Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 10
10 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Að baki kærum til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþings leynast rík- ir hagsmunir sem lengi hefur ver- ið deilt um í íslensku þjóðfélagi. Þeir snúast fyrst og síðast um eign- arhald á auðlindum. Að slepptum björgunarstörfum eftir hrun fjár- málakerfisins komust þessir hags- munir aftur í sviðsljósið og eru reyndar nú þegar ríkur þáttur þjóð- félagsumræðunnar. Má þar nefna nærri 50 þúsund manns sem und- irritað hafa áskorun til stjórnvalda á vefnum orkuaudlindir.is þar sem þess er krafist að undið verði ofan af kaupum Magma Energy á HS Orku og að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum landsins. Að sama skapi hefur samstarfs- nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra komist að þeirri niðurstöðu að tryggja beri með ákvæði í stjórnarskrá að auð- lindir sjávar verði í eigu þjóðarinn- ar. Þetta er tekið fram undir merkj- um svonefndrar samningaleiðar sem mikill meirihluti hópsins skrif- aði undir. Stríð í vændum enn á ný Svo langt sem þessar hræringar ná eiga þær samhljóm í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar og mikils meirihluta þeirra sem val- ist hafa til setu á stjórnlagaþingi sem senn kemur saman ef dóm- stólar komast að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna til þingsins hafi verið lögmætar. Nán- ar er greint frá fyrirtöku málsins í Hæstarétti síðastliðinn miðvikudag á öðrum stað í umfjöllun þessari. „Standa þarf vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sínum... Stjórnarskrá lýðveldis- ins þarf að breyta svo að hún verði grundvöllur umhverfisverndar til framtíðar,“ segir orðrétt í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar. Þessi orð eiga samhljóm í því sem þar er sagt um sjávarútveginn, en það stefnumið ríkisstjórnar- innar stendur enn óbreytt að ríkið innleysi aflaheimildir í krafti þjóð- areignar og leigi þær út gegn auð- lindagjaldi. „Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlut- un aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki und- ir neinum kringumstæðum eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum,“ stendur orðrétt í stefnuyfirlýsing- unni. Útrásarmenn og stjórnmálin Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur heitir því að taka á auðlindamálum. Með rökum má halda því fram að með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um per- sónukjör til stjórnlagaþings sé veg- ferðin hafin um auðlindamálin þótt ekkert sé gefið um niðurstöður stjórnlagaþingsins. Meira en tveggja ára starf stjórn- arskrárnefndar á vegum Alþingis skilaði engri niðurstöðu og hefur sú nefnd ekki verið starfandi síð- ustu þrjú árin. Innan hennar var hart tekist á um séreign eða þjóð- areign á náttúruauðlindum. Þau átök náðu hámarki síðustu mán- uðina fyrir þingkosningarnar 2007. Svo vill til að í aðdraganda þessa höfðu útrásarvíkingar innan FL Group og Landsbankans bland- að sér í slaginn um eignarhald og arðinn af orkulindunum. FL Group átti Geysi Green Energy og reyndi að komast að útrásarverkefnum Orkuveitu Reykjavíkur í gegnum stofnun Reykjavik Energy Invest (REI) í mars árið 2007. Landsbank- inn hafði stofnað útrásarfélag með Landsvirkjun, HydroKraft Invest. Stofnun félagsins var í samræmi við þær áherslur ríkisstjórnarinn- ar sem sóttar voru í landsfundar- ályktun Sjálfstæðisflokksins um auðlindanýtingu: „Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkafram- taksins svo að íslensk sérþekk- ing og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás.“ Svo vill til að nokkru fyrr greiddu þessi sömu félög, FL Group og Landsbankinn, samanlagt 55 millj- ónir króna í sjóði Sjálftstæðis- flokksins. Þegar upp komst ákvað Geir H. Haarde, þáverandi formað- ur flokksins og forsætisráðherra, að skila framlögunum og tók einn fulla ábyrgð á þeim. Sala orkufyrirtækja hefst Mörgum mánuðum eftir rausnar- legt framlag FL Group og Lands- bankans í flokkssjóði Sjálfstæð- isflokksins ákvað ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks að selja 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Sölunni stýrði framkvæmdanefnd um einkavæðingu, þeir Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Hall- grímsson lögfræðingur, fulltrúi framsóknarmanna í nefndinni, og Sævar Þór Sigurgeirsson endur- skoðandi. Þann 30. apríl 2007, skömmu fyrir þingkosningarnar, ákvað Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra að taka tilboði Geysis Green Energy. Söluverðið var liðlega 7,6 millj- arðar króna. Tilboðið var nærri þremur milljörðum króna hærra en næsthæsta tilboðið. Tilboð FL Group og Hannesar Smárasonar, aðaleiganda GGE, var í raun meira en 60 prósentum hærra en næst- hæsta tilboð. Telja má líklegt að kapphlaupið um hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja árið 2007 hafi markað upp- hafið að nýju og uppsprengdu verðmati orkufyrirtækjanna í land- inu. Engum blöðum er um það að fletta að áhugi FL Group var vak- inn sem og Landsbankans á að hagnýta sér tækifærin sem skapast höfðu með yfirlýstri stefnu stjórn- arflokkanna um einkavæðingu á sviði orkuvinnslu og orkuútrásar. Sjálfstæðisflokkurinn átti raunar frumkvæði snemma árs 2007 að því að hafnar yrðu viðræður við Landsbankann um stofnun útrás- ararms Landsvirkjunar og Orku- veitu Reykjavíkur. Ekkert þurfti að koma á óvart í þessu efni. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðis- flokksins á þessum tíma, lýsti því yfir á landsfundi flokksins í apríl sama ár að stefna bæri að einka- væðingu Landsvirkjunar og orku- fyrirtækja. Undir þetta hafði Frið- rik Sophusson, þáverandi forstjóri Landsvirkjunar og flokksbróðir hans tekið. Átök á þingi undir þrýstingi auðmanna Verðugt er að líta til stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins sem í gildi var 2003 til 2007. Þar var meðal annars kveðið á um að styrkja ætti hagsmuni sjávarbyggða og auka byggðakvóta svo nokkuð sé nefnt. „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóð- arinnar verði bundið í stjórnar- skrá,“ stóð þar orðrétt. Skömmu eftir að þing kom sam- an í ársbyrjun 2007, aðeins um fjór- um mánuðum fyrir þingkosning- arnar þá um vorið, upphófust mikil átök á þingi um tillögu stjórnar- flokkanna að auðlindaákvæði sem færa átti inn í stjórnarskrá. Siv Frið- leifsdóttir, þáverandi heilbrigðis- ráðherra, setti á flokksþingi Fram- sóknarflokksins um þetta leyti Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á Hatrömm átök um auðlindirnar n Nær 50 þúsund manns vilja rifta kaupum Magma Energy á HS Orku n Eignarhald á náttúruauðlindum kemur til kasta stjórnlagaþings n Þorri þingfulltrúa vill að auðlindir verði í þjóðareign n Það er andstætt vilja Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Séreignarrétturinn í öndvegi Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde þótti ekki óeðlilegt að vinna að einkavæðingu orkufyrirtækjanna í landinu. Því tóku útrásarvíkingar fengins hendi. Andóf gegn ofríki Björk Guðmundsdóttur og Ómari Ragnarssyni hefur tekist að fá tugþúsundir með sér í baráttunni gegn ofríki gegn nátttúrunni og erlendu eignarhaldi á orkuauðlindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.