Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2010, Síða 10
10 fréttir 20. ágúst 2010 föstudagur ÞAÐ ERU SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN! A N T O N & B E R G U R Ashtanga vinyasa yoga ~ Yogaflæði ~ Mjúkt hatha yoga ~ Yoga Arts ~ Free Flow ~ Matar ÆÐI/Yoga flæði Erlendir gestakennarar – Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna – Hámark 20 manns í tíma Kennarar í yoga shala hafa alþjóðleg kennararéttindi í yoga og áralanga reynslu sem iðkendur og kennarar Stundarskráin er á netinu www.yogashala.is / Yogashala, Engjateig 5, 2. hæð, s. 553 0203 reykjavík Frír prufu tími Frábær gestakennari í vetur ~ María Lawino Um einn fimmti af fiskveiðikvóta Bakkfirðinga var seldur á einu bretti með útgerðarfélaginu Gullbrandi í fyrra. Félagið og kvóti þess voru seld yfir til Storms Seafood á Álftanesi í júlí í fyrra. Stormur Seafood hefur verið til umræðu í fjölmiðlum vegna eign- arhluts kínversks félags í því. Steindór Sigurgeirsson var gerður að stjórnar- formanni Gullbrands en er auk þess stjórnarformaður Storms Seafood. Brynhildur Óladóttir, sóknarprestur á Skeggjastöðum, vottaði söluna á fyr- irtækinu og eigum þess yfir til Storms Seafood. Erfði fyrirtækið Halldór Njálsson fór með stjórn út- gerðarfyrirtækisins sem móðir hans hafði erft þegar faðir Halldórs, Njáll Halldórsson, féll frá. Halldór fór með sölu félagsins, meðal annars fyrir hönd móður sinnar. Brynhildur Óladótt- ir, sóknarprestur á Skeggjastöðum í Bakkafirði og eiginkona Halldórs, vott- aði söluna á sínum tíma. Salan fór í gegnum kvótamiðlun Landssambands íslenskra útvegs- manna. Kvótamiðlunin greiddi selj- anda kaupverðið og fékk í kjölfarið greidda þóknun þegar Fiskistofa hafði flutt aflaheimildir milli félaganna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna, samdi þingskjalið sem var gert milli kaupanda og seljanda. Halldór segist ekki hafa vitað hver ætti Storm Seafood þegar Gullbrand- ur var selt og að hann hafi enga skoð- un á því. Hann segir að fyrirtækið hafi verið selt vegna fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um að innkalla afla- heimildir. Hann segist vita til þess að nokkur fyrirtæki í nágrenninu hafi gert hið sama. Þetta hafi verið venjuleg við- skipti á markaði þar sem Stormur Sea- food hafi sýnt fyrirtækinu áhuga. „Það hafa fjölmargir selt frá sér kvóta vegna hótana um að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Þá verða smærri aðilar hræddir og selja frá sér,“ segir Halldór. Stórt skarð í útgerðina Sá 68 tonna kvóti sem seldur var með Gullbrandi jafngildir um 17,4 prósent- um af heildaraflaheimildum Bakka- fjarðar á síðasta ári. Þær voru um 390 þorskígildistonn á síðasta ári sam- kvæmt vef Fiskistofu. Sé aðeins tekið mið af þeim þorskkvóta sem seldur var, nam hann rúmum 19 prósentum af heildaraflaheimildum í þorski á Bakkafirði. Ef sama hlutfall kvóta yrði selt úr aflamiklum sveitarfélögum eins og Vestmannaeyjum eða Grindavík er ljóst að þau yrðu fyrir miklum skakka- föllum. Þetta jafngildir því að um tvö þúsund tonn yrðu seld frá Vest- mannaeyjum og um 2.700 tonn frá Grindavík. Fjárfestingin könnuð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur gagnrýnt opinberlega að erlendir aðilar skuli eiga svo stóran hlut í íslensku sjávar- útvegsfyrirtæki. Viðskiptaráðuneytið hefur vísað málefnum Storms Sea- food til nefndar um erlenda fjárfest- ingu sem mun úrskurða í málinu, en sjávarútvegsráðuneytið hafði áður vísað málinu til viðskiptaráðuneyt- isins. Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu má beinn og óbeinn eign- arhlutur erlendra aðila í sjávarútvegs- fyrirtæki ekki vera meiri en 49 pró- sent. Stormur Seafood hafði sjálft fengið lögfræðistofuna Logos til að meta sér- staklega hvort eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu væri í samræmi við lög og komist að því að svo hefði verið. Kínverska félagið, Nautilius Fis- heries, á 43,25 prósenta eignarhlut í Stormi í gegnum 25 prósenta hlut í tveimur eignarhaldsfélögum sem eru Austmenn og Skiphóll. Starfaði í Hong Kong Steindór er framkvæmdastjóri Nauti- lus Equity Holding í Hong Kong. Steindór hafði unnið fyrir Sæplast á Asíumarkaði á skrifstofu fyrirtækisins í Hong Kong. Hann kom meðal ann- ars að opnun söluskrifstofu Sæplasts í Ho Chi Minh í Víetnam árið 2003. Stormur Seafood á um 1.300 tonna kvóta en stefnir í að stækka hann frek- ar, eða upp í 2.500 tonn. Félagið ger- ir út tvö skip, dragnótarskipið Storm KE-1 og Blíðu KE-17. Steindór á fé- lagið ásamt Jason Holroyd Whittle en þeir keyptu það í fyrra. Hann er talinn tengjast fjórðu ríkustu fjölskyldu Asíu. Um einn fimmti af fiskveiðikvóta Bakkafjarðar var seldur í fyrra til Storms Seafood, sem er að 43 prósentum í eigu kínversks félags. Nefnd um erlenda fjárfestingu fer nú yfir lögmæti fjárfestingar kínverska félagsins í Stormi Sea- food. Félagið á nú 1.300 tonna kvóta en stefnir á að eignast 2.500 tonn. Sóknarpresturinn á Bakkafirði vottaði söluna. SóknarpreSturinn vottaði kvótaSölu RóbERt HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Það hafa fjöl-margir selt frá sér kvóta vegna hótana um að breyta fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Vottaði söluna á kvótanum BrynhildurÓladóttir, sóknarpresturáSkeggjastöðum,vottaðisölunaá fyrirtækinuogeigumþessyfirtilStormsSeafood. mynd VEFSVæði langanESbyggðaR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.