Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 15
Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 föstudagur 20. ágúst 2010 fréttir 15 Sölumenn hjá KB ráðgjöf gerðu á mánudag samning við 18 ára stúlku á göngum Kringlunnar um viðbótarlíf- eyrissparnaðarleiðina VISTA, fyrir Ar- ion banka, án þess að nefna að fyrstu greiðslurnar ganga upp í sölu- kostnað. Þetta segir faðir stúlkunn- ar sem átelur vinnubrögð starfs- mannanna. Hann segir þá ekki hafa skýrt fyrir henni heildarmyndina heldur einungis veitt henni upplýs- ingar sem ýttu undir það að hún tæki tilboðinu. Í svari KB ráðgjafar til DV vegna málsins kemur fram að verklagsreglur KB ráðgjafar hafi ekki verið brotnar, en að fyrirtækinu þyki leitt að þetta hafi verið upplifun feðginanna. Gagnrýn- ina muni fyrirtækið nota til jákvæðrar uppbyggingar og sem áminningu um að koma upplýsingum eins skýrt og skilmerkilega frá sér og kostur er. Þarf að undirrita samninginn Í skriflegu svari Ólafs G. Jónssonar, fræðslustjóra KB ráðgjafar, við fyrir- spurn DV kom fram að verklagsregl- ur fyrirtækisins væru skýrar og að ráðgjafa bæri ávallt að fara í gegnum kostnaðaruppbyggingu séreignar- sparnaðarins. Faðir stúlkunnar bend- ir meðal annars á að um væri að ræða einstakling (dóttur hans) sem hefði litla reynslu af fjármálum og því væri erfitt fyrir hana að gera sér grein fyrir öllum hliðum samningsins. Ólafur segir kostnaðinn koma skil- merkilega fram í samningnum sjálf- um og að einstaklingar þurfi að kvitta sérstaklega fyrir að þeir hafi kynnt sér samninginn, auk þess sem þeir þurfi að undirrita hann. Þá segir hann að sölumönnum beri „að sjálfsögðu að taka mið af reynslu viðkomandi í fjár- málum eins og kostur er.“ Einhverjir ekki ánægðir Faðir stúlkunnar átelur sölumennina fyrir að hafa ekki rifið samninginn fyrr en hann bað sérstaklega um það, en feðginin komust að þeirri niðurstöðu að hugsa málið nánar áður en hún tæki slíka ákvörðun. Ólafur hjá KB ráðgjöf segir að talið sé æskilegast að setja samninga í tætara í höfuðstöðv- um fyrirtækisins, en að samningurinn sé rifinn á staðnum sé þess óskað. Þá tekur hann fram að undirritun rétthafa á samningnum skuldbindi hann ekki fyrr en 14 dögum seinna. Aðspurður um það hvort fleiri kvart- anir hafi borist KB ráðgjöf vegna sölu- aðferða starfsmanna segir Ólafur: „Það eru alltaf einhverjir sem eru ekki fullkomlega ánægðir og þá er lögð áhersla á að leysa málin á farsælan hátt. Söluaðferðir eru í stöðugri þróun og taka m.a. mið af þeim ábending- um sem við fáum frá viðskiptavinum okkar.“ Bendir á gæðasímtöl Aðspurður um það hvort starfsmenn KB ráðgjafar sem selja viðbótarlífeyr- issparnað séu á prósentum segir Ól- afur að slíkt sé trúnaðarmál. Til að gæta fagmennsku, hvort sem tekjurn- ar séu árangurstengdar eða ekki, eigi ákveðnir verklagsþættir að stuðla að því að ráðgjöfin fari fram samkvæmt ákveðnum verklagsreglum. Ólaf- ur segir að í þessu tilfelli hafi vinnu- brögðin ekki verið á skjön við verk- lagsreglur fyrirtækisins, en tekur fram að KB ráðgjöf þyki leitt að þetta hafi verið upplifun feðginanna. Hann bendir á að boðið sé upp á svokölluð gæðasímtöl þar sem far- ið sé yfir helstu þætti samningsins. Þetta sé gert til að tryggja að rétt- hafi hafi meðtekið allar upplýsing- ar sem máli skipta. Enn fremur sé hægt að segja upp viðbótarlífeyris- sparnaði með tveggja mánaða fyr- irvara eftir að samningurinn tekur gildi. Sölumenn KB ráðgjafar á vegum Arion banka gerðu samning við18 ára stúlku um viðbótarlífeyrissparnað án þess að taka fram að fyrstu greiðslur myndu ganga til sölukostnaðar. Þetta segir faðir stúlkunnar sem átelur vinnubrögð sölumannanna. Talsmaður KB ráðgjafar segir verklagsreglur ekki hafa verið brotnar. Fyrirtækinu þyki leitt að upplifun feðginanna hafi verið slæm. KB RÁÐGJÖF HARMAR UPPLIFUN FEÐGINA jón Bjarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is gáfu ekki allt upp SöluráðgjafarKBráðgjafarávegumArionbankagerðu samningvið18árastúlkuumviðbótarlífeyrissparnaðánþessaðtakaframaðfyrstu greiðslurmyndugangauppísölukostnað. Í kringlunni Faðirstúlkunnarer óánægðurmeðvinnubrögðstarfs- mannannasemkynntulífeyrissparnað fyrirArionbankaíKringlunniámánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.