Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 4
Jón Ásgeir sÁttur n Ekkert bólar enn á nýjum fréttastjóra Stöðvar 2 í stað Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem hraktist úr starfi eftir að hafa misboðið Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri útrásar- víkingum. Freyr Einarsson var settur í starfið til bráðabirgða en hann hafði áður verið yfir Íslandi í dag. Freyr þykir standa sig sæmilega að því leytinu að nú andar ekki lengur köldu frá aðaleigandanum í garð fréttastofunnar. Til stóð að ráða nýjan fréttastjóra í júlí en það hefur enn ekki orðið. gengið um hurð n Fréttastofa Bylgjunnar undir stjórn Freys Einarssonar hefur á stundum átt ágæta spretti. Þannig hafa menn þar á bæ fjallað ítarlega um hið hrikalega morðmál í Hafnarfirði. Fram kom í öllum fjölmiðlum að ekki hefði verið brotist inn þegar morðið var framið. Árásarmaðurinn hefði því átt greiðan aðgang. Það kom því á óvart þegar sagt var frá því í hádegisfrétt- um Bylgjunnar að morðinginn hefði gengið „inn um hurð“. Slíkt hlýtur að skilja eftir sig mikil ummerki þvert á það sem gerist ef menn ganga um dyr eftir að hafa opnað þær. KúlulÁnaþegi hJÁ n1 n Það væsir ekki um Kristján Arason, fyrrverandi handbolta- kappa á vinnumarkaði. Eftir að Kaupþing hrundi hætti hann störfum þar sem framkvæmda- stjóri og hélt út í lífið með 800 milljóna króna skuldabagga einkahlutafélags síns í farteskinu. Eftir stutt stopp sem starfsmaður Capacent hefur hann nú ráðið sig sem hægri hönd Hermanns Guðmundssonar hjá N1. Ekki eru taldar líkur á að hann greiði upp kúlulán sitt. einlægni Jónínu n Spennan vegna komandi jólabóka magnast. Ekki þykir ólíklegt að ævi- saga Kristjáns Jóhannssonar, sem Forlagið gefur út, eigi eftir að gera góða hluti. Það veltur þó væntanlega á því hvort þjóðin hafi tekið Kristján í sátt eftir frægt mál þegar hann þáði stórfé fyrir að syngja í þágu krabbameinssjúkra barna. Stóra spurningamerkið á jólabókamarkaðnum er þó saga athafnakonunnar Jónínu Bene- diktsdóttur. Velgengni þeirrar sögu veltur á því hvort einlægnin verður til staðar þar sem fjallað er um samskipti hennar við Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Moggans, og vináttu þeirra Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dóms- málaráðherra. sandkorn 4 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur Páll tók myndir Í DV þann 7. júlí síðastliðinn birtust myndir frá góðgerðarleik Íslandsdeildar Amnesty Inter- national á N1-mótinu á Akur- eyri sem fram fór í tengslum við Pollamótið í fótbolta, fyrstu helg- ina í júlí. Ljósmyndamerkingar vantaði við myndirnar, en það var Páll Jóhannesson ljósmyndari sem tók myndirnar. Aðalmeðferð í einkamáli hins fallna Glitnis banka á hendur Hannesi Smárasyni og þremur félögum tengdum honum er á dagskrá héraðsdóms næstkomandi janúar. Engar upplýsingar fengust um málið frá lögfræðingi bankans, lögfræðingi Hannes- ar eða talsmanni skilanefndar. Aðalmeðferð í einkamáli Glitnis banka á hendur Hannesi Smára- syni og þremur félögum sem hon- um tengjast, er á dagskrá héraðs- dóms Reykjavíkur þann 11. janúar næstkomandi. Mikil leynd hvílir yfir málinu en engin svör fengust hjá málsaðilum um hvað máls- sóknin snýst um. Lögmenn skila- nefndar Glitnis og Hannesar vildu ekkert tjá sig um málið, né held- ur talsmaður skilanefndarinnar. Hannes Smárason og umrædd fé- lög hafa komið við sögu í fréttum eftir hrun. Mikil leynd „Ég get svo sem ekkert sagt þér annað en það að þetta á að fara í aðalmeðferð í janúar,“ sagði Sigur- björn Ársæll Þorbergsson lögmað- ur Glitnis í málinu og benti blaða- manni á að ræða við skilanefnd bankans. Málið, sem tekið verð- ur fyrir þann 11. janúar klukkan 09:15, er samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Héraðsdóms Reykja- víkur skuldamál á hendur Hannesi Smárasyni, sem og þremur félög- um sem honum tengjast, FI fjár- festingum, Hlíðasmára 6 og ELL 49. Þegar DV leitaði upplýsinga hjá skilanefnd Glitnis, var sama uppi á teningnum. „Ég get ekkert sagt um málið,“ sagði Ingólfur Ingólfsson hjá skilanefnd Glitnis þegar DV náði tali af honum. Ljóst er að mik- il