Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 36
Páll fæddist á Vífilsstöðum í Garðahreppi og ólst upp á Eski-firði og í Hafnarfirði en að mestu í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1950, öðlaðist al- mennt lækningaleyfi 1953, stundaði framhaldsnám í skurðlækningum í Danmörku 1951–53 og á Landspít- alanum 1953–55, var sérfræðingur í handlækningum frá 1955, dvaldi við nám á vegum British Council í Lond- on 1958–59 og 1963 og í Houston í Texas 1967. Páll var frumkvöðull á sviði æðaskurðlækninga á Íslandi. Páll var aðstoðarlæknir á Patreks firði 1950, héraðslækn- ir í Norðfjarðar héraði 1951, var yf- irlæknir við Sjúkrahús Akraness 1955–70 og var yfirlæknir hand- lækningadeildar Landspítalands 1970–94. Þá var Páll kennslustjóri læknadeildar Háskóla Íslands 1971– 74, stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands 1975–76 og dósent frá 1976. Páll var virkur í skátastarfi nær óslitið frá 1936, var ritstjóri Skáta- blaðsins 1943–48, varaskátahöfðingi 1958–71 og skátahöfðingi 1971–81. Hann var bæjarfulltrúi á Akranesi 1962–70, borgarfulltrúi í Reykja- vík 1974–94, forseti borgarstjórnar 1984–90, fyrsti varaformaður í heil- brigðisráði Reykjavíkur 1974–86 og formaður 1974–78, í stjórn bygginga- nefndar aldraðra á vegum Reykja- víkurbogar frá 1977–94 og formaður frá 1982, formaður stjórnar Sjúkra- stofnana Reykjavíkur 1982–90 og stjórnar veitustofnana 1986–94. Páll sat í stjórn Læknafélags Reykjavík- ur 1954–55, var formaður Lækna- félags Mið-Vesturlands 1964–70, í samninganefnd Læknafélags Ís- lands 1956–66, í stjórn hjúkrunar- heimilisins Skjóls frá 1989 og for- maður stjórnar Sjálfseignarfélagsins Eirar frá 1990, í stjórn Hjartavernd- ar á Akranesi til 1970 og í aðalstjórn síðan og í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1973. Páll var félagi í eftirtöldum vís- indafélögum: International College of Surgeons 1971–81; American Coll- ege of Surgeons frá 1981; American College of Angiology og Internation- al College of Angiologi frá 1986; Eur- opean Society of Vascular Surgery frá 1988; Nordisk Kirurgisk Forening frá 1970 og í stjórn þar frá 1981. Hann var heiðursfélagi í Skurðlæknafélagi Íslands; Krabbameinsfélagi Íslands; Hjartavernd; Félagi eldri borgara í Reykjavík, og Skátafélagi Akraness. Páll hlaut æðsta heiðursmerki ís- lenskra skáta, Silfurúlfinn, 1962, og æðsta heiðursmerki Alþjóðasam- bands skáta, Bronsúlfinn, 1981, og var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1977. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Páls er Soff- ía Stefánsdóttir, f. 1.5. 1924, íþrótta- kennari. Hún er dóttir Stefáns Sveinssonar, f. 1883, d. 1930, verk- stjóra, og Rannveigar Ólafsdóttur, f. 1882, d. 1956, húsmóður. Börn Páls og Soffíu eru Rann- veig, f. 16.3. 1952, læknir í Reykjavík; Svana, f. 23.10. 1953, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík en maður hennar er Sigurður Geirsson og eru börn þeirra Freyja, Magnea og Hjalti, en barna- börn þeirra eru Sigurbjörn, Svan- borg Soffía og Svandís; Guðbjörg, f. 24.4. 1956, stærðfræðikennari í Reykjavík en sonur hennar er Héð- inn og barnabarn hennar Elín; Gísli, f. 28.5. 1958, húsasmiður í Kópavogi en kona hans er Dagný Björk Pjet- ursdóttir og eru börn hans Ólöf Eyr- ún, Páll og Fríða Sædís en barnabörn hans eru Andri Freyr, Sunna Natalía, Emilía Ósk og Jenný Stefanía; Soffía, f. 8.9. 1962, forstöðumaður hjá ÍTR en maður hennar er Halldór Jónsson og eru dætur þeirra Helga Lára og Sigrún Soffía. Systir Páls var Stefanía, f. 22.8. 1926, d. 23.5. 