Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 32
32 viðtal 20. ágúst 2010 föstudagur thelma og Ruth Ásdísardætur hafa geng-ið saman í gegnum eld og brennistein. Í æsku börðust þær við stóra ljóta dreka sem ógnuðu lífi þeirra. Þær voru van- ræktar, beittar ofbeldi, sifjaspelli og sendar í barnavændi, úthrópaðar og lagðar í einelti. Full- ar af vanmætti, ótta og óöruggi tóku þær sín fyrstu skref í ferð um nýja heima, heim vellíð- unar og öryggis. Á leiðinni fundu þær styrk, sem þær líkja einnig við dreka, nema hvað þessir drekar eru sterkir og veita þeim vernd. Þeir geta spúið eldi. Og þeir búa innra með þeim. Kannski gerðist það þegar Ruth ákvað 25 ára gömul að gera ekki fleiri sjálfsvígstilraunir, að hún ætlaði að lifa. Eða þegar Thelma áttaði sig á því að hún mætti velja það sjálf hverju hún klæddist, hvað henni fannst og hvað hún gerði. Hún þyrfti aldrei að stunda kynlíf fyrir neinn nema sjálfa sig. Með hugrekkið að vopni héldu þær áfram að feta sig á nýjum og framandi slóðum. Reglu- lega mæta þær nýjum hindrunum. Í æsku börð- ust þær fyrir mat, ást og hlýju. Nú berjast þær við afleiðingarnar. Þær eru margvíslegar, lúmskar og flóknar. Átröskun þeirra systra má til dæm- is rekja til matarskorts og ástleysis í æsku þegar þær þurftu að berjast fyrir hverjum bita. Eftir margra ára ferðalag um andlega heima ætla þær að nýta þekkingu sína og reynslu til að hjálpa öðrum á leið sinni úr myrkri, ótta og van- líðan inn í ljósið. Þær eru Drekar og standa sam- an að Drekaslóð, samtökum fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra. Þær segja sögu sína hér í dag, til þess að sýna öðrum sem hafa verið beittir ofbeldi að það er allt í lagi að segja frá. Það þarf enginn að búa við skömm eða sektarkennd. Ráðgjafarnir á Drekaslóð búa allir yfir einhverri reynslu og öllum hefur þeim tekist að komast á betri stað, í heilbrigðari og kærleiks- ríkari heim. En það tók tíma, því í þessu ævintýri er enginn töfrasproti. Ef þú hélst að Thelma Ásdísardóttir væri komin á leiðarenda þegar bókin hennar Myndin af pabba kom út hafðir þú rangt fyrir þér. Afleið- ingar þess að búa við slíkar aðstæður í æsku eru ævilöng glíma. Fáir þekkja myrkustu hliðar samfélagsins eins vel og þær systur, sem voru beittar miklu harð- ræði af hálfu föður síns, sem sendi þær jafnvel út í barnavændi, og upplifðu algjört afskiptaleysi samfélagsins. Frá unga aldri vissu þær að allir vissu, en enginn gerði neitt. Þess í stað voru þess- ar litlu saklausu stelpur úthrópaðar sem pakk- ið í götunni. Dæmdar fyrir ofbeldið sem pabbi þeirra beitti þær. Kallaðar hórur af því að hann níddist á þeim. Það þarf því engan að undra að Thelma hafi verið óttaslegin þegar hún eignað- ist sjálf barn. „Ég var skíthrædd. Þess vegna of- verndaði ég hann og ofdekraði hann. Hann mátti aldrei tala við ókunnuga og ef einhver leit á hann úti á götu var ég tilbúin í slag. Stundum var ég svo hrædd um hann að ég gat ekki sofið og grét heilu næturnar. Það var hræðilegt. Ég myndi frekar viljað upplifa alla barnæskuna aftur en að endurupplifa aftur þennan ótta um strákinn minn. Núna lifi ég samkvæmt því að ég geri alltaf mitt besta og ef eitthvað gerist þrátt fyrir það þá veit ég að ég gat ekki gert betur.