Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 18
18 | Úttekt 14.–16. janúar 2011 Helgarblað „Í mörg ár átti ég erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að ég kærði ekki ofbeldið sem ég varð fyrir,“ seg- ir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem var nauðgað þegar hún var sextán ára gömul. Athæfið féll ekki undir skil- greiningu hennar á nauðgunum og því lagði hún aldrei fram kæru. Mál Þórdísar Elvu er aðeins eitt af mörgum nauðgunarmálum sem aldrei eru kærð. Árið 2009 komu 130 kynferðisbrotamál og nauðgunar- mál til kasta Neyðarmóttöku, en að- eins 59 þeirra voru kærð til lögreglu. Árið þar á undan voru 118 kynferð- isbrot tilkynnt til Neyðarmóttöku en af þeim voru 44 mál kærð til lögreglu. Þórdís Elva telur ástæðurnar fyr- ir því að konur kæra ekki margar og margvíslegar. Undir það taka aðrir fagaðilar sem DV ræddi við, Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Eyrún Jónsdóttir á Neyðarmóttökunni og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögreglunnar. Innanríkisráðuneytið leitar einnig svara við því af hverju svo fáar kon- ur kæra nauðgun og sömu spurn- ingu reyndi Anna Bentína Hermans- en að svara í meistararitgerð sinni í kynjafræði. Það gerðu Hildigunn- ur Magnúsdóttir og Katrín Erlings- dóttir einnig árið 2006 í rannsókn sinni á ofbeldismönnum. Þar kom meðal annars fram að 85% þolenda nauðgana kærðu ekki af því að þau skömmuðust sín fyrir ofbeldið sem þau voru beitt og 75% þeirra töldu ofbeldið sjálfum sér að kenna. Helm- ingur þátttakenda hafði ekki trú á að gerandinn yrði dæmdur og 45% þeirra óttuðust ásakanir fjölskyldu og annarra. Fordómar samfélagsins „Þetta er eilífðarvandi,“ segir Þórdís Elva: „Það er hægt að telja upp ótal- mörg atriði sem gera það að verkum að konur kæra ekki nauðgun. Kæran er langan tíma að fara í gegnum kerf- ið. Konan er aðeins vitni í eigin máli en ekki málsaðili því ríkið sækir mál- ið. Hlutfall niðurfelldra mála er allt- af það sama, um sjötíu prósent. Við erum að kljást við samfélagslega for- dóma. Smæð samfélagsins gerir kon- um erfiðara um vik. Brotaþolar eru oft tengdir gerandanum og svo fram- vegis.“ Friðrik Smári treysti sér ekki til að kafa djúpt ofan í hugsanleg- ar ástæður fyrir því að konur kærðu ekki, en nefndi þó að það gæti ver- ið vegna kunningsskapar við nauð- garann, ótti, skömm og vantraust á kerfinu. „Þetta er í skoðun á mörg- um vígstöðvum, hjá ráðuneytinu, lögreglunni, ríkissaksóknara og eins hjá Neyðarmóttöku og Stígamótum. Allir þessir aðilar eru að velta þessu fyrir sér og innanríkisráðuneytið er að rannsaka málið. Til að fjölga kær- um þarf vafalaust samstillt átak allra aðila sem að þessum málum koma. Það þarf að gera rækilega könnun á því hvað liggur að baki og reyna að bregðast við því.“ Ranghugmyndir um nauðgun Sjálf kærði Þórdís Elva ekki af því að hún var með ranghugmyndir um nauðganir. „Ég vissi að það væru til ókunnugir menn sem svífast einskis og ég vissi að það væru til karlar sem níðast á börnum innan fjölskyldunn- ar. En hugmyndir mínar um nauð- ganir voru klisjukenndar og ýktar – fengnar að láni úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Ég sá fyrir mér líf- látshótanir og vopnaskak í dimmu húsasundi. Ekkert í mínu umhverfi leiðrétti þessar ranghugmyndir. Að kæra var því ekki möguleiki sem mér kom til hugar, jafnvel þótt ég væri með líkamlega áverka og glímdi við andlegar afleiðingar. Það var ekki fyrr en ég varð eldri, víðsýnni og þrosk- aðri að ég fékk betri skilgreiningu á nauðgun.“ Datt ekki í hug að kæra Önnur kona á fertugsaldri, sem við skulum kalla Kolbrúnu, deilir því með Þórdísi Elvu að hafa aldrei lát- ið það hvarfla að sér að kæra. Hún var bara fjórtán ára þegar henni var nauðgað. „Ég vissi ekki hvað hafði gerst og datt ekki einu sinni í hug að kæra þetta. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa ekki gert það, því ég hefði aldrei kært hann. Ég var svo ung og ráðvillt.