Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Qupperneq 27
„Alveg klárlega.“
Ágúst Þór Ágústsson
22 árA, leikskólAkennAri.
„ekkert endilega.“
Jakobína guðmundsdóttir
45 árA, sölustjóri.
„já, mér finnst það.“
Viktor richardson
21 árs, nemi og bArþjónn.
„já, mér finnst það svo sannarlega.“
katrín bJörnsdóttir
19 árA, nemi.
„já, það finnst mér.“
guðrún guðmundsdóttir
50 árA, dAgmóðir.“
Eiga ríki og kirkja að vEra aðskilin?
sólVeig hlín sigurðardóttir
gekk ásamt fjölda starfsfólks og
vistmanna sumarbúðanna í reykjadal í
sólarhring til þess að bjarga búðunum
úr fjárhagskröggum. Vegna
göngunnar söfnuðust 18 milljónir inn
á styrktarreikning, en einnig var
söfnunarsími til staðar. sólveig er
forstöðumaður sumarbúðanna, en þar
geta börn og ungmenni sem eiga við
fötlun að stríða átt góðar stundir, líkt
og önnur ungmenni í sumarbúðum.
til stóð að loka sumarbúðunum vegna
niðurskurðar hjá reykjavíkurborg, en
söfnunin hefur komið í veg fyrir það.
Hamingjan,
Heilsan og gleðin
Það merkilegasta við að koma heim
eftir mátulega langa dvöl ann-
ars staðar er að sjá hvað lítið hef-
ur breyst. Þegar ég for utan síðasta
sumar var Icesave helsta umræðu-
efnið. Þegar ég kom heim tveim
mánuðum síðar var það enn helsta
umræðuefnið, og myndi vera langt
fram eftir vetri. Þegar ég fór í burtu
núna var það ólögmæti myntkörfu-
lána. Enn er allt í óreiðu og ekkert
hefur gerst. Ætli veturinn fari ekki í
þetta líka.
Það sem maður er helst spurður
um í útlöndum þessa dagana er um-
sókn Íslands í ESB. Eftir að gosi lauk
virðist þetta vera það sem helst er
fréttnæmt héðan. Hér heima virðast
fæstir vilja af þessari umsókn vita.
Umræðan virðist þó hægt og rólega
vera að fara í gang og er eins ómál-
efnaleg og hugsast getur. Spurning-
in virðist snúast um það hvort mað-
ur sé með eða á móti nasismanum.
Á lægra plani getur það varla verið.
Virki sjálfstæðisflokksins
Samkvæmt nýjustu könnun Capa-
cent er fylgi flokkanna nú komið
í sama horf og fyrir hrun. Vinstri-
grænir voru þeir sem komu út úr
hruninu með hreinan skjöld, en
virðast staðráðnir í að sóa þeirri
góðvild í innherjadeilur. Samfylk-
ingin fer þá að virðast skynsamari
í samanburðinum og hækkar lítil-
lega. Besti flokkurinn var bjartasta
vonin, en þrátt fyrir að leiðtoginn
láti mynda sig í kjól er flokkurinn
óðum farinn að verða bara enn einn
stjórnmálaflokkurinn. Með því er ef
til vill tilvistargrundvöllurinn horf-
inn, og hann er mögulega kominn
við hlið hreyfingaflokkanna sem
þurrkast líklega út í næstu kosning-
um. Það hefði verið gaman að sjá
hvað hefði gerst ef þessi nýju fram-
boð hefðu tekið sig saman. En þar
sem hugmyndirnar grassera er erfitt
að koma sér saman um neitt, þetta
vita Vinstri-grænir best. Á móti
stendur virki Sjálfstæðisflokksins.
Þaðan heyrist bara ein rödd, og hún
er hávær.
guðlaugur Þór: maður fólksins?
Líklega mun Framsókn hafa þetta af
þrátt fyrir allt, og flokkakerfið stend-
ur eftir óhaggað. Jafnvel Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, sem var nánast
holdtekning styrkjastjórnmálanna
þegar hann horfði niður á skrílinn
á Austurvelli í jakkafötum sínum,
virðist vera að eiga endurkomu. Það
kom í ljós að hann hafði þegið hærri
styrki en flestir, en hann tók út viðtal
þar sem hann stillti sér upp sem ein-
mana riddara gegn klíkukerfi Sjálf-
stæðisflokksins og nú, í peysu og
með skeggbrodda, er hann á góðri
leið með að stilla sér upp sem væri
hann maður fólksins. Eitt og hálft ár
er langur tími í stjórnmálum.
