Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Lúxuslíf í skugga milljarða skulda Björn Leifs- son, betur þekktur sem Bjössi í líkams- ræktarstöðinni World Class, hefur ekki látið fjárhags- erfiðleika fyrir- tækis síns koma í veg fyrir íburðar- mikinn lífsstíl. Hann er að byggja 150 fermetra sumarbústað í dýrasta og vinsælasta sumarbústaðahverfi landsins við Þingvallavatn og er ný- kominn úr lúxusferð með fjölskyldu sinni til Mexíkó og Bandaríkjanna. Á myndum úr ferðinni, sem birtar eru á netinu og DV birti á mánudag, má sjá fjölskylduna synda með höfrungum og flatmaga á strönd í Mexíkó og sitja í limmósínu í New York í Bandaríkj- unum. Sleppur við skuldahalann Skuld eignar- haldsfélags Lúð- víks Bergvinsson- ar, fyrrverandi þingmanns Sam- fylkingar, nemur rúmum milljarði króna. DV greindi frá því á mánu- dag að Landsbankinn hefði leyst fast- eign félagsins til sín í febrúar í fyrra. Lánið er í vanskilum um nærri hálfan milljarð. Skuldir félagsins eru um 400 milljónum hærri en virði eigna. Lúð- vík hætti þingmennsku í fyrra í kjölfar hrunsins. Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis kemur fram að Lúðvík hafi verið fjórði skuldugasti þingmaður- inn á árunum fyrir hrunið en skuldir tengdar hans nafni námu 755 milljón- um króna samkvæmt skýrslunni. Skuldugasti bankastjórinn Þorvald- ur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri fjárfestinga- bankans Sögu, skuldar vel á ann- an milljarð króna. Skuldirnar eru í eignarhaldsfélagi og á honum per- sónulega. Þorvaldur skuldar kaup- verð hlutabréfa í Sögu Capital og þá fékk hann lán frá Sögu fyrir flugskýli. Þorvaldur Lúðvík er meðal annars þekktur fyrir að hafa hætt í Kaupþingi árið 2006 þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Hann var skráður með rúmlega 1.600 milljóna króna lán hjá Kaupþingi árið 2006, samkvæmt lánabók bankans. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is AIR-O-SWISS rakatækin Bæta rakastig og vinna gegn: • Slappleika og þreytu • Höfuðverkjum • Augnþurrki • Astma Auka vellíðan og afköst Verð 23.950 kr. Matthíasar enn saknað: Bíllinn fannst brunninn Rússajeppi sem talinn er tilheyra Matthíasi Þórarinssyni, sem leitað hefur verið síðan á mánudaginn, fannst brunninn til kaldra kola á fimmtudag skammt frá malarnám- um á Kjalarnesi. Matthías var ekki í bílnum og þar var heldur engar frekari vísbend- ingar að finna um ferðir hans. Samkvæmt lög- reglu er greini- legt að jepp- inn brann fyrir nokkru. Ekkert hefur spurst til Matthí- asar síðan fyrir jól. Að sögn lögreglu mun hann vera mikill einfari en hefur þó alltaf látið fjölskyldu sína reglulega vita af ferðum sínum. Hann hætti því hins vegar rétt fyrir jól. Talið er hugsanlegt að síðast hafi sést til Matthíasar á Selfossi í vikunni fyrir jól. Þá var hann staddur á Aust- urvegi á móts við mjólkurbú Flóa- manna á leið til austurs. Samkvæmt lögreglu sker Matthí- as sig töluvert úr hvað klæðaburð varðar og klæðist gjarnan fötum sem hann saumar sjálfur. Þegar sást til hans síðast var hann klæddur í græna úlpu og gallabuxur. Þá er hann oft með svart svokallað buff á höfðinu. Kvörtun leiddi til fíkniefnafundar Talsvert af fíkniefnum fannst við hús- leit í íbúð í miðborginni í nótt en þang- að fór lögreglan eftir að henni barst kvörtun vegna hávaða. Innandyra voru þrír karlar í miður góðu ástandi og voru þeir allir handteknir og fluttir í fangageymslu. Í íbúðinni voru greini- leg merki um fíkniefnaneyslu. Við frekari leit fundust fíkniefni, meðal annars amfetamín, hass og marijúana, en talið er að þau hafi verið ætluð til sölu. Á sama stað var einnig lagt hald á muni sem grunur leikur á að séu þýfi. Þremenningarnir, tveir á fertugsaldri og einn um fimmtugt, hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu. „Maðurinn minn er sendibílstjóri og hefur unnið við það í 35 ár. Vinnuframboð í þeim geira datt nið- ur eins og alls staðar annars stað- ar í kreppunni og hann sá fram á að hafa lítið að gera. Hann fór því að líta í kringum sig og sá tækifæri í kreppunni,“ segir Sigrún Unn- steinsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Árna Hafþóri Kristjánssyni rak sendibílaþjónustu og ákvað að færa út kvíarnar í kreppunni og bjóða upp á ódýrari leið fyrir ferða- menn til að ferðast um Ísland á hús- bíl. Þessu sjá þau ekki eftir enda fyr- irtækið á hraðri uppleið. Þau líta björtum augum á framtíðina. Vöntun á markaðnum Undanfarin tvö ár hefur ferða- mannahópurinn sem sækir land- ið heim orðið fjölbreyttari og um leið sú þjónusta sem ferðamönnum býðst. Þau hjónin tóku eftir skorti á valkostum