Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Blaðsíða 52
52 úttekt 20. ágúst 2010 föstudagur Ofviðrið Hið klassíska verk Williams Shakespeare Ofviðri, „Tempest“, var skrifað í upphafi 17. aldar. Borgarleikhúsið setur verkið nú upp í útsetningu Oskaras Koršunovas borg- arleikhússtjóra Vilníus í Litháen en hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Hann hefur meðal annars hlot- ið Evrópsku leiklistarverðlaunin en gestir listahátíðar ættu að kannast við uppsetn- ingu hans á Rómeó og Júlíu sem sýnd var á hátíðinni. „Ofviðrið hverfist um heiftarleg átök hinna æðri og lægri hvata. Leikrit sem fjallar um fegurðina í dyggðinni og hina nauðsynlegu fyrirgefningu eftir áföll. Ofviðrið er dásamlegur gleðileikur upp- fullur af húmor, ást og krafti. Hér er öllu tjaldað til, ástsælustu leik- arar þjóðarinnar, Íslenski dansflokkurinn og einn fremsti leikstjóri heims,“ segir í leikskrá Borgarleikhússins. Höfundur: William Shakespeare Leikstjórn: Oskaras Koršunovas Þýðing: Sölvi Björn Sigurðsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Danshöfundur: Katrín Hall Hljóð: Jakob Tryggvason Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Jóhann Sigurðarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hilmar Guðjónsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Halldór Gylfason Dansarar: Katrín Ingvadóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Steve Lorenz, Cameron Corbett, Katrín Johnson, Hannes Egilsson Enron Eitt umtalaðasta leikverk heims á síð- asta ári enda unnið til fjölda verðlauna. Efniviðurinn er tekinn úr raunveruleik- anum eins og nafnið gefur til kynna. Það er byggt á falli fjármálarisans Enron sem er einn stærsti skandall og ein mesta svikamylla fjármálasögunnar. Verkinu er lýst á eftirfarandi hátt í leik- skrá Borgarleikhússins: „Hér birtist mannlega hliðin á bak við atburðina, sagan af þeim sem voru í innsta hring, en líka þeim sem stóðu utan hans. Enron er sígild saga um drauma og þrár, dramb og fall. Samhliða mannlegu átökunum í verkinu er dregin upp stórsnjöll og skörp mynd af fjármálaheiminum á aðgengilegan og hrífandi hátt.“ Höfundur verksins, Lucy Prebble, er aðeins 29 ára gömul en þetta er þriðja leikverkið sem hún sendir frá sér. Höfundur: Lucy Prebble Leikstjórn: Stefán Jónsson Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Myndbandshönnun: Gideon Kiers Tónlist: Helgi Svavar Helgason og Sigtryggur Baldursson Hljóð: Thorbjørn Knudsen Hreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Ellert A. Ingimundarson, Halldór Gylfason, Valur Freyr Einarsson, Hjalti Rögn- valdsson, Hilmar Guðjónsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Viktor Bjarnason, Walter Grímsson, Áslaug Lárusdóttir fólkið í kjallaranum Fólkið í kjallaranum er byggt á sam- nefndri bók eftir Auði Jónsdóttur. Bók- in hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin þegar hún kom út árið 2004 en hún var seinna tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og fengið góða dóma víða. Verkið fjallar um Klöru og Svenna, en Klara þarf eitt fallegt sumar- kvöld að endurskoða líf sitt þegar atvik úr fortíðinni skýtur upp kollinum „Fólkið í kjallaranum er mögnuð, ljúfsár saga en um leið upp- gjör við ‘68 kynslóðina og venjubundnar hugmyndir um lífið og tilveruna,“ segir í leikskrá Borgarleikhússins. Höfundur: Auður Jónsdóttir Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Frank Hall Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikarar: Ilmur Kristjánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgis dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir Í megindráttum höldum við sömu stefnu og undanfarin tvö leik-ár. Dagskráin er afar fjölbreytt og þar ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleik- hússins, um nýtt leikár sem kynnt er í dag. „Við bjóðum upp á skemmtileg og aðgengileg verk í bland við áræðin og ögrandi leikrit sem taka á brýnum málum. Okkar markmið er að vera í virku samtali við samtímann.“ Síðustu tvö leikár í Borgarleik- húsinu eru þau aðsóknarmestu í ís- lensku leikhúsi og leikhúsið kom afar sterkt út úr Grímuverðlaunahátíð- inni í vor. Leikárið 2008/2009 fékk Borgarleikhúsið hvorki fleiri né færri en 207.576 gesti. Árið eftir var það met svo bætt rækilega þegar 218.889 gestir lögðu leið sína í húsið. „Það var bjart yfir Borgarleikhúsinu á liðnu leikári. Áhorfendur hafa aldrei ver- ið fleiri og sýningunum var almennt afar vel tekið.