Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 14.–16. janúar 2011 í íslenskri glæpasögu að reyna að hafa upp á henni, því mig langaði til að hitta hana og spjalla meira. Loks komst ég að því að konan var nýlátin en fann þá einnig út að hún hafði gefið út ævisögu sína. Ég las hana og nota hitt og þetta úr henni í bókinni minni en skálda líka drjúgt. En hér var komið mikið efni, fjölbreytt og dramatískt líf með klípu af ævintýraljóma. Við lestur ævisögunnar rifjaðist það svo upp fyrir mér ég hafði hitt þessa konu á skemmtistað í Reykja- vík þegar ég var ungur maður. Þá hafði hún sagt við mig að ég yrði endilega að skrifa um hana og koma með henni til Buenos Aires, það væri borgin. Þetta er röð af ansi skrýtnum tilviljunum, nema það sé allt saman fyrirfram ákveðið á framkvæmdasviði Drottins. En alla- vega: Ég er að klára bók um áttræða konu sem liggur fyrir dauðanum, ein í bílskúr og rifjar upp líf sitt.“ Þurfti að finna konuna í sér Hallgrímur segist ekki hafa haft tíma til að hugsa um Rokland. „Ég hef búið í þessum nýja sagnaheimi frá því vor- ið 2009 og reynt að hugsa eins og kona því þetta er kvennabók, kona sem segir söguna. Þetta var nokkur kúnst, en ég hef auðvitað haft konur til að lesa yfir og leiðbeina mér ef ég hef verið kom- inn á villigötur. Til dæmis um kynlíf kvenna,“ segir Hallgrímur hugsandi. „Ég veit auðvitað ekkert hvernig er að vera kona en höfundurinn í mér þykist vera með það alveg á tæru. Mér finnst hún brjálæðislega áhugaverð þessi kvennabarátta. Við höldum að við lif- um í fullkomnu þjóðfélagi, kannski fyrir utan kreppuna, en því fer svo víðs fjarri. Þeir eru ansi margir karlarnir sem gleyma alveg kvennaelementinu. Ég var til dæmis í viðtali við DV um áramótin um atburði liðins árs. Þeg- ar blaðið kom út voru viðtöl við fjóra karlmenn og enga konu. Hvað þýð- ir þetta? Að konur skipti engu máli og muni ekkert markvert frá árinu 2010? Ég fattaði þetta hins vegar ekki sjálf- ur, heldur þurfti konan mín að benda mér á þetta: Fjórir kallar og engin kona! Það segir mér að við karlmenn þurfum alltaf að vera á vaktinni. Ég dáist mjög að konum eins og Sóleyju Tómasdótt- ur og Kollu Halldórs, konum sem hafa rutt brautina og náð að breyta þjóð- félaginu, nánast upp á eigin spýtur. Ástandið er allt öðruvísi nú en árið 2000. Nú hefur vændi verið bannað, netklám og strippbúllur eru litnar allt öðrum augum en þá, allir meðvitaðri um mansal, og það er þessum konum að þakka. Það er ekki lítið afrek. Stjórn- málamenn eru þeir sem breyta þjóð- félögum og þar af leiðandi eru þessar konur kannski bestu stjórnmálamenn síðustu tíu ára. Þessir áfangar eru mjög merkilegir og maður er enn að læra. Ég þarf reglulega að horfa í eigin barm og skoða hvar ég stend í karlrembunni eða hvort ég gæti jafnréttis. Það er dap- urlega inngróið í menninguna að karl- ar séu klárari en konur og meira mark takandi á þeim, og tekur sjálfsagt aldir að breyta því. En þá er að byrja á ung- viðinu. Ríkisútvarpið mætti til dæmis taka Gettu betur í gegn. Þetta er illa rak- aður táfýluþáttur þar sem karlar hanna spurningar um karla, fyrir karla, um enska boltann og allt þetta sem strák- ar eiga að vita en stelpur geispa yfir. Sama má segja um Útsvar og borðspil- in öll. Allt karlaspurningaleikir samdir af körlum fyrir karla þar sem konur eru hafðar upp á punt. Þetta eru góð dæmi um hluti sem hægt er að breyta strax á morgun.