Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 55
Fýlupúkarnirsem fóru í verkfall föstudagur 20. ágúst 2010 sport 55 Nicolas Anelka ungur, fljótur og banvænn fyrir framan markið. arsene Wenger kynnti hann fyrst til sögunnar, tímabilið 1997/1998 þegar arsenal vann tvöfalt. Árið eftir skoraði hann grimmt og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Eftir afrekið heimtaði hann hærri laun og betri frammistöðu arsenal í Evrópu. fýlukastið sem fylgdi í kjölfarið tryggði honum gælunafnið „Le sulk“ sem hefur loðað við hann alla tíð síðan. real Madrid fékk áhuga og Wenger kom út í 22,5 milljóna punda plús. Hluta þess nýtti hann til að kaupa thierry Henry á meðan anelka gleymdist á spáni. Tyrone Mears Þessi fyrrverandi leikmaður derby frétti af áhuga Marseille á að fá hann að láni. derby hafnaði tilboði frakkanna sumarið 2008 og sagði það hlægilegt. Það stoppaði ekki Mears í að hitta forráðamenn Marseille. Á miðri æfingu í ágúst 2008 skreið Mears út um klósettglugga á æfingasvæði derby, beygði sig undir gluggann á skrifstofu stjórans, Pauls Jewell, svo hann sæi hann ekki yfirgefa svæðið og flaug til frakklands til að fara í prufu hjá Marseille. Jewell brjálaðist enn á ný og Mears varð að ósk sinni. Hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum hjá Marseille það tímabilið og derby seldi hann til Burnley árið eftir. Pierre Van Hooijdonk Hollenski ólátabelgurinn byrjaði feril sinn vel hjá glasgow Celtic, skoraði mark í nánast hverjum leik en lenti síðan í rifrildi við forseta félagsins sem þvingaði stjóra þess til að geyma hann á bekknum. Kyrrseta Hooijdonks fór illa í landsliðsþjálfara Hollands, guus Hiddink, sem minnti landa sinn á að hann þyrfti að spila til að komast í landsliðið fyrir HM 1998. fræg eru orð Hooijdonks í launadeilu sinni við Celtic: „sjöþúsund pund á viku eru ágæt laun fyrir heimilislausa en ekki landsliðsframherja.“ Hann var á endanum seldur til Nottingham forest árið 1997 þar sem honum tókst líka að fara í verkfall þegar það neitaði að selja hann. Cristiano Ronaldo Manchester united stóðst áhlaup real Madrid sumarið 2008 en ronaldo vildi alltaf fara. staðráðinn í að lenda ekki í sömu aðstæðum og árið áður ákvað ronaldo að lýsa sjálfum sér sem nútíma þræl og sagði Manchester united halda sér gegn vilja hans. Makalaus þræll með 120 þúsund pund í vikulaun. Eftir tveggja ára harmagrát fékk Portúgalinn það loks í gegn að vera seldur til real á 80 milljónir punda sem að sjálfsögðu var heimsmet. Dimitar Berbatov Eftir tvö góð tímabil hjá tottenham vildi Manchester united fá Búlgar- ann og var reiðubúið að borga háar fjárhæðir fyrir hann. Berbatov lét alla vita af ósk sinni um að fá að fara, fór í fýlu og missti af tveimur fyrstu leikjum tottenham tímabilið 2008/2009. Hann var loks seldur á lokamín- útum félagsskiptagluggans fyrir rúmar 30 milljónir punda. Kaupin þykja dýrt flopp hjá united.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.