Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 22
22 | Erlent 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Um þessar mundir er réttað yfir 10 sómölskum sjóræningjum í Ham- borg í Þýskalandi. Í apríl í fyrra gerðu sjóræningjarnir tilraun til að ræna þýsku flutningaskipi á Ind- landshafi. Þeir gengu hins veg- ar í gildru, áhöfnin hafði búist við þeim og um leið og sjóræningjarn- ir stigu um borð kom hollensk her- þyrla aðvífandi. Þar sem flutninga- skipið, sem heitir Taipan, er gert út frá Hamborg var ákveðið að sjó- ræningjarnir yrðu dregnir þar fyrir dóm. Í vikunni voru haldnar vitna- leiðslur tveggja sjóræningjanna, en vitnisburður þeirra vakti mikla athygli í Þýskalandi. Er þar lýst vægast sagt ömurlegum aðstæð- um hinna ákærðu í Sómalíu, sem er eitt hættulegasta land veraldar í dag – stjórnlaust ríki án nokkurr- ar löggæslu þar sem glæpagengi og stríðsherrar ráða lögum og lof- um. Þýska fréttablaðið Der Spiegel greindi frá þessu. Rændi skipum fyrir rændan son Annar hinna grunuðu, Hussein Carab M., byrjaði vitnisburð sinn á að þakka viðstöddum fyrir að hlusta á harmsögu ævi sinnar. Sagði hann að þegar hann var aðeins sex ára hefðu foreldrar hans fallið í hand- sprengjuárás á meðan borgara- styrjöld geisaði í Sómalíu. Hann hefði því alist upp aleinn og yfirgef- inn án nokkurrar umhyggju. Carab segist þess vegna hafa áttað sig á mikilvægi þess að vera til staðar sem foreldri þegar hann varð sjálfur faðir. Hann hafi hins vegar skuldað manni nokkrum því sem nemur um 150 þúsundum króna. Maðurinn sem Carab skuldaði taldi sig greini- lega vanta tryggingu fyrir því að skuldin yrði greidd. Hann rændi því syni Carabs og hélt honum í gísl- ingu. Carab sagði í vitnaleiðslum að hefði ætlað að nota tekjur sínar af skips- og mannránum á sjó til að greiða skuld sína og endurheimta son sinn. Tilraunin til að ræna Ta- ipan hefði verið í fyrsta sinn sem hann hefði komið nálægt sjóráni. Carab sagðist því ekkert vita um örlög sonar síns, sem gerði hann sjálfan þunglyndan og lystarlaus- an. Hann sagðist meira að segja hafa gefið starfsmönnum réttarins nafnið á manninum sem rændi syni hans, en ekkert hefði verið aðhafst í málinu. Hann spurði jafnframt hvort hann mætti ekki hringja eitt símtal til að spyrjast fyrir um örlög sonar síns. Carab lauk máli sínu með því að segjast vera „... innilega sorgmæddur og óviss um hvern- ig ætti að horfa fram á veginn,“ um leið og hann brast í grát. Ekki viss um eigin aldur Hinn sjórænginn sem mætti í vitna- leiðslur var Abdi Yussuf K., sem treysti sér reyndar ekki til að tala sjálfur. Lögfræðingur hans, Jan- Henrik Heinz, flutti fyrir hann yfir- lýsingu sem þeir höfðu komið sér saman um. Mál Yussufs hefur vak- ið athygli sökum þess að hann hefur frá byrjun haldið því fram að hann sé aðeins tvítugur að aldri. Lög- spekingar slá því föstu að það sé til þess eins að dómarar í málinu sýni Yussuf vægð vegna ungs aldurs. Aldur Yussufs var hins vegar dreginn í efa. Nú, eftir nákvæmar rannsóknir þriggja lækna og rönt- genmyndatökur af tönnum, við- beini og handarbeini, hefur verið staðfest að Yussuf er talsvert eldri en hann segist vera. Hann sé að minnsta kosti þrítugur og gæti verið allt að fertugur. Yussuf bað lögfræð- ing sinn um að útskýra fyrir réttin- um að hann vissi einfaldlega ekki hvað hann væri gamall. „Eftir að ég hef verið skoðaður held ég ekki lengur að ég sé tvítugur. Ég treysti niðurstöðum læknanna.