Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 44
44 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is ALLT AÐ 67% AFSL.ÚTSALA 19" SJÓNVÖRP FRÁ 34.990 22" SJÓNVÖRP FRÁ 49.990 32" SJÓNVÖRP FRÁ 69.990 42" SJÓNVÖRP FRÁ 99.990 OPIÐ LAUGARDAG 10 -16 SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS Myndspjall fyrir iPhone frá Skype Skype setti á markað fyrir stuttu sérstakt forrit sem gerir eigendum iPhone 4 og 3GS- snjallsíma auk iPod Touch (fjórðu kynslóðar) kleift að nýta sér sín á milli fría myndspjalls- þjónustu fyrirtækisins að fullu og tengjast öðrum Skype-notendum á Apple-, Windows- og Linux-tölvum. Notendum er ráðlagt að nýta sér Wi-Fi möguleika tækjanna fremur en 3G þar sem gagnamagn myndspjalls myndi hækka símreikninginn verulega auk þess sem gæði myndsendingar eru væntanlega meiri í öflugri þráðlausri tengingu. iPad-tölvur munu einnig geta nýtt forritið á þann hátt að geta tekið við mynd og hljóði en einungis sent frá sér hljóð þar sem tölvan er ekki búin myndavél. Skype-forritið er hægt að fá frítt í App Store, vefverslun Apple, eða í gegnum iTunes-verslunina. Tekið upp með ljósmyndavélum Stöðugt færist í vöxt að sjónvarpsþættir og jafnvel heilu kvikmyndirnar séu teknar upp á ljósmyndavélar en margar dýrari útgáfur frá stærri framleiðend- unum eru búnar þeim möguleikum að geta tekið upp háskerpuefni í fullri lengd. Í þessu sambandi má geta þess að áramótaskaup Sjónvarpsins var tekið upp á Canon EOS-vélar. Að sögn Tómas- ar Tómassonar, aðaltökumanns Skaups- ins, skilar EOS Movie-tæknin dýpt á við hefðbundnar 35mm kvikmynda- tökuvélar og gefur áhugamönnum jafnt sem kvikmyndagerðarmönnum tækifæri á að vinna efni á hagkvæman en tæknilega ásættanlegan máta. Sony stendur einnig framarlega í þróun slíkra véla og búnaðar sem tengjast þeim. Á myndinni má sjá splunkunýjan skjá frá Sony, CLM-V55, sem kynntur var í vikunni og hægt er að tengja við nokkrar útgáfur af vélum fyrirtækis- ins. Skjárinn er sérstaklega gerður til að auðvelda myndskeiðs- upptökur. Á CES-tæknisýningunni í Las Vegas sem lauk í vikunni voru kynntar um 80 nýjar spjald- tölvur og má því búast við fullmett- uðum markaði áður en árið er liðið. Athygli vakti að nánast allar þessar tölvur keyra á Android-stýrikerfinu, aðeins fáeinar spjaldtölvur voru kynntar sem keyra á Windows 7. Fyrirætlanir Microsoft eru hálf- óljósar, fyrir stuttu tilkynnti fyrir- tækið að næsta Windows-stýrikerfi þess myndi geta keyrt bæði á x86 (Intel) og ARM RISC örgjörvatækni fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Sókn fyrirtækisins inn á spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðinn virðist því ekki lengur miðast við Windows Phone 7 kerfið heldur stýrikerfi sem enn er í þróun og ólíklegt að komi á markað fyrr en um mitt næsta ár og í millitíðinni geta aðrir framleiðend- ur fest sig í sessi með spjaldtölvum og snjallsímum sem keyra á And- roid. Motorola Xoom Sú spjaldtölva sem hvað mesta at- hygli og aðdáun hlaut á CES var Xoom frá Motorola. Xoom er örlítið stærri í sniðum en iPad, skartar 10,1 tommu snertiskjá (1280x800 pixla), Tegra 2 (tvíkjarna) 1GHz örgjörva, 5 megapixla myndavél á bakhlið og 2 megapixla að framan, getur tekið upp myndskeið, spilað 720p og 1080p háskerpumyndskeið auk þess að vera með HDMI-útgang, 802.11n WiFi, Blátönn 2,1 og 32GB geymslurými. Samkvæmt Motor- ola mun rafhlöðuending þessar- ar spjaldtölvu vera með afbrigðum góð eða 10 tímar í myndskeiðs- afspilun. Xoom mun keyra á næstu stóru útgáfu Android-stýrikerfisins, út- gáfu 3.0 (Honeycomb) og því er ekki alveg ljóst hvenær þessi áhugaverða spjaldtölva fari að prýða hillur versl- ana. Motorola virðist þó gera ráð fyrir því að Honeycomb verði tilbúið í næsta mánuði og Xoom komi því á markað innan nokkurra vikna. Motorola Atrix Fartölva og sími? Motorola kynnti Atrix-snjallsímann sem öflugasta snjallsíma heims á CES. Símanum er hægt að smella í bakhlið sérstakrar fylgitölvu sem er eins og skel af far- tölvu. Stýrikerfi og örgjörvaafl kemur frá símanum en skelin er hins vegar búin 11,6 tomma skjá, þriggja sella rafhlöðu og lyklaborði auk tveggja USB-tengiraufa. Þegar síminn hefur verið tengdur við kví skeljarinnar með HDMI- og microUSB-tengjum ræsist sérstakt stýrikerfi/notandaumhverfi byggt á Linux-kjarna sem innbyggt er í sím- ann. Síminn getur að auki hlaðið sig með þessari tengingu. Motorola mun einnig setja á markað sérstaka kví fyrir símann sem valkost fyrir þá sem ekki hugnast fartölvuskelin. Kví- in verður búin ýmsum tengimögu- leikum, til að mynda verður hægt að tengja við hana háskerpuskjá, lykla- borð og mús til að nýta aukastýrikerf- ið til fullnustu Atrix-síminn keyrir á NVIDIA Tegra 2 örgjörva og Android 2,2 stýri- kerfi, er með fjögurra tomma skjá (960x540), 1 GB vinnsluminni, 16 GB geymslurými, myndavélum á fram- og bakhlið (5 megapixla með flassi á bakhlið), 4G farsímakerfi auk micro- SD tengiraufar. Síminn kemur á markað nú á fyrsta ársfjórðungi í Bandaríkjunum en ekki hefur enn verið upplýst um önnur markaðssvæði. Motorola kom, sá og sigraði á CES-tæknisýningunni í vikunni. Xoom-spjaldtölvan og Atrix-snjallsíminn sem fyrirtækið kynnti hafa hlotið mikið lof og áhuga gagnrýnenda að undanförnu. Motorola kom, sá og sigraði Motorola Atrix Símanum er hægt að smella í bakhlið sérstakrar fylgitölvu sem er eins og skel af fartölvu. Motorola Xoom Spjaldtölvan mun keyra á næstu stóru útgáfu Android-stýrikerfisins, útgáfu 3.0 (Honeycomb).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.