2004, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Páls voru Gísli Pálsson, f. 15.8. 1902, d. 11.8. 1955, læknir í Reykjavík, og k.h., Svana Jónsdóttir, f. 9.12. 1903, d. 24.6. 1983, húsmóðir. Ætt Bróðir Gísla var Stefán stórkaup- maður, faðir Páls heitins, auglýsinga- stjóra DV. Gísli var sonur Páls Har- alds, kaupmanns í Reykjavík, bróður Sólveigar, móður Einars Olgeirsson- ar alþm. Páll var sonur Gísla, b. á Grund, bróður Einars, föður Matthí- asar yfirlæknis, föður Louisu listmál- ara. Systir Gísla var Kristín, móðir Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, og móðir Jórunnar, langömmu Katrínar Fjeldsted, lækn- is og fyrrv. borgarráðsmanns. Gísli var sonur Páls, skálds og pr. í Viðvík Jónssonar. Móðir Gísla var Stefanía, systir Carls, afa Gunnlaugs Snædals yfirlæknis. Annar bróðir Stefaníu var Stefán, verslunarstjóri á Djúpa- vogi, langafi Guðrúnar Agnarsdóttur, læknis og forstjóra Krabbameinsfé- lags Íslands. Stefanía var dóttir Guð- mundar, hreppstjóra á Torfastöðum í Vopnafirði Stefánssonar, bróður Svanborgar, langömmu Halldórs, föður Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm. Svana var dóttir Jóns, pr. í Otra- dal Árnasonar, b. á Þverá í Hallárdal Jónssonar, b. á Helgavatni í Vatnsdal Ólafssonar. Móðir Jóns pr. var Svan- laug Björnsdóttir, b. á Þverá Þorláks- sonar. Móðir Svönu var Jóhanna Páls- dóttir, b. í Stapadal í Arnarfirði Sím- onarsonar. Útför Páls fór fram frá Hallgríms- kirkju sl. mánudag. 36 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Jón Bragi Bjarnason Prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands f. 15.8. 1948, d. 3.1. 2011 Jón Bragi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents-prófi frá MR 1969, BS-prófi í efna- fræði við HÍ 1973 og doktorsprófi í lífefnafræði frá ríkisháskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1977. Jón Bragi var skipaður lektor í líf- efnafræði í efnafræðiskor Raunvís- indadeildar HÍ 1978, varð dósent í sömu grein 1979 og prófessor 1985. Þá var hann stjórnarformaður Raun- vísindastofnunarinnar 1987–91. Jón Bragi var formaður Félags há- skólakennara 1984–86, sat í Háskóla- ráði 1986–87, sat í nefndum varð- andi líftækniþróun hér á landi fyrir HÍ, Rannsóknaráð ríkisins og ráðu- neyti og sat í vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs frá 2009. Hann var varaþm. Alþýðuflokksins í Reykjavík 1987–91. Jón Bragi stofnaði nokkur fyrir- tæki á sviði líftækni, s.s. Ensímtækni ehf. og honum voru veitt einkaleyfi í fjölda landa um notkun ensíma úr þorski í lyfjagerð, heilsuvörur og snyrtivörur. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Jóns Braga er dr. Ágústa Guðmundsdóttir, f. 2.7. 1945, prófessor við matvæla- og nær- ingarfræðideild HÍ. Foreldrar Ágústu voru Guðmundur Ágústsson, bak- arameistari og skákmaður í Reykja- vík, og k.h., Þuríður Þórarinsdóttir húsmóðir. Börn Jóns Braga og og fyrri konu hans, Guðrúnar Stefánsdóttur, f. 17.8. 1952, kennara eru Sigurrós, f. 22.11. 1972, nemi við HR, en mað- ur hennar er Kári Árnason kennari og eru synir þeirra Darri og Jón Árni; Sigríður Dröfn, f. 26.4. 1976, mat- vælafræðingur hjá Actavis en mað- ur hennar er Andrés Þór Gunnlaugs- son, gítarleikari og tónlistarkennari og eru börn þeirra Þórdís Dröfn, Árni Dagur, Bjarki Dan og Salka Guðrún; Bjarni Bragi, f. 18.6. 1991, nemi en unnusta hans er Hólmfríður Hart- mannsdóttir. Börn Ágústu og fyrri manns henn- ar, Pálma R. Pálmasonar verkfræð- ings, og fósturbörn Jóns Braga, eru Ingibjörg Ýr, f. 19.11. 