Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 23
Erlent | 23Helgarblað 14.–16. janúar 2011 Hundruð hafa látist og þúsunda er saknað í Brasilíu: Mannskæðar aurskriður n Starfaði sem leynilegur útsendari í hópum mótmælenda og aðgerða- sinna víðs vegar í Evrópu n Mótmælti um tíma við Kárahnjúka n Notaði kynlíf sem herbragð til að afla sér trausts innan mótmælendahópa Notaði kynlíf sem herbragð Breska lögreglan ætlar að hefja rann- sókn vegna kynferðisbrölts leynilegs útsendara, sem kom meðal annars til Íslands. Í október síðastliðnum bárust fréttir af því að breski mótmælandinn Mark Stone hefði í raun verið leyni- legur útsendari bresku lögreglunn- ar. Stone, sem heitir réttu nafni Mark Kennedy, starfaði sem slíkur í níu ár, eða frá árinu 2000 til ársins 2009, þegar honum mun hafa verið sagt upp störfum. Kennedy gekk til liðs við bresku lögregluna árið 1994 en samkvæmt heimildum breska blaðs- ins The Guardian átti hann þá bæði konu og barn. Árið 2000 hófst ferli þar sem Kennedy var umbreytt í að- gerðasinnann Mark Stone. Hann fékk ný persónuskilríki og lét hár sitt vaxa og fann sér nýjan samastað í Nott- ingham. Á þeim níu árum sem hann þóttist vera mótmælandi og aðgerða- sinni ferðaðist hann til 22 landa, þar á meðal til Íslands. Hlutverk hans var að öðlast traust mótmælenda og til- kynna lögreglu ef skemmdarverk eða ofbeldi myndu fylgja mótmælum. Nú ætlar breska lögreglan að hefja rann- sókn á Kennedy/Stone, þar sem hann mun hafa stofnað til fjölda kynferð- issambanda á meðan hann starfaði sem leynilegur útsendari. Átti fjölda lagskvenna Kona sem gaf sig fram við fjölmiðla í Bretlandi vill ekki láta eftirnafns síns getið en fornafn hennar er Anna. Anna segir að hún hafi stundað kyn- líf með Kennedy rúmlega 20 sinnum, en þau hittust reglulega á skipulögð- um mótmælum víðs vegar um Evr- ópu. Hún segir að þau hafi líka átt náin kynni á heimili hans í Notting- ham. Anna er talsvert yngri en Kenn- edy en losaralegt samband þeirra stóð yfir fyrir fimm árum, þegar Anna var aðeins 21 árs. Anna segir að henni sé aðallega brugðið yfir að heyra af því að Kenn- edy hafi verið opinberaður sem lög- regluþjónn. Hafi hann því í raun villt á sér heimildir og hún því ekki stundað kynlíf með manninum sem hún hélt að hún væri að sofa hjá. „Það ætti að gera rannsókn á því hvort þetta sé á yfirleitt löglegt,“ segir Anna. Hún segist einnig hafa vitað af því að meðan á sambandi þeirra stóð hafi Kennedy átt fjölda annarra lags- kvenna – sem einnig voru mótmæl- endur eða aðgerðasinnar. Hataður meðal aðgerðasinna í dag Það var fréttamiðillinn Indy Med- ia sem greindi fyrstur frá því hver Kennedy er í raun og veru. Í athuga- semdakerfinu við fréttina, sem birt- ist í október síðastliðnum, lýsa fjöl- margir yfir vonbrigðum sínum með Kennedy. Óska þeir honum alls ills, enda hafi mótmælendur og aðgerða- sinnar treyst honum – talið að hann væri einn af þeim. Anna segir að hana gruni að Kennedy hafi notað þokka sinn til aða stofna til kynferð- istengsla innan mótmælahópa, svo hópurinn myndi fyrr treysta hon- um. Kynlíf hafi því verið notað sem ákveðið herbragð. Enn sem komið er hefur ekkert heyrst af kvennafari Kennedys þeg- ar hann var í mótmælendabúðum á Kárahnjúkum á sínum tíma. Eft- ir að Kennedy var opinberaður sem lögregluþjónn sagðist hann þó iðr- ast gjörða sinna. Hann hefði misst starfið því hann „skipti um lið“, hann hefði verið orðinn sannur mótmæl- andi undir lokin. