Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 30
Sýnir í Elliðaárdal Leikhópurinn Sýnir mun frumsýna leikverkið „Allir komu þeir aftur“ þann 19. ágúst klukkan 18.00 í Indjánagili í Elliðaárdalnum í samvinnu við Sviðslistahátíðina artFart. Áætlað er að hafa sex sýningar alls. Í verkinu mætast nútíð og fortíð í umgjörð náttúruaflanna. Sagan undirstrikar mannlegt eðli þegar uppreisn og uppgjöf mætast. Verkið gerist í smáþorpi í litlum dal og hefur það áfall dunið á þorpsbúum að allir mennirnir voru numdir á brott vegna uppreisnar gegn kerfinu. Miðapantanir á fyrstu fjórar sýningarnar: midasala@artfart.is eða í síma 663-9444. Miðapantanir á seinustu tvær sýningarn- ar: annbra78@hotmail.com eða í síma 892-4078. Sýningarlok í nýló Laugardaginn 21. ágúst lýkur sýning- unni Old News í Nýlistasafninu. Old News er listverkefni danska sýningar- stjórans Jacob Fabricius, stjórnanda Malmö Kunsthalle. Verkefnið hverfist um útgáfu dagblaða, sem Fabricius hugsar sem myndlistarvettvang. Verkefnið Old News tekur á upplýsingasamfélaginu, fjölmiðlum og eðli dagblaðsins, sem tímatengds miðils. Aðstandendur Old News hafa afsalað sér höfundarétti á blöðunum og þau eru ókeypis og gefin sýningargest- um á hverjum sýningarstað. Það á einnig við um Nýlistasafnið. Sýningin er opin fimmtudag til laugardags kl.12.00-17.00. Stína August, Jóhann G. og fleiri á Nasa á föstudagskvöld: djaSS og ElEktró Það verður skemmtileg samsuða af tónlist á boðstólum á Nasa í kvöld, föstudag, þegar fram koma Stína August og hljómsveit henn- ar Nista, Jóhann G. Jóhannsson og Jazztríó Bjössa Thor. Boðið verður upp á margar fjölbreyttar tónlistar- stefnur svo sem djass, blús, elektró, popp og rokk. Húsið verður opnað klukkan 21.00 og er miðaverð 1.000 krónur. Fyrsta klukkutímann verður leik- in tónlist af nýjustu plötum Stínu August og Jóhanns G. en þær heita Concrete World og JohannG In English. Bæði verða þau á staðn- um og munu árita plötur sínar sem verða einnig til sölu. Það er Jazz- tríó Bjössa Thor sem ríður á vað- ið upp úr klukkan tíu en Jóhann G. mun taka með þeim svokallað „jam session“. Þar verður spuni of- arlega á dagskrá og aldrei að vita hvað kemur út úr honum. Öllum djassleikurum er boðið frítt á tón- leika í tilefni af Jazzhátíð í Reykja- vík sem nú stendur yfir. Upp úr miðnætti tekur hljóm- sveitin Nista svo við en hún er skipuð Stínu August auk eigin- manns hennar Tomma Gunnars- syni gítarleikar, Phil Coulombe trommuleikara og Jerome Payette bassaleikara.  30 fókus 20. ágúst 2010 föstudagur annað auga á kjarvalSStöðum Það er fágætt að opinber söfn eigi þess kost að fá heildstæða, en jafn- framt mótaða sýningu úr einkaeign listaverkasafnara, eins og nú er raun- in á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni Annað auga eru til sýnis um sextíu ljósmyndaverk eftir marga af eftir- sóttustu listamönnum samtímans á heimsvísu, en verkin eru öll í eigu listaverkasafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Safneign þeirra telur um eitt þúsund verk, og er eitt stærsta einkasafn á Íslandi. Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2010, en lýkur næstkom- andi sunnudag, 22. ágúst. Sýningar- stjóri er Birta Guðjónsdóttir.Kjarvals- staðir eru opnir daglega 10.00 – 17.00. lokatónlEikar SumarSinS Lokatónleikar Classical Concert Company í sumar verða föstu- daginn 20. ágúst klukkan 20.30 að Grandagarði 11. Þetta eru 66. tónleikar sumarsins þar sem sígild íslensk tónlist er kynnt ferðamönnum. Fram koma flestir af þeim listamönnum sem tek- ið hafa þátt í þessu verkefni en þeirra á meðal eru fjölmargir ein- söngvarar, sönghópurinn Voces