“ Bestur í bekknum með 10++   Hallgrímur ólst upp í Háaleitishverf- inu, einn af fjórum systkinum. Tví- burabræðurna Ása og Gunna þekkja margir og svo er ein systir, Nína sem starfar hjá Rauða krossinum og bjó í Afríku undanfarin ár. Hallgrímur seg- ist ekki vita hvort sérstakt listagen sé í fjölskyldunni þó hann sjálfur sé bæði rithöfundur og myndlistarmaður og Gunnar leikari. „Við ólumst upp á dæmigerðu mið- stéttarheimili, pabbi verkfræðingur og mamma fóstra. Þau höfðu menntað sig í Danmörku svo það örlaði á dönsk- um áhrifum á heimilinu. Ég var teikn- andi frá tveggja ára aldri, var sendur í myndlistarskóla og hef trúlega tek- ið alla kúrsa í myndlist sem buðust á Reykjavíkursvæðinu. Í menntaskóla fór ég að efast aðeins um myndlistina og fannst ég ætti að verða verkfræðing- ur eins og pabbi. Svo var stærðfræðin bara svo ólýsanlega leiðinleg. Ég sá að ég myndi sinna myndlistinni eftir allt saman og vissi reyndar að ég myndi skrifa líka, en var ekki alveg tilbúinn í það.“  Hallgrímur segir að æskan hafi liðið við boltaleiki og skemmtilegheit, hann hafi reyndar verið sendur í sveit sex sumur, meðal annars þrisvar í Skaga- fjörð á sveitabæ sem var þó nokkurs konar strákabúðir. „Það var á Brekku í Seyluhreppi. Það kom til að við gengum í verkin, átta ára gamlir, en vorum þá stundum eitthvað að kvarta, og fórum í verkfall, gengum um túnin með hrífur á lofti og snerum tindum til himins, heimtuð- um rigningu,“ segir Hallgrímur hlæj- andi um kröfugöngur bernskunnar. „Í bænum gekk allt út á handbolta og fótbolta, ég hljóp eins og Geir Hall- steinsson í fjögur ár. Hann var mesti snillingur sem ég hafði augum litið, handboltamaður úr Hafnarfirði, faðir Loga.“ Hallgrímur þvertekur fyrir að hafa farið í móann þar sem Framvöllurinn er núna til að reykja njóla, en segist að sjálfsögðu vera Framari. Við Hallgrímur eigum það sameig- inlegt að vera alin upp í Háaleitishverf- inu og hafa verið í Álftamýrarskóla hjá kennara sem er báðum minnisstæður. Umræddur kennari er Jónína Þor- finnsdóttir, sem nú er látin, móð- ir Ómars Ragnarssonar. Jónína hafði mikinn metnað fyrir hönd sinna nem- enda og kenndi alltaf besta bekknum. „Ég var í M-bekknum, en þú?“ spyr Hallgrímur. „K-bekkurinn var bestur þegar ég var hjá Jónínu.“ „Þetta var nokkuð sérstakt. Maður var alltaf með 9.58 í aðaleinkunn og ef maður fór niður í 9.57 var það stóráfall. Ég svaf þá ekki vegna samviskubits yfir að valda Jónínu vonbrigðum, þannig að pressan var mikil strax frá fyrsta degi,“ segir Hallgrímur, sannfærður um að þetta verði ekki toppað. Hann er kannski smá spældur þegar ég segi honum að ég hafi líka verið best í besta bekk og við rifjum upp þegar Jónína fór fram á að við lærðum umfram það sem stóð í skólabókunum til að fá 10+, 10++ og jafnvel 10+++. „Jónína hafði gríðarleg áhrif á mig og hún er enn einhvers staðar í und- irmeðvitundinni með kennaraprikið,“ segir Hallgrímur. „Hún var strangur kennari af gamla skólanum. Við byrj- uðum hvern dag á Faðirvorinu, lærð- um allt utanað, fórum með ljóð, stóð- um í beinni röð og lærðum að skrifa fallega. Það fóru hins vegar ekki allir vel út úr Jónínu. Hún átti það til að setja fólk út í horn þaðan sem það komst aldrei. Svo