Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 28
Í gegnum tíðina hef ég haft skoðanir á samfélaginu og stjórnmálum. Bara ef ég gæti beðist afsökunar á hverri einni og einustu. Í dag held ég að ég sé blessunarlega laus við þann öm- urlega mannlega eiginleika, að hafa hugsjónir um samfélagið. Hugsjóna- fólk er heimskasta og ömurlegasta fólk sem til er. Mannkynssagan hefur bara kennt okkur eitt; það er bara ein leið til þess að stjórna hlutunum, hin illa. Svo það er sama hvort Davíð Oddsson eða Steingrímur Joð sitja í brúnni, við gætum alveg eins haft einn Labrador, sama niður- staða. Hvers á ég að gjalda? Afhverju þarf ég að vakna upp á hverjum morgni og hlusta á gjálfrið í Atla Gíslasyni, eða horfa framan í greppitrýnið á Sigmundi Davíð. Af hverju þurfti mín kynslóð að horfa upp á Davíð Oddsson verða ritstjóra Morgunblaðsins, Kristján Arason „finta“ sig út úr kúluláni og RÚV spila rassinn svo ærlega upp úr brókinni, að heilu kynslóðirnar sem ekki hafa fengið snefil af menningu eða skemmti- efni af hálfu ríkisins í fleiri ár, eru virkilega að horfa á eftir Spaugstof- unni með söknuði. Það er líklega búið að eyðileggja þetta land. Efni er of dýrt, hið andlega of rýrt. Ef það væri ekki fyrir blómlegt menningarlíf og listir, þá myndi ég persónulega bera eld að landinu í heild sinni, í von um að hægt væri að byrja upp á nýtt fyrir aurinn úr tryggingunum. Uppbyggingin er ekki nærri því hafin, niðurrifið er rétt að byrja. Það er fátt jafn leiðinlegt og meinhorn, „sem verða að komast af þessu skítaskeri,“ en ég má segja þetta því ég er á förum. Ég er á leiðinni til Þýskalands, en ekki til Berlínar eins og ann- ar hver fötuhaus úr Breiðholtinu sem kynnst hefur léttleik- anum í Prenzlau- er Berg. Nei ég er að fara til smábæjarins Giessen, rétt fyrir utan Frankfurt. Þar sem Augustiner-bjórinn er kaldur eins og íshafið sem umlykur Grænland, og „curriwurstið“ gjörsamlega öskrar á eftir manni á hverju götuhorni. Ég er að fara í skiptinám. Listnám í Þýsklandi og það fyrsta sem ég ætla að gera er að grjótleika feisbúkk síðunni minni. A) Ég vil ekki að vinir mínir geti njósnað um mig, þegar ég gjörsamlega ríf öll höft, kem fram nakinn og blóðugur á listasýningu gargandi setningar upp úr Snorra Eddu á meðan þýskur „kunst-professor“ mjálmar: „schön“ og brotnar á end- anum niður vegna þess menningarlega álags sem ég hef lagt á hann. B) Ég vil ekki láta jafn aumkunarverða hluti og internetið og Íslend- inga trufla mig á meðan ég gjörsamlega drekk í mig allt sem Þjóðverj- inn hefur upp á að bjóða. C) Ég vil ekki að Giessen verði Íslendinganýlenda, þegar ljóst verður að hægt er að halda partíinu gangandi annars staðar. Það er undarlegt að vera 25 ára drengur og líta á Þýskaland sem fyrirheitna landið. Einu sinni var það Danmörk, en í síðustu ferð minni neyddist ég til að skipta á ein- um iPhone 3gs og kebab á sléttu, og í ljósi einok- unarverslunarinnar þá fannst mér ég bara ekki eiga það skilið. Danir hafa hvort eð er ekki verið „ligeglad“ síðan Kim Larsen varð fast- eignajöfur. Fyrir mig verður það Þýskaland, Þýskaland, ofar öllu. Svo held ég heim þegar ég verð búinn að gjörsamlega móta mér nýtt útlit þarna, verð eins og hinn dæmigerði Vestur-Þjóðverji í bland við eitthvað það tilgerðarlegasta sem ég finn í þýskum verslunum. Vel greiddur, skeggjaður, með byssupúður blandað í rakspíra, svo ég lykti eins og Reichstag-ið í maí 1945. Svo þegar ég lendi í Keflavík, man ég skyndilega eftir því hvernig sumarið og veturinn mætast á vorin í Mosfellsdalnum, hvernig íslensk tunga getur glatt bæði hug og hörund. Og ég skrökva að öllum að ég hafi gert ótrú- lega gott mót í Þýskalandi. Ég verð Garðar Hólm, alveg eins og allir hinir aumingj- arnir. Og viti menn, á meðan á dvöl minni stóð, óx eitt blóm í smáíbúðahverfinu. Og ég vitja þess, og ég segi: „das bin ich, dein Vater.