Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Side 16
16 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur Þau Egill Jóhannsson og Anna Helgadóttir hafa gefið stjórnlaga- nefnd lénið stjórnlagathing.is. Þau höfðu upphaflega keypt lénið vega fyrirætlana um að setja þar upp vett- vang fyrir lýðræðisleg skoðanaskipti. Þau vildu að þar yrði grasrótin virkj- uð utan hins hefðbundna flokka- kerfis. Þau höfðu einnig komið upp öðrum vef vegna hins sama, vefn- um lydveldisbyltingin.is. Hann var stofnaður í janúar í fyrra. Þetta var tilraun að fyrstu útgáfu þjóðfundar þar sem kallað var eftir tillögum fólks að breytingum á stjórnarskránni. Þeim var síðan komið á framfæri við stjórnmálaflokka fyrir Alþingiskosn- ingarnar í fyrra. Þau Egill og Anna hafa bæði ver- ið virk í þjóðfélagsumræðunni um breytingar á stjórnarskránni. Þeg- ar Egill kynnti hugmyndir þeirra að Lýðveldisbyltingunni í fyrra sagði hann að draumur hans um útfærslu breytinganna væri útópískur þar sem engar takmarkanir yrðu sett- ar á fjölda þátttakenda. „Vefsvæði er sett upp þar sem allir geta tekið þátt í að þróa aflið og markmið þess. Eng- ir leynifundir til undirbúnings. Öll rif rildi fyrir opnum tjöldum. Enginn útilokaður og jafnvel flokksbund- ið fólk í öðrum flokkum velkom- ið. Helst enginn formaður. Kannski gjaldkeri eða ráða endurskoðanda til að sjá um gjaldkeramál,“ sagði Egill. Þau tvö segja Lýðveldisbylting- una hafa verið einstakt fyrirbæri þar sem hafi verið beitt aðferð til að búa til nýja stjórnarskrá, þar sem kallað var eftir hugmyndum og umræðum stórs hóps Íslendinga með aðstoð netsins. Öll gögn af síðunni eru enn geymd en henni sjálfri hefur ver- ið lokað vegna árása tölvuhakkara. Hópur úr Lýðveldisbyltingunni kom síðan áfram saman við að undirbúa stjórnlagaþing myndu stjórnvöld ekki taka af skarið. Þau hafa nú gef- ið stjórnlaganefnd aðgang að léninu sem ætlað var til umræðnanna með tveimur skilyrðum. Að lénið verði notað á skilvirkan hátt til að miðla réttum og skiljanlegum upplýsing- um gegnum netið til allra Íslendinga um framgang stjórnlagaþings og að saga lénsins verði skráð hjá stjórn- laganefnd og birt á vefnum. Tvær aðskildar vefsíður Þorsteinn Fr. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri undirbúningsefnd- ar fyrir stjórnlagaþing, segir að tvær aðskildar vefsíður verði settar upp vegna stjórnlagaþingsins. Önnur þeirra verði sett upp í tengslum við þjóðfundinn sem halda á fyrir stjórn- lagaþingið og hin vegna stjórnlaga- þingsins sjálfs. Grunninum að þeim báðum verði komið á laggirnar nú um mánaðarmótin. Eftir eigi að fara yfir tæknilega útfærslu á því hvernig vefsíðurnar muni líta út. Stjórnlaganefndin er nú með að- setur í skrifstofuhúsnæði við Borg- artún 24 í Reykjavík. Til stendur að flytja þá starfsaðstöðu yfir í hentugra húsnæði með öllum þeim kröfum sem gerðar séu til starfsemi þingsins. Þar sé ekki leitað eftir hefðbundnu skrifstofuhúsnæði, heldur verði að vera góð fundar- og ráðstefnuaðstaða þar. Þá geri lögin um stjórnlagaþingið ráð fyrir áheyrnarsvæðum, þar sem almenningur geti komið og hlustað á það sem þar fari fram. Síðan verði all- ir þingfulltrúar og starfsmenn að hafa sína vinnuaðstöðu. Gera má ráð fyrir því að um þús- und fermetra húsnæði þurfi und- ir starfsemina. „Við munum auglýsa eftir húsnæði til að fá fram