Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 43
föstudagur 20. ágúst 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Þorpið Potosí stóð í hinni há-lendu Tachira-sýslu í vestur-hluta Venesúela í tvö hundr-uð ár. Árið 1984 voru allir íbúar þess fluttir í burtu þegar þorpinu og nær- sveitum þess var drekkt þegar uppistöðu- lón myndaðist vegna Uribante Caparo-stífl- unnar sem byggð var það ár. Potosí-búar höfðu upprunalega mótmælt því harðlega að þorpinu þeirra yrði eytt, en þeir voru á endanum þvingaðir til þess en fengu ný heimili annars staðar. Í Potosí stóð myndarleg kirkja með 25 metra háum turni. Þegar vatnsborð lóns- ins er í eðlilegri hæð, stendur krossinn á turni kirkjunnar upp úr vatninu, og minnir þá sem flækjast upp í fjöllin að eitt sinn stóð þorp á þessum stað. Stíflan sá stjórnvöld- um um árabil fyr- ir miklu rafmagni en hefur á köfl- um verið óstarf- hæf síðustu ár vegna skæðra þurrka. Vatnsyfir- borðið í uppistöðu- lóninu hefur oft og tíðum lækk- að mikið þegar hitabylgjur og þurrkar hafa geisað. forsetinn birtist á þyrlu Fyrr á þessu ári lýsti Hugo Chá- vez, forseti Venesúela, yfir neyðarástandi í landinu vegna skæðra þurrka sem geisuðu vegna veðurfyrirbærisins El Niño. Þá gerðist undraverður hlutur. Vatnið í uppistöðulón- inu í fjöllunum hvarf smám saman og gamla kirkjan í Potosí birtist aftur. Skyndilega var hægt að sjá aftur mannvirki þorpsins sem vatnið hafði leikið um í áraraðir. Þegar sólin bakaði blautan jarðveginn spruttu um leið plöntur og gras. Josefa Garcia er 74 ára og ferðaðist til Potosí þegar þetta gerðist. Hún sagðist í samtali við Reuters vera þakklát fyrir þurrk- ana, jafnvel þó að þeir hefðu valdið gífur- lega miklum rafmagnsskorti. Hún stóð á gamla torgi bæjarins og rifjaði upp þegar þáverandi forseti landsins, Carlos Andres Perez, lenti með þyrlu í þorpinu til þess að tjá bæjarbúum að þeir þyrftu að flytja, að lónið myndi bráðum drekkja Potosí. „Hann sagði að við þyrftum að fara. Við misstum alla von.“ Garcia flutti til annarrar sveitar og hafði aldrei snúið aftur heim fyrr en þegar viðtalið var tekið. Þegar vatnið var horf- ið kom kirkjan í ljós ásamt rústum íbúðar- húsa, kirkjugarðsins og torgsins sem nokkrir fyrr- verandi, forviða og steinhissa bæjarbúar fengu að sjá í fyrsta skipti síðan þorpinu var drekkt fyrir 25 árum. orkukreppa Hugo Chávez lýsti í febrúar yfir neyð- arástandi í Venesú- ela vegna rafmagnsskorts. Verstu þurrkar landsins í 50 ár þurrkuðu upp uppistöðulón í vatnsaflsvirkjunum landsins, en meirihluti raforkunnar í Venesúela kemur frá slíkum virkjunum. „Sumir stjórnarandstæðingar ætla að kenna yfirvöldum um að það hef- ur ekki rignt í meira en ár. En aðalástæðan fyrir því er hið skæða fyrirbæri El Niño, sem er afkvæmi loftslagsbreytinganna í heimin- um,“ sagði Chávez. kólumbía venesúela x kirkjan Uppistöðulón virkjunar flæddi yfir sveitirnar fyrir 25 árum og sökkti þorpinu Potosí. Íbúar þessa venesúelska þorps fluttu til annarra bæjar. Þeir voru furðu lostnir fyrr á þessu ári þegar skæðir þurrkar gerðu að verkum að uppistöðulón- ið hvarf og kirkjan og rústir þorpsins birtust allt í einu, líkt og gamlir draugar. sem hvarf og birtist aftur Þegar vatnið var horfið kom kirkjan í ljós ásamt rústum íbúðarhúsa, kirkjugarðsins og torgsins sem nokkrir fyrrverandi, forviða og stein- hissa bæjarbúar fengu að sjá í fyrsta skipti síðan þorpinu var drekkt fyrir 25 árum. kirkjan sem birtist aftur Þorpskirkjan í Potosí í Venesúela liggur alla jafna á bólakafi uppistöðulóns sem varð til fyrir 25 árum vegna vatnaflsvirkjunar. Þegar lónið tæmdist í miklum þurrkum í febrúar á þessu ári, birtist kirkjan skyndilega aftur. myndir reuters furðu lostin josefa Garcia, fyrrverandi íbúi í Potosí, gengur um bæinn í fyrsta skiptið í 25 ár og virðir fyrir sér kirkjuna sem skyndilega hefur risið úr djúpinu. Hún þurfti að yfirgefa þorpið árið 1984 þegar uppistöðulón nýrrar stíflu drekkti Potosí. hátt uppi í fjöllum Potosí er í fjallaskarði við rætur venesúelska hluta Andesfjallanna, í vesturhluta landsins, nálægt landamærum Kólumbíu. reis upp úr vatninu smám saman tæmdist uppistöðulónið og á hverjum degi var hægt að sjá meira af gömlu kirkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.