Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 21
n Átta háttsettir starfsmenn Landsbankans yfirheyrðir n Meint markaðsmisnotkun Landsbankans
rannsökuð n Saksóknari gerði húsleit á þremur stöðum n Um 30 einstaklingar gætu lent í yfirheyrslum
Fréttir | 21Helgarblað 14.–16. janúar 2011
Að minnsta kosti átta af háttsettum
starfsmönnum Landsbankans hafa
verið yfirheyrðir í rannsókn sérstaks
saksóknara á meintum brotum sem
talið er að hafi verið framin í Lands-
bankanum fyrir hrunið haustið 2008,
samkvæmt heimildum DV. Meðal
þess sem verið er að skoða er meint
markaðsmisnotkun með hlutabréf í
Landsbankanum sjálfum og lánveit-
ingar til eignarhaldsfélaga til að kaupa
hlutabréf í bankanum.
Í tilkynningu sem Ólafur Þ. Hauks-
son, sérstakur saksóknari, sendi frá
sér síðdegis á fimmtudag kom fram að
sjö einstaklingar hefðu verið færðir til
skýrslutöku vegna rannsóknarinnar
á málunum og að gerðar hefðu ver-
ið þrjár húsleitir. Um 30 starfsmenn
embættisins tóku þátt í rassíunni á
fimmtudag. Í tilkynningu Ólafs sagði
meðal annars að meðal hinna meintu
sakarefna væri markaðsmisnotkun:
„Til rannsóknar er grunur um meint
brot á auðgunarbrotakafla hegningar-
laga í tengslum við ráðstafanir á fjár-
munum bankans og brot á lögum um
verðbréfaviðskipti.“
Yfirheyrslurnar stóðu fram eftir
degi og fram á kvöld í húsakynnum
sérstaks saksóknara við Skúlagötu.
Fleiri einstaklingar voru kallaðir til
yfirheyrslu en þeir sjö sem búið var
að boða til skýrslutöku síðdegis á
fimmtudag.
Bankastjórinn í Lúxemborg
yfirheyrður
Meðal þeirra sem voru yfirheyrðir eru
fyrrverandi bankastjórar Landsbank-
ans, þau Sigurjón Árnason og Elín
Sigfúsdóttir, sem og Steinþór Gunn-
arsson, fyrrverandi forstöðumaður
verðbréfamiðlunar Landsbankans.
Steinþór er meðal annars þekktur fyr-
ir að hafa átt hæstu launakröfuna í
þrotabú Landsbankans af öllum fyrr-
verandi starfsmönnum hans, um 490
milljónir króna. Halldór Kristjánsson,
sem einnig var bankastjóri Lands-
bankans, var ekki yfirheyrður en
hann er búsettur í Kanada um þessar
mundir.
Þar að auki yfirheyrði embætti sak-
sóknara meðal annarra Gunnar Thor-
oddsen, lögmann og fyrrverandi for-
stjóra Landsbankans í Lúxemborg.
Ástæðan kann meðal annars að vera
sú að meðal þeirra atriða sem eru til
rannsóknar eru kaup Landsbanka
Íslands á lánasafni Landsbankans í
Lúxemborg. Um var að ræða færslu á
lánum til 11 aðila upp á samtals 784
milljónir evra, nærri 100 milljarða
króna, samkvæmt rannsóknarskýrslu
Alþingis. Samkvæmt því sem seg-
ir í skýrslunni kom beiðnin um þessa
færslu frá stjórnendum Landsbank-
ans í Lúxemborg. Stærsti lántakand-
inn af þessum 11 var Björgólfur Thor
Björgólfsson, þáverandi aðaleigandi
Landsbankans, en 225 milljónir evra,
meira en 27 milljarðar, af lánunum
sem flutt voru til Íslands frá Lúxem-
borg hvíldu á hans nafni.
Samkvæmt rannsóknarskýrslu Al-
þingis fóru stjórnendur Landsbank-
ans í Lúxemborg fram á að há lán sem
voru með ábyrgð Landsbankans á Ís-
landi yrðu flutt frá Lúxemborg og til
móðurbankans hér á landi.
Ingvi Örn yfirheyrður
Af öðrum þekktum einstaklingum
sem hafa verið yfirheyrðir má nefna
Ingva Örn Kristinsson, fyrrverandi yf-
irmann hagfræðisviðs Landsbanka Ís-
lands. Yngvi Örn sótti meðal annars
um stöðu framkvæmdastjóra Íbúða-
lánasjóðs en var ekki ráðinn. Hann
gerði auk þess 230 milljóna króna
launakröfu í þrotabú Landsbankans
sem hann ákvað að falla frá.