átti hún náttúrulega þenn- an merkilega son, Ómar Ragnarsson. Kannski var hann viðmiðið, því hann gat teiknað Ísland með öllum fjörðun- um utanað þegar hann var tólf ára. Ég var í miklu uppáhaldi hjá Jónínu,“ segir Hallgrímur og ég get ekki toppað það, né heldur tvíburarnir, bræður Hall- gríms, sem voru hjá Jónínu – en ekki í uppáhaldi. „En það var líka erfitt að vera í uppáhaldi, því fylgdi samvisku- bit gagnvart þeim sem ekki voru það. En hún ól upp í mér sjálfstraust, maður var vanur því að vera „bestur í bekkn- um“. Á lokaprófinu gerði ég samt upp- reisn og gerði viljandi vitleysu í landa- fræðinni, bara til að verða ekki efstur yfir skólann og vera stimplaður „gáfni“ það sem eftir var. Ég man eftir augna- ráðinu sem hún gaf mér og veit að hún hefur enn ekki fyrirgefið mér.“ Byrjaði skriftirnar fárveikur í óráði Hallgrímur fór ekkert að skrifa fyrr en í menntaskóla. „Ég var einhvern tíma mjög veikur heima í nokkra daga og skrifaði í hálfgerðu óráði pistil um skólalífið. Þetta var eins og að falla í trans, hálftrúarleg upplifun. Fram að því vissi ég ekki að þetta væri til í mér. Svo skrifaði ég minningargrein þeg- ar afi dó, það fyrsta sem ég birti eft- ir mig, og fékk mikið hrós fyrir. Ég fór því að trúa því að ég gæti hugsanlega skrifað og fór svo að skrifa pistla í blöð. Þeir vöktu lukku og fólk hvatti mig til að skrifa skáldsögu. Ég var ekki tilbú- inn í það, hafði einfaldlega ekki nægan þroska, en kýldi samt á það. Ég píndi mig til að skrifa skáldsögu og „Hella“ kom út árið 1990. Hún fékk engar megaviðtökur en ég lærði samt mikið á þessari frumraun og fann svo mína rödd í annarri skáldsögunni minni, Þetta er allt að koma.“ Hallgrímur segir myndlistarmann- inn og rithöfundinn ekki togast á í sér. „Myndlistarmaðurinn hefur orðið rækilega undir á síðustu árum og hef- ur orðið að játa sig sigraðan, í bili að minnsta kosti. Hann hefur eiginlega verið rúmfastur síðustu árin. En þegar maður er að skrifa stóra skáldsögu fer allur manns tími í það. Svo hef ég verið að eignast börn á síðustu árum og það tekur líka mikinn tíma. Ég reyni þó að halda myndlistarmanninum á lífi með lágmarks lyfjagjöf og næringu í æð.“ Gott að vera marktækur, en frægðin ekki mikilvæg Hallgrímur er í sambúð með Þorgerði Öglu Magnúsdóttur, framkvæmda- stjóra bókmenntasjóðs. Þau eiga ekki börn saman, en Hallgrímur á þrjú börn og tvö þeirra eru hjá þeim aðra hverja viku. Elsta dóttir Hallgríms, Hallgerður, er gift og við nám í Glas- gow, Kári Daníel er sjö ára og Margrét María fimm ára. „Allt saman gríðar- lega fyndið fólk sem gefur mér mikið.“ Hallgrímur segist njóta þess í botn að vera með börnunum. „Þau eru á svo skemmtilegum aldri, orð(ó)heppin og heimspekileg. Þegar við erum með krakkana reyni ég að gera sem minnst annað en það. Eftirskilnaðarlífið er ekki sem verst að þessu leytinu, maður hlakkar alltaf svo mikið til að fá börnin að tíminn með þeim verður enn ljúf- fengari fyrir vikið.“ Hallgrímur er vel þekktur í íslensku samfélagi en segir aðspurður að það setji enga pressu á sig. „Ég reyni að vera ekki mjög með- vitaður um þetta frægðarelement því þá verður maður svo leiðinlegur. Ég gleymi mér stundum og set jafnvel eitthvað inn á feisbók, sem væri best geymt í þrengri hópi. En maður má víst ekki taka sig of hátíðlega. Maður á þó að gleðjast yfir því að einhver vilji lesa mann, og „frægðin“ getur hjálpað í því tilliti. Svo er til þessi sveitta íslenska „celeb“-frægð sem ég hef ekki áhuga á. Þar sem menn búa barnlausir í barheimi, sötra stera, hnykla varir og bryðja silíkon.