Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 4
Jón Ásgeir sÁttur n Ekkert bólar enn á nýjum fréttastjóra Stöðvar 2 í stað Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem hraktist úr starfi eftir að hafa misboðið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri útrásar- víkingum. Freyr Einarsson var settur í starfið til bráðabirgða en hann hafði áður verið yfir Íslandi í dag. Freyr þykir standa sig sæmilega að því leytinu að nú andar ekki lengur köldu frá aðaleigandanum í garð fréttastofunnar. Til stóð að ráða nýjan fréttastjóra í júlí en það hefur enn ekki orðið. gengið um hurð n Fréttastofa Bylgjunnar undir stjórn Freys Einarssonar hefur á stundum átt ágæta spretti. Þannig hafa menn þar á bæ fjallað ítarlega um hið hrikalega morðmál í Hafnarfirði. Fram kom í öllum fjölmiðlum að ekki hefði verið brotist inn þegar morðið var framið. Árásarmaðurinn hefði því átt greiðan aðgang. Það kom því á óvart þegar sagt var frá því í hádegisfrétt- um Bylgjunnar að morðinginn hefði gengið „inn um hurð“. Slíkt hlýtur að skilja eftir sig mikil ummerki þvert á það sem gerist ef menn ganga um dyr eftir að hafa opnað þær. KúlulÁnaþegi hJÁ n1 n Það væsir ekki um Kristján Arason, fyrrverandi handbolta- kappa á vinnumarkaði. Eftir að Kaupþing hrundi hætti hann störfum þar sem framkvæmda- stjóri og hélt út í lífið með 800 milljóna króna skuldabagga einkahlutafélags síns í farteskinu. Eftir stutt stopp sem starfsmaður Capacent hefur hann nú ráðið sig sem hægri hönd Hermanns Guðmundssonar hjá N1. Ekki eru taldar líkur á að hann greiði upp kúlulán sitt. einlægni Jónínu n Spennan vegna komandi jólabóka magnast. Ekki þykir ólíklegt að ævi- saga Kristjáns Jóhannssonar, sem Forlagið gefur út, eigi eftir að gera góða hluti. Það veltur þó væntanlega á því hvort þjóðin hafi tekið Kristján í sátt eftir frægt mál þegar hann þáði stórfé fyrir að syngja í þágu krabbameinssjúkra barna. Stóra spurningamerkið á jólabókamarkaðnum er þó saga athafnakonunnar Jónínu Bene- diktsdóttur. Velgengni þeirrar sögu veltur á því hvort einlægnin verður til staðar þar sem fjallað er um samskipti hennar við Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Moggans, og vináttu þeirra Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dóms- málaráðherra. sandkorn 4 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur Páll tók myndir Í DV þann 7. júlí síðastliðinn birtust myndir frá góðgerðarleik Íslandsdeildar Amnesty Inter- national á N1-mótinu á Akur- eyri sem fram fór í tengslum við Pollamótið í fótbolta, fyrstu helg- ina í júlí. Ljósmyndamerkingar vantaði við myndirnar, en það var Páll Jóhannesson ljósmyndari sem tók myndirnar. Aðalmeðferð í einkamáli hins fallna Glitnis banka á hendur Hannesi Smárasyni og þremur félögum tengdum honum er á dagskrá héraðsdóms næstkomandi janúar. Engar upplýsingar fengust um málið frá lögfræðingi bankans, lögfræðingi Hannes- ar eða talsmanni skilanefndar. Aðalmeðferð í einkamáli Glitnis banka á hendur Hannesi Smára- syni og þremur félögum sem hon- um tengjast, er á dagskrá héraðs- dóms Reykjavíkur þann 11. janúar næstkomandi. Mikil leynd hvílir yfir málinu en engin svör fengust hjá málsaðilum um hvað máls- sóknin snýst um. Lögmenn skila- nefndar Glitnis og Hannesar vildu ekkert tjá sig um málið, né held- ur talsmaður skilanefndarinnar. Hannes Smárason og umrædd fé- lög hafa komið við sögu í fréttum eftir hrun. Mikil leynd „Ég get svo sem ekkert sagt þér annað en það að þetta á að fara í aðalmeðferð í janúar,“ sagði Sigur- björn Ársæll Þorbergsson lögmað- ur Glitnis í málinu og benti blaða- manni á að ræða við skilanefnd bankans. Málið, sem tekið verð- ur fyrir þann 11. janúar klukkan 09:15, er samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Héraðsdóms Reykja- víkur skuldamál á hendur Hannesi Smárasyni, sem og þremur félög- um sem honum tengjast, FI fjár- festingum, Hlíðasmára 6 og ELL 49. Þegar DV leitaði upplýsinga hjá skilanefnd Glitnis, var sama uppi á teningnum. „Ég get ekkert sagt um málið,“ sagði Ingólfur Ingólfsson hjá skilanefnd Glitnis þegar DV náði tali af honum. Ljóst er að