Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 19
Úttekt | 19Helgarblað 14.–16. janúar 2011 LÉT LEMJA NAUÐGARA sem kynferðisbrotum væri ranglega haldið fram af ýmsum ástæðum, s.s. vegna framhjáhalds, samviskubits, eineltis o.s.frv. Annar hæstaréttarlög- maður, Sveinn Andri Sveinsson, tók í sama streng í Kastljósi mánuði síðar þegar hann sagði að það mætti ekki útloka að hinn meinti brotaþoli væri að gera mönnum upp sakir. Erfitt að takast á við grimmdina Guðrún segir mikilvægt að þess- ar konur séu teknar alvarlega. „Það þarf að beina fjölmiðlaumræðunni að nauðgurunum og hætta að ein- blína á fórnarlömb þeirra. Það er aldrei nauðgun án nauðgara. Eins heyrir þú varla talað um nauðgun í fjölmiðlum án þess að það sé búið að hnýta orðinu meint fyrir fram- an orðið nauðgun, meint nauðgun. Um leið og nauðgun er komin inn í fjölmiðlaumræðuna er búið að setja spurningarmerki við trúverðugleika konunnar.“ Kolbrún vill frekar nota orðið af- neitun en fordóma. „Þetta eru svo viðkvæm mál að það er miklu þægi- legra að láta sem ekkert hafi gerst. Ég trúi því ekki að í hjarta sínu líti ein- hver á konu sem hefur verið nauðgað sem eitthvert ógeð. Það er bara svo erfitt að takast á við þessa grimmd. Það er miklu auðveld- ara að útiloka viðkom- andi og aðstæðurnar um leið. Vilja ekkert vita af þessu. Ég skal alveg viðurkenna það að ég á það sjálf til að ýta málum frá mér ef þau verða of óþægileg.“ Sálarskaði en ekki sálarmorð Orðræðan í samfélaginu hefur einn- ig verið Þórdísi Elvu hugleikin. „Ég hef gagnrýnt það að fjölmiðlar fjalli um nauðgunarmál í æsifréttastíl. Þar er talað um ör sem aldrei gróa, að þolendur kynferðisglæpa hafi verið sálarmyrtir, að þeir séu lifandi dánir. Sumar konur geta ekki samsvarað sig þessu. Sumum þykir það niðrandi að heyra að þær eigi sér ekki viðreisnar von eftir nauðgun eða að það sé rætt um þær sem sálarlausa einstaklinga. Það hefur líka fælingarmátt. Í kringum mig er fullt af fólki sem mark er á takandi þótt það hafi orð- ið fyrir nauðgun. Kannski er hægt að tala um sálarskaða en það er hægt að vinna sig út úr afleiðingunum og lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi eftir nauðgun. Það verður að koma fram. Það jaðrar stundum við það að fólk sé lýst geðveikt eftir nauðgun. Þannig er mynduð gjá á milli þeirra sem hafa orðið fyrir þessu ofbeldi og hinna. Það er ekki hægt að stimpla fólk svona.“ Eyrún og Guðrún tala um það sama og segja mikilvægt að forvörn- um sé beint að hugsanlegum nauð- gurum í stað þess að kenna konum að passa sig á því að vera ekki nauðg- að. „Það þarf viðhorfsbreytingu í samfélaginu, forvarnir og við þurf- um að styrkja almenning í að breyta skoðunum sínum og samskiptum. Það er ekki nóg að horfa á dóma, breyting verður að eiga sér stað í við- horfum allra. Líka fagfólks.“ Hélt hún hefði sterkt mál í höndunum Guðrún heldur áfram og segir eins og þau öll að vantrú á réttarkerfinu sé líka ástæða sem konur nefna. „Gíf- urlegt misræmi á milli þekktra nauð- gana og dóma sem falla er ekki hvetj- andi. Þegar kærðum málum er vísað frá upp- lifa konur það oft þannig að þær hafa verið létt- vægar fundnar, ekki að það hafi skort sannanir. Það er ekki gott heldur.