Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Svandísi var ekki kunnugt um mengun Þórunni Sveinbjarnardóttur, forvera Svandísar Svavarsdóttur á stóli um- hverfisráðherra, var gert kunnugt um díoxínmengun frá sorpbrennsl- unni Funa á Ísafirði. Niðurstöður mælinganna voru kynntar umhverf- isráðherra í desember 2008. Svandís frétti af þessu þegar mælingar á dí- oxínmengun í mjólk á svæðinu lágu fyrir og fóru í opinbera umræðu. Þá brást hún fljótt við með því að óska eftir nákvæmum upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Svandís hefur einnig farið þess á leit við Ríkisend- urskoðun að fram fari stjórnsýslu- úttekt á afskiptum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra aðila af sorpbrennslustöðv- um sem fengu starfsleyfi fyrir 28. desember 2002. Veðurstofan á skjálftavaktinni Tveir jarðskjálftar, um fjórir á Richter að stærð, urðu í grennd við Grímsvötn á fimmtudagsmorgun. Jarðskjálftavakt Veðurstofunnar fylg- ist með framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum þaðan á fimmtudag sáust ekki nein merki um gosóróa í tengslum við skjálftana. Í tilkynningu frá almannavarna- deild ríkislögreglustjóra kemur fram að Veðurstofa Íslands muni fylgjast grannt með framvindu mála og upp- lýsa almannavarnadeild um hana. Ögmundi afhent- ar undirskriftir Forsvarsmenn FÍB afhentu Ög- mundi Jónassyni innanríkisráðherra mótmæli 41.000 kosningabærra Íslendinga gegn fyrirhuguðum vegatollum. Afhendingin fór fram við gamla samgönguráðuneytið við Tryggvagötu. Að afhendingu lokinni átti FÍB fund með ráðherranum þar sem honum voru kynntar þær lausnir sem félagið telur farsælli í stöðunni. Ýmsar tölulegar upplýsingar um undirskriftasöfnunina, um tekjur og útgjöld ríkisins og valkosti í vega- málum voru einnig lagðar fram. Guðrún Helga Jónsdóttir, læknarit- ari hjá Heilbrigðisstofnun Austur- lands, er ein þeirra tíu sem sagt var upp störfum í niðurskurði hjá stofn- uninni nýverið. Uppsögn hennar hefur vakið athygli í ljósi þess að hún er eiginkona Hannesar Sigmarsson- ar, fyrrverandi yfirlæknis hjá stofn- uninni. Hannesi var sagt upp árið 2009 vegna meints fjárdráttar. Hon- um hefur ekki boðist starf sitt aftur þrátt fyrir að hinar ýmsu stofnanir, eins og ríkisendurskoðun, rannsókn- arlögregla sýslumanns Eskifjarðar og ríkissaksóknari, hafi vísað málinu frá á þeim forsendum að ásakanirnar væru ekki á rökum reistar. Rekin vegna tölvuvæðingar Guðrún Helga er önnur tveggja læknaritara sem sagt var upp störf- um, en fyrir lá að hinn læknaritarinn myndi hætta störfum sökum ald- urs, og hefur uppsögnin ekki áhrif á kjör hennar samkvæmt heimildum DV. Verður litið svo á að hún sé lát- in hætta sökum aldurs. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri heilbrigðis- stofnunarinnar, segir að stöðugildi læknaritara hafi verið látið falla nið- ur og ekki eigi sér stað eiginleg til- færing á verkefnum, en hann vill ekki tjá sig um mál Guðrúnar Helgu sérstaklega. Hann segir að með tæknivæðingunni hafi starfið orðið allt að tilgangslaust þar sem gögnin séu slegin inn í tölvur af læknunum sjálfum og svo send rafrænt á milli staða. „Þetta er alveg eins og ef þú ert með margar konur við að skúra stórt gólf, og svo er keypt ræstinga- vél. Þá fækkar störfum með breytt- um starfsháttum,“ segir hann. Segir starfið víðtækara „Mitt starf er miklu víðtækara, og hefur verið það, en það sem kem- ur fram í uppsagnarbréfinu. Þó að ströng lýsing á starfi læknaritara segi að það sé aðallega í þessum papp- ír að þá er það ekki þannig,“ segir Guðrún Helga. Hún bendir á að hún hafi meðal annars leyst af hinn læknaritarann reglulega og veltir því upp hver eigi að sinna þeim störf- um sem hún hefur sinnt samhliða. Guðrún segist vera á þeirri skoðun að uppsögn sín sé að hluta til ein- elti. „Það að vinna í sjúkraskrá er ekki eitthvað sem þú hleypir hverj- um sem er í. Þeir hefðu alveg getað minnkað ræstingarnar eða eitthvað annað, og haldið þá þrautþjálfuðum starfskrafti.