Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 40
40 | Fókus 14. janúar 2011 Helgarblað mælir með... mælir ekki með... KVIKMYND Somewhere Plottið er úthugsað, gengur klárlega upp og er skýrt. KVIKMYND Gauragangur Frábær frumraun Alexanders Briem sem stendur sig frábærlega í hlutverki hins orð- heppna og svívirðilega Orms Óðinssonar. KVIKMYND Tron: Legacy Jeff Bridges bjargar deginum með góðri frammistöðu, ásamt tónlist Daft Punk og glæsilegu heildarútliti. LEIKVERK Ofviðrið Vissulega er þarna sitthvað sem gleður augað, eins og sagt er, en það er bara ekki nóg. KVIKMYND The Last Exorcism Klikkar í engri dýpt sinni meðan farin er stysta mögulega leið að uppgjörinu. H ögni Egilsson hóf nám í fiðluleik aðeins fimm ára gamall og stundaði það fram að unglingsárum. „Ég hóf ungur fiðlunám en hætti því á gelgjunni. Ég nennti þessu ekki leng- ur, hugurinn dreifði sér og ég vissi þá ekki vel hvað ég ætlaði mér í líf- inu. Ég held mig hafi vantað rými til að hugsa minn gang. Pabbi er liðtæk- ur píanóleikari og bróðir minn leik- ur á selló í Sinfóníuhljómsveitinni og heima hjá mömmu var ég alinn upp við tónlist alla daga. Ég var settur í fiðlunámið og tók því sem barn sem sjálfsögðum hlut en á unglingsárun- um þá fer náttúrulega fram ákveð- in sjálfstæðisbarátta. Ég fann þó að nokkru eftir að ég hætti fiðlunáminu saknaði ég þess að iðka tónlist.“ Þorgerður vakti mig Þrátt fyrir söknuðinn fannst Högna hann ekki hafa sanna ástríðu fyrir tón- list svo hann ákvað að fara í mennta- skóla og sjá til hvað yrði. „Ég fékk mér samt gítar þegar ég var 17 ára og hafði gaman af því að leika mér að því að spila á hann.“ Glamrið vatt upp á sig og áhuginn fór aftur að blossa upp. Það var þó ekki fyrr en í Menntaskól- anum í Hamrahlíð, þar sem Högni lærði um tónlist hjá Þorgerði Ingólfs- dóttur og söng með Hamrahlíðar- kórnum undir hennar stjórn, að áhug- inn tók yfir. „Þorgerður og kórstarfið vöktu mig,“ segir Högni. „Ég fann aftur þessa löngun til að hella mér út í tón- list við það að syngja. Það að syngja kemur þér í betri tengsl við sjálfan þig um leið og aðra, sérstaklega þegar þú syngur í kór. Ég fann mig vel í kórn- um, hreifst af tónlistinni sem kórinn flutti, söngstílnum og hljómnum og satt best að segja held ég að Þorgerður hafi mótað mig talsvert. Með kórstarf- inu hélt ég áfram að spila á gítarinn og lék mér að því að semja lög.“ Latur og leiddist það Leið Högna lá þó ekki þráðbeint í bransann heldur lagði hann lykkju á leið sína og gekk í Myndlistarskóla Reykjavíkur að loknu stúdentsprófi. „Ég var þó fljótur að finna að ég átti að sinna tónlistinni. Ég hef mikinn áhuga á myndlist en fyllist ekki orku til að klára hlutina eins og ég geri þegar ég vinn að tónlist. Ég var eiginlega lat- ur og leiddist það. Ég tók því ákvörðun um að læra tónsmíðar og gerði það í Listaháskóla Íslands þar sem ég lærði ýmislegt gagnlegt, meðal annars hjá Atla Ingólfssyni, Kjartani Ólafssyni og Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni.“ En var það þar sem Hjaltalín varð til? „Nei og já,“ segir Högni. „Hjaltalín byrjaði aðeins að myndast í MH en varð samt ekki almennilega til fyrr en árið eftir að við lukum stúdentsprófi.  Þegar ég var kominn í Listaháskólann þá blandaðist starfið í Hjaltalín við námið og varð stór hluti af því. Reynsl- an við það að skrifa tónlist fyrir svo stóran hóp tónlistarmanna var ómet- anleg og líka að spila og gefa út plötur.