Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 14. janúar 2011 Helgarblað Seðlabanki Íslands hefur kært fjög- ur meint brot á lögum um gjaldeyris- mál til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra frá því síðastliðið sumar. Þá fékk bankinn heimild til þess með lagabreytingu að kæra meint brot á gjaldeyrishaftalögum beint til lög- reglunnar. Þetta kemur fram í skrif- legu svari frá Seðlabanka Íslands við fyrirspurn DV um rannsóknir og kær- ur vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál frá bankahruninu 2008. Fyrir þessa lagabreytingu þurfti bankinn að tilkynna meint brot til Fjármálaeftirlitsins sem síðan tók ákvörðun um hvort kæra ætti málin til lögreglu eða ekki. Seðlabankinn hafði kært 28 meint brot á gjaldeyris- haftalögum til Fjármálaeftirlitsins frá setningu gjaldeyrishaftalaganna í lok nóvember 2008 og þar til þessi laga- breyting var gerð í fyrra. Níu af þess- um 28 málum voru kærð til lögregl- unnar en 19 mál voru send aftur til Seðlabankans. Öll kærð á síðasta ársfjórðungi 2010 Samkvæmt heimildum DV voru öll málin fjögur kærð til lögreglunnar á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Seðla- bankinn vill ekki gefa svör við því hvers eðlis þessi meintu brot eru og því er ekkert hægt að fullyrða um það. Hins vegar hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að gjaldeyriseftir lit Seðlabanka Íslands hafi verið með til skoðunar mál nokkurra fyrir tækja og eignarhaldsfélaga sem hugsan lega voru talin hafa farið á svig við regl- ur bankans um gjaldeyrismál. Rann- sóknin snérist um það að kanna hvort viðskipti þessara félaga með aflands- krónur hefðu verið ólögleg en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa keypt skuldabréf innlendra fyrirtækja með aflandskrónum sem geymdir voru á svokölluðum Vostro-reikningum. Magma og félag Heiðars til skoðunar Ákveðin undanþága var í reglunum um gjaldeyrismál sem heimilaði er- lendum fjármálafyrirtækjum að kaupa fjármálagerninga, til dæm- is skuldabréf, með aflandskrónum. Þessi undanþága var í reglunum til að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Undanþágan virðist hafa ver- ið misnotuð og hóf Seðlabankinn því rannsókn á þessum viðskiptum í kjöl- farið. Í nóvember svaraði Seðlabank- inn því játandi þegar DV sendi bank- anum fyrirspurn um hvort slík mál væru til rannsóknar hjá bankanum: „Seðlabanki Íslands hefur mál eins og þau sem um er rætt í fréttinni til skoð- unar en ekki liggur fyrir niðurstaða þeirrar athugunar.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem Seðla- bankinn rannsakaði vegna meintra brota af þessu tagi var orkufyrirtækið Magma Energy, eigandi HS Orku, og eignarhaldsfélag Heiðars Más Guð- jónssonar, Ursus Capital. Ekki er hægt að fullyrða að mál þessara aðila eða af þessu tagi hafi verið send frá Seðlabanka Íslands til lögreglunnar en ljóst er að með- al þeirra mála sem bankinn skoðaði voru slík viðskipti með aflandskrónur. Ásgeir kemur af fjöllum DV hafði samband við Ásgeir Mar- geirsson, forstjóra Magma Energy á Íslandi, til að spyrja hann út í það hvort hann hefði vitneskju um að viðskipti Magma með aflandskrónur væru komin til rannsóknar hjá lög- reglunni. Ásgeir segist ekki vita til þess. „Ég veit alls ekki til þess að lög- reglan hafi eitthvað komið að okk- ar málum,“ segir Ásgeir en DV hefur áður greint frá því að Magma hafi fjár- magnað kaup sín á HS Orku með af- landskrónum. DV sendi Heiðari Má fyrirspurn um það í tölvupósti hvort hann vissi til þess að rannsókn á viðskiptum hans væri komin til lögreglunnar. Blað- ið fékk ekki svar við fyrirspurn sinni. Líkt og DV hefur greint frá er afar lík- legt að Seðlabankinn hafi dregið að selja tryggingafélagið Sjóvá til Heiðars Más og meðfjárfesta hans vegna þess- arar athugunar bankans á viðskiptum Heiðars með aflandskrónur. Heiðar Már og viðskiptafélagar hans drógu sig svo út úr söluferlinu á Sjóvá í nóv- ember síðastliðnum þegar salan hafði tafðist um of að þeirra mati. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar segist ekki geta greint frá því hvers eðlis málin eru sem eru til rannsókn- ar né hverjir það eru sem verið er að rannsaka. „Mörg málanna eru um- fangsmikil og teygja anga sína til út- landa,“ segir í svari efnahagsbrota- deildarinnar við fyrirspurn DV. Ekki er því hægt að fullyrða neitt um það hvaða fjögur meintu brot á gjaldeyrishaftalögum það eru sem send hafa verið til efnahagsbrota- deildar lögreglunnar. Ljóst er hins vegar að um fjögur nýleg mál er að ræða. MEINT GJALDEYRISBROT KÆRÐ TIL LÖGREGLUNNAR n Seðlabanki Íslands sendi fjögur mál til lögreglunnar á seinni helmingi síðasta árs n Snúast öll um meint brot á gjaldeyrishaftalögum n Bankinn hafði verið með mál tengd Magma Energy og Heiðari Má Guðjónssyni til rannsóknar„Ég veit alls ekki til þess að lögreglan hafi eitthvað komið að okkar málum. Svar Seðlabanka Íslands: n „Fyrir lagabreytinguna síðasta sumar höfðum við tilkynnt 28 mál af þessu tagi til FME. Níu þeirra voru kærð til lögreglu og 19 komu aftur til okkar. Frá því að lög nr. 78/2010, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál og tollalögum, með síðari breytingum, tóku gildi 30. júní 2010, en með þeim fékk Seðlabanki Íslands heimild til að kæra meint brot á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra til lögreglu, hefur bankinn kært fjögur mál til lögreglunnar.“ Útskýring Seðlabankans á undanþágunni: n „Engin undanþága er í gjaldeyris- reglunum sem heimilar kaup á fjármálagerningum með aflandskrónum. Hins vegar er ákveðin ívilnun veitt í leiðbeiningum með reglunum til handa erlendum fjármálafyrirtækjum. Erlendum fjármálafyrirtækjum er heimilt að kaupa fjármálagerninga (sem Seðlabanki Íslands hefur metið hæf til tryggingar í viðskiptum við bankann, sbr. 11. gr. reglna nr. 553/2009 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands) útgefna í innlendum gjaldeyri og greiða fyrir þau kaup með millifærslu af svokölluðum Vostro reikningum sínum. Í því felst að fyrirtækjunum er heimilt að greiða fyrir slíka fjármálagerninga með aflandskrónum.“ Til lögreglunnar Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Til rannsóknar Viðskipti Heiðars Más og eignarhaldsfélags hans Úrsusar hafa verið til rannsóknar hjá Seðlabanka Íslands. Fjögur mál hafa nú farið frá bankanum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Send til lögreglunnar Fjögur meint brot á gjaldeyrishaftalögum hafa verið send til lögreglunnar. Málin voru öll send á síðasta ársfjórðungi síðastliðins árs. Már Guðmunds- son er seðlabankastjóri. Mynd róBErT rEyniSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.