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Það ætti að gera rannsókn á því hvort þetta sé yfirleitt löglegt. Mark Kennedy/Stone Þótti mikið kvennagull í hópum mótmælenda og aðgerða- sinna. Obama á minn- ingarathöfn í Arizona Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, mætti á minningarathöfn sem haldin var í Tucson í Arizona-fylki í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Minningarathöfnin var haldin fyrir fórnarlömb Jareds Loughners, sem hóf skothríð fyrir utan verslunar- miðstöð með þeim afleiðingum að sex lágu í valnum og 13 slösuðust alvarlega. Tilfinningaþrungin stund var þegar Obama minntist hinnar níu ára Christinu Taylor-Green, sem var mikill aðdáandi forsetans. „Ég vil uppfylla allar hennar væntingar,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að það væri ekki hægt að kenna flokka- dráttum í bandarískum stjórnmál- um um árásina. Hann vonaðist hins vegar til þess að í framtíðinni færi fram opnari og heiðarlegri umræða um stjórnmál í Bandaríkjunum. Wyclef Jean á Haítí Rapparinn og lagahöfundurinn Wyclef Jean kom til Haítí á mið- vikudag til að minnast fórnarlamba jarðskjálftans sem skók Haítí fyrir einu ári. Skjálftinn skildi eftir sig um 230 þúsund fórnarlömb og gífur- legt eignatjón í landi sem átti einkar erfitt uppdráttar fyrir. Jean bauð sig fram til forseta Haítí á síðasta ári en framboði hans var hins vegar hafnað af kjörstjórn í Haítí þar sem rappar- inn hefði ekki búið þar um margra ára skeið. Hann fluttist til Banda- ríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hann var barn og hefur búið þar síð- an. Jean sagði að mikilvægt væri að peningar sem eru í sjóði í Washing- ton handa Haítí, verði þegar komið í gagnið til að hefja uppbyggingu í landinu, en ljóst er að þar er mikil vinna óunnin. Etna tók að gjósa Eitt virkasta eldfjall í heimi á sögu- legum tíma, eldfjallið Etna á Sikiley, tók skyndilega að gjósa aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt upplýs- ingum frá eldfjallarannsóknarstöð- inni á Sikiley mun gosið hafa staðið yfir í tvo tíma. Fljótandi hraun rann niður austurhlíð fjallsins en engan sakaði í hamaganginum. Talsvert öskufall var á Sikiley í kjölfar goss- ins og þurfti að aflýsa flugferðum á fimmtudag. Etna gaus síðast árið 1992. Rúmlega 360 manns eru látnir og þúsunda er enn saknað eftir mikl- ar aurskriður í fjallabæjum í Brasil- íu, um 100 kílómetra frá stórborg- inni Rio de Janeiro. Dánartalan gæti verið mun hærri en aðstæður til björgunar eru mjög erfiðar. Úr- hellisrigning var á svæðinu aðfara- nótt miðvikudags og olli hún aur- skriðunum sem eru taldar meðal þeirra verstu í sögu Brasilíu. Björg- unarsveitir keppast við tímann í viðleitni sinni til að bjarga fólki, en mikinn tíma tekur að grafa í gegn- um aurinn þar sem hann er algjör- lega vatnsósa og mjög þungur. Dilma Roussef, sem tók ný- lega við forsetaembættinu í Bras- ilíu, hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. Aðkoman í bæjunum sem urðu verst úti var vægast sagt hryllileg. Þar höfðu líkhús fyllst, og sums staðar þurfti að nota vöru- hús til að geyma líkin – sem öll voru ötuð aur og leðju. Marquin- ho Maia er blaðamaður fyrir stað- arblað í einum bæjanna sem varð fyrir aurskriðu. Hann sagðist aldrei hafa séð annað eins: „Við grófum upp 16 lík bara í morgun. Börn og gamalmenni, það eru allir látn- ir. Þetta er hræðilegt ástand, þetta bæjarfélag hefur aldrei kynnst öðru eins manntjóni. Ég hef sjálf- ur misst fjölmarga vini mína, einn þeirra sem lifði af hefur enn ekki fundið foreldra sína né konu sína. Hér er allt gjöreyðilagt.“ Búist er við að björgunar- og hreinsunaraðgerðir taki vikur eða mánuði. Fjölmörg hús hafa eyði- lagst og ljóst er að endurbygging á svæðinu mun taka talsverðan tíma.Allt í rúst Björgunarmaður reynir að athafna sig í bænum Tersepolis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.