað
að flestar líkamsárásir verða í mið-
bænum og um helgar, þegar flest fólk
er í fríi. Þeir karlmenn sem vilja ekki
láta berja sig eiga ekki að fara í mið-
bæinn. Hvað þá að neyta áfengis. Það
er þeim sjálfum að kenna ef þeir eru
barðir í buff. Þá væri nú meira tilvalið
fyrir þá að halda sig heima og verja
konuna sína fyrir mögulegri nauðg-
un. Annars getur þetta fólk sjálfu sér
um kennt ef því verður nauðgað og
það lamið.
LÁTTU EKKI NAUÐGA ÞÉR! „Það hefur ekki verið
þægilegt.“
n Sigurður Einarsson aðspurður hvernig hafi
verið að vera eftirlýstur af alþjóðalögreglunni
Interpol. Hann er mættur til yfirheyrslu hjá
sérstökum saksóknara og segist hafa hreina
samvisku.-ruv.is
„Það er skítalykt af þessu frá
a til ö.“
n Óánægður sumarhússeigandi á
Þingvöllum um viðbrögð yfirvalda og
heilbrigðiseftirlits í máli þar sem Holræsa- og
stífluþjónustan losaði skolpúrgang á
vatnsverndarsvæði.-Morgunblaðið.
„Hafið bara gaman af lífinu
og ekki vera svona þröng-
sýn.“
n Skilaboð Andra Bergmanns, sem hljóp
fáklæddur inn á bikarúrslitaleik FH og KR, til
allra þeirra sem hafa hneykslast á hegðun
hans.-DV.is
„Við vorum með tárin í
augunum og harðsperrur
upp fyrir haus.“
n Sólveig Hlín Sigurðardóttir, forstöðukona
Reykjadals, um frábærar móttökur þegar
vistmenn og starfsfólk Reykjadals luku
styrktargöngu sinni.-Morgunblaðið.
„Hannes var traustasti
vinur sem nokkurn tímann
er hægt að hugsa sér.“
n Óðinn Rafnsson, æskuvinur Hannesar Þórs
Helgasonar, sem fannst myrtur á heimili sínu
síðastliðinn sunnudag.-DV.is
Sakleysi Björgólfs Thors
Björgólfur Thor Björgólfsson auðmað-ur hefur stofnað vef til að halda til haga sýn hans á eigin viðskipti. „Oft hefur verið þrautin þyngri að greina
sannleikann frá hálfsannleika og hreinum
uppspuna,“ útskýrir Björgólfur og vísar þar til
íslenskra fjölmiðla. Því er rétt að halda til haga
áhrifum Björgólfs á samtímasöguna.
Steingrímur Ari Arason, meðlimur í fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu, sagði af sér
vegna þess að huglægt og pólitískt mat réði
því hver fékk Landsbankann þegar hann var
einkavæddur. „Faglegar vinnureglur voru því
settar til hliðar við sölu Landsbankans,“ sagði
hann.
Björgólfur tók gríðarlega há lán frá bankan-
um, sem hann átti sjálfur stóran hlut í. Hann
var ekki flokkaður sem tengdur aðili, þrátt fyr-
ir að vera það augljóslega. Þeim aðferðum eig-
enda banka að fá stórfelld lán frá bankanum
hefur verið lýst sem „bankaráni innan frá“.
Samkvæmt bankalögum má áhætta vegna
eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskipta-
manna ekki fara fram úr 25% af áhættugrunni
bankans. Árið 2007 var áhætta Landsbank-
ans vegna Björgólfsfeðganna beggja 140%.
Til samanburðar má nefna að áhætta Glitnis
vegna Baugsfeðga var 51%.
Frá janúar 2007 til hins örlagaríka októ-
ber 2008 náði Björgólfur Thor að auka lán sín
hjá Landsbankanum úr 58 milljörðum í 141,5
milljarða. Á sama tíma sótti Landsbankinn fé
í vasa breskra og hollenskra sparifjáreigenda.
Á vef Björgólfs er greint frá því hvernig kall-
að var eftir aðstoð hans í svarta október. For-
setinn bað hann um að koma, Sigurður Ein-
arsson líka, sem og Halldór J. Kristjánsson.