mik- il leynd hvílir yfir dómsmálinu en Gísli Guðni Hall, verjandi Hannes- ar, varðist sömuleiðis allra fregna þegar DV hafði samband við hann. Dótakassafélagið Til stóð að fyrirtaka í skuldamálinu færi fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur þann 21. maí síðastliðinn en þar sem lögmaður Hannesar mætti ekki var fyrirtöku málsins frestað til 31. maí. DV fékk engar upplýs- ingar á þeim tíma, hvorki upplýs- ingar um það hverjar kröfurnar væru né heldur hversu háar skuld- ir væri um að ræða. Félögin sem um ræðir hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir hrun. Hlíðasmári 6 er félag sem Hannes Smárason var skráður eini stjórnarmaðurinn í á sínum tíma. DV fjallaði meðal annars um fé- lagið í tengslum við bílakjallara í Faxafeni, sem skráður var í eigu þess, þar sem lúxusbifreiðar og eð- alvagnar í eigu Hannesar og Þor- steins M. Jónssonar voru geymdir. Sjaldgæfur gamall Jagúar, Bentl- ey Continental GT og öll flottustu merkin var að finna í dótakassa auðmannanna í Faxafeni. Skúffufyrirtæki og skattalagabrot FI fjárfestingar hét áður Primus en þann 3. júní í fyrra gerði efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra húsleit á heimilum Hann- esar í tengslum við möguleg skattalagabrot félaganna Odda- flugs og Primus sem Hannes átti. Auk þess að gera húsleit á heim- ilum Hannesar var gerð húsleit á lögmannsstofunni Logos. FI var á sínum tíma áttundi stærsti stofn- fjáreigandinn í Byr. Eftir því sem næst verður kom- ist er ELL 49 skúffufyrirtæki sem rakið hefur verið til lögmannsstof- unnar Logos og er eitt af hundruð ELL-fyrirtækja sem stofnuð voru og er skráð til húsa í Efstaleiti 5, þar sem lögmannsstofan er með hús- næði. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að búið sé að út- hluta málinu, og staðfest var að það sé komið á dagskrá. Þá var tek- ið fram að um einkamál væri að ræða og því engar frekari upplýs- ingar veittar. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir dómsmálinu en Gísli Guðni Hall verjandi Hannesar varðist allra fregna þegar DV hafði samband við hann. JÓn BJArKi MAGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is leynd yfir dómsmáli Leitað á heimilum og í fyrirtækjum Þann3.júníífyrragerðiefnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórahúsleitáheimilumHann- esarítengslumviðmögulegskattalagabrot félagannaOddaflugsogPrimussemHannes átti.EinnigvarframkvæmdhúsleithjáLogos. Íbúar á Stöðvarfirði ósáttir með lokun útibús Landsbankans „Þaðábaraaðlokaþessu“ Landsbankinn ætlar að loka útibúi sínu á Stöðvarfirði. Hverfur þar með eini bankinn úr þessu tæplega þrjú hundruð manna byggðarlagi og eru tæpir þrjátíu kílómetrar í næsta úti- bú á Fáskrúðsfirði. Albert Geirsson, íbúi á Stöðvarfirði, segir þetta afar slæmt fyrir byggðarlagið og bagalegt fyrir fólk sem er ekki með tölvur og getur því aðeins sinnt bankaviðskipt- um í gegnum bankana sjálfa. „Það er greinilegt að það á bara að loka þessu og kippa þessu frá,“ segir Albert sem hefur fengið þau svör frá Landsbankanum að þessu verði ekki breytt að hálfu Landsbankans. Engar almenningssamgöngur eru á Stöðv- arfirði þannig að ef fólk á hvorki tölvu né bíl þá er því nánast ómögulegt að sinna bankaviðskiptum og á það sér- staklega við eldra fólk á Stöðvarfirði, að sögn Alberts. Hann segir að þegar Stöðvarfjörður varð hluti sameinaða sveitarfélagsins Fjarðabyggðar hafi verið gefin loforð um almennings- samgöngur á Stöðvarfjörð en ekk- ert hafi orðið af efndum í þeim efn- um. Tveir starfa í 60 prósent starfi við útibú Landsbankans á Stöðvarfirði og er Pósturinn einnig með útibú í bankanum. „Svo verður Pósturinn klárlega tekinn seinna. Það munar um þessi störf enda svo sem lítið orð- ið eftir á Stöðvarfirði,“ segir Albert. Hann segir íbúa á Stöðvarfirði alls ekki sátta við þessa tilhögun Lands- bankans sem sé gerð í nafni hagræð- ingarinnar, að sögn Alberts. „Verða menn ekki bara að taka sig saman um það að færa viðskipti sín burtu úr þessum banka.“ birgir@dv.is Lokað ÍbúarStöðvarfjarðar verðaánbankaþegarLands- bankinnlokarútibúisínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.