Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 34
Friðrik fæddist í Reykjavík en ólst upp í Bolungarvík frá þriggja ára aldri og síðan í Reykjavík frá tólf ár aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og síðan embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1980. Friðrik hefur stundað lögfræði- störf auk ýmissa annarra starfa. Hann starfar nú hjá 365 miðlum. Fjölskylda Friðrik kvæntist 16.11. 1985 Lauf- eyju Elsu Þorsteinsdóttur, f. 5.8. 1955, húsmóður. Hún er dóttir Þor- steins Þorsteinssonar, f. 27.7. 1932, d. 18.1. 2010, forstjóra í Arizona í Bandaríkjunum, og Sólveigar Ól- afsdóttur, f. 4.8. 1932, d. 15.3. 1957, húsmóður. Sonur Laufeyjar Elsu frá fyrra hjónabandi er Þorsteinn L.P. Helgason, f. 9.8. 1978, iðnhönnuð- ur í Danmörku. Börn Friðriks og Laufeyjar Elsu eru Friðrik Sigurbjörn, f. 21.9. 1986, tónlistarmaður, búsettur í Reykja- vík; Ólafur Árni, f. 2.12. 1988, starfsmaður við bílaleigu, búsett- ur í Reykjavík; Sólveig Ásta, f. 13.5. 1990, stúdent og framkvæmdastjóri í Reykjavík, í sambúð með Snæ Seljan Þóroddssyni kennara; Hall- dór Kristinn, f. 29.5. 1992, nemi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Systkini Friðriks: Þorvaldur Friðriksson, f. 22.12. 1952, forn- leifafræðingur og fréttamaður við RÚV, búsettur í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Brekkan dagskrárgerða- manni og eiga þau þrjú börn; Unn- ur Ásta Friðriksdóttir, f. 9.5. 1956, d. 14.7. 1998, myndlistarmaður og átti hún tvö börn. Foreldrar Friðriks: Friðrik Sigur- björnsson, f. 2.9. 1923, d. 20.3. 1986, lögfræðingur, fyrrverandi lögreglu- stjóri í Bolungarvík og síðar skrif- stofustjóri í Háskóla Íslands, og Halldóra Helgadóttir, f. 15.4. 1932, d. 7.2. 2005, sjúkraliði og húsmóðir. Ætt Friðrik var sonur Sigurbjörns, kaupmanns í Vísi í Reykjavík Þor- kelssonar, b. að Kiðafelli í Kjós Hall- dórssonar, b. á Borg á Kjalarnesi Þorlákssonar. Móðir Þorkels var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Lækj- armóti í Víðidal Jónssonar. Móðir Sigurbjörns var Kristín Gísladóttir, b. í Eyrar-Útkoti Guðmundssonar, og Sesselju Kortsdóttur, b. í Eyrar- Uppkoti, bróður Sólveigar, lang- ömmu Guðrúnar í Engey, móður Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra. Móðir Friðriks skrifstofu- stjóra var Unnur, dóttir Haralds, kaupmanns í Vestmannaeyjum Sig- urðssonar. Halldóra er dóttir Helga, kenn- ara á Akureyri Ólafssonar, sjómanns á Sauðárkróki Jóhannssonar, b. á Háagerði í Skagafirði Ólafsson- ar. Móðir Helga var Guðlaug, syst- ir Jórunnar, ömmu Stefáns yfir- skólatannlæknis og Eiríks Hreins Finnbogasonar íslenskufræðings. Guðlaug var dóttir Guðna, b. í Vill- inganesi í Tungusveit Guðnason- ar, b. í Krókárgerði Vilhjálmsson- ar. Móðir Guðna í Villinganesi var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Hálf- danartungum Sigurðssonar. Móð- ir Sigurðar í Hálfdanartungum var Guðfinna Hjálmarsdóttir, systir Sigríðar, móður Jóns Steingríms- sonar eldprests. Móðir Guðlaugar var Ingiríður Eiríksdóttir, b. á Breið í Tungusveit