hugmynd- ir og gera þá einhverjar breytingar á því eða fylla af þeim búnaði sem þarf. Þetta er ekki forgangsverkefni í augnablikinu, heldur að undirbúa þjóðfund. Húsnæðið verður ekki leigt fyrr en eftir áramót,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir ekki hafa komið til umræðu að hluti af starfsaðstöðu Alþingis verði nýttur undir starfsemi stjórnlagaþingsins. Eðlilegast sé að starfsemi stjórnlagaþingsins verði öll á einum stað svo ekki þurfi að sækja á marga staði til að vinna verkin. Ekki verði vandamál að finna stjórnlaga- þinginu húsnæði. Þegar viti þeir sem vinni að undirbúningnum af einu slíku sem gæti komið til greina. Tíu fastir starfsmenn Þorsteinn segir mega áætla að um tíu manns vinni fyrir stjórnlagaþing- ið á meðan það standi yfir. Fáir fastir starfsmenn verði ráðnir inn til þings- ins. Þess í stað verði ráðið inn til til- tekinna verkefna vegna sérreynslu eða þekkingar viðkomandi. Stjórn- lagaþingið muni svo njóta stuðnings tengdra stofnana sé þörf á honum. „Við verðum að sjá hvernig hlut- irnir þróast. Það er verið að vinna að þessu í fyrsta skipti og er eng- in reynsla á þessum undirbúningi,“ segir Þorsteinn. Kosningar í nóvember Ákveðið hefur verið að kjósa til stjórnlagaþings þann 27. nóvem- ber. Þingið kemur saman í febrúar á næsta ári og stendur yfir fram í apr- íl í síðasta lagi. Þann 6. og 7. nóvem- ber verður boðað til þúsund manna þjóðfundar þar sem þátttakendur verða valdir af handahófi úr þjóð- skrá. Fyrirhugað er að þær áhersl- ur sem lagðar verði fram á þjóð- fundinum verði stjórnlagaþinginu til grundvallar þegar það fari yfir hvort gera þurfi breytingar á stjórn- arskránni. Þorsteinn segir þá sem koma að undirbúningnum vera spennta í að undirbúa stjórnlagaþingið sem hann segir vera einstæðan við- burð. Hann vonast til að viðburður- inn heppnist frambærilega og verði þeim sem taki þátt til sóma. STJÓRNLAGAÞING TEKUR Á SIG MYND Egill Jóhannsson og Anna Helgadóttir hafa gefið stjórnlaganefnd lénið stjornlagathing.is. Þau keyptu lénið upphaflega til að setja þar upp vettvang fyrir lýðræðisleg skoðanaskipti utan flokkakerfisins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings, segir að verið sé að leita að hentugu húsnæði. Nú er unnið að uppsetningu þingsins. RóbERT HlynuR bAlduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is nUndirstöðuríslenskrarstjórnskipunaroghelstugrunnhugtök. nSkipanlöggjafarvaldsogframkvæmdavaldsogvaldmörkþeirra. nHlutverkogstöðuforsetaÍslands. nSjálfstæðidómstólaogeftirlitþeirrameðöðrumþáttumríkisvaldsins. nÁkvæðiumkosningarogkjördæmaskipan. nLýðræðislegaþátttökualmenningsogfyrirkomulagþjóðaratkvæðagreiðslu. nFramsalríkisvaldstilalþjóðastofnanaogutanríkismál. nUmhverfis-ogauðlindamál,þarámeðaleignarhaldognýtinguauðlinda. stjórnlagaþingið mun fara yfir: Vefsvæði er sett upp þar sem allir geta tekið þátt í að þróa aflið og markmið þess. Áhugafólk um stjórnarskrána Egill JóhannssonogAnnaHelgadóttirhafa veriðvirkíumræðuumbreytingarástjórn- arskránni.Þaueruþeirrarskoðunaraðnota eiginetiðsvofólkgetikomiðsjónarmiðum sínumáframfæri.mynd RóbERT REyniSSon lénið verður notað ÞorsteinnFr.Sigurðs- son,framkvæmdastjóriundirbúningsnefnd- arstjórnlagaþings,segirtværaðskildarsíður verðasettaruppfyrirstjórnlagaþingiðog þjóðfundinn.mynd SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.