“ Varð að vinna fyrir sér Samkvæmt yfirlýsingu Yussufs á hann tvær eiginkonur og fimm dætur heima í Sómalíu. Hann hafi áður unnið fyrir sér sem sjómaður en eftir að fiskistofnar urðu sífellt minni hafi hann ekki getað séð fyr- ir fjölskyldu sinni sem sjómaður. Hann gerði tilraun til að finna aðra atvinnu en það hafi ekki gengið. Hann sagði að hann hefði oft séð sjóræningjaskip undan ströndum þorps síns og hefði komist í kynni við nokkra þeirra sem þar höfðu pláss. Var Yussuf tjáð að sjóræn- ingjar gætu fengið á milli þrjú til fimm þúsund bandaríkjadali fyr- ir hverja vel heppnaða ránsferð. Í gegnum valdamikinn mann í þorpi sínu, sem fékk vitanlega borgað fyr- ir ómakið var Yussuf lofað plássi á skipinu sem réðst á Taipan-flutn- ingaskipið. Yussuf sagði að ekki hefðu ein- ungis verið Sómalir um borð í skip- inu. Þar voru einnig Indverjar, en þeim hafði einmitt verið rænt af öðru skipi. Til að öðlast frelsi var Indverjunum skipað að benda skipstjóra sjóræningjaskipsins á bestu siglingaleiðirnar í Indlands- hafi, þar sem líklegast væri að sjó- ræningjarnir hittu á skip með verð- mætan farm. Snerti aldrei vopn Í yfirlýsingu Yussufs sagði hann að eina verkefni hans í ránsferðinni hefði verið að ausa vatni úr vélbát sem notaður var til að nálgast Tai- pan. Frá sjóræningjaskipinu fóru alls tíu manns, í tveimur vélbátum. Bátarnir hefðu verið hriplekir, og því þurft einn „ausara“ hver. Yussuf sagði að hann hefði því aldrei ver- ið einn af þeim sem báru vopn. Þó vildi hann ekki nafngreina þá sem hefðu borið vopn, þar sem hann vildi ekki svíkja vini sína. Eftir að vélbátar sjóræn- ingjanna voru komnir að flutn- ingaskipinu fóru þeir um borð og hófu skothríð með sjálfvirkum skotvopnum. En enginn var uppi á þilfari, ræningjarnir gripu í tómt. Aðeins liðu nokkrar mínútur uns hollensk sérsveit kom á vettvang í herþyrlu og lögðu ræningjarnir niður vopn um leið þar sem þeir áttuðu sig á að við ofurefli væri að etja. Nú bíða sjóræningjarnir tíu dóms í Þýskalandi og er alls óvíst hvort tekið verði tillit til þeirra öm- urlegu aðstæðna sem ríkja í Sóm- alíu, sem virðast hafa þröngvað þessu ömurlega lífsviðurværi upp á sjóræningjana. Að þeirra eigin sögn að minnsta kosti. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Réttarhöld eru hafin yfir tíu sómölskum sjóræningjum í Þýskalandi n Þeir segja aðstæður í Sómalíu hafi rekið þá til að stunda sjórán n Einn segist hafa rænt til að bjarga syni sínum frá mannræningjum Sjóræningjar Segja harmSögur Sínar Vaxandi vandamál Mjög fór að bera á sjóránum af hendi sómalskra skipa á Indlandshafi árið 2005. Á árunum 2008-2010 jókst tíðni sjórána umtalsvert, svo mikið að alþjóðasamfélag- ið fann sig loks knúið til að auka viðbúnað á svæðinu. Tilgangur sjóránanna er að ræna bæði áhöfn og skipsfarmi, sé hann fyrir hendi. Því næst er krafist lausnargjalds fyrir áhöfnina og farmurinn er seldur á svörtum markaði. Um þessar mundir eru siglir alþjóðlegur herskipafloti um Indlandshaf til verndar flutningaskipum á svæðinu. Kaldhæðnislega er farmur flutningaskipanna oftar en ekki með matar-eða lyfjabirgðir um borð, sem eru einmitt ætlaðar Sómölum. Sómalía er eitt fátækasta land veraldar og geisar þar stríð á götum úti. Ættbálka- og trúarbragðadeilur hafa skilið eftir sig þúsundir fórnarlamba á undanförnum árum. Þrátt fyrir aukna þróunaraðstoð í formi peninga til stjórnvalda í Sómalíu virðist það ekki bera neinn árangur. Stríðsherrar, sem eru einnig yfirmenn sjóræningjana, eru einfaldlega valdameiri en forseti landsins, Sharif Ahmed. Árið 2009 þáði Ahmed stuðning frá Sameinuðu þjóðunum, bæði beinan fjárstuðning og fjölgun friðargæsluliða. Fjárstuðningurinn hljóðaði þá upp á 230 milljónir bandaríkjadala. Talið er að stríðsherrarnir sem uppskera mest af tekjum frá sjóránunum afli allt að 100 milljónum bandaríkjadala árlega og halda sómölsku þjóðinni í skefjum með ógnarstjórn. „ Calab lauk máli sínu með því að segjast vera „innilega sorgmæddur og óviss um hvernig ætti að horfa fram á veginn,“ um leið og hann brast í grát. Réttað yfir sjóræningjum Þessi mynd er frá réttarhöldum sem haldin voru í Kenýa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.