Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 20
20 | Úttekt 14.–16. janúar 2011 Helgarblað
frekar að grípa til eigin ráða en að
treysta á réttarkerfið. „Af hverju ætti
ég að ganga í gegnum helvíti þegar ég
veit hvað það er erfitt að sanna mál
mitt? Þegar ég veit að ég mun upplifa
höfnun þegar málið nær ekki fram að
ganga? Konur vita að sönnunarbyrð-
in er erfið. Ég lét berja manninn,“
segir hún. „Ég hitti kvikindið í röð-
inni fyrir utan Vegamót. Ég var með
strákunum og þeir neyddu hann nið-
ur á hnén þar sem hann baðst afsök-
unar á því sem hann hafði gert. Síð-
an var hann laminn í klessu. Hann
átti þetta skilið. Menn sem komast
einu sinni upp með nauðgun nauðga
pottþétt aftur. Ég treysti mér ekki til
þess að kæra mitt mál og þetta var
eina færa leiðin í mínum huga. Ég
vildi að hann tæki út einhverja refs-
ingu fyrir það sem hann gerði mér og
ég hef aldrei séð eftir þessu.“
Rekinn úr vinnu
Konan komst upp með árásina enda
segist hún þess fullviss að hann hafi
verið of óttasleginn til þess að leita
til lögreglu. „Hann var skíthræddur.
Hvað átti hann að gera? Segja að ég
hefði látið berja hann eftir naugðun?
Ef hann hefði reynt að kæra líkams-
árásina til lögreglu hefði ég sagt alla
sólarsöguna. Lögreglan hefði örugg-
lega skammað mig en mér var þá og
er enn alveg sama.“
En það var ekki allt. Vinkona kon-
unnar lét einnig reka hann úr starfi.
„Vinkona mín vissi hver hann var og
hvað hann hafði gert. Hún kom þeim
skilaboðum áleiðis til yfirmanna
hans og þeir kærðu sig ekki um að
hafa nauðgara í vinnu hjá sér. Þannig
að hann var látinn fara. Orðið var lát-
ið berast.“
Konan hitti manninn aftur fyrir
ári, níu árum eftir þetta atvik. „Við
hittumst aftur á Vegamótum en
hann gat ekki horft á mig. Hann var
þá að vinna með manninum mín-
um. Nokkrum dögum síðar sagði
hann upp. Það er ömurlegt að lifa
með þetta á samviskunni. En mað-
ur sem brýtur svona gróflega á rétti
annarra á ekkert gott skilið.“
Ömurlegt að hafa
ekki getað kært
Oft eiga konur erfiðara að kæra
nauðgun ef þær voru í áfengisdái
þegar nauðgunin var framin, seg-
ir Eyrún á Neyðarmóttökunni. „Þær
muna lítið um atburðinn og eiga
jafnvel erfitt með að benda á ger-
andann.“
Kolbrúnu var nauðgað aftur þeg-
ar hún var 23 ára og kærði ekki held-
ur þá. Þá hafði hún verið á fylleríi
og orðið talsvert ölvuð. „Þetta var
hrottaleg nauðgun en ég barðist ekki
á móti. Ég ætlaði ekki að fara að láta
lúskra meira á mér. Mér fannst ég
algjörlega varnarlaus. Ég vissi ekki
hvar ég var, hver hann var eða neitt.
Mér fannst ég réttlaus. Mér fannst
þetta óþægilegt og ég nennti ekki að
standa í þessu. En mér leið ógeðs-
lega illa og mér finnst ömurlegt að
hafa ekki getað kært hann. Hann átti
það svo skilið. Ég vildi að ég hefði
getað það. Mér finnst líka óþægilegt
að mér hafi verið nauðgað tvisvar,
eins og það sé eitthvað að mér.“
Nauðgað aftur
En hún er ekki ein um það. Eyrún
segir að allstór hópur kvenna hafi
leitað til Neyðarmóttöku tvisvar,
jafnvel þrisvar og í örfáum tilvikum
oftar. „Það er vitað að konur sem
hafa áður verið beittar ofbeldi eru
útsettari fyrir því að lenda aftur í of-
beldi vegna afleiðinga fyrra brots-
ins. Þær hafa lélagra sjálfsmat og eru
frekar víkjandi í samskiptum. Þeim
finnst þær ekki eiga rétt á neinu.
