Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 30
Sýnir í Elliðaárdal Leikhópurinn Sýnir mun frumsýna leikverkið
„Allir komu þeir aftur“ þann 19. ágúst klukkan 18.00 í Indjánagili í Elliðaárdalnum
í samvinnu við Sviðslistahátíðina artFart. Áætlað er að hafa sex sýningar alls. Í
verkinu mætast nútíð og fortíð í umgjörð náttúruaflanna. Sagan undirstrikar
mannlegt eðli þegar uppreisn og uppgjöf mætast. Verkið gerist í smáþorpi í
litlum dal og hefur það áfall dunið á þorpsbúum að allir mennirnir voru numdir
á brott vegna uppreisnar gegn kerfinu. Miðapantanir á fyrstu fjórar sýningarnar:
midasala@artfart.is eða í síma 663-9444. Miðapantanir á seinustu tvær sýningarn-
ar: annbra78@hotmail.com eða í síma 892-4078.
Sýningarlok í nýló Laugardaginn 21. ágúst lýkur sýning-
unni Old News í Nýlistasafninu. Old News er listverkefni danska sýningar-
stjórans Jacob Fabricius, stjórnanda Malmö Kunsthalle. Verkefnið hverfist
um útgáfu dagblaða, sem Fabricius hugsar sem myndlistarvettvang.
Verkefnið Old News tekur á upplýsingasamfélaginu, fjölmiðlum og eðli
dagblaðsins, sem tímatengds miðils. Aðstandendur Old News hafa afsalað
sér höfundarétti á blöðunum og þau eru ókeypis og gefin sýningargest-
um á hverjum sýningarstað. Það á einnig við um Nýlistasafnið. Sýningin er
opin fimmtudag til laugardags kl.12.00-17.00.
Stína August, Jóhann G. og fleiri á Nasa á föstudagskvöld:
djaSS og ElEktró
Það verður skemmtileg samsuða
af tónlist á boðstólum á Nasa í
kvöld, föstudag, þegar fram koma
Stína August og hljómsveit henn-
ar Nista, Jóhann G. Jóhannsson og
Jazztríó Bjössa Thor. Boðið verður
upp á margar fjölbreyttar tónlistar-
stefnur svo sem djass, blús, elektró,
popp og rokk.
Húsið verður opnað klukkan
21.00 og er miðaverð 1.000 krónur.
Fyrsta klukkutímann verður leik-
in tónlist af nýjustu plötum Stínu
August og Jóhanns G. en þær heita
Concrete World og JohannG In
English. Bæði verða þau á staðn-
um og munu árita plötur sínar sem
verða einnig til sölu. Það er Jazz-
tríó Bjössa Thor sem ríður á vað-
ið upp úr klukkan tíu en Jóhann
G. mun taka með þeim svokallað
„jam session“. Þar verður spuni of-
arlega á dagskrá og aldrei að vita
hvað kemur út úr honum. Öllum
djassleikurum er boðið frítt á tón-
leika í tilefni af Jazzhátíð í Reykja-
vík sem nú stendur yfir.
Upp úr miðnætti tekur hljóm-
sveitin Nista svo við en hún er
skipuð Stínu August auk eigin-
manns hennar Tomma Gunnars-
syni gítarleikar, Phil Coulombe
trommuleikara og Jerome Payette
bassaleikara.
30 fókus 20. ágúst 2010 föstudagur
annað auga á
kjarvalSStöðum
Það er fágætt að opinber söfn eigi
þess kost að fá heildstæða, en jafn-
framt mótaða sýningu úr einkaeign
listaverkasafnara, eins og nú er raun-
in á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni
Annað auga eru til sýnis um sextíu
ljósmyndaverk eftir marga af eftir-
sóttustu listamönnum samtímans
á heimsvísu, en verkin eru öll í eigu
listaverkasafnaranna Péturs Arasonar
og Rögnu Róbertsdóttur. Safneign
þeirra telur um eitt þúsund verk, og
er eitt stærsta einkasafn á Íslandi.
Sýningin var á dagskrá Listahátíðar
í Reykjavík 2010, en lýkur næstkom-
andi sunnudag, 22. ágúst. Sýningar-
stjóri er Birta Guðjónsdóttir.Kjarvals-
staðir eru opnir daglega 10.00 – 17.00.
lokatónlEikar
SumarSinS
Lokatónleikar Classical Concert
Company í sumar verða föstu-
daginn 20. ágúst klukkan 20.30
að Grandagarði 11. Þetta eru
66. tónleikar sumarsins þar sem
sígild íslensk tónlist er kynnt
ferðamönnum. Fram koma flestir
af þeim listamönnum sem tek-
ið hafa þátt í þessu verkefni en
þeirra á meðal eru fjölmargir ein-
söngvarar, sönghópurinn Voces
Masculorum, píanóleikarar og
gítarleikari. Dagskráin verður
brot af því besta úr tónleikahaldi
sumarsins en flutt hafa verið
íslensk einsöngslög, þjóðlög og
ættjarðarsöngvar.
grapEvinE-
liStahátíð
Nítjánda Grapevine Grassroots-
kvöldið verður haldið hátíðlegt föstu-
daginn 20. ágúst með tónleikum og
myndlistarsýningu. Fram koma: dj.
flugvél og geimskip, Ibbagoggur,
Megatrónik og Corvusdj. Flugvél og
geimskip er eins manns hljómsveit
Steinunnar Harðardóttur sem spil-
ar fjölbreytt lög með ævintýraívafi.