“ Hún segir ekki annað benda til þess en að uppsögn henn- ar tengist uppsögn eiginmanns síns árið 2009. Hafa stuðning íbúanna Íbúar á Austurlandi, þá einna helst á Eskifirði þar sem Guðrún og Hann- es störfuðu, hafa látið ítrekað í ljós óánægju sína með að Hannes skuli ekki hafa verið boðið starf sitt aftur. Undirskriftasöfnun var meðal ann- ars hrundið af stað þar sem skorað var á Einar Rafn að segja sig frá starfi forstjóra heilbrigðisstofnunarinnar. Guðrún Helga segist finna fyrir stuðningi íbúanna á svæðinu og seg- ir að margir hverjir hafi eiginmann hennar enn sem heimilislækni. Hún segir stuðninginn hafa verið ómet- anlegan og segir að fólk sé að sjá núna, með brotthvarfi Hannesar, í hvað stefni með heilbrigðismál Esk- firðinga. Starfsumsókn hafnað Í júní síðastliðnum sótti svo Hannes aftur um starf yfirlæknis hjá stofnun- inni. Honum var þá hafnað þrátt fyr- ir að vera eini umsækjandinn. Lét þá Einar Rafn hafa eftir sér í kvöldfrétt- um Ríkisútvarpsins að eftir að Hann- es mætti í starfsviðtal hafi það verið ljóst að forsendur fyrir endurkomu hans til stofnunarinnar hefðu ekki breyst, og því hafi honum verið hafn- að. Vísaði hann þar með til ásakan- anna um fjárdrátt. Áður hefur komið upp ágreining- ur á milli Guðrúnar Helgu og Einars Rafns, en hann rak hana út af starfs- mannafundi í nóvember árið 2009, þar sem átti að ræða um málefni Hannesar. Álfheiður Ingadóttir, þá- verandi heilbrigðisráðherra, hringdi eftir atvikið í Guðrúnu Helgu til að biðja hana afsökunar á framferði Einars Rafns, en hann hótaði henni áminningu færi hún ekki af fundin- um, ein starfsmanna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Eiginkonan látin taka pokann sinn n Eiginkonu fyrrverandi yfirlæknis á Eskifirði sagt upp störfum n Segir að rekja megi uppsögnina til eineltis n Íbúar á Eskifirði ósátt- ir við gang mála n Forstjóri segir að um eðlilega þróun sé að ræða„Þetta er alveg eins og ef þú ert með margar konur við að skúra stórt gólf og svo er keypt ræstingavél. Þá fækkar störfum með breyttum starfsháttum. Læknirinn Hannes Sigmarsson hefur ekki verið í starfi yfirlæknis hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurlands síðan árið 2009. Mikil óánægja er meðal íbúa vegna þessa. Forstjórinn Einar Rafn segir að um eðlilega hagræðingu sé að ræða og líkir því við að ef keypt væri ræstingavél myndi stöðugildum ræstingafólks fækka. Lögreglumaður sem braut af sér í starfi vill ekki tjá sig: Þögull sem gröfin um ásakanir Lögreglumaðurinn sem DV hefur fjall- að um að undanförnu vegna brota hans í starfi vill ekkert tjá sig um sín mál. DV fjallaði fyrst um manninn vegna ölvunaraksturs unnustu hans en lögreglumaðurinn var farþegi í bílnum og reyndi að fá kollega sína til að falla frá málinu á vettvangi. Síð- ar kom í ljós að sami lögregluþjónn hylmdi yfir með kærustu sinni þegar hún ók á ungan dreng, og afturkallaði aðstoð þegar drengurinn sagðist vera ómeiddur og hljóp af vettvangi. Hann vill þó koma þeirri áréttingu á framfæri að unnasta sín hafi ekki verið próflaus þegar ákeyrslan átti sé stað, eins og kom fram að væri óstaðfest í frétt DV á mánudag og að það mál hafi komið upp á undan ölvunarakstrinum. Mál lögreglumannsins er komið á borð saksóknara eftir að foreldrar drengsins kvörtuðu yfir gáleysislegri hegðun lögreglumannsins á slystað en það kom síðar í ljós að drengurinn hafði hlotið heilahristing við óhappið. Málið er á frumstigi hjá ríkissaksókn- ara og vill starfsmaður þar ekki gefa blaðamanni DV neinar frekari upplýs- ingar að svo stöddu. Samkvæmt heimildum DV er mik- ill órói innan lögreglunnar vegna mála mannsins og þykir sæta furðu að hann sé enn starfandi innan hennar. Hann þykir þó vera duglegur, áhugasamur og vel liðinn innan ákveðinna hópa. Einn heimildarmaður sagði í sam- tali við blaðamann að hann ætti til að vera heldur heldur hvatvís á köflum. Þá sýndi þessi tiltekni lögreglumaður hetjulega tilburði í hesthúsbruna í nóv- ember þegar hann átti stóran þátt í að bjarga fimm hrossum úr miklu eldhafi. Duglegur en hvatvís Órói er innan lögreglunnar vegna mála lögreglu- mannsins en mörgum þykir skrýtið að hann sé enn starfandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.