Sumar hafa deyft sig með vímuefn-
um. Þá eru þær komnar í umhverfi
þar sem virðingarleysið fyrir kon-
um er algjört. Oftast eru gerendurn-
ir mismunandi í hvert skipti en síð-
an sjáum við aðrar konur koma á
Neyðarmóttöku út af sama geranda.
Þannig að það er vitað að sami ger-
andinn á fleiri en eitt, tvö og jafnvel
þrjú mál. Fyrir sumar konur er það
hvatning til að leggja fram kæru í
von um að stoppa hann af. Þá hef-
ur lögreglan allavega afskipti af við-
komandi. En því miður hafa dómar
lítinn fælingarmátt fyrir þessa menn
sem og niðurfellingar mála og fjöldi
sýknudóma.
Annað sem hefur aukist síðustu
ár eru hótanir. Að konan hafi verra
af ef hún leggur fram kæru. Þessar
hótanir berast jafnvel eftir atburð-
inn í gegnum síma eða netið. Það er
jafnvel vitað að maðurinn er þekkt-
ur ofbeldismaður sem hefur nauðg-
að fleirum og þá óttast konan hefnd-
ir.“
Vilja ekki trúa þessu
Sigrún segir einnig frá því þeg-
ar gerandinn hringdi í hana dag-
inn eftir nauðgunina. „Ég vissi ekki
hvað honum gekk til. Hann lét eins
og ekkert hefði í skorist og þóttist
jafnvel hafa verið sofandi þegar ég
fór en raunveruleikinn var sá að ég
fór frá honum í svo miklu uppnámi
að ég gat ekki einu sinni opnað úti-
dyrahurðina þannig að hann hjálp-
aði mér. Þetta var mjög skrýtið og ég
vissi ekki hvernig ég átti að bregð-
ast við. Vinkona mín greip inn í og
skellti á hann þegar hún áttaði sig á
því hvað var í gangi. Eftir á að hyggja
held ég að hann hafi verið að reyna
að búa til aðra mynd í hausnum á
mér af því sem gerðist. Með því að
láta eins og allt væri í lagi fékk hann
mig til þess að efast um raunveru-
leikann.“
Eyrún segir það algengt að kon-
ur vilji ekki trúa því sem gerst hafi.
„Þetta er líka spurning um traust.
Ef vinur þeirra fór yfir mörkin situr
eftir spurningin um hlutverk þeirra
í þessu öllu saman. Hvort þær hafi
sent röng skilaboð frá sér eða hvort
það hefði verið hægt að mistúlka
þær. Það er mjög erfitt að taka þá
ábyrgð að kæra mann sem þær töldu
vera vin sinn. Sérstaklega þegar þær
óttast að fá alla upp á móti sér og
vera jafnvel dæmdar fyrir það, þeg-
ar þær eru sjálfar að kenna sér um.“
Í þessu samhengi bendir Guðrún
á sænska rannsókn þar sem fram
kemur að konum þyki auðveldara að
kæra ókunnuga, útlendinga, menn
sem standa illa félagslega og þekkta
afbrotamenn. „Það sama endur-
speglast líka í réttarkerfinu þar sem
dæmdir nauðgarar eru ekki dæmi-
gerðir nauðgarar. Það eru meiri líkur
á því að menn sem standa illa félags-
lega og funkera ekki alveg í samfé-
laginu fái dóm.“
Yfirlýsing að kæra
Friðrik Smári ítrekar þó að það sé
mjög mikilvægt að koma lögum yfir
þá sem gerist brotlegir. „Þetta eru
mjög alvarleg brot og í öllum tilvik-
um hvetjum við konur til þess að
kæra. En þær verða að fá að gera það
upp við sig sjálfar. Sumar vilja koma
reynslu sinni á framfæri við okkur án
þess að vilja fara lengra með málið.