“ Bravó. Á fund Garð- arS Hólm 28 umræða 20. ágúst 2010 föstudagur dóri dna skrifar helgarpistill Ég sé á netinu að ýmsir eru að agnú- ast út í þá bloggsíðu sem Björgólfur Thor Björgólfsson hefur nú opnað og birtir fullt af skjölum og upplýsing- um um fjármál hans og bissniss, allt frá því að hann, ásamt föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni, eignað- ist Landsbankann á sínum tíma og þangað til hrunið reið yfir. Sumir virðast hneykslast á því í sjálfu sér að Björgólfur Thor opni þessa síðu þar sem hún hljóti að vera eintóm sjálfsréttlæting fyrir hann og ekkert að marka neitt sem þar kemur fram. Þess sjónarmiðs hefur jafnvel orðið vart, sýnist mér, að vegna þess að Björgólfur Thor átti þátt í hruninu 2008, þá skuli hann ekki voga sér að bera hönd fyrir höfuð sér með þess- um hætti – það sé hrein ósvífni. Hann eigi bara að þegja úti í sínu horni. DAVÍÐ OG JÓN ÁSGEIR BIRTI SÍNA HLIÐ Aðrir hafa viðrað þá skoðun að þótt máske sé í lagi að hann opni svona vefsíðu, þar sem hann setur fram sín sjónarmið og birtir skjöl sem hann telur sér hagstæð, þá eigi fjölmiðlar ekki að rjúka upp til handa og fóta og taka þátt í því með honum að auglýsa þetta einkablogg. Ég verð eiginlega að vera ósam- mála öllum þessum röddum. Í fyrsta lagi finnst mér í hæsta máta eðlilegt að Björgólfur Thor birti efni af þessu tagi, jafnvel þótt það hljóti náttúrlega að miðast fyrst og fremst við hann sjálfan og hans sjónarmið. Ég myndi líka telja mikinn feng í því ef Davíð Oddsson birti efni úr sínum fórum. Það væri mjög fróðlegt og auðvitað væri ekki hægt að ætlast til þess að hann legði sig beinlínis í líma við að birta eitthvað sem kæmi honum illa. Ég myndi líka fagna því ef Jón Ás- geir birti sem mest af sínum plögg- um – þó að í hans tilfelli munum við kannski fá að sjá meirihlutann af því sem hann lumar á, þar sem hann leggur slík plögg væntanlega fram í þeim réttarhöldum sem fram undan eru hjá honum. Í stuttu máli sagt, því meira sem birt er og frá þeim mun fleiri aðil- um sem komu við sögu hrunsins, því betra. DULARFULLT HÁTTERNI SEÐLABANKASTJÓRA Í öðru lagi er ljóst að í þeim plöggum sem Björgólfur Thor hefur nú birt er ýmislegt hnýsilegt. Ég hef ekki lesið þetta nærri allt ennþá, en bara upp- lýsingar eins og þær sem komu fram í skýrslu Björns Jóns Braga sonar sagnfræðings gera birtingu skjal- anna fyllilega réttlætanlega. Þótt ekki sé það gleðiefni sem þar kemur fram. Fjölmiðlar birtu tölu- vert úr þessari skýrslu í gær, ekki síst lýsingar á hátterni seðlabankastjóra sumarið 2008. Það virðist hafa verið mjög dularfullt, svo ekki sé nú fast- ar að orði kveðið. Á þeim örlagaríku vikum þegar við héldum að stjórn- völd í landinu hefðu sameinast um að stækka gjaldeyrisforðann til að forða veseni í bankakerfinu, þá vann Davíð Oddsson seðlabankastjóri beinlínis gegn því að forðinn yrði stækkaður og lán tekin erlendis. Ekki veit ég hvort það hefði bjarg- að bankakerfinu þótt gjaldeyrisforð- inn hefði verið stækkaður. Sennilega ekki, en það hefði þó líklega gefist tóm til þess að vinda ofan af kerfinu, þannig að hrunið hefði ekki þurft að verða jafnalgert og ömurlegt og raunin varð. VORU GLÆPAMENN Í BÖNKUNUM? Sumir munu kinka kolli þegar þeir lesa í skýrslunni að Davíð hafi sagt við mann og annan þetta sumar að við stjórn í bönkunum væru „glæpa- menn“ sem