Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 26
Í gær skrifaði ég bréf til Eddu útgáfu og sagði upp áskriftinni að Andr- ésblöðunum. Það hefur verið tímabært um skeið. Andrésblöð- in, sem komið hafa á þriðjudögum inn um lúguna, hafa síðasta misser- ið gjarnan legið óhreyfð í ganginum í nokkra daga áður en einhver hef- ur haft rænu á að hirða þau upp og lesa. Litla barnið á heimilinu er orð- ið tæplega tólf ára boldangspiltur sem spilar tölvuleiki bannaða innan 18 ára í frístundum sínum en hirðir ekki lengur um ævintýri þeirra Ripp, Rapp og Rúpp. Undir það síðasta voru Andrésblöðin í hans augum eingöngu tæki til að hafa það huggu- legt undir sæng með móður sinni og fullri skál af poppkorni, en þeir tímar eru nú líklega liðnir. Piltur kýs nú að lesa sjálfur á kvöldin, þegar tekst loks að berja hann frá tölvunni, og jafnvel skemmtilegar sögur eftir Vicar (einn besta Andrésar-Andar höfundinn á seinni árum) freista hans ekki lengur. Ó, svona líður tíminn! EKKI ALVEG FARINN Vitaskuld mun Andrés Önd ekki kveðja þetta heimili í einni svipan, þótt ný blöðin hætti nú um sinn að berast hér inn fyrir dyr. Eftir að við höfum verið áskrifendur í næstum 20 ár, þá eru hér haugar af Andrés- blöðum víða í geymslum og kössum, og þau munu duga vel í nokkur ár, ef barnabarnið, sem hér er farið að líta reglulega í heimsókn, reynist þeg- ar fram líða stundir vera veikt fyrir Andrési Önd. Og Syrpur eru hér líka í bunkum. Þær keypti ég á tímabili af þvílíkri samviskusemi fyrir dóttur mína að í mörg ár var ég sífellt á út- kíkki í Kolaportinu eftir Syrpu númer 83 sem vantaði í safnið. Og var sem eins konar helgur kaleikur á heimil- inu – við trúðum því held ég að Syrpa númer 83 hlyti að geyma einhverja ótrúlega magnaða skemmtun, sem veita myndi nýja innsýn í veröld Walt Disneys. Eða jafnvel veröldina okkar. Vafalaust hefur það nú ekki ver- ið. Sjálfsagt hefur Syrpa númer 83 bara geymt sömu sögurnar og allar hinar Syrpurnar um Stálöndina, Jóa- kim Aðalönd og Mikka Mús. En hafi einhver djúpur sannleikur leynst í henni, þá er heldur ekki víst að við hefðum borið kennsl á hann. Að minnsta kosti hafði í einni af fyrstu Syrpunum, þeirri tíundu, sem út kom árið 1995, verið að finna ná- kvæma forspá um íslenska góðærið og síðan hrunið – og sjálfsagt hef ég lesið það á sínum tíma, en ekki fest mér það í minni. Illu heillu. Því þegar ég rakst á Syrpu númer 10 uppi á háalofti í fyrrasumar, þá lá við að mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Svo nákvæmlega var þar lýst rússíbanareið okkar Íslendinga síð- ustu árin. SÍÐASTA SAGAN Ég las söguna reyndar í eitt af síðustu skiptunum sem sonur minn ung- ur lét sig hafa það að láta lesa fyrir sig Andrés Önd. Þetta var að kvöldi menningarnætur og það var of kalt í Reykjavík til að við nenntum út að horfa á flugeldasýninguna. Í staðinn las ég fyrir hann söguna um Svínsen- bræðurna úr Syrpu númer 10. Og þannig séð má segja að Andr- és Önd hafi kvatt með flugeldasýn- ingu! Svona endursagði ég söguna sem heitir fullu nafni „Jóakim frændi og Svínsen-bræðurnir svikulu“. Þrír sleipir svikahrappar koma til Andabæjar og heillast af því hvað íbúarnir eru „heiðvirðir, eljusamir og sparsamir“. „Sjáið bara!“ segir einn Svínsen- bróðirinn. „Eins og maurar í þúfu! Smíðandi, byggjandi, flytjandi, selj- andi og veitandi þjónustu!“ Og ann- ar bætir við: „Finnst ykkur ekki þessi elja yndisleg! Hér er skapaður auður til að safna upp og spara!“ Og þá segir sá þriðji: „Já, spara – svo að við megum njóta!