Masculorum, píanóleikarar og gítarleikari. Dagskráin verður brot af því besta úr tónleikahaldi sumarsins en flutt hafa verið íslensk einsöngslög, þjóðlög og ættjarðarsöngvar. grapEvinE- liStahátíð Nítjánda Grapevine Grassroots- kvöldið verður haldið hátíðlegt föstu- daginn 20. ágúst með tónleikum og myndlistarsýningu. Fram koma: dj. flugvél og geimskip, Ibbagoggur, Megatrónik og Corvusdj. Flugvél og geimskip er eins manns hljómsveit Steinunnar Harðardóttur sem spil- ar fjölbreytt lög með ævintýraívafi. Ibbagoggur er sólóverkefni fjöllista- mannsins Héðins Finnssonar. Hann mun bjóða upp á myndlistar- og tónlistarinnsetningu á efri hæð stað- arins. Áskell Harðarson er Corvus og er yngsti listamaður Grasrótarinnar að þessu sinni. Hann kemur fram í fyrsta sinn sem sjálfstæður full- mótaður einstaklingur með tónlist ómengaða af öðru en hugmynda- flugi sjálfs síns. Eins og venjulega er ókeypis inn á litlu listahátíðina sem hefst klukkan 21.00 á Hemma og Valda, föstudaginn 20. ágúst. Jóhann G. Verður með „jam session“ ásamt Jazztríói Bjössa Thor á Nasa í kvöld. Íslenska söngkonan Stína August Kemur fram ásamt hljómsveit sinni Nista. „Hópurinn er upphaflega stofnaður af þremur nemendum úr Fræði og framkvæmd-námsleið LHÍ árið 2006. Og síðan hafa hlaðist utan á hann öfl- ugir kraftar,“ segir Friðgeir Einarsson um sviðslistahópinn 16 elskendur, sem frumsýnir Nígeríu svindlið í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. í dag samanstend- ur hópurinn af tíu manns, en auk þeirra sem stofnuðu hann hafa bæst við leikarar, danshöfundur, myndlist- armaður og tónlistarmaður. Um nafn- ið á hópnum segir Friðgeir að það hafi upphaflega átt að vera titillinn á fyrstu sýningu hópsins, sem byggð var á ein- hvers konar límmiðum sem hægt var að kaupa í Kolaportinu. Hins vegar hafi það ekki reynst nógu spennandi á endanum og sýningunni var breytt, en hópurinn tók upp nafnið. Fyrsta sýning 16 elskenda var sýnd haustið 2008, en hún bar nafnið Ikea-ferðir. „Sýningin var útfærsla á lélegri við- skiptahugmynd. Eftir hana fórum við að ræða næsta verkefni og Nígeríu- svindlpóstur barst í tal. Verkið er því búið að vera í þó nokkur ár í burðar- liðnum.“ Viðbrigði að vera komin í Þjóðleikhúsið Þrátt fyrir að verkið hafi verið lengi í burðarliðnum, var ekki byrjað að vinna gagngert að því að koma því í sýningarhæft form fyrr en í sum- ar. Síðasta haust var sýnt svokall- að „work in progress,“ af svindlinu, þar komu meðal annars fram þeir Helgi Björnsson, Páll Rósinkrans og Högni Egilsson, en það verk sem frumsýnt er í kvöld á víst ekki mikið skylt við það sem var „work in prog- ress.“ Til þess að vinna sýninguna fengu þau styrk frá leiklistarráði, en þar að auki er hún unnin í sam- starfi við Þjóðleikhúsið, sem hljóta að vera mikil viðbrigði fyrir framúr- stefnulegan sviðslistahóp. „Það er ákveðin viðurkenning að vera kom- in inn í atvinnuleikhúsið, ákveðinn „status“ sem maður kemst á. En að öðru leyti þá vinnum við frekar hrátt Sviðslistahópurinn 16 elskendur frumsýn- ir verkið Nígeríusvindlið í Kassa Þjóðleik- hússins í kvöld. Um er að ræða framúr- stefnulegt verk, sem hefur verið lengi í burðarliðnum. DV talaði við Friðgeir Ein- arsson, meðlim hópsins, sem segir sýning- una vera nýjung í íslensku atvinnuleikhúsi. Friðgeir Einarsson Er einni meðlimur í leikhópum Ég og vinir mínir, sem var á bakvið verkið Húmanimal sem vakti mikla lukku. 16 elskendur Sviðslistahópur sem saman stendur af tíu manns, en var upphaflega stofnaður árið 2006 af þremur Fræði og framkvæmd-námsleið LHÍ. myndi SEint kalla Sýninguna lEikrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.