þyrfti að losna við, og segja sem svo að það hafi nú heldur betur komið í ljós. Vissulega kom á daginn að maðkar voru í mysu bank- anna, þótt persónulega muni ég ekki nota orðið „glæpamenn“ fyrr en sekt hefur verið sönnuð samkvæmt regl- um réttarríkisins, en það er þó öld- ungis ljóst að maður í embætti seðla- bankastjóra átti ekki að fara um með slíku gaspri á mjög viðkvæmum tím- um – hann átti að hafa önnur ráð til að temja bankana, en beinlínis koma þeim á kné. En öll sú saga um hvernig hefði getað farið verður auðvitað aldrei skrifuð nema í viðtengingarhætti. Við sitjum uppi með þá sögu sem gerðist – við sitjum uppi með hátt- erni Davíðs, réttarhöld Jóns Ásgeirs, bloggsíðu Björgólfs Thors ... Síðasta atriðinu, að fjölmiðlar hefðu ekki átt að „auglýsa“ bloggsíðu Björgólfs Thors svo mjög sem raun- in var, er ég líka ósammála. Það er ekki í öllum tilfellum sama hvaðan gott kemur (eins og það var orðað!), en þegar málið snýst um upplýsing- ar er það vissulega raunin. Og fjöl- miðlar og allur almenningur eiga að taka fagnandi þeim skjalabunkum og skýrslum sem Björgólfur hefur nú birt. Að sjálfsögðu hljóta menn að lesa öll þessi plögg með fyrirvara um hvaðan þau eru komin og alltaf hafa bak við eyrað að ekki sé endilega víst að öll sagan sé sögð – en það myndi nú gilda í flestöllum tilfellum hvort sem er, hvaðan sem upplýsingar af þessu væru komnar. Mér finnst því framtak Björgólfs Thors gott og vona að sem flestir feti í fótspor hans. VEFSÍÐA LÁRU HÖNNU HORFIN En af því tilefni langar mig líka til að vekja athygli á því að aðeins nokkr- um dögum áður en síða Björgólfs Thors opnaði, þá hvarf af netinu vef- síða Láru Hönnu Einarsdóttur, en þar hafði hún – auk þess að setja fram eigin skoðanir í bloggformi – safnað gríðarlegu magni af upplýsingum úr sjónvarpi, útvarpi, blöðum og upp úr allskonar skýrslum – og laut allt að hruninu, aðdraganda þess og viðbrögðum. Ég þarf ekki að fjöl- yrða neitt um vefsíðu Láru Hönnu, allir sem fylgjast með samfélagsum- ræðu þekkja síðuna hennar. Hún var síðast vistuð á Eyjunni, en fyr- ir skömmu tilkynnti Lára Hanna að hún yrði að hætta að sinna síðunni sinni, þar sem hún hefði hreinlega ekki efni á því lengur að gera það allt í sjálfboðavinnu. En hún hefur aldrei fengið neins konar borgun fyrir alla sína stórmerku vinnu við að halda saman heimildum um þá merkilegu tíma sem við lifum nú. Afleiðingin af því að Lára Hanna hefur nú þurft að fara að sinna sínu brauðstriti er sem sagt sú að hin stórmerka síða henn- ar er nú horfin og þar með allt það gríðarlega magn af upplýsingum og heimildum sem þar voru vistaðar. MEIRA BRUÐL Ég veit ekki nákvæmlega hvernig annaðhvort hið opinbera eða stofn- anir þess, eða jafnvel bara einkafyr- irtæki, gætu farið að því að liðsinna Láru Hönnu við að varðveita heim- ildasafn sitt og bloggsíðu – en hitt veit ég að víða í opinberu kerfi og rekstri fyrirtækja á sér stað meira bruðl en myndi felast í því að halda utan um þetta merkilega safn og að- stoða Láru Hönnu við að auka enn við það. Ég fagna sem sagt bloggsíðu Björ- gólfs Thors. Ég mundi fagna því enn meira ef bloggsíða Láru Hönnu gæti líka haldist opin. Upplýsingar á þess- um síðum gefa kannski misjafna sýn á hrunið, en vafalaust jafnnauðsyn- lega þegar upp verður staðið. trésmiðja illuga Ég myndi líka telja mikinn feng í því ef Davíð Oddsson birti efni úr sínum fórum. Illugi Jökulsson telur feng að bloggsíðu Björgólfs Thors Björ- gólfssonar, en mikinn missi að því að bloggsíða Láru Hönnu er horfin af netinu BlOGGIð HanS BJÖrGólfS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.