leynd hvílir yfir dómsmálinu en Gísli Guðni Hall, verjandi Hannes- ar, varðist sömuleiðis allra fregna þegar DV hafði samband við hann. Dótakassafélagið Til stóð að fyrirtaka í skuldamálinu færi fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur þann 21. maí síðastliðinn en þar sem lögmaður Hannesar mætti ekki var fyrirtöku málsins frestað til 31. maí. DV fékk engar upplýs- ingar á þeim tíma, hvorki upplýs- ingar um það hverjar kröfurnar væru né heldur hversu háar skuld- ir væri um að ræða. Félögin sem um ræðir hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir hrun. Hlíðasmári 6 er félag sem Hannes Smárason var skráður eini stjórnarmaðurinn í á sínum tíma. DV fjallaði meðal annars um fé- lagið í tengslum við bílakjallara í Faxafeni, sem skráður var í eigu þess, þar sem lúxusbifreiðar og eð- alvagnar í eigu Hannesar og Þor- steins M. Jónssonar voru geymdir. Sjaldgæfur gamall Jagúar, Bentl- ey Continental GT og öll flottustu merkin var að finna í dótakassa auðmannanna í Faxafeni. Skúffufyrirtæki og skattalagabrot FI fjárfestingar hét áður Primus en þann 3. júní í fyrra gerði efna- hagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra húsleit á heimilum Hann- esar í tengslum við möguleg skattalagabrot félaganna Odda- flugs og Primus sem Hannes átti. Auk þess að gera húsleit á heim- ilum Hannesar var gerð húsleit á lögmannsstofunni Logos. FI var á sínum tíma áttundi stærsti stofn- fjáreigandinn í Byr. Eftir því sem næst verður kom- ist er ELL 49 skúffufyrirtæki sem rakið hefur verið til lögmannsstof- unnar Logos og er eitt af hundruð ELL-fyrirtækja sem stofnuð voru og er skráð til húsa í Efstaleiti 5, þar sem lögmannsstofan er með hús- næði. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að búið sé að út- hluta málinu, og staðfest var að það sé komið á dagskrá. Þá var tek- ið fram að um einkamál væri að ræða og því engar frekari upplýs- ingar veittar. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir dómsmálinu en Gísli Guðni Hall verjandi Hannesar varðist allra fregna þegar DV hafði samband við hann. JÓn BJArKi MAGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is leynd yfir dómsmáli Leitað á heimilum og í fyrirtækjum Þann3.júníífyrragerðiefnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórahúsleitáheimilumHann- esarítengslumviðmögulegskattalagabrot félagannaOddaflugsogPrimussemHannes átti.EinnigvarframkvæmdhúsleithjáLogos. Íbúar á Stöðvarfirði ósáttir með lokun útibús Landsbankans „Þaðábaraaðlokaþessu“ Landsbankinn ætlar að loka útibúi sínu á Stöðvarfirði. Hverfur þar með eini bankinn úr þessu tæplega þrjú hundruð manna byggðarlagi og eru tæpir þrjátíu kílómetrar í næsta úti- bú á Fáskrúðsfirði. Albert Geirsson, íbúi á Stöðvarfirði, segir þetta afar slæmt fyrir byggðarlagið og bagalegt fyrir fólk sem er ekki með tölvur og getur því aðeins sinnt bankaviðskipt- um í gegnum bankana sjálfa. „Það er greinilegt að það á bara að loka þessu og kippa þessu frá,“ segir Albert sem hefur fengið þau svör frá Landsbankanum að þessu verði ekki breytt að hálfu Landsbankans. Engar almenningssamgöngur eru á Stöðv- arfirði þannig að ef fólk á hvorki tölvu né bíl þá er því nánast ómögulegt að sinna bankaviðskiptum og á það sér- staklega við eldra fólk á Stöðvarfirði, að sögn Alberts. Hann segir að þegar Stöðvarfjörður varð hluti sameinaða sveitarfélagsins Fjarðabyggðar hafi verið gefin loforð um almennings- samgöngur á Stöðvarfjörð en ekk- ert hafi orðið af efndum í þeim efn- um. Tveir starfa í 60 prósent starfi við útibú Landsbankans á Stöðvarfirði og er Pósturinn einnig með útibú í bankanum. „Svo verður Pósturinn klárlega tekinn seinna. Það munar um þessi störf enda svo sem lítið orð- ið eftir á Stöðvarfirði,“ segir Albert. Hann segir íbúa á Stöðvarfirði alls ekki sátta við þessa tilhögun Lands- bankans sem sé gerð í nafni hagræð- ingarinnar, að sögn Alberts. „Verða menn ekki bara að taka sig saman um það að færa viðskipti sín burtu úr þessum banka.“ birgir@dv.is Lokað ÍbúarStöðvarfjarðar verðaánbankaþegarLands- bankinnlokarútibúisínu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.