Annar þekktur fyrrverandi starfs-
maður Landsbankans sem var yfir-
heyrður er Haukur Þór Haraldsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstr-
arsviðs Landsbankans. Haukur Þór
komst í fréttir eftir hrun þegar hann
var ákærður fyrir 120 milljóna króna
fjárdrátt úr bankanum. Hann var síðar
sýknaður af þeirri kröfu. Haukur Þór
gerði 150 milljóna króna launakröfu í
bú hins gjaldþrota Landsbanka.
Einnig má nefna Ívar Guðjónsson,
forstöðumann deildar eigin fjárfest-
inga á verðbréfasviði Landsbankans,
en hann hefur meðal annars kom-
ið við sögu í rannsókn sérstaks sak-
sóknara á Imon-málinu þar sem sér-
stakur saksóknari rannsakar meinta
markaðsmisnotkun Landsbankans.
Sigurjón og Steinþór hafa einnig verið
yfirheyrðir í Imon-málinu og hafa þre-
menningarnir því allir verið yfirheyrð-
ir í málunum tveimur.
Síðasti maðurinn sem DV hefur
heimildir fyrir því að hafi verið yfir-
heyrðir er Júlíus Steinar Heiðarsson,
sérfræðingur í deild eigin fjárfestinga
á verðbréfasviði Landsbankans.
Fleiri yfirheyrðir
Heimildir DV herma að til standi að
yfirheyra fleiri af háttsettum stjórn-
endum Landsbankans á næstunni.
Hugsanlegt er að rætt verði við allt að
30 manns í rannsókninni.
Heimildir DV herma að til standi
að yfirheyra bankaráð Landsbankans
á seinni stigum en meðal þeirra sem
sátu í því voru Björgólfur Guðmunds-
son, Kjartan Gunnarsson og Svafa
Grönfeldt. Einnig stendur til að yfir-
heyra nokkra einstaklinga sem búsett-
ir eru erlendis, meðal þeirra má nefna
Halldór J. Kristjánsson og líklega Sig-
urð Bollason, en saksóknari rannsak-
ar meðal annars viðskipti sem tengjast
eignarhaldsfélagi hans.
Í slíkum rannsóknum á efnahags-
brotum er gjarnan farin sú leið að
byrja á að yfirheyra þá starfsmenn
sem lægra eru settir og sem oft og tíð-
um unnu vinnuna fyrir þá sem hærra
voru settir. Á seinni stigum er rætt við
þá sem hæst voru settir, bankaráðið og
hugsanlega aðaleigendur bankans.
1. Meint markaðsmisnotkun Landsbanka
Íslands með hlutabréf útgefin af
bankanum.
2. Lánveitingar til félaganna Hunslow S.A.,
Bruce Assets Limited, Pro-Invest Partnes
Corp og Sigurðar Bollasonar ehf. til kaupa
á hlutabréfum í Landsbankanum.
3. Kaup Landsbanka Íslands á lánasafni
Landsbankans í Luxemborg.
4. Kaup á hlutabréfum í bankanum af
hálfu félaga sem héldu um kauprétti
starfsmanna Landsbankans og lánveiting-
ar til þeirra félaga.
Þau voru yfirheyrð:
n Sigurjón Árnason, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans
n Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans
n Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi
forstöðumaður verðbréfamiðlunar
Landsbankans
n Ívar Guðjónsson, forstöðumaður
deildar eigin fjárfestinga á verðbréfasviði
Landsbankans
n Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Landsbankans
n Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi
forstjóri Landsbankans í Lúxemborg
n Ingvi Örn Kristinsson, fyrrverandi
yfirmaður hagfræðisviðs Landsbanka
Íslands.
n Júlíus Steinar Heiðarsson, fyrrverandi
sérfræðingur í deild eigin fjárfestinga á
verðbréfasviði Landsbankans
Til rannsóknar er:
Yfirheyrð Elín Sigfúsdóttir, Steinþór Gunnarsson og Ingvi Örn Kristinsson voru meðal þeirra sem yfirheyrð voru af embætti sérstaks
saksóknara á fimmtudaginn.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Líklega yfirheyrð Heimildir herma að til standi að yfirheyra fyrrverandi bankaráðsmenn
Landsbankans. Svafa Grönfeldt og Kjartan Gunnarsson sátu í bankaráði Landsbankans fyrir hrun.
Æðstu stjórnendurnir Sigurjón
Árnason, fyrrverandi forstjóri Landsbank-
ans, hefur verið yfirheyrður í tengslum við
rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum
Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson
hefur hins vegar ekki verið yfirheyrður.
BANKARÁÐIÐ LÍK-
LEGA YFIRHEYRT