“ En eru engar kjaftasögur í gangi um þig? „Ég    heyri engar. Hefur þú heyrt eitthvað,“ spyr hann kankvís. Nei, ekki nema að þú nytir mikillar kvenhylli. Er eitthvað til í því? „Jú, ég nýt gífurlegrar kvenhylli heima við. Konan mín og dætur eru snarvitlausar í mig. Af því maður er svo frægur, skiluru.“ Oft grimmur í málflutningi Hann segist ekki vera sá harði nagli sem margir telji hann vera þó oft sé hann beittur í sínum málflutningi. „Ég held ég sé mjög viðkvæmur að mörgu leyti þó ég gefi stundum aðra ímynd af mér út á við. Ég þarf til dæm- is alltaf að passa að mér verði ekki kalt, vera með hatt og húfu og svona. Ég get verið grimmur í fjölmiðlum en ekki prívat, nema eitthvað sérstakt komi til. Í fjölmiðlum er maður á einhvers kon- ar leikvangi og þar gilda aðrar reglur, sem mér finnst að menn eigi ekki að taka með sér út af vellinum. Ég get sagt þér góða sögu sem dæmi. Einhvern tíma skrifaði ég grein um þá í samfélaginu sem mættu nú hugsa sinn gang og þar á meðal var lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Ei- ríksson. Hann hafði þá nýlega misst einn aðalkrimmann, sjálfan Annþór, út um gluggann. Greinin átti eitthvað að herða á móralnum í samfélaginu. Mánuði síðar leiðir tíminn okkur saman framan við fótboltaskjá á veit- ingastaðnum Brekku í Hrísey. Ég á hús í eyjunni og hann hafði þá nýlega keypt æskuheimili móður sinnar ásamt fleir- um. Ég var nú ögn stressaður að hitta þarna sjálfan lögreglustjórann og beið eftir gusu, en í staðinn bauð hann mér upp á bjór og síðan heim til sín í mat á eftir. Hann minntist aldrei á greinina og með okkur tókust góð kynni. Stef- án er einhver sá besti og mest alhliða maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Það hefur hins vegar komið fyrir að fólk hafi drullað yfir mig og gagnrýnt bækurnar mínar mjög harkalega. Þar er alltaf erfiður pakki og maður verður brjálaður í korter, en svo hefur maður sig upp yfir það.“ Hefur ekki gefið upp vonina um íslenskt samfélag Skáldsagan Rokland er skrifuð árið 2005 þegar uppsveiflan var í algleymingi á Íslandi. Sástu í gegnum þetta, Hallgrímur? „Nei, ekki til að byrja með, en Böddi gerði það hins vegar. Bókin veit yfirleitt betur og meira en höfundurinn. Ég hafði trú á þessum bissnessgaurum til að byrja með og fannst þeir koma með eitthvað nýtt inn í samfélagið, sem var einmitt frekar staðnað. Þeir röskuðu ró þeirra afla sem öllu höfðu ráðið allt- of lengi, komu með einhvers konar spenning inn og maður hreifst með. Svo fara þeir yfir strikið, tapa sjálfum sér og öllu okkar í leiðinni. Og þegar hrunið verður opinberast hversu langt þeir voru leiddir, hversu sjúkt ástand- ið var orðið. En við gerðum okkur ekki grein fyrir því, ja, nema kannski Böddi. Böðvar H. Steingrímsson í Rok- landi er karakter sem kviknaði árið 2000 þegar ég var að skrifa Höfund Ís- lands. Ég meira að segja notaði nafnið hans í  þeirri sögu, gerði hann að rak- ara á Siglufirði, en vissi að hann yrði seinna allt önnur persóna. Í Höfundi Íslands var hann barna- kall, átti tíu börn, en þegar hann varð