Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Langþreyttir á lokunum: Seyðfirðingar vilja fá göng Bæjarstjórn Seyðisfjarðar krefst þess að samgönguyfirvöld setji göng undir Fjarðarheiði á dagskrá. Tíðar lokanir hafa verið á Fjarðarheiði að undanförnu með tilheyrandi ein- angrun bæjarins og óþægindum fyrir íbúa. Bæjaryfirvöld lýsa sig reiðubúin til viðræðna um að göngin verði fjár- mögnuð með veggjöldum geti það flýtt fyrir ákvörðun stjórnvalda. „Ekki er á neinn hallað þó fullyrt sé að ekkert byggðarlag hér á landi býr nú við jafn miklar truflanir og jafnvel einangrun að vetrarlagi og Seyðisfjörður. Tölur tala sínu máli þar um,“ segir í ályktun bæjarstjórn- ar Seyðisfjarðar. Bent er á að frá 10. nóvember hafi Vegagerðin aðeins skráð Fjarðar- heiði greiðfæra 8 sinnum og dögum saman hafi verið snjóþekja og hálka á heiðinni. Af þeim 12 sólarhringum sem liðnir eru frá áramótum hefur Fjarðarheiðin verið skráð ófær alls 11 daga, að hluta eða öllu leyti. Bæj- aryfirvöld segja að ákvörðun um að Fjarðarheiðargöng verði sett á dag- skrá þoli ekki lengri bið. Akureyringar á kafi í snjó Á meðan sinueldar kvikna í Reykja- vík vinna á þriðja tug vinnuvéla að snjómokstri á Akureyri vegna þess gríðarlega fannfergis sem er í bæn- um. Bærinn hefur hreinlega verið á kafi í snjó undanfarið. Bæjaryfirvöld á Akureyri segja að kostnaður vegna snjómoksturs nemi um 2 til 2,5 milljónum króna á dag og því hefur gengið á sjóði bæjarins vegna ástandsins. Meðfylgjandi mynd af snjónum á Akureyri var tekin á fimmtudags- morgun.  FYRRI EIGENDUM MILESTONE STEFNT n Þrotabú Milestone þingfesti tíu stefnur n Stefnurnar beinast gegn fyrri eigendum Milestone n Þrotabúið vill rifta fimm milljarða greiðslum til Ingunnar Wernersdóttur n Leitast við að ná fjármunum frá Karli, Steingrími og Ingunni Wernersbörnum Þrotabú eignarhaldsfélagsins Mile- stone hefur stefnt fyrrverandi eig- endum og stjórnendum félagsins vegna nokkurra mála sem tengj- ast rekstri þess. Meðal þeirra sem er stefnt eru Karl, Steingrímur og Ingunn Wernersbörn, fyrrverandi eigendur félagsins, og Guðmund- ur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone. Tíu stefnur gegn þeim, og nokkrum öðrum, voru þing- festar í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudagsmorgun. Skiptastjóri Milestone er Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Milestone var fjárfestingarfélag barna Werners Rasmusson, þeirra Karls, Steingríms og Ingunnar. Fé- lagið var mjög umsvifamikið í fjár- festingum á Íslandi á árunum fyrir hrunið og átt meðal annars trygg- ingafélagið Sjóvá, stóran hlut í Glitni, fjárfestingarbankann Askar Capital og fjármálafyrirtækið Invik í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota árið 2009 og skilur eftir sig tugmillj- arða króna skuldir. Stefnt í Ingunnarmálinu Stefnurnar sem um ræðir snú- ast flestar um mál sem áður hefur verið rætt um í fjölmiðlum, með- al annars kaup þeirrra Karls og Steingríms á hlutabréfum Ingunn- ar í Milestone fyrir fimm milljarða króna árin 2005 og 2006. Komið hefur fram í fjölmiðlum að skipta- stjóri Milestone telur að skoða verði greiðslurnar sem lán til Ing- unnar þar sem ekkert hafi komið á móti milljörðunum inn í þrotabú Milestone. Hann telur að greiðsl- urnar til Ingunnar geti verið brot á lögum um einkahlutafélög. Til- gangur bræðranna með greiðsl- unni til Ingunnar var sú að þeir væru með henni að kaupa eign- arhlut í Ingunnar í Mile stone og tveimur dótturfélögum og notuðu þeir peninga eignarhaldsfélagsins til þess. Tilgangurinn með stefnunni í málinu er að reyna að ná þeim fimm milljörðum króna sem fóru út úr búi félagsins í viðskiptunum aftur inn í búið. Systkinunum er öllum stefnt í málinu ásamt for- stjóra Milestone, Guðmundi Óla- syni. Um viðskiptin við Ingunni seg- ir í endurskoðendaskýrslu sem Ernst & Young vann