“ Ég þarf ekki að setja íslensk nöfn útrásarvíkinga eða bankamanna á Svínsen-bræðurna, er það nokkuð? Nema hvað, næst er farið að lýsa umsvifum Svínsen-bræðranna í Andabæ. Skemmst er frá því að segja að bræðurnir rýja alla Andabæjar- búa inn að skinninu, enda reynast íbúarnir hreint ekki vera svo vinnu- samir og sparsamir sem bræðurnir héldu fram í kaldhæðni sinni. Þvert á móti falla íbúarnir unn- vörpum fyrir gylliboðum hinna svínslegu bræðra. TIL HINNA BEISKU ENDALOKA Eftir því sem ég las lengra fór hroll- urinn vaxandi. Því þarna er lýst „ís- lenska efnahagsundrinu“ eins og það lagði sig. Frá hinu glæsta upp- hafi til hinna beisku endaloka. Þarna er lýst fyrirtækjavafning- um, krosseignatengslum og stig- hækkandi prís verðlausra fyrirtækja með ímyndaðri sölu til skyldra aðila. Þarna er lýst græðgi og trúgirni fólks sem heillast af ofurlaunum fjármála- spekúlanta “ – þessir menn hljóta bara að vita hvað þeir eru að tala um, úr því þeir hafa trilljón á mánuði í laun! Þarna er lýst „sérfræðingum“ sem upp úr rennur þvílík tækniþvæla um nýjustu fjármálaaðferðirnar með hjálp tölvunnar að enginn skilur orð, en allir halda að þetta hljóti að vera „tær snilld“. Og yfirvöldin láta allt viðgangast. Meira að segja Jóakim Aðalönd læt- ur blekkjast. Þarna er lýst fólki sem selur eigur sínar til að leggja inn í fyrirtæki sem reynast svo vera tómar blekkingarmyllur. Þarna er lýst heilu samfélagi sem brátt pípir á alla raun- verulega verðmætasköpun og allt heiðarlegt starf, því allir eiga að verða ríkir á því einu að eiga pening í fyr- irtækjum Svínsen-bræðra og horfa á vextina hrannast upp. Þarna er lýst glæsilífi á gullhúðuðum snekkjum í Karíbahafinu. Og þarna er lýst Icesave. Já, Icesa- ve! HRUNIÐ Í ANDABÆ Þarna er svo lýst hruninu í Andabæ/ Íslandi. Þarna er lýst undruninni og óttanum hjá venjulegu fólki þeg- ar allt reynist vera úthugsuð spila- borg svikahrappa. Og tilraunum til að horfast ekki í augu við að jafnt almenningur sem yfirvöld höfðu látið blekkjast, bæði af græðgi og fíflskap. Síðan doðanum sem gerir menn veika fyrir billegum lausnum kjaftaska til að hreinsa sig af hrun- inu. Reiðinni er lýst, og tilraunum til að skipa sér í flokka til að vinna bug á vonleysinu, og endurheimta glataðar eigur. Þetta var eiginlega býsna óþægileg lesning. Því þetta var svo nákvæm lýsing á „góðæri“ Davíðstímans og svo hruninu. Menn hafa stundum deilt um það hvort fólk hefði átt að geta séð hrunið fyrir. Já, greinilega. Það hefði dugað að lesa þessa sögu um Andr- és Önd frá 1995. Þá hefðu menn þekkt öll merki um innantóma bólu jafnóðum og þau komu fram. Og merki um svik og pretti, og þó einkum og sér í lagi sjálfsblekk- ingar. En sjálfsagt las ég þessa sögu á sínum tíma, en hafði svo öllu gleymt þegar menn hófust handa um að græða á daginn og grilla á kvöldin. Því er svo sem ekki að vita nema ég sé að svipta sjálfan mig einhverj- um marktækum spádómum um samfélag framtíðarinnar með því að hætta að kaupa Andrés Önd. En það verður að hafa það – ég þakka Andrési samfylgdina öll þessi ár! Ég fékk eyðni þegar ég var 23 ára. Eða, það er að segja, ég hélt að ég væri kominn með eyðni og fór alla leið með þá hugsun mína. Að fara alla leið með þá hugsun að mað- ur hafi fengið eyðni þýðir að maður endar einhvers staðar dauður. Það er að minnsta kosti almennur skiln- ingur fólks á afleiðingum þess að fá eyðni: Viðkomandi deyr því það er engin lækning til við eyðni, aðeins ráðstafanir til að stemma stigu við af- leiðingum sjúkdómsins tímabundið. Ég endaði, sem sagt, dauður í huga mér. Ég var búsettur í háskólaborg-inni Salamanca á Spáni. Árið var 2003. Það var sumar og hita- stækja í lofti. Salamanca er fremur djúpt inni í landinu miðju og borg- in nýtur ekki hafgolunnar frá sjónum til að draga úr svækjunni yfir sum- artímann. Á sumrin verður nánast óbærilega heitt í borginni en á vet- urna getur kuldinn farið langt niður fyrir frostmark. Hitinn þetta sumar var svo truflandi að ég átti erfitt með að einbeita mér að nokkrum