Geir Haarde sagðist oft hitta hann þegar hann
kæmi til landsins. Þeir höfðu augljóslega gríð-
arlega trú á Björgólfi.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra lýsir hins
vegar heimkomu hans svona í rannsóknar-
skýrslunni: „Verstur var Björgólfur [Thor
Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hin-
um líka og þeir komu svo bara um kvöldið og
sögðu: Það er ekkert að marka það sem þessi
maður segir. Þeir voru að reyna að finna leið
til að sameina Kaupþing og Landsbankann til
þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur
sagði bara: Við reddum þessu og við reddum
þessu.“
Svipaða sögu höfðu Sigurður Einarsson og
Hreiðar Már Sigurðsson að segja. „Það var log-
ið að okkur. Og við hringjum í hann [Björgólf
Thor Björgólfsson] fyrir fundinn á sunnudeg-
inum, hvort það sé búið að leysa þessi mál, aug-
ljóslega því vorum að keyra þessa hugmynd
að bjarga bæði Landsbankanum og okkur, og
hann staðfesti það við Sigurð og ég hlusta á það
símtal: Það er í lagi, við erum búnir að redda
þessu,“ segir Hreiðar Már um Björgólf.
Björgólfur hefur það fram yfir flesta aðra ís-
lenska útrásarvíkinga að leggja sig fram um að
skýra sín sjónarmið og biðjast afsökunar. Það
er hins vegar mikilvægt fyrir þjóðina að þurfa
ekki að trúa á og treysta sakleysi manna, eins
og Björgólfs Thors, í blindni. Persóna hans á
ekki að skipta máli. Betra er að setja strangari
lög og reglur, taka upp gjaldmiðil sem er of stór
til að spila með, auka eftirlit og stórauka gegn-
sæi, með því að afnema bankaleynd að mestu.
JóN TRAUsTI REyNIssoN RITsTJóRI sKRIfAR. „Það er ekkert að marka það sem þessi maður segir.“
leiðari
svarthöfði
bókstaflega
Hin gleymdu gullklósett
Svo ég haldi nú enn á lofti gunnfána
mínum og efli enn baráttu mína fyr-
ir lýðræði, gagnsæi og heiðarleika í
stjórnmálum, set ég hér enn og aft-
ur fram kröfu mína: Ég krefst þess að
stjórnmálaflokkar verði bannaðir á Ís-
landi.
Stjórnmálaflokkar eru gróðrar stíur
skæðra pesta. Ef við hefðum verið
búin að banna fyrirbæri einsog Fram-
sókn og Sjálfstæðisflokk um síðustu
aldamót þá hefði hrunið aldrei orð-
ið. Staðreyndin er nefnilega sú, að ís-
lenskir stjórnmálamenn stjórna bið-
röðinni á klósettin í umboði þeirra
sem salernin eiga. Hvernig væri til
dæmis Sjálfstæðisflokkurinn án
beinna tengsla við Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna?
Samtrygging og spillingaröfl í
stjórnmálum eiga rætur í flokkunum.
Í stjórnsýslunni eru einstaklingar
nánast aldrei ábyrgir. Ef eitthvað er til
sem heitir ábyrgð þá lendir sú kvöð
á nafnlausum fjölda sem gætir þess
vandlega að múgurinn gleymi afglöp-
unum sem allra fyrst. Ráðherra, sem
tilheyrir stjórnmálaflokki, verður að
útvega sínu fólki stöður. (Hér gild-
ir einu hvort ráðherrann heitir Davíð
Oddsson, Finnur Ingólfsson, Árni Páll
Árnason eða Álfheiður Ingadóttir).
Alltaf kemur upp ásökunin um hina
alræmdu siðblindu, jafnharðan er
svo byrjað að gefa í skyn að, miðað við
gefnar forsendur, skoða verði tiltekna
stöðuveitingu sem hið mesta ágæti.
Og þá skiptir ekki nokkru máli hvort
um einkavinavæðingu, skyldleika-
ræktun eða útsmoginn flokksgreiða
er að ræða.
Við þurfum ábyrga stjórnmála-
menn, fólk sem ekki getur hugsað sér
þá iðju að kafa stöðugt dýpra í vasa
skattgreiðenda til þess eins að stækka
kerfið – blása út báknið og raða vin-
um og vandamönnum á ríkisjötuna.
Við þurfum heiðarlegt fólk sem vill
takast á við vandamálin, hefur hug á
að finna lausnir og getur hugsað sér
að standa og falla með eigin ákvörð-
unum.