“ Hún var þó aldrei í vafa um að brotið hafði verið á henni. „Ég vissi að þetta var nauðgun því ég vaknaði upp við það að vinur minn var að athafna sig ofan á mér. En þetta var fyllerístengt og mér fannst óþægilegt að muna ekki alveg hvern- ig þetta hefði verið. Ég vissi ekki hvort ég hafði kysst hann eða ekki. En ég vissi alltaf að þetta var ekki rétt og ég fékk algjört ógeð á honum. Ég talaði aldrei við þennan strák aftur og hann talaði aldrei aftur við mig. En fram að þessu vorum við góðir vinir og hann var alltaf mjög góður við mig. Seinna heyrði ég frá sameiginlegum vini okkar að hann hefði gert þetta aftur við aðra stelpu.“ Sekt og sakleysi nauðgarans Guðrún Jónsdóttir segir það sláandi að skömm og sektarkennd komi í veg fyrir að konur kæri mannrétt- indabrot sem aðrir fremja á þeim. Það sama var niðurstaðan í rann- sókn Önnu Bentínu. Skömm, sekt- arkennd, sjálfsásakanir, ótti við for- dóma samfélagsins og vantrú á réttarkerfið voru meginniðurstaðar hennar. „Konur óttast félagslega stöðu sína,“ segir Guðrún: „Enda hefur það sýnt sig að félagslegar afleiðingar eru oft miklar. Það er ótrúlegt hvern- ig fólk skiptist upp í lið með eða á móti nauðgaranum. Í nágrannalönd- um okkar hafa margir, meðal ann- ars Amnesty International, rannsak- að viðhorf kvenna sem hafa lent í nauðgun. Þar kom fram að fordóm- ar gagnvart þessum konum eru mikl- ir. Þetta eru mjög mikilvægar rann- sóknir því það er ekki hægt að mæla sekt kvenna sem verða fyrir nauðg- unum öðruvísi en að mæla sakleysi nauðgarans í leiðinni. Ef átta pró- sent Breta telja að lauslát kona beri alla ábyrgð á því sé henni nauðgað hljóta átta prósent Breta að telja að nauðgarinn sé saklaus þegar hann nauðgar lauslátri konu. Þetta eru hin földu skilaboð. Tortryggni, fordómar og réttarkerfi sem nær ekki utan um þessi mál. Og konurnar sem verða fyrir nauðgun eru bara þverskurður af samfélaginu. Þær eru líka fullar af fordómum og því þurfum við vitund- arvakningu.“ Óttast útskúfun Oft óttast konur að þær verði dæmd- ar af sameiginlegum vinum eða kunningum segir Eyrún. „Þær ótt- ast að með því að leggja fram kæru verður hún dæmd. Henni verður jafnvel útskúfað úr kunningjahópn- um.“ Eyrún segir það varhugavert að fólk skiptist oft í tvo hópa. „Margir telja að saklausir menn sitji í fangelsi fyrir rangar sakargiftir. En það sem er almennt þekkt samkvæmt rannsókn- um er að falskar kærur eru ekki nema um eitt og hálft til tvö prósent, svipað og í öðrum sakamálum, sem þýðir að í 98% tilfella megi ætla að konan segi satt frá. Það uppgötvast líka fljótt ef svo er og miðað við þá síu sem þessi mál fara í gegnum er ansi hæpið að falskt mál nái í gegn. En það sýn- ir bara að fólk er ekki tilbúið til þess að trúa því upp á gerandann að hann hafi framið þetta ofbeldi og aldrei viðurkennir hann það sjálfur.“ Mýtunni um falskar sakargiftir er ósjaldan haldið á lofti. Snemma síðasta árs sagði Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður í grein á Press- unni að fullt af dæmum væri til þar n Lítill hluti nauðgana kærður til lögreglu n Rætt við konur sem aldrei kærðu n Treysta ekki réttarkerfinu n „Af hverju ætti ég að ganga í gegn- um helvíti þegar ég veit hvað það er erfitt að sanna mál mitt?“ n Læknir og lögfræðingar töldu viðmælendur DV ofan af því að kæra LÉT LEMJA NAUÐGARA Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Sumir sneru sér þó undan og létu eins og þetta hefði aldrei gerst og það særði mig mikið. Nauðgað oftar en einu sinni Það kemur fyrir að Eyrún Jónsdóttir taki oft á móti sömu konunum og eins tekur hún á móti fleiri konum þar sem sami gerandinn er að verki. Hún segir að með því að kæra komi konur þeim skilaboðum á framfæri að nauðgarinn beri ábyrgð en ekki þær. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Kærði ekki vegna ranghugmynda um nauðgun og sá síðar mikið eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.