sköp- uðum hlut. Í hitanum einn daginn fór ég á int- ernetkaffihúsið sem var steinsnar frá íbúðinni minni. Ég var ekki með internetið í íbúðinni minni og fór því alloft á kaffihúsið. Þegar ég opn- aði tölvupóstinn minn beið mín þar póstur á ensku frá netfangi í Kenn- araháskóla Íslands. Í póstinum stóð á ensku: „You have got the virus,“ og ekkert annað. Mér fannst þetta svo skrítið: Af hverju var einhver Íslendingur að skrifa mér tölvupóst til að segja mér þetta? Hvað var viðkomandi eigin- lega að meina með þessu? Ég taldi mig ekki þekkja neinn í Kennara- háskóla Íslands sem bæri nafn með þessum upphafsstöfum, KHG, HGK eða eitthvað slíkt. Ég velti þessu fyr- ir mér í dálitla stund en lokaði svo pósthólfinu mínu, slökkti á tölvunni og fór aftur út í hitann áleiðis að íbúðinni minni. Ég gat ekki hætt að hugsa um tölvupóstinn. Þegar hugsan-ir mínar um merkingu þessar- ar setningar bættust við hitasvækj- una var mér með öllu ómögulegt að öðlast hugarró eða einbeita mér að einhverju sem dreift gæti huga mín- um frá þessum tölvupósti. Ég var við- þolslaus inni í herberginu. Hvaða manneskja var þetta sem sendi mér slíkan dóm að ég væri sýktur af vír- usi? Smám saman áttaði ég mig á boðskapnum: Þetta var einhver manneskja sem þekkti einhvern sem ég þekkti sem var að segja mér undir rós að ég væri með HIV-vír- usinn. Það hreinlega hlaut að vera. Hvað annað gat þetta þýtt? Ég fór með þessa hugsun svo langt að ég sá fyrir mér öll næstu og síðustu skref- in í lífi mínu. Hvernig ég ætlaði að hringja í foreldra mína og segja þeim frá dauðadómnum, hvernig ég ætl- aði að fara frá Spáni við fyrsta tæki- færi og verja síðustu mánuðum eða árum mínum í ferðalög um heim- inn, sjá staði sem ég hafði aldrei séð og myndi aldrei sjá eftir að lokakall mitt kæmi. Þeim mun meira sem ég hugsaði um þetta þeim mun örugg- ari var ég um að ályktun mín væri rétt. Svona var þetta bara: Ég var því sem næst dauður. En ég ákvað nú samt – þrátt fyrir þessa vissu mína – að fara aft-ur á kaffihúsið og finna nafn- ið á manneskjunni sem sendi mér póstinn og fá það staðfest end- anlega sem ég þá þegar vissi fyr- ir víst. Ég fann nafnið á internet- inu út frá netfangi manneskjunnar, fann símanúmerið hennar í síma- skránni og fór aftur upp í íbúðina mína. Þetta var stúlka á aldur við mig. Ég hringdi í hana, hún svaraði og ég kynnti mig sem manninn sem hún hafði sent tölvupóst nokkrum tímum áður. Í ljós kom að stúlkan kannaðist ekkert við mig og þver- tók fyrir að hafa sent mér tölvupóst. „Heldur þú að þetta hafi ekki bara verið tölvuvírus?“ sagði hún við mig þegar ég lýsti tölvupóstinum fyrir henni. Og þá – loksins, loksins, loks- ins – kviknaði eitthvert smá ljós í kollinum á mér eftir hugvillu og ranghugmyndir þess tíma sem leið frá því ég las tölvu- póstinn og þar til ég tók upp símtólið til að fá staðfestingu á því sem ég hélt að ég vissi. Tölvuvírus, sem orsakaði sendingu á ruslpósti á ensku frá íslensku netfangi og til mín þar sem ég var staddur á Spáni, hafði í höfðinu á mér orðið að HIV-vírus- num, eyðni og ótíma- bærum dauða mín- um. 26 | Umræða 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Helgarpistill Ingi F. Vilhjálmsson Trésmiðjan Illugi Jökulsson Þegar ég fékk eyðni Andrés Önd er ekki alltaf talinn merkilegar bókmenntir, en þó telja margir víst að rómuð saga eftir Don Rosa hafi orðið Christopher Nolan að yrkisefni þegar hann skrifaði handrit sitt að hinni frægu kvikmynd Inception. Sumir fullyrða jafnvel að Nolan hafi beinlínis stolið plottinu frá Andrési. Lesa má söguna um Andrés á netinu, hér: disneycomics.free.fr/Ducks/Rosa/show.php?num=1&loc=D2002-033&s=date Andrés innblástur að Inception Andrés og Svínsen- bræðurnir kvaddir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.