1963, kenn- ari gift Ásgeiri Ásgeirssyni verkfræð- ingi og eru börn þeirra Sunna Dögg, Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri og Skúli Thor; Anna Theodóra, f. 13.5. 1966, ljósmyndari í New York, gift Guy Ar- ock ljósmyndara og eru börn þeirra Leyla Blue, Sun Shine og Coco Lou; Guðmundur, f. 19.1. 1968, lögmaður og framkvæmdastjóri en kona hans er Sigrún Gísladóttir viðskiptafræðingur og eru börn þeirra Gísli Ragnar, Ág- ústa Ýr og Elísabet Þóra. Systkini Jóns Braga eru Ólöf Erla, f. 20.5. 1954, leirlistarmaður og kenn- ari við Myndlistaskóla Reykjavíkur, gift Sigurði Axel Benediktssyni, umsjón- armanni Íslensku óperunnar, og eru börn þeirra Benedikt Bragi og Krist- ín Erla; Guðmundur Jens, f. 4.9. 1955, lyfjafræðingur í Reykjavík, var kvænt- ur Guðrúnu Steinarsdóttur fulltrúa og eru börn þeirra Steinar Bragi og Rósa, en sambýliskona Guðmundar er Vigdís Sigurbjörnsdóttir, grafískur hönnuður. Foreldrar Jóns Braga eru Bjarni Bragi Jónsson, f. 8.7. 1928, fyrrv. að- stoðarseðlabankastjóri, og k.h., Rósa Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1930, kenn- ari. Ætt Bjarni Bragi er sonur Jóns, sýslu- manns í Stykkishólmi, bróðir Ein- varðs, föður Jóhanns, fyrrv. bæjar- stjóra og alþm. Annar bróðir Jóns var Jónatan hæstaréttardómari. Jón var sonur Hallvarðs, b. í Hítarnesi Ein- varðssonar, b. í Skutulsey Einarsson- ar. Móðir Jóns var Sigríður Jónsdótt- ir, b. í Skiphyl Jónssonar, Jónssonar, dýrðarsöngs í Haukatungu Pálsson- ar. Móðir Bjarna Braga var Ólöf Bjarnadóttir, héraðslæknis á Breiða- bólstað á Síðu, bróður Jóns yfirdóm- ara, afa Jóhannesar Nordal. Bjarni var sonur Jens, rektors við Lærða skólann, bróður Jóns forseta. Jens var sonur Sigurðar, prófasts á Hrafns- eyri Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg, systir Þórðar, ættföður Vigurættar. Ingibjörg var dóttir Ól- afs, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Bjarna læknis var Ólöf Björns- dóttir, stærðfræðings og yfirkenn- ara Gunnlaugssonar, og Ragnheiðar Bjarnadóttur, b. í Sviðsholti, bróður Guðrúnar, langömmu Þórðar, föður Björns forsætisráðherra. Meðal systkina Rósu: Gunnar Guðmundsson, eigandi GG í Duggu- vogi, og Matthías, fyrrv. útibússtjóri Útvegsbankans á Akureyri. Rósa er dóttir Guðmundar, verkstjóra og athafnamanns við Lindargötuna í Reykjavík Matthíassonar, sjómanns í Litla-Landi við Lindargötu Péturs- sonar, ættaður af Álftanesi. Móðir Guðmundar var Guðrún Sigurðar- dóttir frá Háleggsstöðum. Móðir Rósu var Sigurrós Þor- steinsdóttir, b. í Horni í Austur- Skaftafellssýslu, bróður Katrínar, föðurömmu Lúðvíks Jósepssonar ráðherra. Þorsteinn var sonur Þor- steins, b. á Felli, bróður Auðbjarg- ar á Brunnum, langömmu Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Benedikts- sonar rithöfunda, Svavars Guðna- sonar listmálara og Steins Stefáns- sonar, fyrrv. skólastjóra á Seyðisfirði. Þorsteinn á Felli var sonur Sigurð- ar, b. að Kálfafelli og á Reynivöllum í Suðursveit, þar sem afkomendur hans búa enn, Arasonar. Móðir Þor- steins á Felli var Guðný Þorsteins- dóttir. Móðir Þorsteins Þorsteins- sonar var Lovísa Jónsdóttir. Móðir Sigurrósar var Halldóra, systir Stef- áns, afa Stefáns Jónssonar, rithöf- undar og alþm., föður Kára hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Halldóra var dóttir Jóns, b. á Hvalnesi í Lóni, Stef- ánssonar. Jón Bragi verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudag- inn 14.1. kl. 13.00. Páll Gíslason Læknir og fyrrv. forseti borgarstjórnar f. 3.10. 1924, d. 1.1. 2011 xxx xxx Andlát Andlát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.