Oft er það vegna þess að þær vilja
að eitthvað sé skráð um atvikið og
eins til þess að tilkynna gerandann.
Og þótt hvert mál sé rannsakað sem
einstakt mál hjá lögreglu er litið til
sakaferils viðkomandi þegar hann er
dæmdur.“
Eyrún segir að fyrir sumar konur
sé ákveðin hjálp í því að leggja fram
kæru. „Það er ákveðin yfirlýsing sem
felst í því að kæra, með því leggur
konan ábyrgðina á gerandann. Jafn-
vel þótt konan viti að málið muni
ekki hafa neinn framgang er allavega
búið að koma þessu til skila. En við
reynum að styðja konur í hverju sem
þær ákveða og hjálpa þeim að taka
upplýsta ákvörðun. Sú ákvörðun er
oft tekin eftir að konan hefur rætt við
réttargæslumann og sálfræðing.“
Missti kjarkinn
Kona um þrítugt sem við köllum
Aðalheiði segir frá því hvernig slík-
ur fundur með réttargæslumanni
dró úr henni allan mátt. „Það var
ekki fyrr en hann var búinn að ljúka
sér af að ég gerði mér grein fyrir því
hvað hefði verið að gerast. Siðferð-
iskenndin öskraði á mig: „Hann var
að nauðga þér!“ Ég fór í sturtu og
reyndi að þrífa þessi öskur úr mér,
en sama hvað ég reyndi að skrúbba
mikið fannst mér ég ennþá upp-
full af drullu og ógeði. Ósjálfrátt, án
þess að gera mér grein fyrir því, var
ég komin á fullt í bullandi afneitun.
Það var ekki fyrr en ég komst að því
að ég væri ólétt að ég varð að horfast
í augu við það sem hafði gerst. Við
tóku endalausar andvökunætur, ég
mætti ekkert í skólann vikum sam-
an. Dagarnir runnu einhvern veginn
bara saman við næturnar. Í þrjá daga
samfleytt þurfti ég að segja sjálfri
mér aftur og aftur hvað hefði gerst til
að trúa því.“
Smám saman fann Aðalheiður
styrk sinn á ný. „Ég veit ekki hvað
gerðist en allt í einu var ég búin að
ákveða að ég skyldi segja öllum þeim
sem ég treysti og umgekkst mest frá
því sem gerst hafði. Eftir á að hyggja
var það í rauninni það besta sem ég
hef gert fyrir sjálfa mig í sambandi
við þetta mál. Flestir sýndu mér
skilning og það veitti mér styrk, sum-
ir sneru sér þó undan og létu eins og
þetta hefði aldrei gerst og það særði
mig mikið. En í hvert sinn sem ég
sagði einhverjum frá þessu meðtók
ég hvað ég var að ganga í gegnum
og hætti að líta á þetta sem einhvern
fjarlægan, óskýran atburð.“
Hún ákvað að kæra nauðgunina
og fór á fund lögfræðings sem starf-
aði þá á vegum Neyðarmóttökunn-
ar. „Þegar ég loksins mannaði mig
upp í að kæra gerandann var mér
hálfpartinn ráðlagt að gera það ekki.
Lögfræðingurinn sýndi mér fálæti
og ég fékk þær upplýsingar að það
skipti í rauninni engu máli hvað ég
segði í yfirheyrslum, málið yrði fellt
niður um leið og hann myndi neita.