Böddi í Roklandi varð hann reiði bloggarinn á landsbyggðinni. Hann var í raun á móti öllu þjóðfélaginu. Hann er maður andans í ríki efnis- hyggjunnar. Ég var rosalega glaður með þennan karakter, því þarna gat ég látið gamminn geisa, og ráðist á allt og alla, allt í nafni þessa manns. Yfir- leitt kvikna karakterar ómeðvitað hjá manni en ætli Böddi hafi ekki einmitt verið nauðsynlegur þarna í góðæris- brjálæðinu miðju, maður sem sigldi gegn öllum þeim mikla straumi. Böddi vildi vekja Íslendinga og beindi spjót- um sínum að okkur sjálfum, hverju og einu, en ekki beint stjórnmálamönn- um. Honum fannst  við vera að sóa lífi okkar í einnota poppmúsík, lélegt sjónvarp og ómerkilega skyndibita. Hann er auðvitað mjög fyndinn vegna þess hversu reiður og brjálaður hann er. Hann er líka maður sem kann ekki að gera málamiðlanir, kann ekki að umgangast annað fólk. Hann er læstur inni í sjálfum sér, sem gerir hann svo tragískan um leið.“ Þetta eru skrítnir tímar en geta orðið okkur til góðs Vaknaði þjóðin við hrunið, Hallgrímur? „Já, heldur betur. Allt í einu er Ís- land einn öskurkór og Böddi hefur eignast þúsund bandamenn á blogg- síðum og nafnlausum eyjukomment- um. Allir brjálaðir en samt ekki jafn hugaðir og Böddi, eru kjúklingar inni við beinið og fela sig í nafnleyndinni. Ég bind vonir við stjórnlagaþingið og dáist að mörgu sem ríkisstjórnin hef- ur gert. Efast um að við höfum séð duglegri ríkisstjórnir. Og ástandið er á uppleið. Það eru samt enn einhverj- ir sem halda að enn sé 2007, og halda áfram í þessum gourmet-gangi, bús- áhaldabrjálæði og vínstressi, þjótandi um á svörtum Range Roverum. Mað- ur sér nú samt í augum þessa fólks á rauðu ljósi að það skammast sín núna fyrir bílinn, öfugt við það sem áður var. Ég trúi því að gömlu gildin hafi betur og fólk fari að rækta garðinn sinn, taki örlítið mark á Bödda og boðskap hans: Of mikil velsæld skapar vesæld. Það er líka mikil gróska í öllum listgreinum og margt jákvætt í gangi. Ég er þokkalega bjartsýnn á framtíð lands og þjóðar.“ Hallgrímur á hús í Hrísey sem er hans draumastaður. „Ég bý þarna á yndislegum stað við sjóinn, í húsi á þremur hæðum, 30 fermetrar hver hæð. Þetta er stein- hús frá 1932, svona „upplyftingarhús“. Mér finnst hús í dag svo leiðinleg, á einni hæð með bílskúrsþaki og fólk sér bara í rassinn á næsta runna. Á meðan gömlu húsin lyfta manni upp svo sér út yfir sjó og land,“ segir Hallgrímur og verður gríðarlega upphafinn í framan. „Þetta er æðislegasti staður í heimi. Eini gallinn við húsið er að maður þarf að fara tvær hæðir niður á salerni, en hver setur það fyrir sig þegar hægt er að opna glugga og sofna við sjávarnið- inn. Það er best í heimi.“ Hvað er svo næst? „Að ljúka við þessa bók, fara í frí með fjölskyldunni og svo bókamessan í Frankfurt. Þorrablót? Nei, ekki í ár, ég fór á þorrablót í Hrísey í fyrra, með lög- reglustjórahjónunum einmitt, en geri eitthvað annað þjóðlegt í ár. Hvað? Kannski maður lesi loksins Dalalíf,“ segir listamaðurinn brosandi. edda@dv.is „Þetta var nokkur kúnst, en ég hef auðvitað haft konur til að lesa yfir og leiðbeina mér ef ég hef verið kominn á villigötur. Til dæmis um kynlíf kvenna. Breyttur maður Hallgrímur kom nýr maður út af forsýningu Roklands. mynd siGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.