Þorsteinssonar, b. í Grundargerði Péturssonar. Móðir Halldóru er Valný, dóttir Ágústs, húsgagnasmiðs og bryta í Reykjavík Benediktssonar, og Hall- dóru Halldórsdóttur. Margrét fæddist í Reykja-vík og ólst þar upp í Selja-hverfi í Breiðholti. Hún var í Seljaskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og síð- an við Hótel- og matvælaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi og lauk þaðan prófum sem matar- tæknir 2004. Margrét var í unglingavinnunni og vann í Þvottahúsi Landspítal- ans, starfaði við sumarbúðir KFUM og K í Kaldárseli, hefur víða stund- að eldhússtörf og starfar nú í mötu- neyti Þvottahúss Landspítalans á vegum ISS. Margrét hefur starfað á vegum KFUM og K um langt árabil og er nú forstöðukona KFUK í Selja- kirkju. Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Aðal- steinn Líndal Gíslason, f. 22.12. 1971, lagermaður hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Systir Margrétar er Sólveig Reynisdóttir, f. 15.9. 1982, grunn- skólakennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Margrétar eru Reyn- ir Garðarsson, f. 19.8. 1947, blikk- smíðameistari og nú skólaliði við Ölduselsskóla, og Helga Eygló Guðlaugsdóttir, f. 9.4. 1948, starfs- maður við bréfadeild Íslandspósts. 34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað HHermann fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk prófum frá Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri 1949, Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni 1951 og hefur sótt endurmenntunarnámskeið á vegum Íþróttakennaraskólans, menntamála- ráðuneytis og fleiri aðila. Hermann var íþróttakennari á Stokkseyri og Eyrarbakka 1951, íþróttakennari og framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarð- ar 1952 og 1953, framkvæmdastjóri Félags- og æskulýðsheimilis templ- ara á Akureyri og hótelstjóri Hót- el Varðborgar 1953–56, sýsluskrifari og síðan gjaldkeri hjá bæjarfógetan- um á Akureyri 1956–62, íþrótta– og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1963–96 og fyrsti framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og móttökustjóri hjá Akureyrarbæ 1996– 2001 en lét þá af störfum fyrir aldurs sakir. Hermann var virkur félagi í skáta- félagi Akureyrar 1941–50, var í íþrótt- um og spilaði í knattspyrnu í öllum flokkum með KA og í meistaraflokki með ÍBA, æfði og keppti í frjálsum íþróttum og átti um skeið nokkur Ak- ureyrarmet í styttri hlaupum og Ís- landsmet unglinga í sveit KA í boð- hlaupum. Hermann sat í vara- og aðalstjórn Skíðasambands Íslands 1949–86, í stjórn Knattspyrnufélags Akureyr- ar 1951–62 og formaður þess 1955– 62, sat í stjórn ÍBA 1958–63, í stjórn Skíðaráðs Akureyrar 1969–73, í stjórn Ferðamálafélags Akureyrar 1969– 80, í varastjórn Æskulýðsráðs ríkis- ins 1973–91, var forseti Rotaryklúbbs Akureyrar 1979–80, í stjórn Norræna félagsins 1981–89, í stjórn ÍSÍ 1986– 96, var formaður byggingarnefndar Íþróttahallarinnar á Akureyri 1973–86 og í ýmsum nefndum fyrir Akureyrar- bæ og menntamálaráðuneytið. Hermann var mótsstjóri