fyrir þrota- bú Mile stone að hluti peninganna sem Ingunn fékk hafi komið frá tryggingafélaginu Sjóvá: „Við vilj- um benda á að 600.000.000, sem Milestone ehf. greiddi til Ingunn- ar Wernersdóttur í byrjun desem- ber 2006, voru teknar að láni frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og færðar á viðskiptareikningin til skuldar við Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. Sjóvá-Almennar trygging- ar hf. tóku umræddar 600.000.000 að láni hjá Ingunni Wernersdóttur, sbr. fjóra 150 milljóna lánasamn- inga um víkjandi lán þar um, dag- setta 1. desember 2006. Þannig fara 600.000.000 frá Ingunni Wern- ersdóttur til Sjóvá-Almennra trygg- inga hf. og þaðan til Milestone ehf. og að lokum þaðan, aftur til Ing- unnar Wernersdóttur.“ Riftun á Aurlákaviðskiptunum Skiptastjóri Milestone stefnir þeim Karli og Steingrími einnig vegna viðskipta dótturfélags Miles- tone, L&H Eignarhaldsfélags, með hlutabréf í lyfjaverslunum Lyfja og heilsu í lok mars 2008. Hlutabréf- in í Lyfjum og heilsu voru þá seld til Aurláka út úr Lyfjum og heilsu. Sú krafa byggir á því að eignar- haldsfélagið Leiftri á Bresku Jóm- frúareyjum, sem var í eigu Karls og Steingríms, eigi að láta þrota- bú Milestone fá aftur 900 milljóna kröfu sem notuð til að greiða hluta af kaupverði lyfjaverslananna. Um 2,5 milljarðar voru greiddir með yfirtöku skulda af hálfu Aur- láka og 900 milljónir við „fyrsta hentugleika“, eins og segir í fundar- gerðinni þar sem salan var ákveðin. Stjórnendur Milestone eignuðust 900 milljóna króna kröfu á hend- ur Aurláka í viðskiptunum og var hún síðar færð til Leiftra. Engir fjármunir komu því inn í bú Mile- stone af sölunni á Lyfjum og heilsu. Þrotabú Milestone gerir tilkall til kröfunnar með stefnunni og mun svo væntanlega reyna að fá hana greidda frá Aurláka. Stefnan snýst ekki um að ná Lyfjum og heilsu inn í búið heldur aðeins að fá um- rædda kröfu. Í skýrslu Ernst & Young eru eig- endur Milestone vændir um lög- brot í viðskiptum Aurláka með hlutabréf í Lyfjum og heilsu. Í skýrslunni segir að tæpur milljarð- ur af greiðslu Aurláka, sem Karl og Steingrímur eiga enn í dag, fyrir Lyf og heilsu hafi verið greiddur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað í lok mars 2008. Aurláki greiddi kröfuna með skuldajöfnun. Í skýrslunni segir: „Það virðist því sem viðskipt- in með kröfuna á Aurláka ehf., hafi í raun átt sér stað í febrúar 2009, en hafi hinsvegar verið dagsett aftur í tímann og færð á dagsetninguna 31. mars 2008. Ef það er raunin, er hér um að ræða brot á lögum um bókhald.“ Viðskiptin með kröfuna sem notuð var til að greiða þann hluta viðskiptanna sem ekki var yfir taka skulda virðist því hafa átt sér stað löngu eftir að viðskiptin fóru fram. Auk þessara tveggja mála er meðal annars stefnt vegna arð- greiðslna frá Milestone til Karls og Steingríms Wernerssona, gjafar til Hrossaræktarbúsins Fets og gjald- miðlaskiptasamnings við Fjárfest- ingarfélagið Mátt upp á 2,5 millj- arða króna. 1. Mál gegn Sáttum, Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Guðmundi Ólasyni. 2. Mál gegn Ingunni Wernersdóttur, Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Guðmundi Ólasyni. 3. Mál gegn Leiftra ltd., Aurláka ehf., Karli Wernerssyni og Steingrími Wernerssyni. 4. Mál gegn Steingrími Wernerssyni. 5. Mál gegn Karli Wernerssyni. 6. Mál gegn Karli Wernerssyni. 7. Mál gegn Ráðgjöf og efnahagsspám ehf. 8. Mál gegn Lyfjum og Heilsu ehf. 9. Mál gegn Hrossaræktarbúinu Feti ehf. 10. Mál gegn Fjárfestingarfélaginu Mætti ehf. Stefnur þrotabúsins:„Ef það er raunin, er hér um að ræða brot á lögum um bókhald. Dregin fyrir dóm Karl, Steingrímur og Ingunn Wernersbörn hafa verið dregin fyrir dóm af þrotabúi Mile- stone. Tíu stefnur þrotabús Milestone voru þingfestar á fimmtudaginn. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.