Ibbagoggur er sólóverkefni fjöllista-
mannsins Héðins Finnssonar. Hann
mun bjóða upp á myndlistar- og
tónlistarinnsetningu á efri hæð stað-
arins. Áskell Harðarson er Corvus og
er yngsti listamaður Grasrótarinnar
að þessu sinni. Hann kemur fram í
fyrsta sinn sem sjálfstæður full-
mótaður einstaklingur með tónlist
ómengaða af öðru en hugmynda-
flugi sjálfs síns. Eins og venjulega er
ókeypis inn á litlu listahátíðina sem
hefst klukkan 21.00 á Hemma og
Valda, föstudaginn 20. ágúst.
Jóhann G. Verður með
„jam session“ ásamt Jazztríói
Bjössa Thor á Nasa í kvöld.
Íslenska söngkonan
Stína August Kemur
fram ásamt hljómsveit
sinni Nista.
„Hópurinn er upphaflega stofnaður
af þremur nemendum úr Fræði og
framkvæmd-námsleið LHÍ árið 2006.
Og síðan hafa hlaðist utan á hann öfl-
ugir kraftar,“ segir Friðgeir Einarsson
um sviðslistahópinn 16 elskendur,
sem frumsýnir Nígeríu svindlið í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld. í dag samanstend-
ur hópurinn af tíu manns, en auk
þeirra sem stofnuðu hann hafa bæst
við leikarar, danshöfundur, myndlist-
armaður og tónlistarmaður. Um nafn-
ið á hópnum segir Friðgeir að það hafi
upphaflega átt að vera titillinn á fyrstu
sýningu hópsins, sem byggð var á ein-
hvers konar límmiðum sem hægt var
að kaupa í Kolaportinu. Hins vegar
hafi það ekki reynst nógu spennandi
á endanum og sýningunni var breytt,
en hópurinn tók upp nafnið. Fyrsta
sýning 16 elskenda var sýnd haustið
2008, en hún bar nafnið Ikea-ferðir.
„Sýningin var útfærsla á lélegri við-
skiptahugmynd. Eftir hana fórum við
að ræða næsta verkefni og Nígeríu-
svindlpóstur barst í tal. Verkið er því
búið að vera í þó nokkur ár í burðar-
liðnum.“
Viðbrigði að vera komin í
Þjóðleikhúsið
Þrátt fyrir að verkið hafi verið lengi
í burðarliðnum, var ekki byrjað að
vinna gagngert að því að koma því
í sýningarhæft form fyrr en í sum-
ar. Síðasta haust var sýnt svokall-
að „work in progress,“ af svindlinu,
þar komu meðal annars fram þeir
Helgi Björnsson, Páll Rósinkrans
og Högni Egilsson, en það verk sem
frumsýnt er í kvöld á víst ekki mikið
skylt við það sem var „work in prog-
ress.“ Til þess að vinna sýninguna
fengu þau styrk frá leiklistarráði,
en þar að auki er hún unnin í sam-
starfi við Þjóðleikhúsið, sem hljóta
að vera mikil viðbrigði fyrir framúr-
stefnulegan sviðslistahóp. „Það er
ákveðin viðurkenning að vera kom-
in inn í atvinnuleikhúsið, ákveðinn
„status“ sem maður kemst á. En að
öðru leyti þá vinnum við frekar hrátt
Sviðslistahópurinn 16 elskendur frumsýn-
ir verkið Nígeríusvindlið í Kassa Þjóðleik-
hússins í kvöld. Um er að ræða framúr-
stefnulegt verk, sem hefur verið lengi í
burðarliðnum. DV talaði við Friðgeir Ein-
arsson, meðlim hópsins, sem segir sýning-
una vera nýjung í íslensku atvinnuleikhúsi.
Friðgeir Einarsson Er
einni meðlimur í leikhópum
Ég og vinir mínir, sem var á
bakvið verkið Húmanimal
sem vakti mikla lukku.
16 elskendur Sviðslistahópur sem
saman stendur af tíu manns, en var
upphaflega stofnaður árið 2006 af
þremur Fræði og framkvæmd-námsleið
LHÍ.
myndi SEint kalla Sýninguna lEikrit