Hann sagði mér líka að það myndi
ekki gera neitt fyrir mig þó að hann
hefði verið ákærður fyrir nauðgun
áður. Ég skildi ekki og mun aldrei
skilja þessi vinnubrögð. Eftir þetta
hætti ég við að kæra. Ég sá einfald-
lega ekki tilganginn í því lengur og
mér fannst það bara bjóða upp á enn
meiri niðurlægingu að halda áfram
með málið. Ég ákvað þá að vinna
með sjálfa mig og reyna að gleyma
gerandanum.“
Læknir og lögfræðingur
brugðust
Kona sem við köllum Ástu bjó með
manni sem nauðgaði henni. Þeg-
ar henni tókst að loksins að henda
manninum út og ætlaði að leita rétt-
ar síns og kæra var henni sagt að
það hefði ekkert upp á sig. „Fram
að því hafði ég ekki kært af því að ég
var hrædd við hann. En ég náði að
henda honum út, það bara tók tíma.
Ég var samt farin að spyrjast fyrir um
þetta áður en hann var farinn út. Ég
fór til lögfræðings sem sagði að það
hefði ekkert upp á sig þar sem ég var
ekki með nógu mikla áverka og af því
að hann var sambýlismaður minn.
Það var ástæðan fyrir því að ég dró
þetta endanlega til baka. Þegar á
reyndi og ég fór að kanna möguleika
mína var mér eindregið ráðlagt gegn
því að kæra.
Ég talaði líka við lækni og hann
sagði mér að það þyrfti alvarlega
áverka og þeir væru ekki til staðar
og sagði mér jafnframt að ég myndi
hljóta meiri skaða af því að kæra en
ef ég myndi sleppa því, þar sem ferl-
ið væri svo erfitt. Mér finnst þetta
mannréttindabrot. Það var brotið á
mér inni á mínu eigin heimili en ég
hafði ekkert um málið að segja. Þetta
var vel meinandi fólk en það tók sér
mikið vald í hendurnar þegar það
taldi mig ofan af því að kæra. Þeg-
ar kona er hrædd gerir hún ekkert
nema hún haldi að hún hafi sterkt
bakland. En þegar ég fékk þetta við-
horf gerði ég minna en ekki neitt.
Þetta ýtti undir hræðsluna og sektar-
kenndina.“
Langar enn að kæra
„Það var ekki fyrr en mörgum árum
seinna sem ég var í fyrsta skipti hvött
til að kæra. Ég geri mér grein fyrir
því að ég hefði líklega aldrei unn-
ið þetta mál miðað við sönnunar-
byrðina í þessum málum. Hins vegar
mun það aldrei breytast ef konum er
haldið frá því að kæra. Ég á kannski
bara eftir að gera það seinna. Það
verður partur af bataferlinu og eins
vil ég setja fordæmi, gefa þau skila-
boð út í samfélagið að þetta líðist
ekki.“
Guðrún viðurkennir að það sé
erfitt að hvetja konur til þess að kæra
eins og staðan er í dag. „En hver
kona verður að gera það upp við sig
og við styðjum hana í þeirri ákvörð-
un sem hún tekur. Við letjum eng-
an til þess að kæra heldur. En það er
mikilvægt að réttarkerfið sé þannig
úr garði gert að konum sé gert kleift
að kæra. Það er ekki þannig í dag.
Ég held að það væri konum léttara
að kæra ef það væri öruggt að þeim
væri sýndur skilningur og virðing á
öllum stigum málsins.“
Persónulega vildi Þórdís Elva sjá
fleiri kæra. „Eitt af því sem ég tel
þarft er að uppfræða fagstéttir, lög-
reglu, saksóknara og dómara. Síðast
en ekki síst er mikilvægt að þessi mál
séu almennt á dagskrá því kynferðis-
legt ofbeldi þrífst best í leynd.“
„Lögfræðingurinn
sýndi mér fálæti
og ég fékk þær upplýs-
ingar að það skipti í raun-
inni engu máli hvað ég
segði í yfirheyrslum, mál-
ið yrði fellt niður um leið
og hann myndi neita.
Guðrún Jónsdóttir Bendir á að for-
dómar samfélagsins séu víða, jafnvel á
meðal kvenna sem lenda í nauðgun. Það
er eitt af því sem gerir þeim erfitt fyrir.