“ Þórdís Elva tekur undir þetta og nefn- ir dæmi úr bók sinni af konu sem taldi sig hafa mjög sterkt mál í hönd- unum. „Nauðgunin var svæsin og hún var illa út- leikin eftir hana. Starfs- fólkið sem tók á móti henni uppi á spítala sagði henni að hún hefði sterkt mál í höndunum. Áverkarnir væru skóla- bókardæmi um ofbeldisfulla nauðg- un. Hún var beðin um að hugsa mjög vandlega um það að leggja fram kæru þar sem nauðgunarmál væru oft snúin en í hennar tilfelli væru til DNA, lífsýni, og hún hefði þar að auki klassíska áverka. Hún lét til leiðast og kærði en maðurinn var sýknað- ur. Máls- vörn hans byggði á því að henni líkaði svona har- kalegt kyn- líf. Allur vafi er túlkaður sakborningi í hag. Niðurstað- an var þessari konu reiðarslag og sömuleiðis öllum í kring- um hana. Það var svo óréttlátt að dómari skyldi taka það trúan- legt að einhver vildi láta fara svona með sig. Kannski falla tveir sanngjarnir dóm- ar fyrir hvern ósanngjarnan dóm – ég veit það ekki. En ég veit það bara að einn ósanngjarn dómur hefur rosa- legan fælingarmátt.“ Undir það taka þær allar. Fælingarmáttur Helgafellsmálsins Þórdís Elva bendir á að kerfið sé aldrei betra en einstaklingarnir sem starfi í því. „Það eru brota- lamir í kerfinu og þeir sem þar starfa geta gert betur. Þeir geta uppfært viðhorf sín en það á einnig við um samfélagið allt. Kerfið er bara samansafn af einstakl- ingum í samfélaginu. Ef kerf- ið hefur ranga afstöðu hlýtur samfélagið að hafa ranga af- stöðu. Því eigum við að hætta að dæma kerfið og líta í eigin barm. Skoða okkar eigin fordóma, því við höfum öll fordóma. Meira að segja undirrituð.“ Hún segist vera sjálf af þeirri kynslóð sem ólst upp við Helga- fellsmálið svokallaða þar sem 17 ára stúlku var haldið fanginni í sumarbústað yfir heila helgi þar sem hún var beitt grimmi- legu ofbeldi og nauðgað hrotta- lega. Ofbeldið var svo svæsið að sjaldan eða aldrei hefur ann- að eins sést hér á landi. „Það var henni til happs að komast lífs af. En maðurinn fékk bara þriggja og hálfs árs dóm. Ef maður sem er bú- inn að pynta konu með alls konar aðferðum og nánast drepa hana fær svona vægan dóm hugsa konur sem verða fyrir nauðgun undir mildari að- stæðum sig alvarlega um áður en þær leggja fram kæru. Þegar þessi mál eru ekki tekin alvarlega af dómsvaldinu hefur það ótrúlegan fælingarmátt.“ Þess má geta að samkvæmt rannsókn Gallups árið 2008 þótti áttatíu pró- sentum landsmanna refsingar kyn- ferðisglæpamanna almennt of vægar. Lét berja nauðgarann „Ég hef vissan skilning á því að sönn- unarbyrðin sé erfið,“ segir kona sem vill ekki láta nafns síns getið en við köllum Sigrúnu: „En þegar málið er búið að fara í gegnum allt kerfið, það er búið að gefa út ákæru og dæma manninn sekan, þá þurfa dómarnir að vera þyngri. Það er rosalega slá- andi hvað þeir sleppa létt frá þessu. Kannski er það erfitt fyrir karldómara að setja sig í spor kvenna sem verða fyrir nauðgun og ég er hrædd um að það gerist ekki fyrr en kvendómur- um fjölgar. Dómarar þurfa nú samt að fara að breyta dómafordæmum og nýta refsirammann betur. Þeir geta vel gert það.“ Hún lýsir því hvernig hún ákvað „Ég var með strákunum og þeir neyddu hann niður á hnén þar sem hann baðst afsök- unar á því sem hann hafði gert. Síðan var hann laminn í klessu. „Ég sá fyrir mér líflátshótanir og vopnaskak í dimmu húsa- sundi. Ekkert í mínu umhverfi leiðrétti þessar ranghugmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.