Mesta hættan sem steðjar að
ríkisstjórninni er þó ekki ESB-um-
sóknin, myntkörfulánin eða sund-
urlyndi hennar. Mesta hættan liggur
þvert á móti í velgengni hennar. Því
þrátt fyrir gengdarlausan pólitískan
vandræðagang hefur hún staðið sig
undarlega vel í efnahagsstjórnun
landsins. Svo virðist sem kreppan
verði minni og skemmri heldur en
nokkur gerði ráð fyrir, ekki síst sjálf-
stæðismenn sjálfir.
Fram í næsta góðæri
En um leið og henni tekst að koma
landinu á réttan kjöl er hlutverki
hennar lokið. Vinstristjórn get-
ur aldrei starfað hérlendis nema
með samþykki Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann hefur sín ráð, svo sem
að kaffæra hana með Icesave, þeg-
ar honum hentar. En það undarlega
er að í hvert sinn sem sjálfstæðis-
menn virðast við það að fella stjórn-
ina draga þeir í land. Líklega hefur
það hentað þeim vel að vera ekki
við stjórn í kreppunni. Fólk man að
þegar þeir voru síðast við völd var
góðæri. Síðan tekur vinstristjórn við
og þarf að taka allar erfiðu ákvarð-
anirnar og sjá um niðurskurðinn.
En þegar því verki er lokið og efna-
hagurinn fer að rétta úr sér er kom-
inn tími til fyrir þá að taka við á ný.
Þannig fá sjálfstæðismenn að ráð-
stafa auðnum í næsta góðæri, og all-
ir sjá að vinstrimenn kunna ekki að
fara með peninga. Er það ekki alltaf
þannig?
Allt hljótt á heimavígstöðvunum
myndin
hver er konan?
„sólveig Hlín sigurðardóttir, forstöðu-
kona reykjadals.“
hvað drífur þig áfram í lífinu?
„brosið hennar matthildar maríu minnar
á morgnana, gleðin í reykjadal og svo
lífið sjálft.“
hverjar eru fyrirmyndirnar?
„án efa foreldrar mínir og hann afi jói
heitinn.“
hvað færðu þér í morgunmat?
„ristuð beygla og rjúkandi gott grílukan-
ilkaffi. eða Cheerios. reyndar frekar oft
Cheerios.“
hvar ólst þú upp?
„Í Hafnarfirði. Ég bý þar enn og mun
sennilega búa í þessum yndislega bæ
það sem eftir er.“
hver eru áhugamálin?
„náttúran, sund, yndislegar stundir með
manninum mínum og litlu dóttur okkar
og síðast en ekki síst frábæra vinnan mín
í reykjadal.“
gekk gangan eins og í sögu?
„svo sannarlega! eins og í fallegu
ævintýri þar sem draumar allra rætast í
lokin.“
hvað er fram undan?
„Ég get sagt með stolti að ég er að fara
að skipuleggja veturinn í reykjadal.“
hvaða bók last þú seinast?
„tuesdays with morrie. mannbætandi
bók sem minnir mann á hvað er
mikilvægast í lífinu.“
hvað er mikilvægast í lífinu?
„Hamingjan, heilsan og gleðin og fólkið
mitt sem er mér svo dýrmætt.“
maður dagsins
dómstóll götunnar
kjallari
föstudagur 20. ágúst 2010 umræða 27
„Jafnvel Guðlaugur Þór Þórðar-
son, sem var nánast holdtekning
styrkjastjórnmálana þegar hann
horfði niður á skrílinn
á Austurvelli í
jakkafötum sínum,
virðist vera að eiga
endurkomu.
Valur gunnarsson
rithöfundur skrifar
Veðurblíða einmuna veðurblíða hefur verið vítt og breitt um landið að undanförnu. reykvíkingar nutu góða veðursins eins og aðrir í almenningsgörðum og víðar. nú er
menningarnótt framundan og líkur eru á hæglætis veðri, jafnvel þótt ögn taki að kólna. mynd sigtryggur ari