Skíða- móts Íslands 1957, 1962, 1965, 1971 og 1976 og sat í framkvæmdastjórn mótsins þegar þetta mót var á Akur- eyri síðan, auk fleiri móta í öðrum íþróttagreinum, mótsstjóri og leik- stjóri á Vetraríþróttahátíðum ÍSÍ á Ak- ureyri 1970, 1980, 1990 og 2000, sat í mótsstjórn Andrésar Andar–leikanna frá upphafi 1974, í fararstjórn á Vetr- arólympíuleikunum í Innsbruck 1976 og í fararstjóri á heimsmeistaramót í norrænum greinum skíðaíþrótta í Lahti 1978 og var fimm sinnum að- alfararstjóri á Eyjaleika á vegum ÍSÍ. Hann stóð m.a. að stofnun Vetrarí- þróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri 1995. Hermann er nú formaður nefnd- ar um íþróttir aldraðra, situr í nefnd Skíðafélags Akureyrar um Unglinga- meistaramót Íslands á skíðum, í rit- stjórn skíðablaðs félagsins, situr í nefnd Rótaryklúbbs Akureyrar sem annast trjáreit sem nú á að fara að opna fyrir almenningi. Hann hefur tekið fjölda ljósmynda í gegnum tíðina og vinnur nú að flokk- un þeirra, auk þess sem hann dundar sér við smíðar í hjáverkum. Hermann var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1967; fékk Dannebrogsorðuna 1973; gullmerki Frjálsíþróttasam- bands Íslands 1974; heiðurskross ÍSÍ 1975; heiðursmerki Bandalags íslenskra skáta 1987; gullmerki KA 1988; Paul Harris-heiðursviðurkenn- ingu Rotary 1993; gullmerki Íþrótta- bandalags Akureyrar 1994; heiðurs- kross Skíðasambands Íslands 1996; silfurmerki Íþróttasambands Fatl- aðra 1996; heiðurspeningur Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar 1996; er riddari finnsku ljónsorðunnar 2000; fékk heiðursviðurkenning ÍSÍ og Al- þjóðaólympíunefndarinnar 2006; er riddari hinnar íslensku fálkaorðu frá 2007; er heiðursfélagi í Knattspyrnu- félagi Akureyrar (KA) frá 1996; heið- ursfélagi í samtökum æskulýðs, íþrótta og tómstundafulltrúa á Íslandi 1996; heiðursfélagi í Íþrótta- og Ól- ympíusambandi Íslands frá 1997; er heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Akureyr- ar frá 2002, er heiðursfélagi í Íþrótta- bandalagi Akureyrar frá 2004; heið- ursfélagi í Siglingaklúbbnum Nökkva frá 2004 og heiðursfélagi Andrésar Andar-leikanna frá 2010. Hermann skrifaði sögulegt yfirlit Íþróttabandalags Akureyrar vegna 50 ára afmælis bandalagsins og sat í rit- nefnd afmælisrita Knattspyrnufélags Akureyrar sem komu út í sambandi við 60 ára afmæli og 70 ára afmæli fé- lagsins. Fjölskylda Hermann kvæntist, 14.11. 1953, Re- bekku H. Guðmann, f. 22.12. 1928, húsmóður. Foreldrar Rebekku voru Jón Gíslason Guðmann, f. 14.11. 1896, d. 3.9. 1958, kaupmaður og síð- an bóndi á Skarði á Akureyri, og k.h., Guðlaug Ísaksdóttir Guðmann, f. 9.3. 1899, d. 2.11. 1968, húsfreyja. Dætur Hermanns og Rebekku eru Anna Rebekka, f. 16.8. 1954, kenn- ari og íþróttakennari á Akureyri, gift Björgvini Steindórssyni, garðyrkju- fræðingi og forstöðumanni Lysti- garðsins á Akureyri, og eru börn þeirra Birkir Hermann, f. 22.4. 1982, en sambýliskona hans er Ágústa Sveinsdóttir sem á dótturina Freyju Dögg, og María Björk, f. 2.9. 1986, en sambýlismaður hennar er Sverrir Ell- ertsson; Edda Hermannsdóttir, f. 28.9. 