“ Magnús segir að þessari vel- gengni hafi fylgt mikill meðbyr en um leið miklar væntingar. „Við erum afskaplega þakklát áhorfendum sem hafa sýnt sýningum okkar jafn mik- inn áhuga og raunin er. En leikhúsið er á sífelldri hreyfingu og því þurfum við að halda áfram að leita og skapa af hugrekki. Við reynum því að nýta meðbyrinn sem hvatningu til að gera enn betur og sækja fram. Við reynum að vera einlæg í list okkar og bjóða upp á sýningar sem eiga erindi.“ Aðspurður segir Magnús það ekki vera markmið að slá metið þriðja árið í röð. „Við erum ekkert að einblína á þessar tölur. Okkar metn- aður er fyrst og fremst að setja sam- an leikár sem við teljum eiga erindi við Íslendinga og að taka á brýnum málum. Það hefur okkur tekist, til dæmis með verkum eins og Góð- ir Íslendingar og Jesús litli. Með því að taka beint á því sem brennur á fólki eins og þegar við lásum rann- sóknarskýrsluna í heild sinni. Þetta eru sýningar sem við erum afskap- lega stolt af. Og í ár með því að setja upp Enron sem var eitt umtalaðasta leikverk heims á síðasta ári. Hér er á ferð leikrit sem fjallar um dramb og fall og á alveg ótrúlega vel við á Ís- landi í dag.“ Nýtt fyrirkomulag áskriftarkorta var kynnt fyrir tveimur árum sam- hliða áherslubreytingum í verkefna- vali. Í kjölfarið margfaldaðist korta- sala leikhússins. Korthafar velja sjálfir þær fjórar sýningar sem þeir vilja helst sjá af þeim tuttugu sýning- um sem eru á boðstólum á hverju ári. „Þannig getur fólk sett saman sitt eigið kort í stað þess að kaupa tilbúna pakka af verkum sem ein- hver annar hafði valið. Þá er verð- inu á þessum kortum stillt í hóf og er töluvert lægra en miðaverð á fjór- ar stakar sýningar. Að auki erum við afar stolt af því að bjóða öllum yngri en 25 ára kortin á niðursettu verði.“ asgeir@dv.is Síðustu tvö leikár Borgarleikhússins hafa verið slegið aðsóknarmet og verður áhugavert að sjá hvort slíkt hið sama verði uppi á teningnum á því leikári sem kynnt er í dag. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri segir nýtt fyrirkomulag leikhúskorta og góða dagskrá hafa skilað sér í aukinni aðsókn. Þriðja mEtárið að hefjast? Brot af því besta... Stóra sviðið: n Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Frá fyrra leikári n Enron eftir Lucy Prebble. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Frumsýnt 23. september n Fjölskyldan eftir Trace Letts. Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason. Frá fyrra leikári n Ofviðrið eftir William Shakespeare. Leikstjórn: Oskaras Koršunovas. Frumsýnt 29. desember n Nei, ráðherra eftir Ray Cooney. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Frumsýnt 18. febrúar   Nýja sviðið: n Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Frumsýnt 10. október n Elsku barn eftir Dennis Kelly. Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson. Frumsýnt 7. janúar n Sóleyjarkvæði, ljóðadagskrá eftir Jóhannes úr Kötlum. Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Flutt í febrúar n Húsmóðirin eftir Vesturport. Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson. Frumsýnt 1. apríl n Klúbburinn eftir Gunnlaug Egilsson og fleiri. Frumsýnt 3. júní   Litla sviðið: n Horn á höfði eftir Guðmund Brynjólfsson og Berg Þór Ingólfs- son. Leikstjórn Bergur Þór. Frumsýnt 18. september n Harry og Heimir eftir Sigurð Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason. Sýnt frá 10. september og á Akureyri í nóvember. n Jesús litli. Gríman 2010: sýning ársins. Leikstjórn Benedikt Erlingsson.  Frá fyrra leikári. Nóvember og desember n Afinn eftir Bjarna Hauk Þórsson. Einleikur Sigurður Sigurjóns- son. Frumsýnt 14. janúar n Skoppa og Skrítla eftur Hrefnu Hallgrímsdóttur. Leikstjórn: Gunnar Helgason. Sýnt í febrúar n Nýdönsk í nánd í febrúar n Strýhærði Pétur eftir Tiger Lillies. Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson. Frumsýnt 18. mars. n Gói og Ævintýrin: Eldfærin. Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson. Mars og apríl   England, Þýskaland og víðar: n Faust. Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson. Í samstarfi við Vestur- port. Sýnt í september og október. Akureyri: n Jesús litli og Harry og Heimir Leikárið 2010/2011 í Borgarleikhúsinu Starfsfólk Borgarleikhússins Leikárið 2010/2011 gæti orðið þriðja metárið í röð. MyND Hörður SvEiNSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.