Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 64
n Jón Gnarr borgarstjóri hefur ver-
ið afar einlægur í dagbók sinni á
Facebook að undanförnu. Hann
viðurkennir fúslega að hann kunni
ekki allt í starfi borgarstjóra og er
óhræddur við að sýna auðmýkt.
Þannig hefur hann í síðustu tveimur
dagbókarfærslum notað orð á borð
við: Einlægni, virðing, heiðarleiki,
djúpstæð gleði, kærleikur, auð-
mjúkur, æðrulaus, ábyrgur
en elskulegur þjón
almennings.
Jón hefur sennilega
ástæðu til að vera
glaður, enda Menn-
ingarnótt um
helgina og
búast má
við því að
stjarna
borgar-
stjórans
muni
skína
skært.
Það sem gerist í
Vegas...
Auðmjúkur
GnArr
Mennıngarmorgunn
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/N
AT
5
11
72
0
8/
10
n Lögmaðurinn Sveinn Andri
Sveinsson er staddur í höfuðborg
spilavítanna, Las Vegas í Nevada-
-fylki í Bandaríkjunum. Sveinn
Andri er í sumarfríi sem stendur, en
fastlega má búast við því að hann
hafi spilað póker í ferðinni, enda
annálaður áhugamaður um póker.
Sveinn Andri gegndi um tíma starfi
talsmanns Pókersam-
bands Íslands. Eng-
um sögum fer af því
hvort Sveinn Andri
hafi haft heppnina
með sér í spilavítun-
um, en hann skellti
sér hins vegar
á tónleika
kolanámu-
tenórsins
Toms
Jones og
skemmti
sér vel.
Sveinn Andri
í LAS veGAS
n Leikmenn FH höfðu ástæðu til
að gleðjast eftir að hafa unnið bik-
armeistaratitil karla í knattspyrnu
á laugardag. Ákváðu þeir að gera
sér glaðan dag með því að fara á
Íslensku hamborgarafabrikkuna og
fagna þar titlinum saman. Eftir að
hafa rennt ferköntuðum hamborg-
urum og veigum niður ákváðu þeir
að kíkja út á lífið rétt í smástund til
að fagna með áhang-
endum sínum. Þeg-
ar þangað var komið
uppgötvaðist að þeir
höfðu gleymt
bikarn-
um á Fa-
brikkunni
og dugði
ekkert ann-
að en að
rúlla eftir
honum
á leigubíl
og skella
sér aftur í
bæinn til að
gleðjast yfir
fræknum
sigri.
BikArinn
vArð eftir
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Áskriftarsíminn er 512 70 80
Fréttaskot 512 70 70
SóLAruppráS
5:34
SóLSetur
21:26
„Þetta er alveg meiriháttar í alla staði,“
segir Inga Rós Antoníusdóttir í sam-
tali við DV. Hjónin Inga Rós og Hjörtur
Smárason stóðu uppi sem sigurvegar-
ar í alþjóðlegri samkeppni Radisson
SAS-hótelkeðjunnar sem lauk nýver-
ið. Hjónin, sem eiga fimm börn, unnu
sér inn 365 hótelnætur sem þau hafa
fimm ár til að nýta á hvaða hótelum
Radisson Blu-keðjunnar sem er.
„Nú eru allir að fara í skóla, og það
þarf að safna og plana,“ segir hún en
draumurinn er að ferðast með alla
fjölskylduna. „Draumurinn væri að
taka Norrænu næsta sumar og taka
smá road-trip um Evrópu.“
Þegar leiknum lauk voru þau í öðru
sæti en þegar endurtalning atkvæða
hafði farið fram stóðu þau uppi sem
sigurvegarar. „Ég veit ekki betur en
að sá sem hafi verið í fyrsta sæti hafi
þá verið að svindla. Í rauninni hef ég
ekki fengið það staðfest hjá Radisson.“
Hún segir að eftir að öllum svindlat-
kvæðum hafi verið hent út og atkvæð-
in talin af óháðum aðila hafi þau stað-
ið uppi sem sigurvegarar.
„Eina krafan sem þeir gera er að
maður panti með viku fyrirvara,“ segir
hún um skilmála Radisson fyrir vinn-
ingnum.
Leikurinn fór fram á netinu og stóð
í nokkra mánuði. Hver sem er gat kos-
ið í netkosningu þar sem keppend-
ur kynntu sig og sögðu af hverju þeir
ættu vinninginn skilið. Hverjum sem
er var frjálst að taka þátt í leiknum en
ekki mátti kjósa nema einu sinni á dag
úr hverri tölvu.
Íslensk sjö manna fjölskylda vann leik á netinu:
unnu 365 HóteLnÆtur í netLeik
Sjö manna fjölskylda Hjónin Inga Rós
og Hjörtur eiga fimm börn. Þau langar
að ferðast með alla fjölskylduna.