1960, íþróttakennari, gift Andrew Camerun Kerr, sveitastjóra í Wiltshire á Suður-Englandi en dóttir þeirra er Rebekka Elísabet, f. 27.6. 2001. Bræður Hermanns: Lýður Sig- tryggsson, f. 6.7. 1920, d. 16.9. 1983, framkvæmdastjóri fyrir sirkus og harmóníkuleikari í Noregi; Ragnar Heiðar Sigtryggsson, f. 26.5. 1925, d. 31.3. 2009, bólstrari, síðan lagermað- ur og sjómaður, var búsettur á Akur- eyri. Foreldrar Hermanns voru Sig- tryggur Sigurðsson f. 30.4. 1889, d. 2.2. 1950, skipasmiður á Akureyri, og k.h., Anna Lýðsdóttir, f. 1.9. 1893, d. 4.9. 1986, húsmóðir. Ætt Sigtryggur var sonur Sigurðar, smiðs á Akureyri Björnssonar, b. á Atla- stöðum í Svarfaðardal Sigurðsson- ar. Móðir Sigurðar var Sigríður Jón- asdóttir, b. á Þverá á Staðarbyggð Jónssonar. Móðir Sigríðar var Guð- rún Pálsdóttir, b. á Þórustöðum í Kaupangssveit Guðmundssonar, b. í Kaupangi Guðmundssonar, lrm. í Stórubrekku Guðmundssonar. Móðir Sigtryggs var Kristín Jóns- dóttir, b. á Hánefsstöðum Gunn- laugssonar og Sigríðar Hall- dórsdóttur, b. á Klaufabrekkum Halldórssonar, b. á Klaufabrekkum Sigfússonar, b. á Melum Jónssonar, hreppstjóra á Stóru-Hámundarstöð- um Rögnvaldssonar. Anna var dóttir Lýðs, hreppstjóra á Skriðnesenni í Bitrufirði, bróður Ásgeirs, afa Ásgerðar Búadóttur vefl- istarkonu og Sólveigar Ásgeirsdóttur, ekkju Péturs Sigurgeirssonar bisk- ups. Annar bróðir Lýðs var Finnur, b. í Fagradal í Saurbæ, langafi Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar. Lýður var sonur Jóns, b. á Skriðnesenni í Bitru Jónssonar, b. á Skriðnesenni, bróður Sigríðar, langömmu Þórðar, afa Þórs Magnússonar, fyrrv. þjóðminjavarð- ar og Lýðs Björnssonar sagnfræð- ings. Jón var sonur Andrésar, b. á Skriðnesenni í Bitru Sigmundssonar, ættföður Ennisættar. Móðir Lýðs var Hallfríður Brynjólfsdóttir, b. á Kára- stöðum á Vatnsnesi, Brynjólfssonar. Móðir Önnu var Anna, systir Óla- far, langömmu Jóhanns, föður Frosta þjóðháttafræðings. Ólöf var einnig amma Ragnheiðar, ömmu Þorgeirs Ástvaldssonar útvarpsmanns. Anna var dóttir Magnúsar, b. á Óspakseyri Jónssonar, alþm. í Ólafsdal Bjarna- sonar, á Hraunum í Skagafirði Þor- leifssonar. Móðir Magnúsar var Anna, systir Einars, föður Indriða rit- höfundar. Anna í Ólafsdal var dóttir Magnúsar, pr. í Glaumbæ Magnús- sonar og Sigríðar, systur Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds. Sigríður var dóttir Halldórs Vídalíns, klausturhaldara á Reyni- stað. Móðir Halldórs var Hólmfríð- ur Pálsdóttir Vídalíns, lögmanns í Víðidalstungu. Móðir Páls var Hildur Arngrímsdóttir lærða, vígslubiskups á Melstað Jónssonar. Móðir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir, alþm.í Keldu- dal í Skagafirði Samsonarsonar, og Guðrúnar Sigurðardóttur. Hermann Sigtryggsson Fyrrv. framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands 85 ára 85 ára Friðrik Friðriksson Lögfræðingur í Reykjavík Margrét Reynisdóttir Matartæknir í Reykjavík 80 ára á laugardag 60 ára á föstudag 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.