“ Lærdómur í leikhúsinu Á seinni árum hefur Högni farið í all- ar áttir í tónlistinni. Hann er lagahöf- er ekki tilviljun Gróska í listalífinu Verkefni Högna eru mörg og ólík, hann fer í sem flestar áttir og segir það allt hið besta mál. Leikhúsið er nýr starfsvettvangur Högna og reynslan þaðan hefur haft mikil áhrif á hann en hann samdi tónlist við uppfærslu Borgarleikhússins á Ofviðr- inu. Högni ræðir um listina og hvað það þýði að lifa listamannslífi og hvernig kórsöngur vakti hann til lífsins. Kórstjórinn vakti Högna Högni Egilsson hafði gefið tón- listarnám upp á bátinn þegar hann gekk í Kór Menntaskólans í Hamrahlíð, þar vakti Þorgerður Ingólfsdóttir hann rækilega til lífsins og Högni fór tvíefldur í nám í tónsmíðum. „Hvað ertu að hlusta á? „Í bílnum hlusta ég á Orphic oxtra, feitustu balkanhljómsveit landsins, og í geislaspilaranum er nýja platan hans Valdimars, Undraland.“ Hvaða tónlist kemur þér alltaf í gott skap? „Mér líður vel þegar ég hlusta á lagið Haiti með Arcade fire. það er allavega búið að vera á rípít síðustu daga.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Glæp og refsingu eftir Dostojevskí.“ Áttu þér einhverja uppáhalds- bók? „Ö... get ekki valið uppáhalds.“ Uppáhaldskaffihús? „Eymundsson í Austurstræti. Ljúft að koma þangað hvort sem maður er einn eða með einhverjum og glugga í blöð og bækur.“ Hvaða tímarit lestu? „Lifandi vísindi, Vogue og Gestgjafann. Ég elda samt aldrei, finnst bara gaman að skoða uppskriftirnar.“ Hildur Berglind Arndal leikkona: Les uppskriftir en eldar aldrei Hvað ertu að gera? Svo fyndin en langt yfir strikið Ég var mjög hugsi þegar mamma mín spurði mig hvernig mér hefði líkað Klovn – The Movie. Vildi ég beina móður minni á mynd þar sem maður hefur sáðlát fyr- ir misskilning á tengdamóður sína? Vildi ég senda mömmu á mynd þar sem grín í kringum barnaklám geng- ur svo miklu lengra en nokkurn tím- ann hefur sést? Raunar svo langt að ef þeir hefðu ekki beitt tölvutækni, þá væru þeir sennilega á leiðinni í fang- elsi. Ef pólitísk rétthugsun fengi að ráða afstöðu minni, þá hefði ég frek- ar sent móður mína í messu og beðið fyrir Frank og Casper. En ég er ekki svo skinhelgur að ég hafi áhyggjur af þessu. Klovn – The Movie er einfaldlega hrikalega fynd- in mynd. Húmorinn í myndinni er ekki beint fyrir lengra komna. Grín- ið snýst um homma, kynlíf, kelling- ar, fyllerí, hassreykingar, lítil typpi og vændiskonur, svona í einföldu máli. Í myndinni er sagt frá ferðalagi þeirra Caspers og Franks, sem hinn fyrrnefndi hefur nefnt „Píkuferðina“. Þeir neyðast til þess að taka 13 ára frænda Franks með í ferðina, sem út á við snýst um siglingu á kanó í guðs- grænni náttúrunni og heimsókn á útihátíð. Allt snýst þó í raun um að finna sér hjásvæfur og komast á flott- asta vændishús Danmerkur, þangað sem aðeins sérstakir boðsgestir mega koma. Upphefst algjörlega spreng- hlægileg atburðarás, þar sem leitin að hjásvæfum togast á við ábyrgðina sem fylgir því að passa upp á óharðn- aðan unglingspilt. Engar bremsur er að finna hjá þeim félögum, Frank og Casper, og því er óhætt að segja að allt fari til andskotans! Salurinn í Sambíóunum í Egilshöll lá í hláturskasti og eflaust hafa ein- hverjir fundið til í maganum. Ef þú hefur á annað borð gaman af Klovn og ert til í að láta ganga pínulítið fram af þér, þá er þetta myndin fyrir þig. Klovn – The Movie IMDb 8,1 Leikstjóri: Mikkel Nørgaard Leikarar: Iben Hjejle, Barbara Zatler og Casper Christensen. Bíódómur Valgeir Örn Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.