fyrir fólk sem vill ferðast um landið án þess að þurfa að sofa í tjaldi eða eiga engra annarra kosta völ en borga hátt verð fyrir gisti- þjónustu eða leigja dýra húsbíla. Þau ákváðu því að stökkva á tæki- færið. Árni hefur rekið sendibílaþjón- ustu síðan 1998 en sumarið 2009 datt honum í hug að kaupa gamlan Volkswagen Transport-bíl og breyta honum í svokallaðan svefnbíl, eins og Sigrún orðar það. Það segir hún vera bíl með svefnaðstöðu og lág- marksaðstöðu til eldunar. Seinna keypti hann sex bíla til viðbótar og notaði veturinn 2009 til að gera þá upp. Í kjölfarið opnuðu þau fyrir- tækið Snail.is sem hluta af gamla fyrirtækinu, en fram að þessu hefur Snail.is einungis verið starfrækt yfir sumarmánuðina. „Hann Árni fékk hugmyndina að vörumerkinu en svo fengum við grafískan hönnuð til að búa til síðuna fyrir okkur og okk- ur finnst hafa tekist vel til,“ segir Sig- rún og er greinilega stolt af fyrirtæk- inu sem þau hjónin hafa byggt upp af eigin rammleik. Ódýrara fyrir útlendinga Sigrún segir viðskiptavini þeirra að- allega vera útlendinga sem vilji geta ferðast um landið á ódýran máta. Hún segir Þjóðverja verið dugleg- asta að nýta sér þjónustuna. Flestir viðskiptavinirnir koma í gegnum er- lenda bókunarsíðu og á eftir Þjóð- verjum hafa Frakkar, Spánverjar og Belgar mikið leigt bíla hjá þeim. „Ís- lendingar fussa bara og sveia yfir þessu verði, þó það sé alls ekki svo hátt miðað við hvað hinar leigurnar eru með. En þetta er auðvitað miklu ódýrara fyrir þá sem borga í evr- um. Fólk sem leigði bíla hjá okkur í fyrrasumar sagði okkur að það hefði aldrei getað gert þetta fyrir hrun.“ Engir lúxusbílar Árni og Sigrún ákváðu að notfæra sér áralanga reynslu Árna sem bíl- stjóra og nota þekkingu hans til að kaupa gamla bíla og gera þá upp í stað þess að fjárfesta í nýjum. „Þetta eru engir lúxusbílar en þetta er eitt- hvað sem var ekki til á Íslandi. Í boði voru annaðhvort fólksbílar eða þá flottir húsbílar, ekkert þar á milli. Þarna datt honum í hug að bjóða fjórhjóladrifsbíl sem er þá hægt að fara á aðeins út fyrir alfaraleið, sem er ekki hægt á hinum hefðbundna húsbíl,“ segir hún. Bílarnir eru vel útbúnir og búa yfir öllum helstu lág- marksþægindum. Þeim fylgja sæng- ur, útilegustólar, pottar, pönnur og borðbúnaður en einnig er hægt að fá aukatjöld og -svefnpoka ef fólk hefur áhuga á því. Sigrún segist vera bjartsýn á að ferðamannaflaumur- inn taki við sér næsta sumar en eld- gosið í Eyjafjallajökli hafði sín áhrif í fyrrasumar. Sigrún segir að við- skiptavinir þeirra hafi verið mjög ánægðir með þjónustuna og hafa nokkrir þeirra talað um að koma aft- ur seinna og sjá þá meira af landinu og dvelja þá lengur í senn. Atvinnuskapandi Í dag er Snail.is með tíu bíla á sín- um snærum og eru starfsmenn fyr- irtækisins að gera upp tvo til viðbót- ar. Fyrirtækið vex því hægt og rólega og sjá þau Árni og Sigrún fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni. „Ég er að vinna á fasteignasölu í 50 pró- senta starfi á veturna þegar bílaleig- an liggur niðri. Áður var ég að vinna í 100 prósenta starfi á fasteigna- sölunni en ég þurfti að minnka við mig starfshlutfall eftir hrun. Í sum- ar gefst mér því tækifæri til að vera í tveimur störfum og þá í fullri vinnu. Árni er ennþá að keyra sendibíla á veturna en hann er vakinn og sofinn yfir bílaleigunni allt árið. Ef hann er ekki að breyta eða gera við bíla þá er hann að þrífa þá.“ Eitt af því sem Sigrún segir já- kvætt við að kaupa gamla bíla í stað nýrra er að það skapar um leið at- vinnu hér heima „Þetta er í raun og veru endurnýting. Við kaupum bílana hér og fáum bólstrara til að bólstra sætin og þurfum að kaupa alls konar innlenda þjónustu til að gera þá upp og breyta bílunum. Það hefur því skapað helling af atvinnu fyrir fleiri en bara okkur. Eins hafa allar okkar tekjur af þessu hingað til verið í gjaldeyri, svo þetta færir gjaldeyri inn í landið í leiðinni.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Sköpuðu sér tækifæri eftir að hafa séð fram á atvinnuleysi n Gerðu upp gamlan sendibíl og stofnuðu fyrirtæki n Horfa bjartsýn til framtíðar „Fólk sem leigði bíla hjá okkur í fyrrasumar sagði okkur að það hefði aldrei getað gert þetta fyrir hrun. SÁU TÆKIFÆRI Í KREPPUNNI Fjölskyldufyrirtæki Sigrúnu og Árna fannst vanta framboð á ódýrum húsbílum fyrir ferðamenn og stofnuðu fyrirtækið snail.is. Komast víða Bílarnir eru fjórahjóladrifnir og komast því á fleiri staði en hefðbundnir húsbílar. Hægt er að sofa í bílunum en einnig er í þeim eldunaraðstaða. Matthías Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.