Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Að baki kærum til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþings leynast rík- ir hagsmunir sem lengi hefur ver- ið deilt um í íslensku þjóðfélagi. Þeir snúast fyrst og síðast um eign- arhald á auðlindum. Að slepptum björgunarstörfum eftir hrun fjár- málakerfisins komust þessir hags- munir aftur í sviðsljósið og eru reyndar nú þegar ríkur þáttur þjóð- félagsumræðunnar. Má þar nefna nærri 50 þúsund manns sem und- irritað hafa áskorun til stjórnvalda á vefnum orkuaudlindir.is þar sem þess er krafist að undið verði ofan af kaupum Magma Energy á HS Orku og að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum landsins. Að sama skapi hefur samstarfs- nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra komist að þeirri niðurstöðu að tryggja beri með ákvæði í stjórnarskrá að auð- lindir sjávar verði í eigu þjóðarinn- ar. Þetta er tekið fram undir merkj- um svonefndrar samningaleiðar sem mikill meirihluti hópsins skrif- aði undir. Stríð í vændum enn á ný Svo langt sem þessar hræringar ná eiga þær samhljóm í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar og mikils meirihluta þeirra sem val- ist hafa til setu á stjórnlagaþingi sem senn kemur saman ef dóm- stólar komast að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna til þingsins hafi verið lögmætar. Nán- ar er greint frá fyrirtöku málsins í Hæstarétti síðastliðinn miðvikudag á öðrum stað í umfjöllun þessari. „Standa þarf vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum... Stjórnarskrá lýðveldis- ins þarf að breyta svo að hún verði grundvöllur umhverfisverndar til framtíðar,“ segir orðrétt í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar. Þessi orð eiga samhljóm í því sem þar er sagt um sjávarútveginn, en það stefnumið ríkisstjórnar- innar stendur enn óbreytt að ríkið innleysi aflaheimildir í krafti þjóð- areignar og leigi þær út gegn auð- lindagjaldi. „Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlut- un aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki und- ir neinum kringumstæðum eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum,“ stendur orðrétt í stefnuyfirlýsing- unni. Útrásarmenn og stjórnmálin Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur heitir því að taka á auðlindamálum. Með rökum má halda því fram að með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um per- sónukjör til stjórnlagaþings sé veg- ferðin hafin um auðlindamálin þótt ekkert sé gefið um niðurstöður stjórnlagaþingsins. Meira en tveggja ára starf stjórn- arskrárnefndar á vegum Alþingis skilaði engri niðurstöðu og hefur sú nefnd ekki verið starfandi síð- ustu þrjú árin. Innan hennar var hart tekist á um séreign eða þjóð- areign á náttúruauðlindum. Þau átök náðu hámarki síðustu mán- uðina fyrir þingkosningarnar 2007. Svo vill til að í aðdraganda þessa höfðu útrásarvíkingar innan FL Group og Landsbankans bland- að sér í slaginn um eignarhald og arðinn af orkulindunum. FL Group átti Geysi Green Energy og reyndi að komast að útrásarverkefnum Orkuveitu Reykjavíkur í gegnum stofnun Reykjavik Energy Invest (REI) í mars árið 2007. Landsbank- inn hafði stofnað útrásarfélag með Landsvirkjun, HydroKraft Invest. Stofnun félagsins var í samræmi við þær áherslur ríkisstjórnarinn- ar sem sóttar voru í landsfundar- ályktun Sjálfstæðisflokksins um auðlindanýtingu: „Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkafram- taksins svo að íslensk sérþekk- ing og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás.“ Svo vill til að nokkru fyrr greiddu þessi sömu félög, FL Group og Landsbankinn, samanlagt 55 millj- ónir króna í sjóði Sjálftstæðis- flokksins. Þegar upp komst ákvað Geir H. Haarde, þáverandi formað- ur flokksins og forsætisráðherra, að skila framlögunum og tók einn fulla ábyrgð á þeim. Sala orkufyrirtækja hefst Mörgum mánuðum eftir rausnar- legt framlag FL Group og Lands- bankans í flokkssjóði Sjálfstæð- isflokksins ákvað ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks að selja 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Sölunni stýrði framkvæmdanefnd um einkavæðingu, þeir Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Hall- grímsson lögfræðingur, fulltrúi framsóknarmanna í nefndinni, og Sævar Þór Sigurgeirsson endur- skoðandi. Þann 30. apríl 2007, skömmu fyrir þingkosningarnar, ákvað Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra að taka tilboði Geysis Green Energy. Söluverðið var liðlega 7,6 millj- arðar króna. Tilboðið var nærri þremur milljörðum króna hærra en næsthæsta tilboðið. Tilboð FL Group og Hannesar Smárasonar, aðaleiganda GGE, var í raun meira en 60 prósentum hærra en næst- hæsta tilboð. Telja má líklegt að kapphlaupið um hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja árið 2007 hafi markað upp- hafið að nýju og uppsprengdu verðmati orkufyrirtækjanna í land- inu. Engum blöðum er um það að fletta að áhugi FL Group var vak- inn sem og Landsbankans á að hagnýta sér tækifærin sem skapast höfðu með yfirlýstri stefnu stjórn- arflokkanna um einkavæðingu á sviði orkuvinnslu og orkuútrásar. Sjálfstæðisflokkurinn átti raunar frumkvæði snemma árs 2007 að því að hafnar yrðu viðræður við Landsbankann um stofnun útrás- ararms Landsvirkjunar og Orku- veitu Reykjavíkur. Ekkert þurfti að koma á óvart í þessu efni. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðis- flokksins á þessum tíma, lýsti því yfir á landsfundi flokksins í apríl sama ár að stefna bæri að einka- væðingu Landsvirkjunar og orku- fyrirtækja. Undir þetta hafði Frið- rik Sophusson, þáverandi forstjóri Landsvirkjunar og flokksbróðir hans tekið. Átök á þingi undir þrýstingi auðmanna Verðugt er að líta til stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins sem í gildi var 2003 til 2007. Þar var meðal annars kveðið á um að styrkja ætti hagsmuni sjávarbyggða og auka byggðakvóta svo nokkuð sé nefnt. „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóð- arinnar verði bundið í stjórnar- skrá,“ stóð þar orðrétt. Skömmu eftir að þing kom sam- an í ársbyrjun 2007, aðeins um fjór- um mánuðum fyrir þingkosning- arnar þá um vorið, upphófust mikil átök á þingi um tillögu stjórnar- flokkanna að auðlindaákvæði sem færa átti inn í stjórnarskrá. Siv Frið- leifsdóttir, þáverandi heilbrigðis- ráðherra, setti á flokksþingi Fram- sóknarflokksins um þetta leyti Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á Hatrömm átök um auðlindirnar n Nær 50 þúsund manns vilja rifta kaupum Magma Energy á HS Orku n Eignarhald á náttúruauðlindum kemur til kasta stjórnlagaþings n Þorri þingfulltrúa vill að auðlindir verði í þjóðareign n Það er andstætt vilja Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Séreignarrétturinn í öndvegi Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde þótti ekki óeðlilegt að vinna að einkavæðingu orkufyrirtækjanna í landinu. Því tóku útrásarvíkingar fengins hendi. Andóf gegn ofríki Björk Guðmundsdóttur og Ómari Ragnarssyni hefur tekist að fá tugþúsundir með sér í baráttunni gegn ofríki gegn nátttúrunni og erlendu eignarhaldi á orkuauðlindum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.