“ Hélt ég væri að missa son minn Eðlileg samskipti voru henni oft ofviða og hvor- ug systranna kunni að haga sér undir hinum ýmsu kringumstæðum. Í jarðaför sagði Thelma brandara. Þær kunnu sig ekki, höfðu aldrei lært að haga sér og vissu ekkert hvernig þær ættu að vera. Þær höfðu aldrei farið í skírn, brúðkaup eða jólaboð. „Þetta olli mér rosalegum kvíða,“ segir Ruth. Annað sem þvældist líka fyrir Thelmu var að setja sjálfri sér og öðrum mörk og læra að virða mörk annarra. „En það var mér erfiðast og tók mig lengstan tíma að læra að setja syni mínum mörk. Af því að ég ætlaði að passa að hann fengi ekki sömu æsku og ég, myndi ekki lenda í neinu, ofdekraði ég hann líka. Fólk hættir ekki að vera dekrað þegar það kemst á unglingsárin þannig að hann varð mjög frekur unglingur. Eins og er algengt á meðal fólks sem er van- rækt og beitt ofbeldi þá hætti ég að treysta fjöl- skyldunni minni. Ég átti ekki orð yfir það sem barn en upplifunin var sú að ég var ekki elsk- uð. Ég var alltaf að leita að einhverjum sem ég gæti sett mína ást á, einhverjum til að elska. Son- ur minn er fyrsta manneskjan í mínu lífi sem ég leyfi mér að setja hreina og tæra ást á, og treysta að elski mig líka. Þannig að þegar hann fór að senda mér kvittanirnar fyrir dekrinu með frekju og kröfuhörku fannst mér ég vera að missa hann.“ Samband þeirra fór að breytast á svipuðum tíma og bókin kom út. „Viðbrögðin mín voru ekki í neinu samræmi við það sem var að gerast. Mér fannst ég vera að missa son minn, að hann væri að hafna mér sem ástvini þegar hann var bara unglingur í uppreisn og að slíta sig frá mömmu sinni. Ég batt svo ofsalega mikla ást í honum. Auðvitað átti hann ekki að þurfa að bera allan minn kærleik eins og hann lagði sig. Hann þurfti að brjótast frá því og ég er stolt af honum fyrir að hafa gert það. Að hann hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. Hvorugt okkar kunni á þetta þannig að á þessu tímabili voru árekstrarnir tíð- ir. Þetta fór allt í flækju og ég vildi óska að þarna hefði ég fengið ráðgjöf. Ég fór strax í gamlar af- leiðingar af ofbeldinu, hugsaði að ég væri svo ömurleg að hann gæti ekki elskað mig. Ég upp- lifði það alla mína æsku að ég væri ekki þess verð að einhverjum gæti þótt vænt um mig.“ Dýrmæt reynsla Thelma segir að þó hún þurfi alltaf að vera að vinna úr afleiðingum ofbeldisins þá sé það lið- ur í bataferlinu að læra að meta þessa reynslu. „Ofbeldið sem ég var beitt mun alltaf fylgja mér. Það hefur mótað mig. Ég hef lært að fagna því. Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef ég hefði aldrei verið beitt ofbeldi. Þannig þykir mér vænt um of- beldið sem ég var beitt. Ekki ofbeldið sjálft sem var andstyggilegt og illt en reynsluna sem situr eftir og það hvernig mér tókst að vinna úr henni.“ Ruth hefur svipaða sögu að segja: „Í dag er þessi reynsla mín dýrmætasta eign mín. Ég er mjög þakklát fyrir það. Af því að ég er að fá tæki- færi til þess að hjálpa öðrum.“ Það hefur samt ekki alltaf verið þannig. „Mig langaði til að deyja hvern einasta dag. Það var ekki fyrr en ég varð 25 ára að ég tók meðvitaða ákvörðun um að taka ekki eigið líf. Ég ákvað að berjast við afleiðing- arnar. Áður hafði ég reynt sjálfsvíg og ég var allt- af með þessar sjálfsvígshugsanir. En þarna var thelma og ruth Ásdísardætur standa nú fyrir stofnun Drekaslóðar, nýrra sam- taka fyrir þolendur ofbeldis og aðstandenda þeirra. Þær segja sögu sína af van- rækslu, ofbeldi og einelti til þess að vekja með öðrum von um betra líf. Það er hægt að sigrast á afleiðingum ofbeldis. Það kostar samt vinnu og tekur tíma. Enn í dag eru þær að kljást við einhver verkefni en Thelma fór nýlega á Reykjalund því hún hélt jafnvel að hún væri átfíkill. börðust fyrir verj m bita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.