Dæmin um hagsmunaárekstra og
hagsmunatengsl sem spretta úr gerla-
gróðri stjórnmálaflokkanna eru mý-
mörg og það þarf ekki nema rétt að
minnast á Framsóknarflokkinn, þá
vita allir hvað við er átt.
Prófkjör og slíkir skrípaleikir eru
bara sviðsett djók sem gefa enga
mynd af einu eða neinu. Flokkseig-
endurnir raða á listana. Ef þeir þurfa
að svindla... nú þá gera þeir það og
skammast sín ekki baun. Það þarf að
raða réttu rössunum á náðhúsin, svo
viðhalda megi peningastreymi í gegn-
um sjóðasukk og peningamaskínur
flokkanna.
Stjórnmálanna ræsisrör
til ríkra manna liggja,
þar bíða þeir með bros á vör
sem bitlingana þiggja.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Staðreyndin er nefni-
lega sú, að íslenskir
stjórnmálamenn stjórna
biðröðinni á klósettin
í umboði þeirra sem
salernin eiga.“
skáldið skrifar
26 umræða 20. ágúst 2010 föstudagur
Íslandsmet Í þenslu
n Óljóst er hvað ragna árnadóttir
dómsmálaráðherra ætlast fyrir varð-
andi Harald Johannesen ríkislög-
reglustjóra. Har-
aldur á líklega
Íslandsmet í að
þenja út stofn-
un sína sem af
mörgum er talin
óþörf. Fimm ára
ráðningartíma
Haraldar lýkur á
þessu ári. Var talið að Ragna myndi
fara sömu leið og Björn Bjarna-
son, forveri hennar, gerði varðandi
jóhann r. Benediktsson, þáverandi
sýslumann á Keflavíkurflugvelli,
sem var látinn fara á grundvelli fimm
ára reglunnar. Talið er að hægt sé að
ná gífurlegum sparnaði innan lög-
reglunnar með því að færa verkefni
Haraldar undir stefán eiríksson, lög-
reglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
þögull prestur
n Björn Valur Gíslason, þingmaður
VG, á það til að hitta naglann á höf-
uðið. Hann furðar sig á því á bloggi
sínu að ríkið sé að
leggja þjóðkirkj-
unni til milljarða
króna árlega á
sama tíma og
stofnunin er í
þeirri ömurlegu
stöðu sem raun
ber vitni. Meint-
um kynferðisbrotamálum er leynt og
áhersla lögð á þagnarskyldu presta.
séra Pálmi Matthíasson fékk að súpa
seyðið af þessu þegar meint fórnar-
lömb Ólafs heitins skúlasonar bisk-
ups leituðu til hans. Pálmi þagði og
var síðar kærður til siðanefndar kirkj-
unnar sem markaði upphaf biskups-
málsins.
eltihrellar egils
n Sú árátta þeirra sem halda um
penna á amx.is að fjalla um egil
helgason með eins neikvæðum hætti
og kostur er vekur mikla athygli.
Gauti B. eggertsson tekur málið upp
á bloggi sínu og fer nokkrum orðum
um þá áráttu að sitja um fólk. „Minnir
mann dulítið á það sem við í Banda-
ríkjunum köllum ‘stalker’. Sem eru
svona skuggalegir náungar í hettu-
peysum,“ bloggar Gauti og útskýrir
að það hafi verið þýtt sem eltihrellir
á íslensku. Vitað er að Friðbjörn orri
ketilsson ritstýrir vefnum en talið er
að hannes hólmsteinn Gissurarson
sé þar fastur penni.
doktor féll Í
freistni
n Neytendafrömuðurinn og dómar-
inn Gunnar hjálmarsson náði frá-
bærum árangri í því að hrista af sér
aukakílóin á sínum tíma. Dr. Gunni
hefur síðan verið
í prýðilegu formi.
En freistingar eru
við hvert fótmál
eins og hann
lýsti á bloggi
sínu. Hann hafði
farið í Krónuna
til að versla. Á
vegi hans varð hið óholla brauðmeti
„baguette“ sem hann féll fyrir og
setti í kerru sína. Hann brá sér frá eitt
augnablik og skildi kerruna eftir. Þeg-
ar hann kom aftur var búið að fjar-
lægja óhollustuna og setja ferskjur og
vínber í staðinn. Doktorinn sá að sér
og keypti hollustuna.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.